Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992
BJÖRN
Halldórsson, yfirmaður
fíkniefnalögreglunnar, er fynd-
inn. öðruvísi er ekki hægt að
útskýra það þegar Björn notar
dulnefni yfir það sem hann er
að gera þá stundina, alveg eins
og gúmmítöffararnir kollegar
hans í amerísku löggunni, og
það þótt enginn viti nema
hann sjálfúr hvað hann er að
fást við. En allur er varinn góð-
ur — lausmálgar löggur leyn-
ast víða. Þegar Bjöm fékk Jó-
harm „beitu“ Ingólfsson til að
leggja gildru fyrir Stein Ár-
mann Stefánsson kallaði Björn
það „Operation dirtbag", en
ekki hefur fengist upplýst til
hvers sú nafngift vísaði, Jóa
beitu eða samvisku Björns
sjálfs.
Antonsson borgarstjóri er
líka fyndinn, þótt það sé að lík-
indum óviljandi. Hann fréttir
fyrst að einhverjir borgarstarfs-
menn ráði syni sína á ráð-
herrataxta við að bera grjót,
slær létt á puttana á viðkom-
andi og segir svo að engin
ástæða sé til að ætla að neitt
annað sé bogið við milijarða-
rekstur borgarinnar. Og ætlar
ekki einu sinni að tékka á því.
Þetta kallast að hafa raunveru-
leikann ekki alveg á hreinu,
svona svipað og
SALÓME
Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, sem situr allan liðlang-
an daginn og hlustar á ræður
þingmanna en tekst einhvern
veginn að komast hjá því að
heyra hvað þeir segja. Þess
vegna heyrði hún ekki þegar
ÓlafurÞ. Þórðarson vændi
Jón Baldvin Hannibalsson um
landráð og fyllerí. Hún bað Jón
þá fyrst velvirðingar þegar
hann var búinn að endursegja
henni það sem Ólafúr sagði.
Jón hefði væntanlega getað
logið hveiju sem er að henni og
fengið afsakanir úr forsetastóli
í löngum bunum. Meira að
JÖN
Sigurðsson gerði athuga-
semd við Salóme og segir hann
þó sjaldan meira en þarft er.
Nú er Jón líka búinn að leggja
fram lagafrumvarp gegn „mis-
notkun á bönkum“. Alþýða
þessa lands, umbjóðendur
Jóns, kann fáa leiki betur en
einmitt að misnota banka og
nú á að taka af henni þá
skemmtun. Jón segir að lögin
séu til þess að vinir Björns
Halldórssonar, dópsalarnir,
geti ekki þvegið peningana
sína, en við vitum að litli mað-
urinn borgar á endanum fyrir
þessi ríkisafskipti sem önnur.
Ef Jón vill að peningar vina
Björns séu skítugir er rétt að
láta Björn alveg sjálfan um það.
Og láta hann finna hæfilegt
leyninafn á sína óperasjón.
Bók seld í nafni Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna:
ÚTGEFANDINN F
FJÚRFALDAN HL
Á VID DÖRNIN
Bókaforlagið Klettaútgáfan og
söluverktakar á vegum þess hafa
verið sökuð um að misnota nafn
Félags krabbameinssjúkra barna í
gróðaskyni. Með sérstöku sölu-
átaki hefur tekist að selja allt að 15
þúsundum eintaka af bókinni
Barnaljóðum með því fororði að
verið væri að styrkja Félag
krabbameinssjúkra barna, en
samkvæmt samningi aðilanna
renna aðeins 10 prósent af sölu-
andvirði bókanna til félagsins.
Þau 90 prósent sem eftir standa
renna til Klettaútgáfúnnar. Fram-
kvæmdastjóri útgáfunnar segir
hins vegar að tap verði að
óbreyttu á útgáfúnni, en tryggt að
félagið fái sinn samningsbundna
hlut.
