Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 25

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 25
FEMINISK BOKMENNTARYNI PRESSAN 2.5 Fimmtudagurinn 18. mars 1993 „Guðrún Gísla- dóttir leikur Pálínu afsvo miklum krafti og tilfinn- inganœmi að ég táraðist nœstum, ogþað hefég ekki gert síðan ég sá Rómeó og Júlíu þegar ég var sextán ára. Karlarnir tveir féllu nœr algjörlega í skuggann af henni. “ mér að hún sé tilneydd til þess vegna stöðu eiginmannsins, — ekki vegna þess að hún sé tilbú- in að fyrirgefa og gleyma. Tvímælalaust besta sýning sem ég hef séð á þessu leikári, þrátt fyrir ýmsa galla og bilaða byssu! „Það er á einstaka stað sem Hjort bíð- ur fagurfrœðilegt skipbrot, en það er margt afar vel gert íþessari sögu og hún er athyglisverð þóttgölluð sé; djörf tilraun sem tókst ekki alveg. “ myrkri sprettur og blómgast allt það válega, sjúklega, brjál- aða...“ Þannig verður í þessu verki stundum vart við alls óþarfa mælgi, en hún er oftast vitni um óöryggi þess sem skrif- ar. Og bestu kaflar bókarinnar eru í fullkominni andstæðu við þessa, dálítið hrjúfir en á ein- földu máli og lausir við tilgerð. Sá kafli verksins sem verstur er lýsir því þegar ffess nauðgar læðu og virðist vel mega túlka sem hliðstæðu við kynlífssam- band sögupersónanna þar sem karlinn er stjórnandi en konan þolandi. Kaflinn verður klúð- urslegur og beinlínis hlægilegur, en það mátti hann síst verða. Ég gat lengi vel ekki áttað mig á því af hverju hann mistókst svo rækilega en svo komu upp í hugann orð Milans Kundera: „Skáldsagnahöfundur sem skrifar sögu tii að gera upp ein- hverjar sakir (hvort sem það eru hugmyndalegar eða persónu- legar sakir) getur verið alveg randviss um að hann bíður fag- urfræðilegt skipbrot." Það er á einstaka stað sem Hjort bíður fagurfræðilegt skip- brot, en það er margt afar vel gert í þessari sögu og hún er at- hyglisverð þótt gölluð sé; djörf tilraun sem tókst ekki alveg, en það munaði ekki miklu. Er styttan af Jóni Sigurðs risatippi? Af ofsóknarkenndri leit femínískra bókmenntafrœðinga að reðurtáknum. Þeir sem einhverju sinni glugga í femínískar bókmennta- túlkanir sjá fljótlega að sam- kvæmt þeim er getnaðurlimur- inn eitt helsta kúgunar- og stjórntæki karla. Þetta er sjónar- mið sem kemst rækilega til skila í eftirfarandi lýsingu Guðbjarg- ar Þórisdóttur, úr grein í afmæl- isriti til Helgu Kress. Stundum er engu líkara en verið sé að lýsa ferðum skrímslisins í Alien- myndunum: „Móðirin þekkir KARL- MANNINN sem ræðst að kon- unni, étur hana með augunum, afklæðir hana, ryðst inn í líf hennar, dvelur þar örstutta stund, skilur hana eftir aleina en hefur fyrst eignað sér h'f hennar með því að sá sér í líkama henn- ar, heldur áfram að éta af líkam- anum þangað til maðurinn að lokum skríður aftur út úr lífi hennar í smækkaðri mynd, sömu leið og hann kom.