Pressan - 18.03.1993, Síða 26

Pressan - 18.03.1993, Síða 26
2£_ PRESSAN FERÐALAG U M GLA0HEIM A Fimmtudagurinn 18.mars 1993 BÍÓIN HASKOLABIO Á bannsvæði Trespass ★ ★ Svartur hasar. Allt til staðar; flétta og spenn. Og mikið djöfull eru töffararnir töff. Elskhuginn The Lover ★★★ Hugljúf saga um ást og losta. Laumuspil Sneakers ★★ Haeg i gang og heldur ómerkileg. Tveir ruglaðir Nutty Nut ®Ef þessi mynd hefði orðið örlitlu verri væri hún frábær. Baðdagurinn mikli ★★ Danskur húmor fyrir þá sem hafa smekk fyrir honum. Howards End ★★★★ Bók- menntaklassík verður að góðri bíómynd. Karlakórinn Hekla ★ Vond mynd og metnaðarlítil. LAUGARASB I O Svala veröld Coo/ World ★★ Það var Ijóst að Ralph Bakshi (Fritz the Cat) mundi gera hráa útgáfu af Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? Hrá- leikinn er hins vegar hvorki í sögunni né persónunum. Hann er í fráganginum. Hrakfallabálkurinn Out on a Limb ★ Unglingamynd gerð af fólki sem telur unglinga fífl. Geðklofinn Raising Cain ® Brian de Palma er sjálfsagt of- metnasti leikstjóri Holly- wood. Hér er hann hrár, óblandaður og óþolandi. Nemo litli ★★★ Falleg teiknimynd. Beethoven ★★ REGNBOGI NN Chaplin ★★ Myndin sem fékk menn til að spyrja sig hvort Chaplin hefði í raun verið nokkuð fyndinn. Robert Downey jr. tekst þó að halda lífi og eldist vel með rullunni. Svikahrappurinn Man Trou- ble ★ Frekar ófyndin og ómerkileg mynd. Sumt af því sem Nicholson snertir verður að steini. Síðasti móhíkaninn The Last of the Mohicans ★★★ Ævin- týramynd fyrir fullorðna. Svikráð Reservoir Dogs ★★★ I raun er þessi mynd bölvað ógeð, en frábær díalógur og ágætur leikur gera hana að sérstæðri upplifun. Rithöfundur á ystu nöf Nak- ed Lunch ★★★ Geðveikislegt rugl. Ánægja manna með myndina fer síðan eftir því hvaða merkingu þeir leggja ( lýsingarorðið. Miðjarðarhafið Mediterr- aneo ★★★ Tommi og Jenni ★★★ Næst kemur Línan í bíó. Sódóma Reykjavík ★★★ Góð mynd um álappalega smákrimma. Prinsessan og durtarnir ★★★ Ævintýri. SAMBIOIN Pottþétt Ágætt irk Lala ★ Leiðinlegt ©Ömurlegt meira gaman að horfa Dafoe og Madonnu njótast í einhverjum spjallþættinum. Umsátrið Under Siege ★★★ Töffaramynd. Betra framhald af Die Hard en Die Harder. Háskaleg kynni Consenting Adults ★★ Þrátt fyrir undir- förult samsæri vantar allan neista í myndina. 1492 ★ Önnur mislukkuð Kólumbusarmynd en þó ei- litlu skárri en Salkind-mynd- in. Á lausu Singles ★★★ Afs- löppuð mynd; stundum snið- ug og stundum fyndin. Svo lítið ágeng að hún er nota- leg. Lífvörðurinn The Bodyguard ★ Mislukkuð mynd með myndarlegum leikurum. Casablanca ★★★★ Meist- araverk sem batnar með aldr- inum. Systragervi Sister Act ★★ Whoopy er ósköp fín en nunnurnar stela senunni. Aleinn heima 2 - Týndur í New York Home Alone 2 - Lost in New York ★★★★ Mynd ársins fyrir aðdáendur dett-á- rassinn-húmors. Bambi ★★★★ Þó ekki væri nema vegna sagnfræðilegra ástæðna (hvaðan viðkvæma taugin í heimsstyrjaldarkyn- slóðinni kemur) er skylda að sjá Bamba reglulega. Fríða og dýrið The Beauty and the Beast ★★★★ Snilld- arverk. 