Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 10

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 10
 FRETTIR 10 PRESSAN Fimmtudagurinn 18.mars 1993 ÞEIR FÁ EFTIRLAUN SAMKVÆMT SÉRSTÖKUM SAMNINGI SigurðurHelgason fyrrum forstjóri Flugleiða. INDRIÐIPÁLSSON fyrrum forstjóri Skeljungs. JÓN H.BERGS fyrrum forstjóri Sláturfélagsins. VlLHJÁLMUR JÓNSSON fyrrum forstjóri Olíufélagsins. GuðjónB.Ólafsson forstjóri SÍS. Erlendur Einarsson Fjölmargir fyrrverandi og núverandi forstjórar helstu stórfyrirtækja hafa starfslokasamninga sem eru alvarlegur baggi á fyrirtækjunum HUNDRIB MlllJONA FORSTJÚRASJÓBUM Eftirlaunaskuld- bindingarfyrir- tækja vegna æðstu yfirmannafelaí sérhiminháar greiðslurí framtíð- inni.Ágreiningur umskattalega meðferð þessara samningaertilúr- skurðar hjá ríkis- skattanefnd og Toyota hefur höfð- að mál gegn ríkinu. Tryggingafræðileg úttekt bendir til þess að hundraða milljóna króna skuldbindingar felist í sérstökum eftirlauna- sjóðum og/eða starfslokasamn- ingum sem fyrirtæki hafa gert við fyrrum og núverandi for- stjóra og aðra æðstu yfirmenn. Samningar þessir fela gjarnan í sér að þegar yfirmennirnir hætta halda þeir 80 til 100 pró- sentum af launum sínum og ýmsum fríðindum umfram launin. Aðeins fáein ár eru síð- an fyrirtæki tóku að færa þessar skuldbindingar til reiknings og um þessar mundir er til úr- skurðar hjá ríkisskattanefnd hvort hinar sérstöku eftirlauna- greiðslur séu frádráttarbærar til skatts eða ekki. Tveir fyrrum for- stjórar SÍF með kröf- ur upp á 60 milljónir Fyrir þorra landsmanna er málið einfalt; þú ert í ákveðnum lífeyrissjóði og það er tekinn skammtur af laununum og hann lagður í sjóðinn. Hinar sérstöku eftirlaunaskuldbind- ingar fyrirtækja eru á hinn bóg- inn sérstakir starfslokasamn- ingar við æðstu yfirmenn fyrir- tækjanna eða sérstakir samn- ingar vegna almennra starfs- manna sem unnið hafa lengi hjá fyrirtækjunum og voru fyrir ut- an núverandi lífeyriskerfi, sem byggst hefur upp frá því um 1970. Stór hluti eftirlaunaskuld- bindinga fyrirtækja er sannan- lega vegna almennra starfs- manna. I bönkum eru sérstakir eftirlaunasjóðir sem ná til allra starfsmanna og það á við um einstök fyrirtæki. En í mörgum stórfyrirtækjum eru línurnar skýrar hvað þetta varðar: Sér- greindar eftirlaunaskuldbind- ingar eiga aðeins við um æðstu menn í samræmi við sérstaka starfslokasamninga. Dæmi um þetta er Sölusamband íslenskra saltfiskframleiðenda (SÍF). Þar voru í árslok 1990 tveir samn- ingar í gangi vegna tveggja fýrr- um framkvæmdastjóra og skuldbindingin þá metin á 60 milljónir að núvirði. Annað dæmi um háa eftir- launaskuldbindingu vegna fýrr- um forstjóra var samningur Thors Ó. Thors heitins hjá Sameinuðum verktökum. Stóru bomburnar: Jón H. Bergs og Thor Á aðalfundi SV síðastliðið haust var upplýst, að beiðni Guðjóns B. Olafssonar, for- stjóra SÍS og fulltrúa Regins, að áunnin eftirlaunaréttindi Thors næmu 60 milljónum króna og að aðrir stjórnendur SV ættu til- kall til 10 til 12 milljóna króna hver, en þar er átt við stjórnend- ur sem höfðu að lágmarki tíu ár að baki hjá félaginu. Nú er Thor látinn, en eftirlaunarétturinn gengur að stórum hluta áfram til ekkju hans. Annað dæmi er eftirlauna- samningur Jóns H. Bergs hjá Sláturfélaginu. Honum var þrýst úr forstjórastóli 1988 og í kjölfarið fylgdi dómstólaslagur við stjórn SS um gildi starfs- lokasamnings Jóns. í borgar- dómi vann Jón málið og sá úr- skurður var staðfestur af Hæstarétti, sem þýðir að Jón fær hið minnsta sambærileg laun og nýi forstjórinn til ævi- loka, þó ekki lægri laun en sem nemur því sem Jón hafði þegar hann