Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 12
SKOÐANIR
| 2 PRCSSAN
Fimmtudagurinn 18. mars 1993
PRESSAN
Útgefandi Blað hf.
Ritstjóri Cunnar Smári Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson
Ritstjórn, skrrfstofur og auglýsingan
Nýbýlavegi 14- 16,sími64 30 80
Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76
Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85,
dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87
Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO
en 750 kr. á mánuði annars.
PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu
Fagmennska og
reynsla eru eitur
Það eru margar slæmar hliðar á Landsbankamálinu. Við skul-
n líta á eina þeirra.
Á Þorláksmessu veitti Seðlabankinn Landsbankanum víkj-
ídi lán til að hægt væri að loka reikningum bankans án mikillar
:ammar. Eftir sem áður varð ríkisstjórnin að veita skriflegt lof-
ð fyrir því að bankinn fengi meira fé með vorinu og verður sú
irlýsing sett í ársreikning bankans við hlið yfirlýsingar endur-
toðenda hans. Skömmu eftir áramót sáu Landsbankamenn að
ítta dugði ekki og juku mánaðarlegt tillegg á afskriftarreikning
' 100 milljónum í 150 milljónir. Þegar bankaeftirlitið skoðaði
ðan útlán bankans varð niðurstaðan sú að þetta dygði ekki
fldur. Það þurfti 2.000 milljónir til viðbótar til að bankinn
æðist eðlilegar lágmarkskröfúr.
Engum fyrirtækjum er meiri nauðsyn en bönkum á að skapa
r traust viðskiptavina sinna og alls almennings. Ofangreindur
'guþráður sýnir að Landsbankanum er það ekki fært. Skilaboð-
um slæma stöðu hans koma tvívegis utanffá; fyrst frá endur-
oðendum, síðan bankaeftirliti. Inni í bankanum virðast menn
ifa talið að allt væri í allra besta lagi eða, í það minnsta, ekki svo
æmt að hann kæmist ekki upp með það.
Ef menn vilja velta fýrir sér hvemig stendur á að bankinn er
±i faglegri en þetta ber með sér ættu þeir að minnast þess að
ið er nánast undantekningarlaus regla að bankamenn eða
enn með faglega reynslu em ekki ráðnir í æðstu stjómunar-
öður í bankanum. Þannig er það með bankaráðið og þannig er
íð rnéð bankastjórana. Eigandi bankans, ríkið, virðist h'ta á
ynslu og fagmennsku í bankamálum sem eitur.
Á meðan svo er mun fara á sama hátt fyrir ríkisbönkunum —
m em í raun bankar stjórnmálaflokkanna þar sem þeir ráða
tu um skipan manna í æðstu stöður hans — og fór fyrir blöð-
/n stjórnmálaflokkanna. Þeir höfðu sömu skoðun á fag-
ennsku æðstu stjórnenda á blöðunum og í bönkunum — þeir
Idu ekki sjá hana. Nú em öll þessi blöð annaðhvort dauð eða á
inarbeðnum.
En það vita allir að það á ekki að stjórna ríkisbönkunum eins
; gert hefúr verið. Það eru almælt tíðindi að þeir hafa verið mis-
itaðir í pólitískum tilgangi og þar með raunverulegir ábyrgðar-
enn hans; almenningur. Það sorglega er að stjómmálaflokk-
nir komast upp með að halda þessu áffam þó svo allir þekki
'leiðingarnar.
Og öllum er jafnljóst að enginn mun fá bágt fyrir þótt fjómm
fimm milljörðum hafi verið hent úr Landsbankanum í glóm-
ust rugl — ekki nema almenningur sem borgar brúsann.
inkastjórarnir munu halda góðum launum sínum og ævin-
ralegum eft irlaunum. Fulltrúar flokkanna í bankaráðinu munu
fjast til enn meiri metorða; bæði innan flokkanna og eins hjá
nu opinbera fyrir tilverknað þeirra. Stjórnmálamennimir sem
ýstu á bankann um að lána í mestu ruglverkefnin munu eftir
m áður verða taldir slyngir pólitíkusar.
Því miður er fátt sem bendir til að nokkurra grundvallarbreyt-
ga sé að vænta í umgengni stjórnmálaflokkanna og sendi-
anna þeirra við sjóði almennings. Þeir munu áfram sækja
ngað það fé sem þeim hentar. Og eins og í lífinu sjálfú mun
•a eins fyrir þessum ráðstöfúnum og öðrum sem gerðar eru á
ka traustum siðferðislegum grunni: IUur fengur, illa forgeng-
BLAÐAMENN Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmúndsson,
Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Öskar Hafsteinsson útlitshönnuður,
Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson,
Kristán Þór Árnason myndvinnslumaður, Sigríður H. Gunnarsdóttir
prófarkalesari, Telma L. Tómasson.
PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson,
Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson,
Öli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson.
Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnat Lárus Hjálmarsson popp,
Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist.
Teikningar: Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason.
Setning og umbrot: PRESSAN
Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDi
STJÓRNMÁL
íslensktfiskeldi í œðra veldi
„Skipulagning að ofan ágrundvelli opin-
berra áœtlana oggæluverkefna stjórn-
valda hafa ekki skilað árangri á íslandi
eða í Evrópu og munu heldur ekki skila
árangri í Bandaríkjunum“
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefúr nýlega kynnt áætlun sína
um að bæta samkeppnisstöðu
Bandaríkjanna, m.a. á sviði há-
tækni, með stórauknum opin-
berum framlögum. f nýlegri
grein í Wall Street Joumal eftir
Brink Lindsey er bent á að þeg-
ar Clinton kynnti áform sín hafi
einmitt verið liðin 25 ár frá því
bókin „La Defi Americain" eftir
Jean-Jacques Servan-Schreiber
kom út. Bókin var metsölubók á
sínum tíma beggja vegna Atl-
antshafsins. f bókinni mælti
höfundurinn fyrir nauðsyn þess
að opinberum fjármunum yrði
varið í stórum stíl til að verjast
hinni „amerísku árás“. Að öðr-
um kosti væri evrópskur iðnað-
ur dæmdur tii aukahlutverks
um ókomna tíð en bandarísk
stórfyrirtæki myndu ná yfir-
höndinni. Evrópa væri þá
neydd til að verða hjáleiga Am-
eríku hinnar ríku.
Ábendingar áðurnefnds
greinarhöfundar í Wall Street
Journal eiga að mínu mati er-
indi til okkar fslendinga þegar
raddir heyrast, og gerast raunar
sífellt háværari, sem segja, að
setja þuríi þjóðinni sameiginleg
efnahagsleg markmið, um hana
þurfi að nást „þjóðarsátt“ og á
grundvelli slíkrar þjóðarsáttar
eigi síðan að verja opinberum
fjármunum, og erlendum lán-
um, sem ríkissjóður á að taka,
til að vinna að „arðbærum verk-
efnum". Slíkar hugmyndir
heyrast nú á tímum þegar ís-
lendingar eru að sligast undan
greiðslubyrði erlendra lána og
hlutfall erlendra lána af lands-
framleiðslu er komið yfir 60 af
hundraði.
Samanburður hugmynda Se-
van-Schreiber og reynslunnar
frá því þær voru settar ffam, svo
og hugmyndir Clintons og
gagnrýni á þær hugmyndir, eru
innlegg í ofangreinda umræðu
þar sem „þjóðarsáttin" um
aukna skuldsetningu þjóðar-
innar er ekkert annað en mið-
stýring og sósíalismi í dular-
gervi.
Athyglisvert er að rökin fyrir
auknum opinberum afskiptum
í Evrópu fyrir aldarfjórðungi og
í Bandaríkjunum nú eru í raun
hin sömu. Munurinn er aðeins
sá, að aldarfjórðungur er liðinn
til að bera saman reynsluna og
kenningu franska rithöfundar-
ins, en hugmyndir Clintons eru
enn á teikniborðinu að stórum
hluta. Augljósar ranghugmynd-
ir og tálsýnir ffanska rithöfund-
arins gætu verið vísbending um
hvað bíður Bandaríkjanna ef
áform Clintons komast í fram-
kvæmd. Samkvæmt kenningu
Servan-Schreiber var kjarni
skýringarinnar á efnahagsleg-
um yfirburðum Bandaríkjanna
fólginn í „skipulögðum og virk-
um stuðningi bandarískra
stjónvalda við mikilvægar
greinar iðnaðarins". Hann taldi
náin samskipti viðskiptalífsins,
háskólanna og alríkisstjórnar-
innar leyndardóm velgengninn-
ar.
Til að brúa bilið milli Banda-
ríkjanna og Evrópu vildi Ser-
van-Schreiber stórauka opin-
beran stuðning og ríkisstyrki á
þeim sviðum sem mestu máli
skiptu að hans mati. Taldi hann
að geta manna til að sjá fýrir
tæknilega þróun og breytingar
væri sífellt að aukast og því væri
unnt að afmarka stuðninginn
við þær greinar sem ættu sér
ffamtíð. Og hveijar voru þessar
greinar? Jú, hann taldi „vígvöll-
inn“ afmarkast af rafeinda-
tækni, hljóðfráum farþegaþot-
um, kjarnorku og ferðalögum
út í geiminn. Óþarft er að eyða
mörgum orðum að þremur síð-
asttöldu atriðunum, en segja
má að Servan-Schreiber hafi
haft rétt fyrir sér með fýrsta lið-
inn.