3 ninjar ★ Fyrir tilvonandi vandræðaunglinga. STJORNUBIO Drakúla Bram Stoker's Drac- ula ★ Góð mynd fyrir áhuga- menn um förðun, búninga og umbúðamikla framsetn- ingu. Aðrir finna fátt við sitt hæfi, því sjálf sagan er nánast óbærilega leiðinleg. Hjónabandssæla Husbands and Wives ★★★★ Woody Al- len upp á sitt besta — að minnsta kosti næstbesta. New York- útgáfa af Berg- man; laus við leiðindin og snilldarbroddinn. Heiðursmenn A Few Good Men ★★★ Gott réttardrama með stólpagóðum leik. Konuilmur Scent of Woman ★★★ Frábær leikur Als Pac- ino er næg ástæða til að sjá myndina. Þótt hlutverkið sé óendanlega þakklátt lætur hann ekki þar við sitja, eins og Dustin Hoffman hefur gert í svipuðum tilfellum (Ra- in Man, Tootsie). Olía Lorenzos Lorenzo's Oil ★★★ Vel sögð saga foreldra sem leita þar til þau finna lækningu við banvænum sjúkdómi sonar s(ns. Ljótur leikur The Crying Game ★★★★ Kemur jafnvel útlifuðum bíófríkum á óvart og fær þá til að gleyma sér. Hinir vægðarlausu Unforgi- ven ★★★★ Eastwood á heimavígstöðvunum í vestr- inu og þar kann hann bæði öll trixin og ákaflega vel við sig. Losti Body of Evidence ★★ Sagan er klén og í raun væri ‘Vertshúsin í Beim Vilji maður dansa og daðra á veitingastöðum bæjarins eru sumir staðir betur til þess fallnir en aðrir. Vilji maður kynda undir rómantíkinni og fá að vera í friði til fjög- urra- augna-athafna minnk- ar úrvalið. Ætli maður sér hins vegar að taka almenni- lega í er úr mörgu að velja. Upptalningin sem fer hér á eftir snýr að innihaldi verts- húsanna, þótt engan veginn sé hún tæmandi. Hverju á fólk að klæðast? Á hvaða aldri er best að vera? Hvert þarf andlegt atgervi manns að vera? Hvað þarf maður til dæmis að trimma oft í viku til að teljast hæfúr tíl að stíga dans á Tunglinu? ‘Tungtið ÚTHALD: Gífurlegt, minnst fimm þolfimitímar í viku með trimmi þrisvar í viku. KLÆÐNAÐUR: Nýju fötin keisarans eða annar álíka berstrípaður klæðnaður. ALD- UR: 18 ár en auk þess sést inn fýrir grímuna á fertugum ein- staklingum sem telja sig enn 18 ára. TONLIST: Sýrupopp í versta gæðaflokki. Gott andlegt jafnvægi því skilyrði. VEIÐI: Fengsælustu miðin íbænum. Konur og karlar, karlar og karl- ar, konur og konur. LA Café ALDUR: Hærri en 25 ár. Menn eiga ekki á hættu að hitta börn- in sín. KLÆÐNAÐUR: Frem- ur fi'nn, jafhvel sést glitta í dýr merki. UTHALD: I meðallagi vegna sunnudagsgöngutúr- anna. Stundum dansaður vals, stundum travolta. TÓNLIST: Diskó og ellismellir. VEIÐI: Fráskilinna í meðallagi góð. fTíúsinn ALDUR: Afar teygjanlegur, tíð- astur 30 ár. DRYKKJA: Vímu- efhaleg. TÓNLIST: Trega- blandin. ÚTHALD: Setudans stundaður. KLÆÐNAÐUR: Óhefðbundinn. INNIHALD: 98% kvennanna sem stunda staðinn eru hrifnar af