Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 23
EN HVAÐ SEGJA ÞAU SJALFl Fimmtudagurinn 18. mars 1993 PRESSAN 21 í Síðumúla. Ef ég mundi hins vegar hugsa stöðugt um allt það sem ég hef brotið af mér væri ég á bömmer alla ævi.“ Hvað getið þið gert íykkar málum? G: „Ég hef verið inni á öllum deildum sem hugsast getur og ekkert gengið. Nú hef ég farið í meðferð og samið um að fá að vera ffjáls. Ég fæ að búa hjá mömmu og mér hefur sjaldan liðið eins vel. Mig langar hins vegar ekki til að fara að vinna og því síður langar mig í skóla. Ég vil bara vera frjáls. Erfiðast verður þó að koma sér út úr fé- lagsskapnum, þetta eru vinir manns.“ S: „Ég veit að við spinnum öli vef í kringum vandræðin heimafyrir. Ég hef fengið fullt af tækifærum til að redda mínum málum en alltaf klúðrað þeim því mér hefur fundist of miklar kröfur gerðar til mín. f augna- blikinu geri ég einfaldlega mitt besta. Helst af öllu vildi ég þó flytja til mömmu, því ég veit að hún getur hjálpað mér. Sú leið er hins vegar óhugsandi þar sem ég næ ekki samkomulagi við fósturpabba minn. Ég get því ekki breytt ástandinu í það sem ég helst óska eftir sjálf.“ J: „Ég mundi gefa mikið fyrir að fá að semja um að búa hjá mömmu. Allra síst vil ég vera á sveitaheimili, þá get ég alveg eins verið lokaður inni í kjallar- anum í Efstasundi. Það vill eng- inn taka mig í skóla og vinnu fæ ég ekki, því ég er of ungur. Ég er alveg til í að hætta þessu en reyndar er það hægar sagt en gert, því þegar maður er búinn að vera í eiturlyfjum, afbrotum og drykkju er ekki hægt að ganga að manneskju sem aldrei Víðir Kristinsson sál- fræðingur Óregla, van- ræksla og til- finningakuldi í umhverfinu „í reynd er ekki um marga einstaklinga að ræða sem eiga við svo djúpstæða erfiðleika að etja en ýmislegt í umhverfl þessara barna getur verið ófull- nægjandi; óregla, vanræksla eða tilfmningakuldi svo eitthvað sé nefnt. Ef eitthvað angrar þessa einstaklinga, hvort sem er í skóla eða heimafyrir, getur það komið út í óheppilegu athæfi. Ef meiri mannafli og meiri tími væri til að sinna þeim væri minni hætta á að þau ræki upp á sker. Helst er gripið til ein- hverra ráðstafana þegar upp- hlaup verða, eins og nú fyrir skömmu, þegar hópur unglinga gerir axarsköft. Hlaupa þá allir upp til handa og fóta, bæði stjórnmálamenn og fjölmiðlar, og allt í einu eru til tugir millj- óna fyrir lokaða deild þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað um þessa einstaklinga. Vissulega verður úrræði sem þetta að vera fyrir hendi, en spurningin snýst um það hvort ekki sé nærtæk- ara að vinna fyrirbyggjandi störf, svo loka þurfi færri inni.“ hefur komið nálægt þessu og segja: Hæ, viltu vera vinur minn?“ L: „Staða mín er sú að ég á ekki krónu, það vill mig enginn í vinnu og ég hef ekkert hús- næði. Að brjóta af mér er það eina sem ég kann og ég sé þjófn- að þar af leiðandi sem ósköp eðlilega sjálfsbjargarviðleitni. Ég er hins vegar að reyna að bæta mig og skrölti því áffam á betli. Sérstaka lausn sé ég ekki fýrir mér á mínum málum, en þang- að til einhver finnst nægir það mér að lifa dag ff á degi og hugsa bara um hvenær ég fæ næst að éta og hvar ég fæ að sofa.“ r.r. lægð.“ J: „Það er með mig eins og Lalla, nema að- eins verra, því pabbi og hans slekti vill ekkert af mér vita. Ég skil nú ekk- ert í því þar sem þau sjálf eru ekkert nema fíkniefnaneytendur og alkóhólistar." Þið eruð reið. Út í hvern? L: „Ég er reiður yfir því hvernig komið er fram við mig. Mér eru sett skilyrði fyrir öllu sem ég tek mér fyrir hendur og þegar ég reyni að standa mig eru kröfurnar hertar. Þrýst- ingurinn er mér um megn og ég ræð einfald- lega ekki við hann. Ég ræð aðeins við að taka á einu í einu.“ J: „Að fara aftur í skóla er til dæmis heil- mikið mál fyrir mann og það eitt nægir til að hræða úr manni líftór- una. Nú er svo komið fyrir mér að enginn skóli treystir sér til að taka við mér, því ég er fjórtán ára en þyrfti að fara í tólf ára bekk.