Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 20

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 20
NJOSN I R KOLDU STRIÐ 2Q PRESSAN Fimmtudagurinn 18. mars 1993 Maður vikunnar HelmutKohl „Kohl hefur ekki tekist að halda rétt á spilunum og þýska þjóðin er nú búin að fá sigfull- saddaá óstjórrUmns/^ Kanslan 1 vondum málum alla stjórnartíö Udniuts Kohl. Kohl hefur verið legið á hálsi fyrir að hafa gjörsamlega tapað áttum í embætti og vera hvergi vandanum vaxinn, sem farið hefur sívaxandi í kjölfar sameiningarinnar. Æ fleiri eru þeirrar skoðunar að stjórnar- flokkamir þrír séu ekki lengur færir um að sitja við völd. Skuldir ríkisins era hrikalegar, atvinnuleysið það mesta eftir stríð og húsnæðisvandinn fer ört vaxandi. Vandamálin eru ótalmörg og óleyst, þar sem nægir að nefna stöðugan straum flóttafólks til Þýska- lands og hrun iðnaðarins í austurhluta landsins. Kohl hefur ekki tekist að halda rétt á spilunum og þýska þjóðin er nú búin að fá sig fúll- sadda á óstjórn hans. Það sannaðist best í skoðanakönn- un sem fféttablaðið Der Spieg- el gekkst fyrir á meðal þýskra kjósenda á dögunum, þar sem spurt var hvaða flokk menn myndu kjósa, ef gengið yrði til sambandsþingskosninga nú. Aðeins tæplega 15 prósent að- spurðra sögðust myndu velja flokk Kohls CDU og systur- flokkinn CSU. Heldur fleiri, eða tæplega 16 prósent, völdu sósíalista og aðeins rétt rúm- lega 4 prósent frjálsa demó- krata. Það sem þó mesta fúrðu vakti var geysihátt hlutfall þeirra sem ekki sögðust myndu kjósa, eða rúmlega 18 prósent. Þeir eru ískyggilega margir f Þýskalandi sem lýsa ffati á þá sem halda um stjóm- artaumana í Bonn og vinsæld- ir núverandi rfkisstjórnar fara greinilega stöðugt þverrandi. Sú staðreynd hlýtur að verða Helmut Kohl kanslara um- hugsunarefni. Útlitið er allt annað en gott hjá Helmut Kohl, kanslara Þýskalands. Ekki er nóg með að hann sé búinn að glata trausti kjósenda, heldur hefur honum tekist að fá kollega sína innan ríkisstjórnarinnar upp á móti sér. Kohl hefur sætt harðri gagnrýni allan sinn feril sem kanslari. Hún hefur orðið æ miskunnarlausari með árunum og þó kastaði fyrst tólfúnum við hina sögu- frægu sameiningu vesturs og austurs, sem átti að gjörbylta öllu til góðs en gerði ekki. Úrslit þingkosninganna í Hessen komu sem reiðarslag fyrir flokk Kohls, Kristilega demókrata, enda galt hann af- hroð. Sigurinn var þeim mun sætari fyrir repúblíkana sem stóðu uppi með pálmann í höndunum, ásamt umhverfis- verndarsinnum og græningj- um. Eins og venjulega reyndi Kohl að bera sig stórmannlega eftir að úrslitin lágu fyrir og gera lítið úr sigri repúblíkana. Hann kallaði vinsældir flokks- ins „tímabundið fyrirbæri“, sem væri tilkomið vegna óstöðugleika í efhahagslífi og stjórnmáfaágreinings f kjölfar þess að rnenn væru loks að vakna til vitundar um samein- ingu Þýskalands og afleiðingar hennar. En vantraustið í garð Kohls nær langt út fyrir Hessen. Stjórnarflokkarnir, Kristilegir demókratar (CDU) og systur- flokkur hans (CSU), snera við honum baki einmitt þegar hann vænti samstöðu og vís- uðu á bug tillögu kanslarans um að hækka margumræddan bensínskatt. Ringulreiðin inn- an sambandsþingsins í Bonn er með ólíkindum og sú litla samstaða sem ríkir á meðal stjórnarmanna hefúr einkennt ^JÍmfrfrcuiscljc 2cttmtg Ástœðulaust að virða Milosevic Enn einu sinni hefúr Slobodan Milosevic verið sýnd mikil virðing. Mitterrand Frakklandsforseti tók honum fagnandi í París og báðir sáttasemjararnir, Cyrus Vance