tónlistar- mönnum. Kunn andlit í felum (vegna lélegrar lýsingar). Mið- aldra djassóféti. VEIÐI: Ýmist dræm eða í meðallagi góð með lagni. RÓMANTÍK: Hugsan- leg vegna myrkursins. Gauhur á Stöna ÚTHALD: Ekki mikið. Liðugra líkama krafist vegna hreyfinga sem byggjast á mjaðmahnyldcj- um. Dansað uppi á borðum. Pils því æskileg. TÓNLIST: Lif- andi. ALDUR: 25 til 30 ár. KLÆÐNAÐUR: Vinnufatnað- ur. Viðkomustaður betur klædds fólks um helgar. Leður- jakkalið algengt. INNIHALD: Tónlistarfólk afgerandi í miðri viku. Sést til ferða myndlistar- manna og einstaka forstjóra gosdrykkjafyrirtækja. VEIÐI: Mjög góð. ‘BíúsSarinn INNIHALD: Rómantísk pör á blús. Einstaka rómantísk tveggja manna borð. ALDUR: Frá 20 til 70 ára. ÚTHALD: Gott drykkjuúthald nauðsyn- legt. Ekki likamlegt úthald. Nema ef til vill um helgar til að dansa á milli borða og jafnvel uppi á þeim. VEIÐI: Dræm. ttfóteS Saga ALDUR: Svipaður og í Kola- portinu. KLÆÐNAÐUR: Fínn en smekklaus. ÚTHALD: Óþrjótandi drykkjuúthald nauðsyn (sér ílagi á Mímisbar). Danskunnátta nauðsynleg úr skólum Hermanns Ragnars eða Heiðars Ástvalds. Harðsperrur tíðar daginn eftir. SIÐPRÝÐI: Sterk að öðru leyti en því að veiðin er í formi framhjáhalds. úíóteí ísíand INNIHALD: Pör algeng. Hóp- ar algengari. Korteríþijúgæjar algengastir. DRYKKJA: Megn og nauðsynleg því það er svo leiðinlegt að vera edrú innan um fulla fólkið. ÚTHALD: Þarft. KLÆÐNAÐUR: Lond- on dömudeild. Af útsölu í Cosmo. Herraríkið. TÓNLIST: Ýmist fjörug, eldfjörug eða dauð. ALDUR: Lægri en hann h'tur út fyrir að vera. VEIÐI: Mikið reynd. Ber ekki alltaf til- skilinn árangur. %auða íjónið INNIHALD: Ómengaður sjáv- arþefur. Fastur kjarni Seltim- inga og annarra Vesturbæinga. ALDUR: 20 til 40 ár. TÓN- LIST: Lifandi dauð. ÚT- HALD: Óþarft. Líkamsburðir þó ágætir því trimmararnir af Nesinu og úr Vesturbænum sækja staðinn. RÓMANTÍK: Ónauðsynleg. VEIÐI: Lítil. ‘Tveir vinir... KLÆÐNAÐUR: Lopapeysulið úti. Leðurjakkalið inni. INNI- HALD: Stórhljómsveitirnar sem elska staðinn og spila eftir því. Vel í glasi. Grúppís sem hanga í loftræstikeríunum. í miðri viku karaoke-lið sem drekkur lítið. ÚTHALD: Gífur- legt. Sveitaballastemmning í bænum. Takturinn ffjálslegur. ALDUR: 25 ár. VEIÐI: Pömn augljós en óopinber. fógetinn ÚTHALD: Ónauðsynlegt. INNIHALD: Framsóknar POPP Gítarhetjur núsins DINOSAURJR. WHEREYOU BEEN? ★★★★ LIVING COLOR STAIN ★★ GUNNAR HJÁLMARSSON Kröftugt rokk sem þó afneit- ar klisjum þungarokksins er farið að seljast mun betur en áður, þökk sé Nirvana-undr- inu. Sveitir sem hafa lengi rembst við í djúpunum fá nú loksins uppreisn æru og feit launaumslög. J Mascis, leiðtogi og andlit Dinosaur Jr., getur brosað framan í heiminn því nýja platan hans, sú fimmta, er sú besta sem hann gerir í lang- an tíma og hefur gengið betur en fyrri verk. Mascis er af núllkynslóð am- erískra rokkara sem ólust upp með pönkinu í valdatíð