“ Hin vökulu augu femínism- ans hafa séð reista getnaðarlimi í mörgu horninu, dulbúna sak- leysislegu gervi regnhlífar, ham- ars eða styttu. Þannig er hamar Þórs fallískt tákn, að sögn Helgu Kress, en hún hefur í bók- menntagreiningum sínum dregið margan getnaðarliminn fram úr felum. Kannski hefur hún aldrei fundið þá fleiri en í Tímaþjófinum. Þar ber elsk- huginn Anton svarta regnhlíf í fyrsta sinn er fundum hans og Öldu íversen ber saman. Regn- hlífín er „skýrt fallískt tákn“, segir Helga. Hið sama á við um styttu Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli, en um hana segir hún: „- Þessi trónandi stytta er skýrt fallusartákn, eitt af mörgum í sögunni.“ Frelsishetjan er orðin að risatippi. Og ef maður les söguna með tippakenninguna í huga koma til manns ýmsar þenkingar þegar síðar í sögunni er sungið í Dómkirkjunni: „Rís þú unga íslands merki“. Svipuð túlkun kemur fram hjá doktor Robyn Penrose há- skólakennara, sem í fyrirlestri um bókmenntir og iðnbyltingu sagði: „Vart þarf að taka fram að reðurinn er hinn miðlægi öx- ull í iðnvæddu kapítalísku þjóð- félagi. Uppfmningamennirnir, verkfræðingarnir, verksmiðju- eigendurnir og bankamennirnir sem byggðu það upp og héldu því við voru allir karlmenn. Al- gengasta tákn iðnaðar — verk- smiðjureykháfurinn — er einn- ig reðurtákn. Hin dæmigerða sviðsmynd í 19. aldar bók- menntum — háir skorsteinar sem teygja sig til himins og spýta svörtum reykjarslæðum, hús sem nötra undan taktföst- um slögum öflugra véla, járn- brautarlestin sem brunar óstöðvandi gegnum kyrrlát sveitahéruð — allt er þetta upp- fullt af kynferðislegri, eyðileggj- andi valdbeitingu karlmanns- ins.“ Penrose er á svipuðu róli og Guðbjörg, Helga og Dagný Kristjánsdóttir. Sú síðastnefnda kom auga á tippi og klof í þess- um ljóðlínum Einars Ben úr Hvarfi séra Odds ffá Miklabæ: „Þessi trónandi stytta er s fallusartákn, eitt af sögunni," hefur Helga aðumstyttuna afJóni skyrt Reidd til höggs er hönditi kreppt hátt á lofti, önnur er heft á hitrum blikandi hnífi. Þarna stendur Miklabæjar- Solveig ffamrni fyrir presti með reiddan hnefa og hníf í annarri hendi. Og Dagný segir: „Þar eru sem sagt komin tvö fallosar- tákn.“ Sólveig er með sár á hálsi og Dagný túlkar það svo: „Opið og blæðandi sárið á hálsi henn- ar er jafnframt geldingarmynd, ógnandi mynd af kynfærum konu, tengd ofbeldi og dauða.“ Kenningar þessara kvenna falla hver að annarri en á kon- unum er þó grundvallarmunur. Þær íslensku eru starfandi bók- menntaffæðingar en Penrose er skáldsagnapersóna. Hún er sköpun Davids Lodge. Hann er afar virtur bókmenntaffæðing- ur og rithöfundur sem í verkum sínum gerir óspart grfn að lítt grundaðri túlkunarfræði koll- ega sinna, sérstaklega hinni kynferðislegu þráhyggju sem sí- fellt skýtur upp kollinum í túlk- unum þeirra. Það er enginn sjáanlegur munur á femínískum ffæðitúlk- unum íslenskra kvenna og upp- diktuðum kenningum Lodge sem hann leggur Penrose í munn. Penrósin enska er hlægi- leg og henni er ætlað að vera það. Penrósurnar fslensku stunda einstrengingslegar bók- menntatúlkanir og ætlast til að vera teknar alvarlega. En eins og Birna Bjarnadóttir sagði í gagn- rýnni grein á störf þeirra hefur fræðimennska