og Owen lávarður, skutu þar upp koll- inum til að leita eftir aðstoð hans. Forseta Serbíu er ætlað að beita Bosníu-Serba þrýstingi og fá þá til að samþykkja ffiðaráætlunina. Með því móti fær sá maður, sem ber mesta ábyrgð á stríðinu í Júgóslavíu, annað tækifæri upp í hendurnar til að verða lofsunginn sem ffiðarengill. Vitanlega er það engin smán fyrir þá sem stjórna samningaumleitunum að leita hjálpar hjá stríðs- manni, ef það getur orðið til að hraða endalokum styrjaldar. Slíkt v verður þó að draga í efa. Bosníu-Serbar halda uppteknum hætti: varnarlaust fólk er sam- viskulaust rekið á flótta, meðferðin á þeim sem orðið hafa undir er jafnhrottaleg og áður og kveðjurnar til þeirra sem af elju reyna að halda uppi hjálparstarfi á ófriðarsvæðunum eru kaldranalegar. Reynslan sýnir að ekki verður hjá því komist að líta á öll loforð Slobo- dans Milosevic forseta sem einsíds verð. Nýjar upplýsingar um örlög tuga bandarískra flugmanna sem hurfu í njósnaferðum ísovéskri lofthelgi. IVIörg þúsund njósnaferðir inn í Sovétríkin inni í Japan. Vélin var þá stödd Rannsóknir banda- ríska tímaritsins U.5. News & World Re- port sýna að banda- rískiherinn flaug mörg þúsund njósna- ferðir vísvitandi inn fyrir lofthelgi Sovét- ríkjanna á árunum 1950-1970. Herinn hefuralltafneitað þessu og skrökvað að aðstandendum horf- inna flugmanna. Nú finnast upplýsingar í bandarískum og rúss- neskum skjalasöfnum um örlög flugmann- anna- og umfang njósnaflugs Banda- ríkjahers. Fram að þessu hefúr banda- rískur almenningur litið á það sem tiltölulega einangrað atvik þegar U-2-njósnaflugvél Franc- is Gary Powers var skotin nið- ur yfir Úralfjöllunum fyrsta maí 1960. Málið varð enda frægt og mikill áróðurssigur fýrir Sovét- menn, sem héldu því fram að Bandaríkin ryfu lofthelgi þeirra með skipulögðum njósnaferð- um og mál Powers væri aðeins toppurinn á ísjakanum. Banda- ríkjaher viðurkenndi aldrei rof á sovéskri lofthelgi og geldc svo langt í að neita tilvist njósna- flugsins að aðstandendur tuga horfinna flugmanna eru nú fýrst að fá óljósa staðfestingu á gran sínum um það sem gerðist í raun og veru. Bandaríska vikuritið U.S. News & World Report greindi nýlega frá niðurstöðum rann- sókna á bandarískum og sov- éskum skjölum um njósnaflug- ið. Niðurstöðurnar eru sláandi og helstar þessar: • Á árunum 1950-1970 sendu Bandaríkjaher og CIA njósnaflugvélar meira en 10.000 sinnum og allt að 20.000 sinn- um að sovéskum og kínversk- um ratsjárstöðvum. Tilgangur flugsins var að finna, mæla og skrásetja umfang ratsjárvarna landanna. Nákvæmari tölur era ekki til vegna leyndarinnar sem enn hvílir yfir ferðunum. • Bandarískar flugvélar rafú tólf og þriggja mílna lofthelgi Sovétríkjanna reglulega og vís- vitandi, þótt herinn viður- kenndi aðeins tilvikið þegar vél Powers var skotin niður. Ná- kvæm tala er ekki til, en tilvikin skipta líklega hundruðum. • Flugferðirnar voru stór- hættulegar. Að minnsta kosti 250 áhafnarmeðlimir á 31 flug- vél voru skotnir niður og að lík- indum fleiri. Níutíu lifðu af, rúmlega tuttugu létust örugg- lega, en um afdrif um 140 eru engar vísbendingar í opinber- um gögnum. • Þrátt fyrir vísbendingar um bandaríska hermenn í sov- éskum fangelsum lögðust stjórnvöld gegn því að reynt yrði að fá þá lausa — af ótta við að vitneskja um njósnaflugið yrði opinber. • Sovétríkin neituðu alltaf að láta í té upplýsingar um örlög horfinna flugmanna og banda- rísk stjórnvöld lugu — og ljúga enn — að aðstandendum þeirra um það sem