Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 9
U TT E K T Fimmtudagurinn 18.mars 1993 PRESSAN DURTUR V « „Klára allt sem ég tek mérfyrir henaur segir Jón í viðtali við PRESSUNA Hverja telurðu ástœðu þess að þú hefur náð lengra en aðrir sem starfa á sama sviði? „Ég held að þar komi margt til. Ég á mjög góða konu sem hefur unnið með mér baki brotnu að uppbygg- ingu fyrirtækisins. Þá hef ég oft á tíð- um ratað á réttar lausnir á málum mínurn. Ég verð að telja mér það til tekna, að ég hef alltaf klárað það sem ég tek mér íyrir hendur. Það þýðir þó ekki að mér hafi tekist allt sem ég hef ætlað mér. Því má svo ekki gleyma að ég hef átt því láni að fagna að hafa fengið hæft starfsfólk til starfa hjá mér.“ Hver heldurðu að sé ástœða þess að þú ert jafnumdeildur og raun ber vitni? Margir hafa náð langt í við- skiptum án þess að verða jafnum- deildirogþú. „Það hafa margir komið með ýmsar skýringar og það er kannski engin ástæða fyrir mig að reyna að bæta einhverju þar við. Ég held þó aðallega að þetta stafi af því hvað við lifum í litlu þjóðfélagi." Er hin erfiða staða Steina hf. gleðiefni íþínum huga? „Ég hef þá trú að Steinar Berg nái að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem að fýrirtækinu steðja. Erfiðleikar Steinars hf. eru mér ekkert gleðiefni, síður en svo. Steinar Berg er mjög góður drengur og verðugur sam- keppnisaðili. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og vona að samstarf okkar verði áfram jafngott og verið hefur.“ Hvað með viðskiptasjónarmiðin? Er það ekki þinn hagur að helsti keppinauturinn heyri sögunni til? „Sú staða mun aldrei koma upp að einn maður stjórni afþreyingariðn- aðinum. I þessum bransa, þar sem við störfum með listamönnum, getur það aldrei verið eðlileg staða fyrir þá að hafa ekkert val — geta ekki valið um útgefendur. Að auki held ég að það sé ekki hollt fýrir neinn að verða alráður á markaðnum og held raun- ar að það geti ekki gerst.“ Ertu ánægður með stöðu þína innan Stöðvar 2 eftir síðasta aðal- fund? „Staða mín er óbreytt frá því sem verið hefur. Ég get einungis sagt að ég hlakka mikið til að starfa að upp- byggingu stöðvarinnar; þar eru mörg mjög spennandi mál ffamundan og þetta er fyrirtæki sem á bjarta ffam- tíð fýrir sér. Hvað er framundan hjáfésýslu- manninum Jóni Ólafssyni? „Ég ætla að halda mig við skemmtanaiðnaðinn, ég kann það best. Því ætla ég að einbeita mér að því að ffamleiða kvikmyndir. Það er mjög áhugavert og ég tel mig hafa náð ágætisárangri, þótt enn sem komið er hafi það gefið lítið í aðra hönd. Það er bara spurning um að öðlast meiri reynslu og gera myndir sem eiga erindi á erlendan markað.“ Fyirtæki Jóns Ólafssonar Skífan 100% Sonic 100% Jón Ólafsson & co. 100% Bíó hf. (Regnboginn) 100% Myndbandasafnið hf. 100% Stúdíó Sýrland 100% íslenska útvarpsfélagið 12,9% (nafnv. 70 ntillj- ónir) Flugleiðir 0,5% (nafnv. utn 15 milljónir) litla hljómplötuverslun í Hafnarfirði árið 1976 og skömmu síðar opnaði hann hljómplötuverslun- ina Skífuna á Laugavegi 33. Sama ár stofnaði hann einnig Hljómplötuútgáf- una með þeim Magnúsi Kjartanssyni og síðar kom Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson inn í myndina. Reksturinn gekk vel til að byrja með, en nokkrum árum síðar tók að halla undan fæti og fór svo að upp úr sam- starfinu slitnaði með lát- um. Effir að Hljómplötu- útgáfunni hafði verið skipt upp, en hún saman- stóð nær eingöngu af skuldum, sameinaði Jón hlut sinn Skífunni og þar með var Skífan orðin meira en hljómplötu- verslun. Næstu ár vann Jón að því að styrkja