Reag- ans og Bush. Hjá honum sullast pönkið saman við eldri rokk- áhrif; í tónlist Dinosaur Jr. má t.d. greina takta frá Led Zeppel- in, The Byrds og sterkan keim af Neil Young. Utkoman er frá- bær; tónlistin hefur mjög per- sónulegan svip sem markast ekld síst af fr umlegri gítartækni — sem þó byggist á gömlum brögðum — og auðþekkjan- legum söngstíl Mascis. Hann er einn af skemmtilegri söngvur- um nýrokksins í dag. Það eru tíu lög á Whereyou been, nett rokkheild sem ann- að slagið nær hæstu hæðum í lögum sem nálgast fullkomn- un: Start Choppirí, fyrsta smá- skífan, er nautnalegt gítarrokk í háklassa, Not the same er besta útfærsla sem heyrst hefur á rokkarfi Neils Young, og Goirí home er meistaralega samin poppballaða. J. Mascis er í góðum málum. Það er bara mars en hér er komin ein af tíu bestu plötum ársins. Þegar Living Color komu ffarn á rokksviðið fengu menn sönnur á því að Jimi Hendrix var ekkert einsdæmi: blökku- menn geta rokkað stíft ef þeir vilja. Síðan hefur Living Color rokkað án afláts og átt ágætu gengi að fagna. Aðal nýju plötunnar, þeirrar þriðju, er sem fyrr hörkuleikur gítarleikarans Vernons Reid. Fáir standast honum snúning í tækni og neistaflugi. Það er samt ekki nóg; Stain líður fyrir að meðlimir hljómsveitarinnar virðast ekki vita almennilega hvað þeir vilja gera. Þeir flakka á milli ýmiskonar rokks — ber niður í pönkuðu fönld a la Red Hot Chili Peppers, í iðnaðar- poppi í anda Terence Trent D’Árby, og stundum hljóma þeir alveg eins og Prince, t.d. í hinu ágæta lagi Bi. Það má vel segja að þeir eigi „ágæta spretti11, en sem heild virkar Stain ekld sannfærandi. Platan er losaralegri en fyrri plötur og verður því að skoðast sem þeirra slappasta verk. „J. Mascis, leiðtogi og andlit Dino- saur Jr., getur brosaðframan í heiminn því nýja platan hans, sú fimmta, ersú besta sem hann gerir í langan tíma. “ menn; Hriflusamtökin eiga þar borð. Útlendingar hafa við- komu vegna söguffægðarinnar, líkt og þeir kaupa enn keramik ff á Gliti sem fslendingar eru löngu hættir að kaupa. Felu- staður fyrir marga sem vilja ekki finnast. KLÆÐNAÐUR: Framsóknarlegur. TÓNLIST: Einsleit. Stundum fjörug. Leyfi- legt að dansa uppi á borðum um helgar. ALDUR: Breiður. VEIÐI: Jákvæð. INNIHALD: Óvirkir alkar, há- skólafólk og aðrar óhreyfanleg- ar mublur. Leikhúsfólk kemur við áður en það fer á Bíóbarinn. ÚTHALD: í meðallagi slakt. Gnægð af ómúsíkölsku fólki. ALDUR: Ógreinilegur. GREINDARVÍSITALA: Fer lækkandi. TÓNLIST: Nóg að kunna textann við Rabarbara- Rúnu. VEIÐI: Ýmist stórgóð til einnar nætur eða engin helgi eftir helgi, mánuð eftir mánuð ogjafnveláreftirár. ‘Duushús INNIHALD: Bffljarð-, pizzu- og dansaðdáendur. Gærur, grænlenskir sjómenn og vallar- starfsmenn (ekki þó svartir). ALDUR: Flókinn. TÓNLIST: Diskótek. VEIÐI: Ómeðvituð. KLÆÐNAÐUR: Fáir tala um hann. IHALD: Námsmenn að eyða námslánunum. Uppar og