Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 12.11.1992, Blaðsíða 39
K R í T í K FÍMMTUDAGUR PRESSAN 12. NÓVEMBER 1992 39 Svínslœri ekki dýr DÝRIN (HÁLSASKÓGI ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ LEIKSTJÓRISIGRÚN VALBERGSDÖTTIR ÍSeint verður góð vísa of oft kveð- in. Dýrin í Hálsaskógi eru aftur komin á kreik og enn ein barna- hjörðin fær að sjá þau í Þjóðleikhúsinu. Þeir sem sáu sýninguna íýrir nokkrum ár- um eru orðnir hálfftillorðið fólk. Torbjöm Egner og dýrin hans ásamt með ræningj- um og öðru fólki í Kardemommubæ eru víst orðin hluti af íslenska þjóðararfinum. Siðferðið gott: allir eiga að vera vinir, éta ekki hver annan og stela ekki frá öðrum, samanber Iög dýranna í skóginum. Refúr- inn þarf að gerast grænmetisæta, hæsta- lagi að honum fyrirgefist að éta reykt svínslæri (það flokkast ekki undir dýr, kannski af því að það á ekki heima í skóg- inum). Undirrituðum varð hugsað til Amerík- ananna sem borga Greenpeace fyrir að fá að ættleiða hval, sem þeir mega svo kalla til dæmis Bobby eða Bill. Við erum að ala upp borgarbörn og segja þeim sögur. Við persónugerum dýrin í sögunum og svo erum við hissa á að þau verði skelkuð yfir því að litla sæta lambið er étið. Nauðsyn kennir þeim að sætta sig við þetta í flest- um tilfellum, en selurinn með mannsaug- un, — við höfum efni á að telja það morð. Skelfingarangist verður því samfara ef við þurfum einhvern tíma að fara að lifa nær náttúrunni aftur og fáum við hana nánara og flóknara samband en að liggja í henni í sólbaði og hlusta á fúglana syngja. „Refurinn þarfað ger- ast grœnmetisæta, hœstalagi að honum fyrirgefist að éta reykt svínslœri (það flokkast ekki undir dýr, kannski afþví aðþað á ekki heima í skóginum), “ veltir Lárus Ýmir Óskarsson meðal annarsfyrir sér í leikdó- mi sínum um sýningu Þjóðleikhússins á Dýrunum íHálsa- skógi. Nú, þetta á víst að vera einhverskonar umsögn um leiksýningu. Sýningin var myndrænt falleg og ágætur leikflokkur skilaði sínu vel undir leikstjóm Sigrúnar Valbergsdóttur. Leikhreyfingar og dans vom til prýði og skemmtunar. Um það sá Sylvia von Kospoth. Messíanna Tómas- dóttir gerði sem sagt fallega leikmynd og búingarnir vom snotrir á að líta en hjálp- uðu sögunni ekki mikið. Hlutverkaskipan var að því leyti sérkennileg að ógnvaldur- inn Mikki refur hefði komist tvöfaldur fyrir inni í Lilla klifúrmús. öm Árnason og Sigurður Sigurjónsson voru þó skemmtilegir og sprækir og sönggáfa Arnar nýtur sín vel. Hið rafmagnaða söngkerfi var ekki vel stillt á frumsýningu og nokkurt ójaftivægi í hljóðinu. Það sem mestu skiptir er að krakkamir skemmtu sér hið besta og til þess er leik- urinn gerður. Lárus Ýmir Óskarsson náclesýigV'Wðaf'tifyoð alla v/irka daga Súpa og brauð fylgir. Hamborgari, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Samloka, franskar og kokteilsósa kr. 485,- Tex-Mex réttur kr. 485,- Salatdiskur kr. 485,- Réttur dagsins kr. 585,- Kaffi kr. 50,- A^öra. gteíÉartifyoð Alla daga vikunnar Nauta-, lamba, og grísarsteikur 180 gr. með grænu káli og 1000-eyjasósa, kryddsmjöri, bökuóum og frönskum kartöflum. Verð kr. 790,- Tryggi/agötu 20 s: 623456 J d k l piz; '\hT i JSII) i ikt ana hein FBUB HEMSENDMQJUt AUAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PANTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grtnsásvegi 10 - Mónar þér allan aólartirlnginn ÞRroJUDAGSTTLBOÐ á allar myndir alla vikuna frá þriðjudegi 10/11 til þriðjudags 17/11 kr. 350.-, nema „Lygakvend’*

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.