FÓLU LÖGMANNISÍNUM
AÐ SEMJA UM AUKINN
HLUT
Klettaútgáfan samdi við félagið
um útgáfu bókarinnar þar sem
gert var ráð fyrir að ákveðinn
hundraðshluti söluandvirðis bók-
arinnar rynni til félagsins. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins er
þetta hlutfall 10 prósent. Fjöl-
margir kaupendur hafa hins vegar
staðið í þeirri trú að allt eða nær
allt söluandvirðið rynni til félags-
ins, enda getið um slíkt af söluað-
ilum. Það hefúr blaðið sannreynt.
Bókin hefur verið seld á 1.600
krónur, en auk þess hefur verið
rukkað 160 króna sendingargjald.
Sala bókarinnar hefur gengið
vonum ffamar og efast enginn um
að þar skipta nafn félagsins og
málstaðurinn að baki mestu máli.
Er talið að á milli 12 og 15 þúsund
manns hafi samþykkt kaup á bók-
inni og er hærri talan sögð nær
lagi. Félag krabbameinssjúkra
barna hefúr þegar fengið 2,7 millj-
ónir króna vegna bókarinnar og
fullyrðir framkvæmdastjóri
Klettaútgáfunnar að ekki einasta
hafi verið staðið við samning í því
sambandi, heldur hafi félagið
fengið greiðslur langt umfram
tað sem kveðið er á um í samn-
ingnum. Samkvæmt heimildum
blaðsins telja forvígimenn félags-
ins engu að síður að því beri að fá
aukinn hlut af sölunni og hefur
lögmanni félagsins verið falið að
annast samningaviðræður við
Klettaútgáfuna um það.
GEIPILEGA DÝRT DREIF-
INGARKERFISEGIR FRAM-
KVÆMDASTJÓRINN
Þorsteinn Ólafsson, formaður
félagsins, staðfesti í samtali við
PRESSUNA að félagið ætti í við-
ræðum við bókaútgáfuna, en vildi
ekki tjá sig um málið, þar eð við-
ræðurnar væru á viðkvæmu stigi.
Hann vildi ekki staðfesta ofan-
greinda prósentutölu, sagði hana
trúnaðarmál. „Við erum vongóð
um að samningaviðræðurnar leiði
til niðurstöðu sem báðir aðilar
geti vel við unað,“ sagði Þorsteinn.
Hann vildi hvorki játa né neita
frétt sem iandsmálablaðið TV í
Vestmannaeyjum hefur birt um
að hlutfallið sé 10 prósent. f TV er
því ákveðið haldið fram að við
sölu í Vestmannaeyjum hafi verið
gefið í skyn að öll upphæðin rynni
óskipt til félagsins.
Miðað við sölu á 15 þúsund
eintökum af bókinni verður heild-
arupphæðin, án sendingarkostn-
aðar, um 24 milljónir króna.
Magnús Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri og stjórnarformað-
ur Klettaútgáfunnar, neitaði því
alfarið að nafn félagsins hefði ver-
ið misnotað.
„Staðreyndin er sú að enn sem
komið er er tap á þessum titli fyrir
útgáfuna. Við höfum tekið fjár-
hagslega áhættu vegna þessa og
erum með geipilega dýrt dreifing-
arkerfi í því sambandi, með 40 til
50 manns við að selja bókina þeg-
ar mest lét. Við höfum hins vegar
viljað tryggja að félagið fengi sitt
og störfum eftir samningi í því
sambandi. Umræðan um þetta
mál í fjölmiðlum hefúr hins vegar
orðið til þess að afföll hafa auldst
og það að þetta mál skuli gert tor-
tryggilegt grefur undan félaginu
DÆMI 1
10.000 EINTOK
pr. bók alls
Söluverð bókarinnar 1.600 kr. 16,0 mkr.
Sölulaun 30% 480 kr. 4,8 mkr.
Framleiðslukostnaður 200 kr. 2,0 mkr.
Hlutur styrktarfélagsins 160 kr. 1,6 mkr.
EFTIRSTÖÐVAR 760 kr. 7,6 mkr.
DÆMI2
15.000 EINTOK
pr. bók alls
Söluverð bókarinnar 1.600 kr. 24,0 mkr.