undirstöð- ur Skífunnar, auk þess sem hann stofnaði Sonic hf. árið 1982 ásamt Sigur- jóni Sighvatssyni, en fýr- irtækið sérhæfir sig í inn- flutningi hljómflutnings- tækja fýrir hljóðver og ljósvakamiðla. Fyrirtækið hefur skipt mikið við Rík- isútvarpið og Stöð 2 og hafa viðskipti við það síð- arnefnda verið talsvert gagnrýnd og telja sumir að þar sé um innherjavið- skipti að ræða. Jón skynj- aði fýrstur manna mögu- leikana sem hin nýja myndbandstækni hafði upp á að bjóða fýrir út- sjónarsaman fésýslu- mann og komst yfir um- boð fýrir myndbönd hjá Columbia-kvikmyndafé- laginu. Skömmu síðar rann á landsmenn æði fyrir myndbandsglápi og naut Jón góðs af því, enda með góð umboð. þess sem hann fékk sér Range Rover-bifreið um svipað leyti. Stór þáttur í hugmyndaffæði Jóns er að eyða ekki um efni fram. Hlutirnir eru staðgreiddir ef það hentar betur og að sögn Jóns hefur aldrei fall- ið víxill á hann og fýrirtæki hans. Margir hafa talið það eitt helsta gæfuspor Jóns á viðskiptasviðinu að opna útibú Skífunnar í Kringl- unni, en sumir segja þá verslun hreina gullnámu. Jón neitar því ekki að rekstur verslunarinnar gangi vel, en segir hana hins vegar ekki hafa skipt sköpum á viðskiptaferli sínum, enda sé hlutfall hennar í heildarveltu fýrirtækja sinna að- eins örfá prósent. Aðspurður segir Jón ekkert eitt atriði hafa haft úrslitaþýðingu fyrir sig á viðskiptaferlinum. „Það hefur verið jöfn og góð stígandi hjá mér og ekki neitt eitt sem hefur skipt sköpum.“ Að hagnast á hug- sjónum sínum Ein af hugsjónum Jóns Ólafs- sonar, sem er mikill sjálfstæðis- maður, er ffjálst útvarp. Jón ólst upp við kanaútvarpið og kana- sjónvarpið í Keflavík og kunni því illa að geta ekki valið á milli stöðva eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Um leið og út- varpsrekstur var gefinn frjáls haustið 1986 beitti Jón sér fyrir stofnun fslenska útvarpsfélags- ins, rekstrarfélags Bylgjunnar. Hann var í forsvari þeirra sem stofnuðu Bylgjuna og átti á tímabili 17% í félaginu. Fyrstu misserin gekk rekstur Bylgjunn- ar sérlega vel og varð margra milljóna króna hagnaður af æv- intýrinu. Eftir því sem útvarps- stöðvunum fjölgaði fór afkom- an versnandi. Um áramót 1989-1990 keypti Jón í félagi við nokkra kaupmenn, svo sem þá Harald Haraldsson í Andra, Jóhann J. Ólafsson og Guðjón Oddsson í Litnum, Skúla Jóhannsson í Tékkkristal, Garðar Siggeirsson í Herragarðinum, Víði Finn- bogason í Teppalandi og fleiri, tæplega 40 prósenta hlut í Stöð 2 undir nafninu Fjölmiðlun hf. Um ári síðar var svo Bylgjan sameinuð Stöð 2 og héldu menn sig þá við nafn rekstrarfyrirtæk- Áreiðanlega ekki allra Hilmar Oddsson KVIKMYNDAGERÐARMAÐUR „Ég kynntistJóni er við unnum saman að kvikmyndinni Eins og skepnan deyr fyrir nokkrum árum. Við vorum þá báðir að stiga okkar fyrstu skrefí kvikmyndum; ég sem leikstjóri en hann sem framleið- andi. Samstarf okkar var að öllu leyti prýðilegt. Það kom ekki upp nein misklíð, enda skýr og klár verkaskipting okkar á milli, eðli málsins samkvæmt. Ég þekkiJón ekki aföðru en góðu. Sú mynd sem ég get dregið upp afhonum erað hann erákveðinn maðursem fær sínu oftframgengt, enda veithann yfirleitt hvað hann vill. Jón er áreiðanlega ekki allra, en við náðum ágætlega saman." is Bylgjunnar, þ.e. íslenska út- varpsfélagsins, en ekki íslenska sjónvarpsfélagsins, fyrirtækisins um Stöð 2. Innan Islenska út- varpsfélagsins hafa staðið hat- rammar deilur undanfarin ár þar sem tvær fylkingar hafa bar- ist um völdin. Eins og„jójó"í við- skiptum Flestir líta á niðurstöðu átak- anna