Aldarfjórðungi síðar liefur
lilutverkum verið skipt, en slag-
orðin eru hin sömu. Nú hamrar
Clinton á því að Banda íkja-
menn séu að dragast aft ir úr
Japönum og Evrópubúum. Eftir
að hafa unnið stríðið séu þeir að
tapa friðnum, eins og sagt er.
Nauðsyn sameiginlegrar efna-
hagsstefnu, „national economic
stcategy", var eitt helsta stefið í
kosmngabaráttu Clintons. Líkt
og Servan-Schreiber álítur Clin-
ton bersýnilega að hægt sé að
auka hagvöxt með því að taka
ffam fyrir hendumar á fjárfest-
um í röðum almennings, þ.e. að
stjórnvöld geti betur séð fyrir
hvert skuli beina fjárfestingum.
Þetta heitir öðru nafni að hafa
vit fyrir fólki og nú eru töfraorð-
in þar vestra (afsakið sletturnar)
„smart highways“, „magnetic
leviation trains“ og ríkulegur
opinber stuðningur við „critical
technologies". Á Islandi hefur
opinber stýring fjármagnsins í
gegnum ríkisrekið íjárfestinga-
lána- og bankakerfi, svo ekki sé
minnst á fjáraustur úr ríkis-
sjóði, byggðasjóði og húsnæðis-
sjóðum, leitt til gríðarlegrar
lánsfjárþarfar opinberra aðila,
sem hefur spennt svo upp raun-
vaxtastigið, að almennur at-
vinnurekstur og einstaklingar
eru að kikna undan þeirri byrði.
Nokkur atriði sameina kenn-
ingu franska rithöfundarins og
Clintons. Báðir benda á sjálfan
möguleikann á því að aðrar
þjóðir fari framúr og nái betri
árangri sem sjálfstæðan og að-
kallandi efnahagsvanda. Báðir
tilgreina sömu orsök fýrir þeim
vanda, þ.e. ónóga miðstýringu
og þá sérstaklega of litla „sam-
hæfingu“ ríkisvalds, viðskipta-
lífs, skóla og verkalýðsfélaga.
Báðir benda á sömu lausnir, þ.e.
stóraukna ríkisstyrki og sam-
eiginlega markmiðssetningu
áðurnefndra aðila. En hver er
reynslan og hver er lærdómur-
inn, sem af henni má draga?
Bandaríkin voru ekki að sigra
heiminn efnahagslega á sjöunda
áratugnum. Öðru nær. Þjóðir
eins og Japanir og Þjóðverjar
bjuggu við meiri hagvöxt og
framleiðni en Bandaríkjamenn.
Bilið milli þessara þjóða, sem
Servan-Schreiber vildi brúa
með ríkisafskiptum, stafaði af
því að hörmungar tveggja styrj-
alda höfu iagt efnahag þeirra í
rúst. En bilið var sífellt að
minnka, ekki síst vegna þess að
Bandaríkjammenn gegndu
hernaðarlegu hlutverki á tímum
kalda strfðsins, sem létti að stór-
um hluta efnahagslegri byrði af
keppinautum þeirra á sviði við-
skipta, þ.e. þjóðum Vestur-Evr-
ópu og Japönum. Ríkisstyrkir
við evrópsk fyrirtæki, sem áttu
að sigra bandarísku risana, skil-
uðu engum árangri. Á sviði raf-
eindatækni og tölvutækni hafa
evrópsk fýrirtæki ekki staðist
samkeppni við bandarísk og
japönsk fyrirtæki þrátt fyrir
gríðarlega ríkisstyrki. Það voru
ekki evrópskir ríkisstyrkir, sem
ógnuðu IBM og öðrum banda-
rískum stórfýrirtækjum, heldur
fyrirtæki sem byggðu á hugviti
og framtaki einstaklinga; fyrir-
tæki á borð við Apple, Sun og
Dell.
Skipulagning að ofan á
grundvelli opinberra áætlana og
gæluverkefna stjórnvalda hafa
ekki skilað árangri á fslandi eða
í Evrópu og munu heldur ekki
skila árangri í Bandaríkjunum
ef tilraun verður gerð til að fara
inn á þær brautir. Aðgerðir í því
efni eru dæmdar til að mistak-
ast. Opinber íjárstuðningur við
„critical technologies“ er
dæmdur til að verða eins og ís-
lenskt fiskeldi í æðra veldi. Stað-
reyndin er nefnilega sú, að
framfarir í viðskiptum, tækni og
lífskjörum verða þegar hug-
rakkir einstaklingar hætta fjár-
munum sínum í framkvæmdir
eða verkefni, sem þeir telja að
muni skila þeim fjárhagslegum
ávinningi. Þeir sem hafa sýnt
hæfileika til að auðgast með eig-
in vinnu og útsjónarsemi eiga
því einnig að fá tækifæri til að
ráðstafa auði sínum f ný verk-
efni. Ef ríkið hirðir affaksturinn
og ráðstafar honum í gegnum
sjóði sína fýlgir stöðnun og síð-
an hnignun í kjölfarið. Reynsla
íslendinga í því efni hefur
reynst þeim dýrkeypt.