Sölulaun 30% 480 kr. 7,2 mkr.
Framleiðslukostnaður 200 kr. 3,0 mkr.
Hlutur styrktarfélagsins 160 kr. 2,4 mkr.
EFTIRSTÖÐVAR 760 kr. 11,4 mkr.
sjálfú.“
SVIPAÐ SAMKOMULAG
VEGNA HLJÓMPLÖTU í
ÞÁGU BARNAHEILLA
„Ég vil bæta því við að samn-
ingur eins og við gerðum við fé-
lagið er alls ekkert einsdæmi. Eftir
því sem ég kemst næst var gert
mjög svipað samkomulag um
hljómplötu sem seld er um þessar
mundir vegna Barnaheilla. Við
höfum engan áhuga á öðru en að
félagið komi sem best út úr
þessu,“ sagði Magnús.
Hann staðfesti að viðræður við
félagið væru í gangi og sagði að ef
hagnaður yrði af dæminu væri
það að sjálfsögðu á valdi Klettaút-
gáfunnar að láta styrktarfélagið
njóta góðs af því. „Sem breytir
ekki hinu að það hefur verið stað-
ið rétt og heiðarlega að undirrit-
uðu samkomulagi og aðeins not-
uð sú söluaðferð sem styrktarfé-
lagið lagði blessun sína yfir. Við
erum langstærsti styrktaraðili fé-
lagsins fram að þessu og reyndar
fleiri félaga.“
Magnús benti í þessu sambandi
á ánægju Samtaka áhugamanna
um alnæmisvandann með hlut
Klettaútgáfunnar við sölu á bók
samtökunum til styrktar. Hann
sagði að af sinni hálfú væri ekkert
því til fyrirstöðu að birta hið und-
irritaða samkomulag í heild sinni.
HLUTUR KLETTAÚTGÁF-
UNNAR 8 TIL11 MILLJÓNIR
NETTÓ?
PRESSAN bað sérfróða aðila
að meta kostnaðinn við átak sem
þetta. Miðað við 10 þúsund ein-
taka pöntun bar mönnum saman
um að framleiðslukostnaður, þ.e.
filmuvinna, prentun og bókband,
gæti aldrei verið meiri en 200
krónur á bók. Af 1.600 króna
söluandvirði standa þá eftir 1.400
krónur. Miðað við 30 prósenta
hlut söluverktaka á vegum útgáf-
unnar nemur sá kostnaður 480
krónum á hverja bók og standa þá
eftir 920 krónur. Samningsbund-
inn hlutur félagsins er 10 prósent
sem fyrr segir eða 160 krónur á
bók og eru þá eftir 760 krónur á
bók. Klettaútgáfan hefur þá, mið-
að við hver 10 þúsund eintök, í
höndunum 7,6 milljónir króna.
Miðað við 15 þúsund seld eintök
eru þessar eftirstöðvar um 11,4
milljónir.
Að því gefhu að styrktarfélagið
hafi fengið meira en samningur-
inn gerir ráð fyrir og alls 2,7 millj-
ónir fær Klettaútgáfan 4 krónur á
móti hverri 1 krónu sem styrktar-
félagið fær og er þá búið að draga
frá framleiðslukostnað og sölu-
laun.
Sem fyrr segir eru þessi dæmi
byggð á mati sérfróðra manna, en
Magnús Guðmundsson dró þau í
efa. Rétt er að taka ffam að í þeim
er ekki gert ráð fyrir ýmsum til-
fallandi kostnaði, svo sem fjár-
magnskostnaði, skrifstofukostn-
aði og kostnaði vegna affalla.
Friðrík ÞórGuðmundsson
Fyrirtæki Magnúsar Guðmundssonar,
Klettaútgáfan, hefur selt nálægt 15 þús-
undum eintaka af bókinni Barnaljóðum.
Kaupendur hafa staðið í þeirri trú að
andvirðið rynni að mestu eða óskipt til
Félags krabbameninssjúkra barna, en fé-
lagið fær samkvæmt samningi aðeins 10
prósent söluandvirðisins.