lét af störfum. Auk þess fékk hann afsal fyrir forstjóra- bifreiðinni R-355, Buick Electra, sem metin var á 3 milljónir að núvirðivorið 1990. Jón gat þess við þetta tæki- færi að starfslokasamningar við „forstöðumenn stórra fyrir- tækja" væru mjög algengir, en samningur hans var undirritað- ur 1984 af Gísla Andréssyni heitnum, þáverandi stjórnarfor- manni SS. Miðað við meðalævi- lengd íslenskra karlmanna felur samningur Jóns í sér effirlauna- skuldbindingu sem er ekki lægri en 100 milljónir króna og að lík- indum talsvert umfr am það. Tilheyra sérstakir starfsiokasamning- ar brátt sögunni tn? Einn viðmælandi blaðsins sagði að tvennt hefði valdið straumhvörfum að undanförnu varðandi þessar skuldbinding- ar. „Annars vegar er í ríkara mæli farið að meta þessar skuldbindingar og tilgreina í ársreikningum. Ég hygg að þar spili ekki síst inn í reynslan af því þegar þungar en duldar skuldbindingar af þessu tagi komu fram vegna gamla Út- vegsbankans. Hins vegar sýnist mér að sérstakir starfsloka- samningar forstjóra séu á und- anhaldi og þá ekki síst vegna máls Jóns H. Bergs hjá Sláturfé- laginu.“ Magnús Gunnarsson, for- maður VSÍ og forstjóri SÍF, sagði reyndar í samtali við PRESSUNA að sér virtist sem það mundi fljótiega heyra sög- unni til að gerðir væru sérstakir eftirlauna- eða starfslokasamn- ingar við æðstu yfirmenn fýrir- tækja. „Þetta var nokkuð al- gengt og það eru í gildi margir samningar vegna manna sem eru hættir, en slíkir samningar sem gilda til æviloka eru að leggjast af.“ Hjá SÍF eru í gildi starfsloka- samningar vegna tveggja fyrr- verandi framkvæmdastjóra fýr- irtækisins, sem fela í sér hið minnsta 60 milljóna króna eftir- launaskuldbindingu, en Magn- ús segist ekki hafa slíkan samn- ing. „Ég greiði í minn lífeyris- sjóð eins og aðrir gera.“ SÍS: 15 til 20 manns skipta með sér 450 milljónum Kristján Þorsteinsson hjá Eimskipafélaginu sagði um 317 milljóna króna eftirlaunaskuld- bindingu félagsins að þar væri bæði um að ræða starfsloka- samninga vegna yfirmanna og eftirlaun vegna almennra starfs- manna, sem rekja má til þess tíma þegar núverandi lífeyris- sjóðakerfi var ekki komið í gagnið. „Stærstur hluti þessara skuldbindinga er vegna þessa síðartalda. En ég get ekki upp- lýst hversu margir einstaklingar eru þarna að baki eða hvernig skiptingin er.“ Þessar sérstöku eftirlauna- skuldbindingar voru fýrst tekn- ar upp í ársskýrslu Eimskipafé- lagsins 1983 og þá metnar á 82,4 milljónir, sem framreiknað er nánast sama upphæð og er nú skráð. I árslok 1990 var sambærileg eftirlaunaskuldbinding hjá SÍS metin á um 450 milljónir króna og samkvæmt heimildum blaðsins er þar fyrst og fremst um að ræða sérstaka samninga við yfirmenn Sambandsins, for- stjóra og yfirmenn einstakra deilda. Að líkindum eru það um eða yfir fimmtán manns sem hafa þessa samninga og skuld- bindingin þá að meðaltali á bil- inu 25 til 30 milljónir á mann. Viðmælendur blaðsins voru þó sammála um að samningar vegna Erlends Einarssonar og Guðjóns B. Ólafssonar fælu í sér mun hærri skuldbindingar en samningar deildarstjóra. Fiugleiðir: 250 millj- ómr vegna fyrrum stjórnenda. Sigurður Markússon hjá SÍS vildi ekki úttala sig um réttindi einstakra manna. „Við erum að tala um menn sem hafa gert samninga við fyrirtækið og eins og í möfgum fyrirtækjum eru þetta í okkar tilfelli stjómendur. Eftir minni teldi ég líklegt að um tuttugu manns væri að ræða. Það er svo með þessar skuld- bindingar, sem voru metnar á 450 milljónir í árslok 1991, að hin nýju fyrirtæki, sem áður voru deildir í SÍS, yfirtóku um tvo þriðju hluta þessara skuld- bindinga, en afgangurinn varð eftir hjá SÍS eða um 150 milljón- ir,“ sagði Sigurður. Einn viðmælandi blaðsins taldi að SÍS hefði haldið eftir út- gjaldaþyngstu samningunum og þá samningum Erlends og Guðjóns. „Og miðað við stöðu SÍS í dag mega viðkomandi ein- staklingar hafa nokkrar áhyggj- ur af þessum rétti sínum.