Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 7
F R E T T I R
Fimmtudagurinn 18.mars 1993
PRESSAN 7
Landsbanki íslands fær neyðarframlag ríkissjóði
að því er virðist þvert á vilja bankamanna
AFSKRIFIAÞÖRFIN JÚKST
UM TVO MILLJARBA FRÁ
ARAM0T1IM
Neyðarframlag ríkisstjórnar-
innar til Landsbanka íslands,
sem kynnt var á þriðjudag,
byggist á svartsýnustu spám
endurskoðenda bankans um
nauðsynlegar afskriftir lána, að
sögn heimildamanna PRESS-
UNNAR meðal þeirra sem
unnið hafa að málinu síðustu
vikur. Það er svo rausnarlegt að
það á að duga til að halda eigin-
fjárstöðu bankans yfir löglegum
mörkum þótt allt fari á versta
veg hjá nokkrum stórum við-
skiptavinum hans. Reyndar
kom það mörgum á óvart
hversu mikil aðstoðin var, svo
og hversu brátt hana bar að eftir
að endurskoðendur bankans
kynntu niðurstöður sínar og til-
lögur.
„Þetta dugar þótt allt lendi
hér í gjaldþrotum og vitleysu,"
sagði háttsettur embættismaður
sem vann að smíð lokatillagna
stjórnarinnar. Endurskoðendur
bankans, þeir Ámi Tómasson
og Sigurður Þórðarson, lögðu
til að á bilinu 4,5 til 5,8 milljarð-
ar yrðu lagðir á afskriftareikn-
ing bankans vegna íyrirsjáan-
lega tapaðra útlána. Þetta varð
niðurstaða endurmats þeirra á
stöðu viðskiptavina bankans og
tryggingum að baki útistand-
andi lánum. Hærri talan miðað-
ist við verstu hugsanlega út-
komu og þá tölu notaði ríkis-
stjórnin í aðgerðum sínum.
Eftir víkjandi lán Seðlabanka
til Landsbanka um áramótin að
upphæð 1.250 milljónir var gert
ráð fyrir að á afskriftareikningi
væru 2.800 milljónir. Lán Seðla-
banka dugði til þess að eigin-
fjárstaða bankans var yfir lög-
legum 8 prósenta mörkum —
nákvæmlega 8,45 prósent —
þrátt fyrir þessar afskriftir. Þetta
voru niðurstöðutölur að lokinni
bráðabirgðaskoðun um ára-
mótin, en talað var um að til
frekari framlaga vegna afskrifta
þyrfti að koma þegar endanlegir
reikningar lægju fyrir. Var talan
1.000 milljónir gjarnan nefnd í
því sambandi.
Við endurmat á útlánum
bankans kom hins vegar í ljós
að afskriftaþörfm gæti orðið
mun meiri eða allt að 5.800
milljónum, þremur milljörðum
meiri en nefnt var um áramót-
in. Með öðrum orðum vantaði
bankann þrjá milljarða króna til
að eiginfjárstaða væri lögleg, ef
ákveðið væri að afskrifa svo
mikið. Þá upphæð ákvað ríkis-
stjórnin að láta hann hafa.
Tilsjónarmaður
„niðurlægjandi"
En bankinn fær ekki fjár-
hagsaðstoðina ókeypis. Hún er
háð skilyrðum um hagræðingu,
bæði í rekstri og lánastarfsemi.
Áætlun um slíka hagræðingu á
að festa í samningi milli bank-
ans og fjármála- og viðskipta-
ráðuneyta og aukinheldur er
gert ráð fyrir tilsjónarmanni
sem fylgist með því að bankinn
standi við samkomulagið. Þetta
má túlka sem mikið vantraust á
stjórnendur bankans og yrði
væntanlega til að rýra traust
hans verulega.
„Tilsjónarmaðurinn væri
ótvírætt merki um að ríkis-
stjórnin treysti ekki stjórnend-
um bankans til að stjórna hon-
um eða standa við gert sam-
komulag. Hvernig væri þeim þá
treystandi til að lána hundruð
milljóna á ári? Bankaráð og
bankastjórn mundu segja af sér
ef einhver manndómur væri í
þeim,“ sagði annar háttsettur
embættismaður, sem ekki vildi
láta nafns getið.
Bankaráðsmaður sagði að
slíkur tilsjónarmaður væri „nið-
urlægjandi“ fyrir stjórnendur
bankans og það mundi aldrei
ganga vandræðalaust fyrir sig.
Það er ákaflega óvenjuleg að-
gerð að setja inn utanaðkom-
andi aðila og getur meðal ann-
ars falið í sér óvissu um ábyrgð
á stjórnun bankans. Það eru
hins vegar til heimildarákvæði
um þetta í 33. grein seðlabanka-
laga, þar sem sérstaklega er
fyallað um slíkan eftirlitsmann.
Stöðvaðist af-
greiðsla ársreikn-
Tnqs á borði við-
skiptaráðherra?
