Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 6
F R E TT I R Fimmtudagurinn 18.mars 1993 PBESSAN MENN ýrfO'f-Z, Björgvin Vilmundarsoru bankastjóri og formaður bankastjórnar Landsbankans Fortíðarvandi Landsbankans Þegar Davíð Oddsson forsæt- isráðherra fór út af krísufundi ríkisstjórnarinnar vegna ástandsins í Landsbankanum var hann auðsjáanlega sleginn. Hann náði aðeins að muldra „fortíðarvandi, fortíðarvandi“ um leið og hann gekk framhjá blaðamönnum. Einhver kann að halda að Davíð hafi sagt þetta bara vegna þess að hann segir þetta alltaf þegar hann kemur út af krísufundum. Ég held hins vegar að hann hafi átt alveg sér- staklega við hinn raunverulega fortíðarvanda Landsbankans; Björgvin Vilmundarson banka- stjóra. Björgvin er búinn að vera í bankanum í 28 ár, þar af 24 sem bankastjóri. Hann getur því ekki bent aftur íyrir sig og sagt að ástandið sé fyrirrennurum sínum að kenna. Ef þeir hafa arfleitt hann að vondum lánum ættu þau vandamál annaðhvort að hafa borgast upp eða einfald- lega glatast á þessum aldarijórð- ungi. öll vandamál dagsins í dag hljóta því að vera vandamál sem Björgvin hefur búið til. Ekki nema bankinn eigi enn eft- ir að afskrifa eitthvað af skuld- um Kveldúlfs og Alliance. Nei. Ef Björgvin er í vondum málum getur hann sjálfum sér um kennt. Hann bjó vandamál- in til, fann upp aðferðir til að láta þau grassera eða lét þau af- skiptalaus þar til þau uxu hon- um yfir höftið. Ágætt dæmi er svokölluð gjörgæsla bankanna. Þegar því er opinberlega lýst yfir að fyrir- tæki sé komið á gjörgæslu gæti fólk haldið að bankamennirnir væru að leita lausna á vandan- um. Sú er ekki raunin. Gjör- gæslan fer vanalega þannig ,Gjörgœslanfervanalega þannigfram að bankastjórinn stingur öllum skuldabréf- um viðkomandi fyrirtœkis í skúffuna. “ fram að bankastjórinn stingur öllum skuldabréfum viðkom- andi fyrirtækis í skúffuna. Þessi stjórnunaraðferð í bankakerfinu hefur leitt til þess að vextir eru ákaflega háir á ís- landi. Fyrirtækin borga ekki þessa vexti. Þau borga ekki einu sinni afborganirnar — hvað þá vextina. Við, þetta venjulega fólk, borgum vextina fyrir þau. Alveg á sama hátt og við borg- um skattana fyrir fyrirtækin — eða að minnsta kosti til þeirra. Þetta er vandinn sem Björg- vin og félagar bjuggu til og eitt- hvað segir manni að þeir séu ekki réttu mennirnir til að leysa hann. Ts Ólafur H. Torfason, fyrrum forstöðumaður Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins, kærðurtil RLR DRÚ SÉR 400 ÞÚS- OND DR NÁMSSJÚDI Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR er nú til rann- sóknar meintur fjárdráttur Ól- afsH. Torfasonar fráþeim tíma er Ólafur gegndi stöðu for- stöðumanns Upplýsingaþjón- ustu landbúnaðarins. Er Ólafur talinn hafa dregið sér sem svar- ar 400 þúsund krónum úr svo- kölluðum Námssjóði Lis og Ingvard Thorsen og liggur reyndar fyrir játning með því að Ólafur samþykkti að greiða til baka ofangreinda upphæð. Ólafur var forstöðumaður upplýsingaþjónustunnar frá 1986 til hausts 1989, er hann gerðist ritstjóri Þjóðviljans. Þeg- ar staða umrædds sjóðs var skoðuð eftir að Ólafur hætti kom í ljós að sitthvað var at- hugavert við umsýslu hans á sjóðnum og að upp á vantaði að minnsta kosti sem svarar 400 þúsund krónum. Þetta upp- götvaðist nokkrum mánuðum eftir að Ólafur fór ffá og haustið 1990 var gert samkomulag við hann um að hann endurgreiddi sjóðnum féð. Skuldin var sett á tvo víxla, að upphæð 200 þúsund hvor, með gjalddögum í febrúar og apríl 1991. Ólafur stóð ekki skil á víx- ilskuldinni þrátt fyrir ítrekaðar innheimtutilraunir og haustið 1991 var höfðað mál gegnum honum að undangenginni áskorunarstefnu. Allar tilraunir