Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 8
U TT E K T & PRESSAN Fimmtudagurinn 18. mars 1993 HVERERJÓN ÓLAFSSON Jón Ólafsson er óumdeilanlega konungur íslenska afþreyingariðnað- arins. Hann er stærsti hluthafinn í íslenska útvarpsfé- laginu og fyrirtæki hans, Skífan, erí fararbroddi átón- listar- og kvik- myndamarkaðin- um. Líklegtertalið aðhluturSkífunn- araukistenn frek- aránæstuárumí Ijósi mikilla erfið- leika aðalsam- keppnisaðilans, Steinahf. Sumir segja að Jón Ólafsson sé einn færasti samningamaður landsins og afar snjall fésýslu- maður. Hann hafi af eigin rammleikbyggt upp öflugt veldi og sé nú meðal efnuðustu manna landsins. Velgengni Jóns hefur verið með slíkum eindæmum að hann hefur ekki komist hjá öfund og illmælgi. Aðrir segja Jón ekkert annað en götustrák, haldinn óseðjandi fé- græðgi. Honum sé ekkert heil- agt í viðleitni sinni til að græða peninga og hann mundi selja ömmu sína ef því væri að skipta. Ólst upp við lítil efni Þegar litið er til þeirra að- stæðna sem Jón bjó við í æsku gegnir það furðu hversu langt hann hefur náð í viðskiptum. Jón fæddist utan hjónabands í Keflavík árið 1954, sonur Heiðu Kristjánsdóttur og Friðgeirs 01- geirssonar, og var skírður Jón Ölafsson eftir langafa sínum. í þjóðskrá er hann þó skráður sem Jón Ólafsson Friðgeirsson. Jón ólst upp hjá móðurforeldr- um sínum og varð snemma uppvöðslusamur krakki. Síðar fékk hann viðurnefnið Jón bæjó, enda af sumum talinn helsti villingur bæjarins. Skóla- ganga Jóns var skammvinn; hann hætti í skóla að loknu gagnffæðaskólaprófi, og má þar aðallega kenna um fjárskorti. Þrátt fyrir að hann stundaði ekki nám í menntaskóla á hann ófáar minningar úr Mennta- skólanum í Hamrahlíð, þar sem hann dvaldist öllum stundum fyrst eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Keflavík var á ungdómsárum Jóns miðstöð íslenskrar popp- tónlistar og fór hann ekki var- hluta af því. Sem gutti þvældist Jón í kringum hljómsveitirnar og gerðist síðan rótari fyrir Hauka, þótt hann gegndi þeim starfa að vísu aðeins í þrjár vik- ur. Þegar hann var sautján ára gerðist hann ffamkvæmdastjóri hljómsveitarinnar Júdasar, sem þá naut talsverðra vinsælda. Það þótti mikill heiður fyrir Jón, þar sem hann var mun yngri en Magnús Kjartansson og hinar popphetjurnar sem stóðu að bandinu. Þá má geta þess að á unglingsárum sínum starfaði Jón einnig í fiski í Grindavík og sem sjálfstæður hreingerninga- maður og gekk þá í hús og bauð þjónustu sína. Eyqði snemma moguleikana á myndbandamarkað- inum Eftir að Júdas leystist upp hellti Jón sér út í hljómplötu- verslunarrekstur. Hann keypti Notar ógnunar- og hótunartaktík meira en góðu hófi gegnir Magnús Kjartansson HUÖMUSTARMAÐUR „Kynni okkarJóns hófust fyrír rúm- um þrjátíu árum i Keflavík er við vorum pollar. Síðan þá hafa leiðir okkar oft legið saman, bæði i leik og viðskiptum. Jón er fljótur að hugsa og mjög ráðagóður, enda þurft á því að haida. Hann er hörkuduglegur og harður í við- skiptum og oft óvæginn. Hann er ákaflega slunginn svo oft er erfítt að sjá við honum, sem kemur sér örugglega vel fyrir hann i viðskipt- um, en ekki eins vel fyrir aðra. Mín skoðun er sú að menntunarleysi Jóns og þörfín fyrir að sanna sig fyrir öðrum sé ofstór partur afdríf- krafti hans og helsti galli hans séaðhann sjái ekki nægilega oft aðrar hliðar á málum en sína eigin. Mér hefur oft fundist hann nota ógnun- ar- og hótunartaktík meira en góðu hófí gegnir í viðskiptum. Per- sónuleg samskipti min við Jón hafa verið upp ogofan í gegnum tíðina og dálítið í samræmi við það hvar við höfum verið staddir í viðskipt- um hverju sinni. Núorðið erum við ágætis kunningjar, hvað sem á gengurí viðskiptum. Éghefoftasthaftgaman afað eiga viðJón, en þó enn meira gaman afað skemmta mér meðhonum. Ég held að Jón eigi ekki mjög marga nána vini, fyrir utan eiginkonu sinaog fjöl- skyldu." JÓN OLAFSSON Sd eini úr „fjórmenningaklíkunni svokölluðu sem mætti á árshátíð Stöðvar 2 um síðustu helgi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.