þeirra leitt til þess að í augum sumra er bók- menntafræðin „ekki hraðfleyg skúta. Þvert á mótí er hún sokk- in og einu minjarnar fúin sprek í Ijöru umræðunnar, engum til gagns en mörgum til ama“. Konur hafa vissulega átt erfitt uppdráttar í íslensku bók- menntalífi og því er vont til þess að vita að þær hafi stýrt skipum sínum af meiri ákafa en viti. En eins og skáldið sagði: „Alltaf má fá annað skip og annað föru- neyti“. Og nú hljóta yngri konur að hafna stefnu hinna eldri og finna sér þarfari verkefni en þau að festast í ofsóknarkenndri leit að reðurtáknum. Kolbrún Bergþórsdóttir LEIKLIST Lakkrís-Moli-ére TARTUFFE EFTIR MOLIÉRE LEIKSTJÓRI: ÞÓRTULINIUS ÞJÓÐLEIKHÚSINU ★★★ Tartuffe í Borgarleikhúsi — hvílíkt debút á stóra sviðinu fyrir Þór Tulinius leikstjóra! Verkið er keyrt á ótrúlegum hraða frá byrjun til enda, troðið af bröndurum, hlátri og upp- hrópunum (á frönsku og ís- lensku). Allar persónurnar eru eins ýktar og hægt er. Sonur- inn, Damis (Steinn Ármann Magnússon), er algjör ruddi; dóttirin, Mariane (Helga Braga Jónsdóttir), algjör vitleysingur; Valere, kærasti Mariane (EUert Ingimundarson), algjört fífl; Orgon, faðirinn (Pétur Einars- son), algjör asni; og Tartuffe sjálfur (Þröstur Leó Gunnars- son) algjört kríp. Allt í þessari sýningu gerist svo hratt, svo hátt og með svo miklum látum að erfitt er að finna rödd Moliéres í þessu skemmtilega rugli. Textinn, sennilega ágæt- lega þýddur af Pétri Gunnars- syni í óbundnu máli, er lítið meira en beinagrind fyrir alls- konar brögð og fíflagang. Jafn- vel liðsforinginn (yndislega vel leikinn af Ara Matthíassyni), sem kemur til að refsa Tartuffe, er brjálæðingur sem hlær og slær samstundis og breytir þannig lokasenunni í meiri vit- leysu, í stað þess að allt sé skyndilega grafalvarlegt, eins og var upprunaleg (en samt óraunhæfj ætlun Moliéres. Saga þessa verks er löng og flókin, en fyrsta útgáfan var sennilega farsi af frekar grófri gerð. Mér sýnist að Þór Tulini- us hafi kosið að ganga ennþá lengra og breyta-farsa í absúrd- leikrit með tilvitnunum í Chaplin, Peter Sellers og jafnvel Monty Python-liðið. Ekki er mikil áhersla lögð á Tartuffe sjálfan og túlkunin er að mínu mati verri fyrir vikið. Þó að flestar týpurnar í verkinu séu ekki lengur til í þjóðfélagi okkar er Tartuffe enn á lífi í formi allskonar gúrúa sem þykjast vera trúaðir en eru í raun að leita að einhverju jarð- bundnara (efnislegri full- nægju). Það er aðeins í frægu senunni (í fjórða þættinum), þar sem Tartuffe ætlar að njóta konu húsbóndans, að Þröstur Leó fær að sýna hversu skemmtilega ógeðsleg þessi persóna getur verið. Mun meiri áhersla er lögð á Dorine (þjón- ustustúlkan, frábærlega vel leikin af Ingrid Jónsdóttur), sem er með nefið niðri í öllu, og Elmíru (Edda Heiðrún Back- „Mérfinnst að Þór œtti aðfá Lé konung eða Ödip- us rex sem nœsta verkefni. Hugsið ykkur hvað hann gæti gert úr þeim!