Þessi freklega innrás inn í
valdakjarna Landsbankans
virðist hafa hafist eftir að árs-
reikningar bankans bárust inn á
borð Jóns Sigurðssonar við-
skiptaráðherra fyrir nokkrum
vikum. Lögum samkvæmt und-
irritar hann reikningana síðast-
ur manna. Bankaráð Lands-
bankans hafði tekið niðurstöðu
ársreiknings fyrir á fundi 25.
febrúar síðastliðinn undir liðn-
um „lokafrágangur ársreiknings
1992“, samkvæmt fundargerð.
Eftir höfnun viðskiptaráðherra
fóru reikningarnir aftur til end-
urskoðenda sem unnu að ffek-
ari útfærslu í samstarfi við
Seðlabankann og fjármálaráðu-
neytið. 10. mars fékkst síðan
niðurstaða, sem bankaeftirlitið
samþykkti. Bankaeftirlitið átti
síðan þátt að tillögunum sem
ríkisstjórnin varpaði fram á
þriðjudag og finna má í laga-
ffumvarpinu sem Alþingi hefur
nú til meðferðar.
Innan bankaráðs og banka-
stjómar Landsbankans má hins
vegar finna mikla óánægju með
hvernig þeim var kynnt málið.
Á þriðjudagsmorgun áttu
bankastjórarnir fund með við-
ÞórðurÓlafsson
Var mjög óánægöur með
starfsaðferð ríkisstjórnar-
innar og varð að biðjast af-
sökunar á ummælum sín-
um.
skiptaráðherra þar sem þeim
var sagt að málið fengi ekki
hraða meðferð. Það var á milli
„neyðarfúnda“ ríkisstjórnarinn-
ar um málið. Á fundi með efna-
hags- og viðskiptanefnd Alþing-
is á miðvikudagsmorgun lýstu
bæði Sverrir Hermannsson
og Halldór Guðbjarnason,
bankastjórar Landsbankans, yf-
ir óánægju sinni með atburða-
rásina.
Hún fór einnig mjög fyrir
brjóstið á formanni bankaeftir-
litsins, Þórði Ólafssyni, sem
sendi ffá sér mjög „óembættis-
mannslegar" yífirlýsingar, sem
hann varð síðan að biðjast af-
sökunar á.
„Samsærið" um
Islandsbanka
Stjómarandstaðan, með Ólaf
Ragnar Grímsson í broddi
fylkingar, hefur haldið fram að
aðgerðum ríkisstjórnarinnar sé
ekki ætlað til að hjálpa Lands-
bankanum, heldur sé umgjörð-
in fíkjublað til að skýla aðstoð
við íslandsbanka — sem sagt
ríkisaðstoð við „einkabanka
íhaldsins“. Þessi kenning bygg-
ist á tvennu, sem varla fæst
JÓN SlGURÐSSON
Varkominn með ársreikn-
ingana inn á borð til áritun-
arþegarhann tókmálið
upp.
staðist við nánari skoðun.
Annað er að Landsbankinn
hafi ekki þurft á aðstoðinni að
halda, enda hafi eiginfjárstaða
hans verið 8,45 prósent (yfir
lögbundnu lágmarki) sam-
kvæmt uppgjöri endurskoð-
enda í febrúar. Það uppgjör
miðaðist hins vegar við að 2,8
milljarðar væru í afskriftasjóði
og bentu endurskoðendur á í
meðfylgjandi athugasemdum
að það væri fjarri lagi nægilegt.
Þegar „rétt“ upphæð var komin
inn á afskriftarreikning varð
bankinn að fá aðstoð til að
standast kröfur um eiginfjár-
stöðu.
Hitt atriðið er ffumvarp Jóns
Sigurðssonar um Tryggingasjóð
viðskiptabanka og Trygginga-
sjóð sparisjóða. Þeir eiga að fá
stærra hlutverk sem öryggisnet
og fá í því skyni heimild til
þriggja milljarða lántöku. Einn
milljarður á að renna beint til
Landsbankans, en um ráðstöf-
un hinna tveggja er ekkert vitað
á þessu stigi. Það ræðst af þörf-
inni, þ.e. hvort og hver þarf á
aðstoð að halda. Þótt íslands-
banki hafi tapað fé eins og aðrir
bankar að undanförnu er ekkert
SVERRIR HERMANNSS0N
Lýsti viðskiptunum við við-
skiptaráðherra á fundi
efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis.
í reikningum hans sem bendir
til þess að hann þurfi á slíkri að-
stoð að halda öðrum fremur í
fyrirsjáanlegri ffamtíð.
Mánaðarlegt
framlag á afskrifta-
reikning hækkað um
50 prósent
Fyrir einu og hálfu ári lagði
Landsbankinn mánaðarlega inn
á afskriftareikning um 75 millj-
ónir króna. í fyrra hækkaði
þessi upphæð upp í 100 milljón-
ir á mánuði en nú hefur verið
ákveðið að hækka hana um 50
prósent fyrir árið 1993 eða upp í
150 milljónir á mánuði.