Höfundur er lögmallur.
ÁLIT
Á að taka umsýsluþóknunina af verkalýðsfélögunum?
Reynir Hugason, formaður
Landssamtaka atvinnu-
lausra: „Þessi umsýsluþóknun
er einfaldlega óþörf. Félögin
gera í raun afskaplega lítið og
ættu greiðslur bótanna alfarið
að fara í gegnum tryggingakerf-
ið. Það eru engar smáræðis
upphæðir þarna á ferð. Það er
auðvitað einhver kostnaður
vegna þessa, sem erfitt er að
sannreyna hver sé, en einfald-
ast væri að taka upp þá aðferð
að senda inn póstkort til vinnu-
miðlunar í stað þess að stimpla
sig. Ég hygg að það mundi
spara mikið og ekki veitir af,
líklega verða bæturnar alls 3,5
milljarðar í ár og eru þær þó
tvöfalt til þrefalt lægri hér á
landi miðað við nágrannaþjóð-
irnar.“
Hrafnkell A. Jónsson, for-
maður Árvakurs á Eskifirði:
„Það var sjálfsagt að skoða
þessa þóknun og hvort aðrir
geta gert betur við að greiða
þetta út. En hver sem annast
þetta þarf að fá greitt fýrir. Það
er mjög misjafnt eftir félögum
hversu mikill kostnaður er
þarna að baki og mér finnst
niðurstaða sjóðsstjórnarinnar
út í hött, því það er ekkert sam-
hengi á milli upphæða bóta og
umfangs vinnunnar. Það hefði
átt að kalla eftir ítarlegri gögn-
um um kostnaðinn frekar en
að taka upp þessa þumalputta-
reglu. Ég mundi með bros á vör
fela öðrum þetta snúninga-
sama og tímaffeka hlutverk, en
um leið finnst mér umræðan
um þetta bera keim af því að
vinnuveitendur séu á ómerki-
legan hátt að gera verkalýðsfé-
lögin tortryggileg.11
Ragna Bergmann hjá
Verkakvennafélaginu Fram-
sókn: „Mér finnst umræðan
um að svo og svo margar millj-
ónir hafi runnið til verkalýðsfé-
laganna neikvæð og villandi.
Við vitum hversu mikil vinna
fer í þetta, sérstaklega eftir að
atvinnuleysið jókst, og við höf-
um skoðað kostnaðinn. Stað-
reyndin er sú að þetta er
óhemjuvinna þegar fleiri
hundruð manns eru á skrá. Það
Iiggur fyrir samþykkt um
breytingar en ég er hins vegar á
því að þetta hlutverk, að af-
henda bæturnar, verði áfram í
höndum félaganna, því það
koma upp ýmis mál hjá fólki
þegar það leitar til okkar.“.
Jón H. Magnússon, lögfræð-
ingur VSI: „Þessi umræða
heíúr leitt til brevtinga og það
er til bóta. Okkur hefúr fundist
þetta vera vel í lagt, að taka
fimm prósent upp í kostnað,
sem gefur verulegar tekjur í
svona árferði. Við höfum ann-
ars vegar úthlutunarnefndir,
sem eru að mínu mati nauð-
synlegur þáttur, þótt vafalaust
megi fækka þeim. Hins vegar
er það spurningin um hver eigi
af afhenda bæturnar. Ég tel að
það megi leysa þann þátt á ein-
faldari hátt en nú er gert, til að
mynda getur sjóðsstjórnin
ákveðið að Tryggingastofnun
geri þetta, enda stofnunin nieð
umboðsmenn um land allt.
Þetta snýst um að spara sjóðn-
um útgjöld og hann verður
sterkari fyrir vikið.“
Jóngeir H. Hlinason, hag-
fraiðingur hjá VMSÍ: „Ég tel í
fýrsta lagi að þessum málum sé
ágætlega komið fyrir þar sem
þau eru, þ.e. hjá verkalýðsfé-
lögunum. Það er hin rétta vist.
Þóknunin fyrir þessa vinnu er
annað mál og ekki einfalt. Mjög
misjafnt er hversu mikinn
kostnað félögin bera og hvort
þóknunin hefur dugað þar til.
Sums staðar hefur farið fram
mikil og flókin vinna, annars
staðar er málið einfaldara.
Skerðing á þessari þóknun
hlýtur að taka mið af þessu,
ekki af umfangi peninganna,
heldur af umfangi afgreiðsl-
unnar hjá hverjum fyrir sig.“