Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 22
EN HVAÐ SEGJA ÞAU SJÁLF? 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 18.mars 1993 Tinni lifirl — neðanjarðar Þegar Hergé, höfundur Tinna- bókanna, dó árið 1982 dó Tinni opinberlega með höf- undi sínum. Hergé tók skýrt fram í erfðaskránni að engin ný Tinna-ævintýri mættu koma á markaðinn, og þrátt fyrir girnileg tilboð hafa ekkj- an og Hergé-stofnunin í Brus- sel ekki látið undan þrýstingi. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að nýjar Tinna-bæk- ur líti dagsins Ijós. Framtaks- samir menn um heim allan hafa á síðustu árum teiknað og gefið út sín eigin Tinna- ævintýri og nú eru um þrjátíu ólöglegar Tinnabækur á markaðnum. Neðanjarðar- Tinni gengur kaupum og söl- um í stórborgum Evrópu og eru bækurnar oftast seldar á uppsprengdu verði. Hergé- stofnunin lætur þessi viðskipti " að mestu afskiptalaus, því hún vill ekki styggja þá fjöl- mörgu Tinnafíkla sem kauþa hvort eð er allt Tinna-skranið sem stofnunin dælir árlega út í massavís. Nýju Tinnabæk- urnar eru jafn- fjölbreyttar og þær eru margar, en þó má skipta þeim i tvo flokka. Annars vegar reyna höfund- arnir að stæla sem best hinn * drengjalega æv- intýraanda Hergés, hins vegar er Tinna beint inn á nýjar og oft vafasam- ar brautir. í„Tinni í Sviss" lendir Tinni t.d. í ýmsum óungmennafé- lagslegum ævintýrum áður en hann er hakkaður niður í pylsuverksmiðju og í „Break- ing free" gengur Tinni í lið með enskum stjórnleysingjum sem koma Margréti Thatcher fyrir kattarnef. Hin hollenska „Ungur blaðamaður á rúm- stokknum" er þó einna fjar- lægust hugsjónum Hergés. Þar er Tinni kynótt fúlmenni sem lætur sig dreyma um Veilu Veinólinu en notast við Tobba greyið þess á milli. Kolbeinn og Vandráður eru hommar, Rassapúlos tælir smástelpur í garðinum um- hverfis Myllusetur, o.s.frv. Tinni kemst að lokum yfir Veilu, Kolbeinn og Vandráður ná saman í lostafullu atriði og Tinni jafnar um Rassapúlos. Nýju Tinnabækurnar enda því oftast vel, eins og sögur Hergés, þótt með öðrum for- merkjum sé! Gunnar Hjálmarsson arar Þeir hafa báðir ríka sannfœringu;þeirMagnús Guð- mundsson ogDavid Koresh — ogbáðir eru tilbúnir að berjastfyrir hana, þótt með óltkum hœtti sé. Magnús er maður orðs og mynda á meðan Koresh vill láta verkin tala. Koresh hefur afhjúpað eigin geðveiki og bjánaskap löggunnar í Waco íTexas. Magnús telursighafa af- hjúpað geðveikislegan bjánaskap Greenpeace-samtak- anna. Báðir eru dálítiðþéttholda í andliti, meðþykkar varir, tveggja daga skegg og augu sem virðast opin en benda þó til aðþeir hugsi sitt undir niðri. Fjögur reykvísk ung- menni eyðafrítíma sínum að mestu í að slæpast um götur bæj- arins, spila í leik- tækjasölum, betla peninga fyrir mat og sígarettum, aukþess að stela bílum, brjót- astinnísjoppurog smáverslanirog „skemmta sér ær- lega".Þádettaþauí það, innbyrða pillur, verða sér úti um am- fetamín edajá sér í fötu", sem eraðferð til að reykja hass og gefurmikla vímu. Þau eru öll af vilja gerð að bæta sig og ná betri tökum á lífi sínu. Undanfarið hafa þes- sirkrakkarverið mikiðífréttumog fjöldi manns tjáð sig um aðstæður þeirra. Hér segja þau sjálf sögusína. Raunveru- legum nöfnum ung- linganna hefur verið breytt og bera þau hér gælunöfnin Lalli, Jonni', Sirrí og Grímsi. Sim,16ára Skólagangan fór tilfjandans Sirrí er á sautjánda aldursári og kemur frá ósköp venjulegu heimili. „Ég á að vísu geggjað- an fósturpabba sem hvorki þolir mig né vini mína.“ Hún segir hann aðeins tala til sín af áhuga og tilfinningu þegar hún brjóti af sér og segir það ganga illa að eiga við hann samskipti. Sirrí gekk bráðvel í skóla þar til hún var þrettán ára, en þá kynntist hún að eigin sögn fólki sem varð til þess að hún missti allan áhuga bæði á skóla og námi. „Ég hef hins vegar ekki brotið af mér þrátt fyrir að skólaganga mín hafi farið meira og minna til fjandans. Ég er að vísu meðsek þegar ég er með hópnum en ég geri raun- verulega aldrei neitt sjálf og get tæplega talist síbrotaungling- ur.