“ L: „Við erum líka reið yfir því að vera læst inni, reið út í fólkið sem læsir mann inni. Það stoppar okkur enginn í því sem G: „Þetta héldu margir að væru hefndaraðgerðir vegna þess að tveir okkar höfðu verið teknir þarna áður. Hefnd var hins vegar ekki til í dæminu því ég var á Tindum þegar sumar- bústaðirnir voru lagðir í rúst og reyndar í fullri vinnu við að strjúka þaðan umrædda nótt.“ Hvaða augum lítið þið fréttaflutning Stöðvar 2? S: „Má sýna svona myndir, spyr ég nú bara?“ L: „Brotist hefur verið inn í fjölda sumarbústaða út um allt land í langan tíma og aldrei neitt verið gert. Þarna birtast svo allt í einu menn með sjón- varpsvélar, allt verður vitlaust og manni er ekki lengur vært á götum úti.“ „Veltum okkurekki upp úr þessu" Ekki stendurykkur á sama? S: „Við sjáum vissulega eftir þessu og þetta voru mistök sem verða ekki endurtekin. Við fá- um okkar refsingu fyrr eða síðar og tökum því þegar þar að kem- ur.“ L: „Við getum hins vegar ekki verið að velta okkur upp úr þessu endalaust, en ég verð að viðurkenna að mér leið illa inni Lalli, 17 ára Hœtti ískóla 12 ára Lalli er sautján ára og á að baki lengstan brotaferil fjór- menninganna sem rætt var við. Hann hefur að eigin sögn bakgrunn sem vart er eftir- sóknarverður; hefur búið á flestum meðferðar- og upp- eldisstofnunum og gisti síðast í Síðumúlafangelsinu eftir at- burðina við Meðalfellsvatn. Ferill hans hófst fyrir alvöru við níu ára aldur og afbrotin eru nú orðin svo mörg að hann er löngu búinn að týna á þeim tölunni. Lalli ólst upp í sveit fyrstu æviárin með móður sinni og fósturföður. Við skilnað þeirra flutti fjölskyldan til Akureyrar, þar sem hún bjó í nokkur ár. „Mig minnir að mamma hafi verið full öll árin sem við bjuggum þar, en sjálfur byrj- aði ég að drekka níu ára til að fýlgja vinum mínum eftir, sem voru allir tólf og þrettán ára.“ Hann segist vissulega hafa byrjað ungur en hafi ekki vitað betur og álitið þetta einu leið- ina til að skemmta sér og líða vel. Að eigin sögn veit hann ekki til þess að hægt sé að njóta lífsins á annan hátt. Skólaganga Lalla hófst þeg- ar hann var sjö ára og lauk þegar hann hafði náð tólfta ár- inu. Þá fór hann að reykja hass, lenti í vandræðum og strauk skömmu síðar að heiman. Honum var komið fyrir á unglingageðdeild við Dalbraut, en eftir veruna þar komst hann í kynni við amfet- amín í fyrsta sinn og hóf að sprauta sig. „Líf mitt snerist við um leið og ég var settur inn á stofnun, en þar komst ég í kynni við mun sterkari efni og nýtt fólk, sem gat sýnt mér eitt og annað. Ég var hins veg- ar ekkert englabarn og fer ekki dult með hegðunarvandamál __ ' « min. Hann er nú á götunni og segir að sér sé ekki vært hjá móður sinni í þorpi úti á landi; þar sé hrópað á eftir sér og hrækt á sig. Lalli segist í mörg ár hafa reynt að halda sam- bandi við kynföður, sem bú- settur er í Reykjavík, en telur að hann vilji ekkert af sér vita. Jonni,14ára Sautján brotamálfrá áramótum Jonni er hressilegur fjórtán ára unglingur. Við fyrstu sýn virðist sem hér fari drengur sem má ekki vamm sitt vita en við nánari kynni kemur annað í Ijós. Hann hefur neytt fíkni- efna, stundað bílastuld og inn- brot í stórum stíl. Hann hefur stungið af ffá öllum heimilum og stofiiunum sem hafa vistað hann. Vandræði hans hófust strax við skólagöngu, en skóla- yfirvöld áttu fljótlega erfitt með að taka á máli hans og náms- ferli hans lauk þegar hann var rekinn úr skóla tólf ára gamall. „Á þeim aldri var ég lfka farinn að nota fíkniefni; amfetamín, hass og pillur.