“ man), sem skríkir og flissar svo hressilega að allir vilja hlæja með. Það er varla eitt einasta augnablik þar sem maður fær tækifæri til að láta sér leiðast. Hvort maður er hrifinn eða stórundrandi er þó ekki gott að segja. Ekki heldur hvað varð um Moliére, nema Þór hafi breytt honum í lakkrísmolann hans Tartuffes svo hann kæmi einhvers staðar fram og gleymdist ekki alveg. Mér finnst að Þór ætti að fá Lé konung eða ödipus rex sem næsta verkefni. Hugsið ykkur hvað hann gæti gert úr þeim! Martin Regal Myndlist • Bryndís Jónsdóttir opn- arsýningu í Galleríi Úmbru á fimmtudag. • Helgi Örn Helgason opnar sýningu á smámynd- um í Galleríi Sævars Karls á föstudag. Opið á verslunar- tíma. • Margrét Reykdal opnar málverkasýningu í Hafnar- borg á laugardag. • Guðrún Gunnarsdóttir opnar sýningu á vefnaði og tágaverkum í Listasafni Al- þýðu á laugardag. • Jón Baldvinsson opnar málverkasýningu í Portinu á laugardag. • Gunnlaugur Stefán Gíslason í Galleríi Fold. Op- ið virka daga kl. 11-18 og laugardaga kl. 11-16. • Það sem okkur dettur í hug! Samsýning tíu barna sem stendur yfir í setustofu Nýlistasafnsins. Opið alla daga kl. 14-18. • Svala Sigurleifsdóttir sýnir málverk og litaðar Ijós- myndir í Galleríi 1 1. Opið alla daga kl. 14-18. • Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir sýnir olíu- og pastel- myndir í FÍM-salnum. Opið alla daga kl. 14-18. • íslenskt landslag 1900-1945 nefnist sýning á Kjarvalsstöðum. Á sýning- unni eru um 120 myndir eftir 26 listamenn sem allir fengust við gerð landslags- mynda á þessu tímabili. Op- ið daglega kl. 10-18. • Magnús Pétur Þor- grímsson sýnir í Stöðlakoti. • Helgi Þorgils Friðjóns- son sýnir um þessar mundir verk sín í húsgagnadeild Pennans, Hallarmúla. Opiðá verslunartíma. • Gerda Cook, sýnir í salar- kynnum Menningarstofn- unarinnar. Lýkur á föstudag. Opiðkl. 11.30-17.45. • Elías Hjörleifsson hefur opnað sýningu í Galleríi 15. Opið virka daga kl. 12-18 og la uga rdaga kl. 11-14. • Medúsu-hópurinn sýnir verk sín í Gerðuþergi. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 13-16. • Fimm Færeyingar sýna verk sín í Norræna húsinu. Opið daglega kl. 14-19. • Bryndís Þórarinsdóttir sýnir vatnslitamyndir í kaffi- stofunnni Lóuhreiðri í Kjör- garði. Lýkurá laugardag. • Ásta Ólafsdóttir sýnir þrívíð verk, lágmyndir og innsetningar í Gerðuþergi. Opið mánudaga tilfimmtu- daga kl. 10-22 ogföstudaga og laugardaga kl. 13-16. • Hreinn Friðfinnsson. Yfirlitssýning í Listasafni ís- lands. Lýkurá sunnudag. Opið alla daga kl. 12-18. • Ásgrímur Jónsson. Myndir eftir Ásgrím úr ís- lenskum þjóðsögum. Opið umhelgarkl. 13.30-16. • Ásmundaesafn. Bók- menntirnar í list Ásmundar. Opið alla daga kl. 10-16. • Þorvaldur Þorsteinsson sýnir samsettar lágmyndir í Slunkaríki á (safirði. Opið miðvikudaga til suntiudaga kl. 16-18. Sýningar • Lárus Karl Ingason & Ól- afur Gunnar Sverrisson opna samsýningu á Ijós- myndum og skartgripum í Portinu á laugardag. • Níels Hafstein sýnir bók- verk, lausblaðabækurog fylgihluti í Nýlistasafninu. • Höndlað í höfuðstað nefnist sýning í Borgarhúsi um sögu verslunar í Reykja- vík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.