“ Sirrí fær aðstoð og leigir íbúð í bænum gegn því að hún standi sig í skólanum. Hvað eruð þið komin langt í neyslu? L: „Ég drekk ennþá og reyki hass og hef ekki hugsað mér að hætta því þótt það sé sett sem skilyrði fyrir því að mér sé veitt áframhaldandi aðstoð. Ég er hins vegar hættur að sprauta mig, því ég hef komið mér í mikið klandur út af því.“ J: „Ég hef étið allt, reykt allt, drukkið allt og tekið allt í nefið. Ég hef gert alít nema sprautað mig.“ S: „Ég hef aldrei sprautað mig og er ekki mikið fyrir að reykja hass. Hins vegar drekk ég töluvert og nota stundum am- fetamín.“ Hvað verður um ykkur þeg- ar þið lendið í vandrœðum? G: „Við erum lokuð inni í Efstasundi, Tindum, Síðumúl- anum eða öðrum stöðum. Inni- lokun hefúr hins vegar þau áhrif að maður verður ónýtari og ónýtari, brjálaðri og brjálaðri. Þegar maður loksins losnar út er maður ffávita og æstur í að gera eitthvað af sér.“ L: „Það eina sem gerist er að maður verður harðari og lokast meira. Inni í læstum klefa hugs- ar maður sitt og æsir sig út í „helvítis fíflin fýrir utan“. Mað- ur gerir hvað sem er til að hefha sín á þessu fólki.“ S: „Við sökkvum dýpra eftir því sem við sitjum offar inni. Þar hittum við fólk sem er lengra komið en við sjálf og ný- liðarnir verða fyrir slæmum áhrifum þegar þau kynnast okkur. Þetta er keðjuverkandi.“ Hafið þið að einhverju heim- ili að hverfa? L: „Mér er ekki vært þar sem mamma býr úti á landi, því samskipti okkar eru slæm þrátt fýrir að mér þyki vænt um hana og henni um mig. Hún er sjálf í vandræðum með sig og áttar sig ekki alveg á því hvernig komið er fyrir mér. Þar að auki er ég útskúfaður úr litla samfélaginu í þorpinu.“ J: „Ég hef verið skikkaður til að búa á sveitaheimilum og ver- ið vistaður inni á stofnunum. Þar vil ég ekki vera og strýk jafnóðum. Helst vil ég búa hjá mömmu minni.“ G: „Lengi vel var ég líka á götunni og fannst það alveg ágætt. Nýlega hef ég þó getað farið til mömmu aftur.“ S: „Ég á heimili sem ég get ekki verið á vegna ósamkomu- lags við fósturpabba minn og nú fæ ég styrk til að leigja úti í bæ.“ Lítil afskipti feðra Hvað meðfeðurykkar? L: „Pabbarnir líta annaðhvort ekki við okkur eða reyna að dæla í mann seðlum þegar maður reynir að ná einhverjum tengslum. Ég sé enga ástæðu til að púkka upp á menn sem gleyma afmælisdögum manns og virða mann ekki viðlits. Einu samskiptin sem ég hef við pabba er þegar hann gefúr mér peninga.“ G: „Ég veit ekkert um það því ég hef eiginlega aldrei séð al- vörupabba minn, utan einu sinni að ég sá til hans úr fjar- Hörður Jóhannesson lögregluþjónn Rjátlast af hópnum þegar hann eldist „Algengt er að þeir unglingar sem leiðast út í afbrot byrji á aldrinum fjórtán til sextán ára. Eftir því sem þau eldast rjátlar af hópnum en einungis fá þeirra halda áfram og enda sem svo- kallaðir síbrotamenn. Ung- lingaafbrot eru í eðli sínu tengd hópnum og almenn regla er fyr- ir því að þau eru nokkur saman þegar þau brjóta af sér og venju- lega í einhverri vímu. Heimur þeirra harðnar eftir því sem þau eldast, afbrotin verða grófari og tékkafals verður algengara, oft til að fjármagna neyslu vímugjafa, en neysla þeirra færist einnig í auk- ana. Við fimmtán ára aldur er ung- lingurinn orðinn sakhæfur en algengt er að í fyrstu sé vægt tekið á málum hans. Ef ferill hans heldur áfram fær hann hefðbundna afgreiðslu í dómskerfinu, en efni í síaf- brotamenn eru fá sem betur fer. Mál unglinga sem komu til af- greiðslu hjá okkur voru 405 árið 1991 en 333 á síðasta ári, en það er tala sem ber að taka með fýr- irvara, þar sem enn eru einhver mál óupplýst.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.