til að rukka Ól- af hafa verið árangurslausar og var að endingu ákveðið að vísa málinu til RLR. Námssjóður Lis og Ingvard Thorsen mun hafa verið notað- ur til að styrkja garðyrkjuskóla- nema til námsferða og hefiir til- heyrt stjórnarsviði stjórnar gömlu Grænmetisverslunarinn- ar við Síðumúla. Þegar sú stofn- un var aflögð virðist sjóðurinn ÓlafurH.Torfason Eftir að Ólafur hætti sem forstöðumaður kom í Ijós að vantaði í umræddan námssjóð. Ólafursam- þykkti að gera skil með greiðslu tveggja víxla, sem hann síðan hunsaði. hafa lent á borði Ólafs og að öðru leyti gleymst, öðrum en Ólafi. Tekjur runnu hins vegar stöðugt í sjóðinn af skuldabréfi hjá Framkvæmdasjóði. Ekki hafðist uppi á Ólafi vegna þessarar fréttar. ER EKKI ASTÆÐA TIL AO STJORNENDUR BANKANS SEGI AF SÉR, KJARTAN? „Hef ekki frumkvæði að afsögn minni ií NAFN: KJARTAN GUNNARSSON STAÐA: FORMAÐUR BANKARÁÐS LANDS- BANKANS ALDUR: 41 ÁRS Kjartan Gunnarsson erformað- ur bankaráðs Landsbankans þarsem gerterráð fyrirsvo miklu tapi vegna útlána að rík- isstjórnin þurfti að grípa til sérstakra ráðstafana. „Nei, ég tel að málið sé ekki þannig vaxið að tilefni sé til þess. Að mínu mati er ekki hægt að rekja vanda Landsbankans til einstakra verka eða rangra ákvarðana bankastjóra hans. Vandi bankans endurspeglar miklu frekar almennt efhahags- ástand í landinu og áföll sem orðið hafa í ýmsum atvinnu- greinum, eins og til dæmis í fiskeldi, en á því mun Lands- bankinn tapa um tvö þúsund milljónum.“ En útlánastefna bankans síð- ustu árhefur verið nefnd sem ein aforsökum vandatis. „Utlánastefna bankans er stöðugt til endurskoðunar, en bankinn hefur ýmist verið UNDIR ÖXINNI KJARTAN GUNNARSS0N SVARAR FYRIR ÚTLÁNATAPIÐ gagnrýndur fyrir að hafa of sveigjanlega útlánastefhu eða of ósveigjanlega útlánastefnu. Það verður að treysta þeim sem fara með stjórn bankans á hverjum tíma til að' móta þá stefnu í sam- ræmi við hagsmuni bankans.“ Hvað þarfbankinn að tapa miklu til að einhverjir aðrir en skattgreiðendur séu látnir bera ábyrgð á því? „Það liggur ekkert fyrir um mikið tap hjá Landsbankan- um.“ En verulegt útlánatap. „Hugsanlegt útlánatap, já, þótt það sé alltaf umdeilanlegt hvað er verulegt. Erfið afkoma fýrirtækis þarf ekki endilega að segja alla söguna um það hvort því er vel eða illa stjórnað. Vel rekið fýrirtæki getur lent í erfið- leikum ef það er í þess háttar at- vinnugrein, þar sem aðstæður verða til þess að vandi skapast í rekstrinum. Það á við íþessu til- felli. Það er ekkert sem bendir til þess að vandinn eigi rætur í því að bankanum hafi verið illa stjórnað.“ Fulltrúar í bankaráði eru skipaðir afAlþingi oghafayf- ir bankastjóm að segja og pólitísk stjómvöld í landinu ráða miklu um þæraðstæður sem bankinn starfar við. Eiga pólitískirfulltrúarþá ekki að bera ábyrgðina á einhvem hátt? „Bankaráð ber ábyrgð á því að bankinn starfi í samræmi við lög og sinni því hlutverki sem honum er ætlað. Ég tel það óheppilegt að banki, sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í efiia- hags- og atvinnulífi landsins, sé í opinberri eigu og lúti pólitískri stjórn. Ég held að hann væri betur kominn í einkaeign." Hefur hvarflað að þér per- sónulega að segja afþér? „Það getur sjálfsagt hafa hvarflað að mér að segja af mér og það mundi ég að sjálfsögðu gera ef þeir, sem kusu mig og treystu mér til starfsins, teldu að ég hefði ekki sinnt skyldum mínum. Ef svo er ekki tel ég hins vegar ekki ástæðu til að ég hafi frumkvæði að því. Málið er ekki þannig vaxið. Þvert á móti hafði ég frumkvæði að því að vekja athygli stjórnvalda á því sem þurfti að gera til að styrkja stöðu bankans.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.