Eins og áður hefur komið
ffam var ekki talið nægilegt fyrir
bankann að hafa 2,8 milljarða
inni á afskriftareikningi. Það
mat byggðist meðal annars á
hertum kröfúm samkvæmt hin-
um nýju BlS-reglum sem kveða
á um að útlán bankans séu
áhættulánaflokkuð. Veð í af-
urðalánaviðskiptum, sem nema
um 8 til 9 milljörðum hjá bank-
anum, eru nú til dæmis metin
sem 100 prósent áhætta. — Á
móti hveijum 100 krónum sem
væru í slíkum útlánum þyrfti
bankinn að eiga 8 krónur í
eigið fé, að lágmarld.
Einnig hefúr farið ffam end-
urskoðun á afskriffaþörf vegna
hvers og eins viðskiptavinar.
Hún hefur leitt í ljós að í bank-
anum eru mörg óafgreidd
vandamál. Má þar nefna að af-
skrifa þarf um 870 milljónir til
viðbótar þeim 1.100 milljónum
sem fiskeldið hefur nú þegar
kostað bankann. Þar hefur
bankinn orðið að horfast í augu
við stærsta afurðalánatjón sögu
sinnar, eins og hjá Isnó sem
kom í lok síðasta árs.
Einnig er eftir að afskrifa 111
milljónir vegna loðdýra. Nýlegt
gjaldþrot fyrirtækis Einars Guð-
finnssonar á Bolungarvík kostar
bankann núna um 150 milljónir
samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR, en áður hafði bank-
inn orðið að færa háar fjárhæðir
inn á afskriftareikning vegna
ættarveldisins. Þá er talið að
gjaldþrot Niðursuðuverksmiðju
K. Jónssonar á Akureyri kosti
bankann um 100 milljónir, en
kröfur bankans í þrotabúið eru
yfir 400 milljónum. Að lokum
má ekki gleyma yfirtöku Sam-
bandspakkans, sem enn er ver-
ið að melta innan bankans. Fyr-
ir liggur nú að yfirtökuna þarf
að endurmeta að mörgu leyti
eins og komið hefur í ljós í
kringum gengi á hlutabréfum
Samskipa, en miðað við yfir-
tökugengi bankans upp á 0,9
hefur hann þar tapað veruleg-
um upphæðum, jafnvel hundr-
uðum milljóna. Það er nú í
rannsókn.
Karl Th. Birgisson
og Sigurður Már Jónsson
STYRMIR
Gunnarsson og Morgunblaðið
eru komin út á hálan ís. Á
sunnudaginn blandaði Styrm
ir sér í kjaftasagnahefð lands-
manna með því að segja okkur
að vanheila „svartklædda kon-
an“ væri ekki dóttir einhvers
þeirra tíu ráðherra sem sitja í
núverandi ríkisstjóm, eins og
flogið hefur yfir kaffibollum að
undantörnu. Þetta er rökrétt
ffamhald af upplýsingamiðlun
Moggans eins og við þekkjum
hana: hann vill hvorki upplýsa
hvað konan heitir né hvað hún
heitir ekki, nema hvað hún er
ekki ein af þessum tuttugu eða
svo ráðherradætrum. Og þá
fer nú að þrengjast hringurinn
um þær 130 þúsund konur í
landinu sem eftir eru. Þessi
nýbreymi Styrmis, að lemja
kjaftaglaða landsmenn í haus-
inn með hálfkveðnum vísum,
verður kannski til þess að
hann leiðrétti annan misskiln-
ing, til dæmis að valdamesti
maður landsins sé
lítill og þybbinn vesturbæing-
ur, eins og fleygt hefur verið í
dónalegum bókum og tímarit-
um. Smekkvísi Moggans
mundi vitanlega banna að
málið væri skýrt með því að
nafngreina manninn eða birta
mynd af honum — enda ekki
vitað til að hann hafi brotið
neitt af sér — sem aftur þýddi
að allir litlir og þybbnir vestur-
bæingar væru álitnir ekki-
valdamestu menn landsins.
Sem út af fyrir sig gæti verið
vandamál fyrir einn þeirra. Og
tæki allan kraft úr annarri
kjaftasögu sem Mogginn gæti
líka leiðrétt, sumsé að tiltekinn
ráðherra úr vesturbænum sé
EKKI
úr hófi ffarn drykkfelldur, eins
og skrifað hefur verið í dóna-
leg dagblöð og tímarit, að
minnsta kosti ekki í saman-
burði við annan ráðherra úr
vesturbænum. I því fælist
uppreisn æru fyrir suma ráð-
herranna sex sem búa fyrir
vestan læk, þótt náttúrlega
væru lesendur Moggans engu
nær en áður. Enda er það ekki
tilgangurinn. Tilgangur Morg-
unblaðsins með ff éttamiðlun
er nefnilega ekki aðeins að
upplýsa fólk, heldur ekki síður
að koma í veg fyrir að það fái
óþægilegar upplýsingar. Sú
stefna býr til gerviveröldina
sem birtist daglega á síðum
Moggans og afhjúpar áhrifa-
mesta blað landsins rækilegast
þegar þetta sama fólk fer að
dreifa ósönnum fréttum af því
þaðveitekkibetur.