“ Jonni ólst upp hjá báðum kynforeldrum sínum fyrstu ár ævi sinnar og segir hann heim- ilislífið hafa verið í meðallagi gott. Ofbeldi er honum ókunn- ugt, en foreldrar hans áttu þó við áfengisvanda að stríða. Þau skildu að skiptum þegar Jonni var á níunda aldursári og á fjórtán ára afmælisdegi sínum var hann sendur í sveit. Suður var hann kominn nokkrum mánuðum síðar og byrjaði þá fýrst að stunda afbrot fyrir al- vöru. „Nú er svo komið að ég telst síbrotaunglingur og ræni öllu sem ég get rænt.“ Mál á hendur honum hafa hlaðist hratt upp. Hann hefur fengið á sig sautján mál frá ára- mótum, verið lokaður inni í Efstasundi, skammtímavist fyrir afbrotaunglinga, og verið komið fyrir á öðrum stofnun- um. Jonna er ekki leyft að vera hjá móður sinni og er nú vist- aður á Unglingaheimili ríkisins eftir að hafa strokið frá vist- heimili norður í landi. Lögreglan fylgist grannt með Ungmennin fjögur hurfu út í kvöldmyrkrið að viðtali loknu en vildu ekkisegja hvert ferðinni væri heitið. Blaðið hefur heimildir fyrir því að tveimur dögum síðar hafi þau verið handtekin, en aðeins einum drengjanna haldið eftir þar sem hann reyndist hafa strokið frá vistunarheimili norður í landi. Hin þrjú höfðu ekki brotið annað afsér en að vera með honum á ferð. Lögreglan fylgist að öllu jöfnu grannt með ferðum þess- ara unglinga og vareinn þeirra tekinn til yfirheyrslu um miðjan dag vegna gruns um aðild að bílastuldi á lands- byggðinni. Grunsemdir reyndust rangar og var drengnum fljótlega sleppt. Að kvöldi sama dags ræddi PRESSAN við unglingana i miðbæ Reykjavíkur vegna væntanlegrar myndatöku. Sam talið var rofið þegar tvo menn barað garði og reyndust þeir vera frá Fikniefnalögreglunni. Höfðu þeir hina ungu viðmælendur á brott með sér i bíl sinum en skömmu síðar voru unglingarnir frjálsir á ný, enda hafði grunur lögreglunnar um að þeir væru með fíkniefni á sér ekki verið á rökum reistur. Gnmsi, 15 ara Flakkað á milli stofnana Grímsi er að verða sextán ára en á sinni stuttu ævi hefur hann flakkað á milli meðferðarstofnana; Unglinga- heimilis ríkisins, meðferðarheimilisins á Tindum, unglingageðdeildar við Dal- braut og ýmissa heimavistarskóla og sveitaheimila. Hann hefur engin tengsl við kynföður sinn, en er nýlega fluttur til móður sinnar eftir margra ára fjar- veru. „Þegar ég var smákrakki var ég laminn nær daglega og foreldrar mínir skildu þegar ég var aðeins nokkurra ára gamall,“ segir hann. í uppvextinum var hann sendur á sveitaheimili og í heimavistarskóla en hélst þó hvergi; strauk í sífellu og var rekinn úr skóla. „Ég fór alltaf á götuna á ný. Þetta líf er svosem ekkert eftir- sóknarvert þó að vísu geti verið gaman stundum.“ Fjórtán ára fór Grímsi að stela bílum og stunda innbrot. Nú er hann á skilorði, er frjáls ferða sinna og vika síðan hann kom úr meðferð. Hann er hættur allri neyslu og er að eigin sögn ákveðinn í að standa sig. við erum að gera.“ S: „Innilokun er nefnilega engin lausn á vandamálum okkar. Maður verður vondur, vill hefna sín og reynir að sýna hvers maður er megnugur.“ Ekki vært úti á götu Þið fóruð heldur betur yfir línuna upp við Meðalfellsvatn. Hvað gerðist? J: „Þetta byrjaði á því að við vorum saman að fíflast í bílnum en ýmislegt var búiö að ganga á áður og við vorum því orðin mjög spennt. í einhverju bríaríi keyrðum við upp að þessum bústöðum og byrjuðum á að rústa bílnum. Það var þó aldrei ætlunin.“ S: „Fyrst við vorum á annað borð komin ákváðum við að hafa það notalegt, hituðum okkur kakó og kveiktum á kertaljósum. Við drukkum mikið en það var alls ekki mein- ingin að eyðileggja neitt. Snemma morguns, þegar þrjú okkar lágu í áfengisdái uppi í rúmi, byrjuðu svo lætin, þó ekki vegna þess að einhver væri í af- brýðisemikasti, eins og sagt var annars staðar.“ J: „Þetta snerist í raun um það að við höfðum ekkert að gera og eiginlega vorum við að bíða eftir því að löggan kæmi. Allt í einu rukum við þrír til og brutum alla glugga. Svo leiddi eitt af öðru og á endanum stóð ekki steinn yfir steini.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.