“ Hjá Flugleiðum var sambæri- leg tala 252 milljónir króna um síðustu áramót. „Ég get eldd til- greint hverjir það eru sem eiga þennan rétt, en get staðfest að þetta á ekki við um almenna starfsmenn. Ég á von á því að þarna liggi að baki sérstakir starfslokasamningar við stjórn- endur,“ sagði Einar Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða. Viðmælendur blaðsins drógu ekki í efa að hlutur Sigurðar Helgasonar, fyrrum forstjóra, væri þarna stór. Olíufélögin: Gömlu forstjórarnir með sérsamninga Hjá Skeljungi hljóða eftir- launaskuldbindingar vegna æðstu stjórnenda og einstakra annarra aðila sem unnið hafa mjög lengi hjá fyrirtækinu upp á 116 mifijónir króna. Þar fyrir utan er skuldbinding vegna Eft- irlaunasjóðs Skeljungs, sem al- mennir starfsmenn tilheyrðu, en skuldbindingar þess sjóðs hafa nú verið yfirteknar af Líf- eyrissjóði verslunarmanna. Hjá Skeljungi tókst ekki, frekar en hjá öðrum, að fá upplýsingar um þann fjölda sem ætti tilkall til milljónanna 116, en talið er að aðeins sé um nokkra aðila að ræða. I því sambandi eru meðal annarra nefnd til skjalanna Indriði Pálsson, fyrrum for- stjóri, og ekkja Hallgríms Fr. Hallgrimssonar, forvera Indr- iða. Hjá Olíufélaginu (Esso) var samsvarandi tala mun hærri eða um 350 milljónir um síð- ustu áramót, en um leið virðist um talsvert breiðari hóp að ræða. Þar er bæði um að ræða samninga við æðstu yfirmenn og svo sérstök eftirlaun sem al- mennir starfsmenn fá til viðbót- ar öðrum lífeyri hafi þeir starfað hjá fyrirtækinu í tuttugu ár hið minnsta. Aðeins einn sérstakur starfslokasamningur er í gildi hjá Esso, vegna Vilhjálms Jóns- sonar, fyrrum forstjóra, sem ný- verið lét af störfum. Deilt um frádráttar- bærni eftirlauna- skuldbindinga Nokkur fyrirtæki hafa við samningu skattframtala sinna talið skuldbindingarnar fram sem frádráttarbær útgjöld, en um þetta er ágreiningur; skatt- yfirvöld viðurkenna ekki þessa aðferð. Nokkrir úrskurðir í slík- um málum hafa fallið hjá ríkis- skattstjóra og er þar í gangi vinna við viðbótarskattlagningu vegna þessa, en kærur fyrir- tækja hafa leitt málið til yfir- skattanefhdar, þar sem málið er nú til umfjöllunar. Þá má geta þess að á næst- unni hefst fyrir alvöru meðferð málshöfðunar P. Samúelssonar hf., Toyota-umboðsins, gegn ríkissjóði vegna skattalegrar meðferðar á þessum skuldbind- ingum. Fyrirtækið færði til ffá- dráttar skuldbindingu vegna sérstakra starfslokasamninga við fyrrum stjórnendur, en skattyfirvöld höfnuðu þessu og við það hækkuðu skattgreiðslur fyrirtækisins, sem á móti höfð- aði mál. Simon Gunnarsson, fjármálastjóri fyrirtækisins, vildi ekki upplýsa um fjárhæð sér- staks eftirlaunasjóðs þess eða hversu margir ættu þar rétt. Eft- ir því sem næst verður komist er um nokkra tugi milljóna króna að ræða og fyrst og fremst Páll Samúebson stjórn- arformaður sem þar kemur við sögu._____________________ Friðrik Þór Guðmundsson Eimskipafélagið (1992) 317,4 m.kr. Flugleiðir (1992) 251,9 m.kr. Skeljungur (1992) 116,3 m.kr. Esso (1992) 350,0 m.kr. SÍS (1991) 450,0 m.kr. SH (1989) 124,7 m.kr. VÍS (1990) 38,8 m.kr. SÍF (1990) 54,6 m.kr. ... 06 BIIIA Landsbanki (1991) 2.538,0 m.kr. Búnaðarbanki (1991) 1.175,8 m.kr. íslandsbanki (1991) 890,3 m.kr. Seðlabanki (1990) 748,5 m.kr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.