innan Stöðvar 2 sem ósig- ur fýrir Jón og félaga hans, sem mynduðu meirihluta í stjórn ís- lenska útvarpsfélagsins. Aðrir benda á að litlu máli skipti fýrir Jón hvort hann er í minni- eða meirihluta innan fyrirtækisins. Stöðin sé sloppin fýrir hom fjár- Listamenn sem Jón hefur á sínum snærum Bubbi Morthens GCD Nýdönsk SS-Sól Egill Ólafsson Sinfóníuhljómsveit ís- lands Diddú, Sigri'm Hjáltn- týsdóttir Rokklingarnir Sléttuúlfarnir Björgvin Halldórsson Stuðmenn Uppgangur i miðjan arati um fjan áratug- inn Upp úr miðjum ní- unda áratugnum fór hag- ur Jóns að vænkast, eða að minnsta kosti bar meira á góðum hag hans. Rétt rúmlega þrítugur flutti Jón inn í glæsilegt einbýlishús sem hann staðgreiddi og er á dýr- asta stað í Reykjavík auk Hefur þurft að berjast fvrir sínu Garðar Siggeirsson VERSLUNAREIGANDI „Ég hefþekktJón í ein tíu ár og við erum góðir kunningjar, enda þótt við hittumst ekki oft. Jón er ósér- hlifinn og óhemjuduglegur oghef- urkomistáfram fyrireigin verð- leika. Hann kemur úr umhverfiþar sem hann þurfti að berjast fyrir öllu. Það hefur sett mark sitt á hann; hann veit að hann þarfað berjast fyrirsínu og það hefurhann gertogsýnt mikinn árangur í starfi. Það sem að mínu mati er hvað jákvæðast viðJón erhve fylginn sérhann er. Hann á frábæra, forkunnarduglega konu, sem styður við bakið á honum með ráðum og dáð ogá stóran þátt i velgengni hans." hagslega og nú liggi leiðin að- eins upp á við. Því geti Jón, sem hingað til hefur verið eins konar jójó í viðskiptum og aldrei getað einbeitt sér lengi að sama verk- efninu, farið að sinna öðrum málum eins og til dæmis kvik- myndaframleiðslu, sem á hug hans allan þessa dagana. Hann fór meðal annars til Ástralíu á síðasta ári til að skoða upptöku- staði fyrir væntanlega kvik- mynd sem hann hyggst fram- leiða. Jón Ólafsson er stærsti hlut- hafinn í Stöð 2 með 12,9 pró- senta hlut, sem er að nafnvirði 70 milljónir króna. Gengi bréf- anna er hins vegar í kringum tvo um þessar mundir og mark- aðsverð þeirra því um 140 millj- ónir króna. Ljóst er að bréfin eiga þó eftir að fara hækkandi vegna hinnar góðu afkomu sem fýrirtækið sýnir og því eru þau líkast til enn meira virði en skráð gengi segir til um. Hins vegar voru kaupin á sínum tíma mikil áhætta og eins og allir vita hékk líf fyrirtækisins lengi vel á bláþræði. Megineign Jóns er útgáfufýr- irtækið Skífan, sem er í farar- broddi á tónlistarmarkaðinum og hefur um 35-40 prósent af myndbandamarkaðinum. Þá hefur Jón einnig keypt húsnæði Regnbogans og stofnað utan um rekstur hússins fyrirtækið Bíó hf. Um þessar mundir starfa 77 manns hjá fýrirtækjum Jóns og telja kunnugir að staða þeirra sé traust um þessar mundir. Afar umdeildur Þeir sem kynnst hafa Jóni telja að hin stutta skólavist hans hafi mjög sett mark sitt á líf hans. Éinn orðaði það svo að „Jón hefði mikla þörf fyrir að sanna sig og hefði gert það á þann hátt að einbeita sér að því að safna peningum — græða meira en nokkur annar“. Eng- inn efast urn að Jón er vel greindur og erfitt er að sjá við honum. Það orð fer af honum að hann sé einn besti samninga- maður landsins og víst er að maður með þann hæfileika er ekki elskaður af öllum. Jón hef- ur það orð á sér að vera óþolin- móður, sem hann lítur raunar sjálfur á sem helsta galla sinn í viðskiptum, og harður, enda vill hann láta hlutina ganga upp. Sumir eru reyndar á því að hann sé of ákafur í því að sínu framgengt og beiti til þess öllum tiltækum ráð- um. Jón þykir fylginn sér, afar duglegur og sérlega minnugur og telja kunnugir að þeir eiginleikar öðrum fremur hafi komið honum þangað sem hann er nú. Undanfarin ár hafa fjöl- miðlar haldið nafni Jóns mjög á loff. Stafar það ekki síst af harðri valdabaráttu innan Stöðvar 2, þar sem margir helstu fjármála- menn landsins börðust um yfirráðin. Athyglisvert er að Jón hefur aldrei svarað þeim sökum sem hann hef- ur verið borinn og mun skýringin á því sú að hann telur að betra sé að láta málin líða hjá en standa í endalausum ritdeilum, auk þess sem nær vonlaust er að höfða meiðyrðamál hér á landi. 