Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 11

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 11
F R ETT I R Fimmtudagurinn 4. mars 1993 PRCSSAN 1 1 Jóhann Jónas Ingólfsson, fyrrum eigandi Hollenska verslunarfálagsins KJBHRHLRLR VECMA SHLASVKA Skiptastjóri þrotabús Hollenska verslunarfélagsins hefur kærtJóhann J. Ingólfsson til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna meintra skilasvika í rekstri félagsins. Nú liggja fyrir kxöfur í þrota- bú Hollenska verslunarfélags- ins, heildverslunar sem Jóhann Jónas Ingólfsson rak þar til síðastliðið vor. Heildarkröfur nema rúmlega fjörutíu milljón- um króna, en forgangskröfur vegna launa og launatengdra krafna eru 2,6 milljónir. Stærst- ur hluti krafna er frá hinu opin- bera, yfir þrjátíu milljónir króna, og er þar um að ræða vangoldin opinber gjöld. Búið er eignalaust, að sögn Brynj- ólfs Kjartanssonar skipta- stjóra. Að sögn Brynjólfs mun hann gera athugasemdir við ýmsa geminga tengda sölu á eignum Hollenska síðastliðið vor. Hann vildi ekki upplýsa hvers eðlis þær athugasemdir væra, en fyr- ir nokkru kærði hann Jóhann til Rannsóknarlögreglu ríkisins vegna meintra skilasvika. Þar mun Jóhanni gefið að sök að hafa mismunað kröfuhöfum með skipulögðum hætti. Sam- kvæmt 250. grein hegningarlaga liggur allt að sex ára fangelsis- dómur við skilasvikum. Hollenska verslunarfélagið flutti inn og seldi meðal annars nærfatnað frá Cacharel og Play- tex og snyrtivörur frá Gosh. í kringum fýrirtækið myndaðist mikil fjármálaóreiða og endaði að minnsta kosti eitt mál hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Það var vegna kostnaðar við vinnu og birtingar á auglýsing- um, sem auglýsingastofa í Reykjavík telur Jóhann aldrei hafa ætlað að greiða. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins fékk Hollenska verslunarfélagið nokkur hundruð þúsund frá franska fyrirtækinu Cacharel til að greiða auglýsingarnar, en það fé barst aldrei til auglýs- ingastofunnar. Síðastliðið vor keypti fyrir- tækið Þokki hf. flestar eignir HoUenska verslunarfélagsins og hóf rekstur í sama húsnæði og með sama starfsfólki. Fyrir Þokka hf. var þá skráð sambýl- iskona Jóhanns, Margrét Þ. Stefánsdóttir. Á þessum tíma afplánaði Jóhann dóm í hegn- ingarhúsinu vegna nauðgunar, en hafði býsna frjálsar hendur um rekstur fyrirtækisins þaðan, að sögn starfsmanna þess. Hann gaf starfsfólki fyrirmæli bréflega og símleiðis og fékk auk þess leyfi til að yfirgefa fangelsið dagstund í fylgd fangavarða til að sinna rekstri fyrirtækisins. í fangelsinu kynntist Jóhann einnig Steini Ármanni Stefánssyni og urðu þau kynni upphafið að stóra kókaínmálinu sem kunnugt er. Þegar afþlánun lauk tók Jó- hann við rekstri Þokka hf., sem er enn í rekstri og opnaði nýver- ið verslun í Glæsibæ. Síðast þeg- ar fréttist starfaði Jóhann enn við fyrirtækið. Karl Th. Birgisson JOHANN STEFNIR PRESSUNNI Páll A. Pálsson lögmaður hefur fyrir hönd Jóhatms J. Ingólfssonar stefnt ritstjóra og blaðamanni PRESS- UNNAR fyrir meint æru- meiðandi ummæli um Jó- hann í blaðinu. Stefnan er til komin vegna umfjöllunar um tvö mál, kókaínmálið svonefnda síðastliðið sumar og málefni fórnarlamba í nauðgunarmálum snemma á þessu ári. Jóhann fer fram á að til- tekin ummæli verði dæmd dauð og ómerk, stefndu greiði honum þrjár milljónir í miskabætur og verði dæmdir til refsingar að auki. PRESSAN mun að sjálfsögðu standa við ummælin fyrir dómi. Vöm Jóhanns J. Ingólfssonar í hassmállnu Afplánaði á síðum Pressunnar Á þriðjudag var tekið fyrir í Héraðsdómi mál ákæruvaldsins gegn Jóhanni J. Ingólfssyni vegna aðildar að innflutningi á þremur kílóum af hassi snemma árs 1990. Um efnisat- riði málsins hvað Jóhann snertir er ekki deilt og fór því ekki fram vitnaleiðsla í málinu, heldur lýsti lögmaður hans, Páll A. Pálsson; kröfum sínum um hæfilega refsingu vegna brots- ins. Páll fór fram á lágmarksrefs- ingu og að hún yrði öll skilorðs- bundin. Rök hans voru þau að Jóhann hefði játað brot sitt und- andráttarlaust og bætt ráð sitt, meðal annars með því að að- stoða réttvísina sem tálbeita í stóra kókaínmálinu síðasta sumar. Auk þess hefði Jóhann þegar teldð út „ærna refsingu" með „harðsvíraðri fréttaum- fjöllun“ í tengslum við kókaín- málið sem valdið hefði honum verulegum óþægindum. I þriðja lagði benti Páll á hversu langt er síðan brotið var ffarnið og vís- aði til nýlegs hæstaréttardóms þar sem dráttur á málsmeðferð varð til þess að refsing var öll skilorðsbundin. Páll tiltók ekki hvaða ffétta- umfjöllun það var sem líta bæri á sem ígildi uppkvaðningar dóms fyrir rétti, en gera má ráð fyrir að það sé umfjöllun PRESSUNNAR um málið á sínum tíma. í skýrslu sinni til Rannsókn- arlögreglu ríkisins í ágústlok greindi fíkniefnadeild lögregl- unnar frá því að Jóhann hefði farið fram á ívilnun í hass- málinu gegn aðstoð við lögregluna, en lögreglan hefði engu lofað honum í því efni. Sjálfur bar Jó- hann við réttarhöld í málinu að eitt af því, sem fékk hann til að vinna með lögreglunni, hefði verið vonin um vægari máls meðferð í hassmálinu. Forsíða PRESSUNNAR sem vísaði á umfjöllun um innheimtu- tilraunir ungrar konu á hendur Jóhanni á miska- bótum sem henni voru dæmdar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.