gerðist. Með þrjósku og þumbarahætti tókst lögffæðingi í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu, Sam Klaus, á sínum tíma að safna saman gögnum um málin — yfir hundrað kössum af skjölum — sem nýlega fundust fyrir tilvilj- un. Við lestur þeirra og viðtöl við eftirlifendur kemur í ljós býsna heildstæð mynd af áður óþekktri njósnasögu. Hér eru stuttar lýsingar á nokkrum til- vikum. Herinn segir satt fyr- ir misskilning Um hálftvöleytið þann 13. júní 1953 hvarf bandarísk RB- 29-njósnavél af ratsjám Banda- ríkjamanna á Yokota-herstöð- fyrir utan strendur Sovétríkj- anna einhvers staðar á Japans- hafi, ekki langt frá Vladivostok. Til hennar spurðist aldrei aftur. Tólf dögum síðar kemur fram í sovéskum skjölum að fúndist hafi flak vélar sem sov- ésk MiG-orrustuþota hafði skotið niður. Bandarísk stjórn- völd spurðust aldrei fyrir um örlög tólf manna áhafnar henn- ar og sögðu aðstandendum her- mannanna að vélin hefði ein- faldlega horfið, þótt flakið væri þá löngu fundið. Þó bárust ítrekað fregnir af því að einhverjir hefðu lifað af. Japanskur fangi í vinnubúðum í Khabarovsk sagði vorið 1953 að þar hefðu verið tólf eða þrettán bandarískir flugmenn og skömmu síðar fféttist af einum flugmanni vélarinnar á sovésku sjúkrahúsi norðan við Magad- an. Samt hélt flugherinn sig við sína upprunalegu skýringu: flugvélin bara hvarf. Svo einfalt var það. Það var ekki fyrr en í apríi 1973 að flugherinn gaf loks annað í skyn í svarbréfi til að- standanda eins hermannanna: flugvélin var „skotin niður“, sagði þar. Grace Service, ekkja eins flugmannanna, varð að vonum undrandi og spurðist frekar fyrir, en fékk þá umsvifa- laust annað svar og kunnug- legra: fyrra svarbréfið var byggt á misskilningi og ekkert er vitað um afdrif vélarinnar. Þetta er enn opinber afstaða bandaríska flughersins til málsins, fjörutíu áram eftir að brakið fannst. „Skotmarkið er að hrapa..." Tyrkneskum bónda svelgdist á hádegismatnum sínum 2. september 1958, þegar við gall skothríð í háloftunum fyrir ofan Svartahafið og hann heyrði stóra flugvél fara þrjá hringi áð- ur en hún hvarf bak við fjöllin í Árásin á U-2-njósnavélina 1960 Powers ekki lengur einn í heiminum Bandaríkjamönnum tókst að neita því í tíu ár að þeir flygju njósnaflug yfir Sovétrík- in. En þegar U-2-njósnavél Francis Gary Powers var skotin niður yfir Úralfjöllum langt inni í landi þýddi ekki að þræta lengur. Þó hafa banda- rísk stjórnvöld reynt að halda því fram að mál Powers hafi verið einstakt og einangrað og ekki hluti umsvifameira njósnastarfs. Nýjar upplýsingar hrekja þá staðhæfingu. Flugvélar af gerðinni U-2 höfðu reyndar verið á ferðinni í fjögur ár yflr Sovétríkjunum. Vélarnar flugu hægt og mun hærra en áður þekktist, en fyrir klaufaskap Rauða hersins tókst ekki að skjóta þær niður fyrr en á frídegi verkalýðsins árið 1960. Sovétríkin notfærðu sér það til hins ýtrasta. Framundan var leiðtogafundur fjögurra ríkja í París, en Khrústsjoff neitaði að taka þátt í honum nema Dwight Eisenhower forseti bæðist afsökunar á njósnaflug- inu. Það gerði Eisenhower vit- anlega ekki og ekkert varð af fundinum, þótt leiðtogarnir mættu allir á staðinn. Réttarhöldin yfir Powers voru mikil áróðurssýning, en hann hlaut loks tíu ára fangels- isdóm fyrir njósnir. Powers sat Francis Gary Powers við réttarhöldin í Moskvu þó ekki inni nema í um tuttugu mánuði, því honum var sleppt í febrúar 1962 í skiptum fyrir sovéskan njósnara.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.