1 954 Fæddur 6. ágúst Jón Ólafsson Frið- geirsson, sonur Friðgeirs Olgeirsson- ar, stýrimanns hjá Landhelgisgæsl- unni, og Heiðu Kristjánsdóttur. 1 969 Jón útskrifast sem gagnfræðingur. Lengri varð skólaganga hans ekki. 1 970 Starfar eina vertíð við aðgerð í frysti- húsi í Grindavík. 1971 Jón verður umboðsmaður hljómsveit- arinnar Júdasar, aðeins sautján ára. 1 975 Júdas hf. hljómplötuútgáfa stofnuð. 1 976 Jón kaupir fyrstu hljómplötuverslun sína, Vindmylluna, sem var í Hafnar- firði. Opnar hljómplötuverslunina Skífuna á Laugavegi 33. Fyrsta Skífu- verslunin. Stofnar einnig Hljómplötu- útgáfuna og leggur Júdas hf. niður. 1978 Kvænist Helgu Hilmarsdóttur. 1 981 Leifarnar af Hljómplötuútgáfunni sameinaðarSkífunni. 1 982 Jón stofnar ásamt Sigurjóni Sighvats- syni Sonic, fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi hljómflutningstækja fyr- ir útvarpsstöðvar og hljóðver. COLUMBIA Jónas Sigurgeirsson ásamt Bergljótu Friðriksdóttur Harður við- skiptamaður og hefur upp-sko- rið eftir því Þorvarður Elíasson SKÓLASTJÓRI „Við Jón störfuðum saman hjá Stöð 2 í rúmt ár. Fyrir þann tima þekkti ég ekkert til hansog eftir að sam- starfi okkarþarlaukhafa leiðir okkar ekki legið sam- an. ÉgþekkiJón ekkert úr einkalífi, aðeins úr við- skiptum. Hann ermjög vel gefinn, hefurstálminni og er fljótur að átta sig. Hann er afar vinnusamur og dug- legur en mjög harður við- skiptamaður oghefur upp- skorið eftirþvi. Það ererf- ittað vinnameðJóniþví hann er mjög kröfuharður, en hann nær líka oft mjög miklum árangri. Ég get hæltJóni fyrir gáfur og víst er að efhann hefði farið i skóla hefði hann án efa orðið toppnemandi. Sú staðreynd að hann skyldi sökum fjárskorts ekki fá tækifæri til að mennta sig hefurmótað framkomu Jóns meira en margt ann- að. Menntunarskorturinn hefurþó ekki háðJónií starfi, því hann hefurlært það sem þurfthefur utan skóla." 1 984 Jón nær samningum við Columbia- kvikmyndafélagið þar sem hann fær umboð fyrir myndbönd. 1 986 Kosinn gjaldkeri í stjórn Sjálfstæðis- félags Holta- og Hlíðahverfis. Forvígismaður stofnunar íslenska út- varpsfélagsins, rekstra rfélags Bylgj- unnar. Fyrsti stjórnarformaðurfé- lagsins. 1 987 Opnar Skífuverslun í Kringlunni. 1 988 Kaupir Hljóðfærahús Reykjavíkur. 1 989 Stofnar eignarhaldsfélagið Jón Ólafs- son & co. Kaupir einnig Órtölvutækni hf., sem þá var gjaldþrota. 1 990 Jón haslar sér völl á bíósviðinu með því að kaupa húsnæði Regnbogans af Framkvæmdasjóði. Stofnar vegna þessa Bíó hf. Kaupir Stúdíó Sýrland, eitt fullkomn- asta hljóðver landsins. Kaupir ásamt Fjölmiðlun sf. hlut af Verslunarbankanum í Stöð 2. 1 991 ^ Bylgjan sameinuð Stöð 2 og með því styrkist staða Jóns, en hann átti fyrir í báðum fyrirtækjunum. Skífan opnar stórverslun á Laugavegi 26 og Jón selur Werner Rasmussyni hlut sinn í Örtölvutækni. Fær umboð fyrir Walt-Disney mynd- bönd. 1992 Kaupir fyrirtækið Myndbandasafnið hf. og fjármagnar gerð kvikmyndar- innar Sódómu Reykjavík. Verkefni upp á 60 milljónir króna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.