Heimdellingar. KLÆÐNAÐ- UR: Glasgow-föt og Levi’s- gallabuxur. VEIÐI: Dræm, en mikið hugsað um vaxtarlag, hár, sexappíl, fatnað og ff ont. TÓNLIST: Vinsældalistapopp. ÚTHALD: Óþarff, nema ef til vffl drykkjuúthald. Vaxtarlag gesta ítarlegt. í fúllvæm- in. KLÆÐNAÐUR: Glans- andi. INNIHALD: Gamlar fyr- irsætur og bissnessmenn með þykkan skráp og hátt yfirborð. UTHALD: Ónauðsynlegt en kropparnir verða að vera klípi- legir. ALDUR: Tíðastur um 35 ár. VEIÐI: Yfir meðallagi. ‘Barroífc ALDUR: í effi glanskanti. INNIHALD: Fólk sem lifir á fornri ff ægð eða nýff ægt klass- ískt tónlistarfólk. KLÆÐNAÐ- UR: Eftirtektarverður. ÚT- HALD: Óæskilegt. RÓMAN- TÍK: Hægt með góðu móti að kynda undir henni í miðri viku. TÓNLIST: Mjúk. VEIÐI: Undir skekkjumörkum. ‘Boraarvirlq.ð ALDUR: Hár. TÓNLIST: Kántrí og einstaka poppnótur. KLÆÐNAÐUR: Ósmekklegur utan einstaka góðir kúrekahatt- ar og stígvél. INNIHALD: Ljúfar en hrjúfar, raunamæddar og einmana sálir. VEIÐI: Eng- um sögum fer af henni. Casaólanca INNIHALD: íþróttamenn, fegurðardrottningar og fjöl- miðlafólk af míní-útvarpsstöðv- unum. ALDUR: Karla hærri en kvenna, líkt og í Svíþjóð. KLÆÐNAÐUR: Stífúr. VIÐ- HORF: í anda Hólmffíðar Karlsdóttur. ÚTHALD: Geysi- legt og lúnaburður stórkostleg- ur. VEIÐI: Aflahrotur. RÓM- ANTÍK: Vandfundin. ðíressó INNIHALD: Ungt og upp- reisnargjamt þotulið. Tónlistar- fólk og upprennandi leikarar. Vasaútgáfa af Bíóbarnum. ÚT- HALD: Þrautseigja og trylling- ur. ALDUR: Um og undir tví- tugu. KLÆÐNAÐUR: Leður- jakkar, gallabuxur og annað ísmeygilegt. VEIÐI: Allgóð en röðin löng. Inaóffscafé INNIHALD: Gamlir kærastar og kæmstur. Grátar og hlátrar tíðir. Þeir sem eiga gömul við- höld á Ingólfscafé snúi sér ann- að. TÓNLIST: Framandi en taktmM. ÚTHALD: Krefst tíma í afródönsum í Kramhús- inu. FATNAÐUR: Karlmenn vel tilhafðir, stundum smart. Konurnar í fötum ffá 17, Centr- um, LA og París. ALDUR: 25 ár en nokkm hærri á góðum lcvöldum, þegar borgarstjórar eiga leið um. VEIÐI: f þokka- legu meðallagi en viðreynsla og daður fullmikið. Slmma Lú ALDUR: Kynslóðin sem fædd- ist árið 1950 er örvæntingarfúll á ömmu Lú. INNIHALD: Menn og konur að endurnýja kynnin við gömlu sénsana eða yngja upp, að öðru leyti hópar, forstjórar og ráðherrar. TÓN- LIST: í anda Abba og Boney M. ALDUR: Eldra fólkið h'tur bet- ur út en það yngsta, enda dauð- fegið að vera loks ff áskilið. KLÆÐNAÐUR: London, Par- ís, Róm og Reykjavík. VEIÐI: Örvæntingarfull. ‘BíóSarinn ALDUR: 30 ár, plús/mínus 10 ár. INNIHALD: Fjölmiðlafólk, leilchúslið, menningarvitar, menningarhálfvitar og allir þeir sem eltast við þá. ÚTHALD: Feikilítið eða óopinbert. Gestir Bíóbarsms búa hvorki yfir lík- amlegu né andlegu atgervi fyrr en á tíunda glasi. TÓNLIST: Haukur Morthens. KLÆÐN- AÐUR: Persónulegur. VEIÐI: Biðstofa._________________ Guðrún Kristjánsdóttir

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.