Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 29

Pressan - 18.03.1993, Blaðsíða 29
Fimmtudagurinn 18. mars 1993 ALÞINGISMENN I VIGAHUG PRESSAN 29 Margt bendirtil að hnefaleikarverði aftur Ieyfðireftir37 ára bann EKKIHÆTTULEGRIEN JÚDÓ Hnefaleikar voru bannaðir með lögum frá Alþingi árið 1956 og hafa margir syrgt þá ákvörðun. Einn þeirra, Guð- mundur Arason, fyrrum ís- landsmeistari og þjálfari í hnefaleikum, segist seint fá skil- ið ástæðuna íyrir því að greinin var bönnuð. Hér á landi var aðeins keppt í áhugamannahnefaleikum og var hver leikur aldrei lengri en þrjár lotur, en hver lota var þrjár mínútur með einnar mín- útu hvíld á milli. Þar sem hver viðureign tók ekki nema um stundarfjórðung voru því allt upp í 10-12 bardagar á kvöldi. Hnefaleikar voru afar vinsælir og oft uppselt á kappleikina. Þá var einnig gífurlegur áhugi á að æfa greinina og sum árin varð Glímufélagið Ármann, sem bar ægishjálm yfir önnur íþróttafé- lög hvað hnefaleika varðaði, að vísa fleiri hundruðum áhuga- samra pilta frá vegna aðstöðu- leysis. Einn blaðamaður valdur að banninu? Tvennum sögum fer af ástæðum þess að hnefaleikar voru bannaðir hér á landi. Ein þeirra er þó ugglaust skrif Thorolfs Smith blaðamanns sem umhverfðist í skoðunum sínum á íþróttinni árið 1955. Áður hafði hann skrifað vel og mikið um hnefaleika, en síðar fann hann greininni flest til for- mgmern, þeir Kristinn H. Gunnarsson og Ingi Björn Albertsson, afa lagtfram þingsályktunartillögu um að bann við ólympísku nefaleikum verði afnumið. Knattspyrnufélagið Þrótturhefur hnefaleikadeild. Iþróttasamband Islands ætlar að mæla með aðbannið verði endurskoðað, verði það borið undirsambandið. áttu. Gamlir hnefaleikamenn vilja kenna þessum skrifum Thorolfs að hluta til um hvernig fór. í kjölfar tilfmningaríkra skrifa Thorolfs lögðu tveir læknar og alþingismenn, þeir GuðmundurArason Einn kunnasti hnefaleikakappi landsins fyrr og síðar. Kjartan Jóhannesson og Helgi Jónsson, til að íþróttin yrði bönnuð með öllu hér á landi árið 1956. Var þar enginn greinarmunur gerður á áhuga- manna- og atvinnumanna- hnefaleikum. Allt var sett undir sama hatt. „Mér finnst það óafsakanlegt hjá þinginu að hafa ekki spurt íþróttasamband Islands álits á hvort banna ætti greinina. Af- staða íþróttasambandsins var nefhilega góð, enda var hér um mjög skemmtilega og vinsæla íþrótt að ræða,“ segir Guð- mundur. Vinsældir íþróttarinn- ar voru miklar og mættu mest um 1.700 manns á einn kapp- leik í Hálogalandi. „Miðarnir seldust þá upp á tveimur klukkutímum og við sem stóð- um að keppninni urðum að flýja úr bænum vegna ágangs kunningja og vina sem héldu að við gætum útvegað miða. Og þótt 1.700 manns væru inni í húsinu voru mörg hundruð manns fyrir utan,“ sagði Guð- mundur og bætti við að há- marksfjöldi áhorfenda hefði síðan verið færður niður í 1.300 þar sem hitinn og svækjan sem áður mynduðust í fullu húsinu hefðu gert keppendum mjög erfitt fyrir. Engin slys á mönnum „Það urðu engin slys á mönnum allan þann tíma sem ég var viðloðandi greinina eða í tuttugu ár,“ segir Guðmundur Arason og bætir því við að að- eins einn maður hafi fengið borgað úr sjúkrasjóði íþrótta- manna vegna meiðsla í hnefa- leikum, Björn R. Einarsson hljómlistarmaður. Hann varð fyrir því óhappi að slá vitlaust og meiða sig í putta og þar sem hann var rakari gat hann ekki unnið í nokkra daga. „Ég held að nú verði hnefaleikar aftur leyfðir, menn eru ekki eins kreddufullir og áður og sjá að hnefaleikar eru ekki það versta sem til er.“ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Ekki ástæða til að banna þessa íþrótt frekar en aðrar Hvað kemur til að þú beitir þérjýrir að hrtefaleikar verði teknir upp hér á landi? „Það var nokkuð fjölmennur hópur áhugamanna sem hafði samband mig og fleiri þing- menn og kynnti okkur málið. Það var nú hvatinn að þessu.“ Hefurðu sjálfur stundað hnefaleika? „Nei, nei, nei. En miðað við lýsingarnar sem ég hef fengið virðist þetta vera eins og hver önnur íþróttagrein og ekki ástæða til að banna þessa frekar en einhverja aðra. Það er einnig jákvætt ef að einhverjir vilja stunda þetta eru þeir ekki í neinu rugli á meðan." Hefurðu fengið einhver viðbrögð vegna málsins? „Það hafa verið mikil við- brögð. Mönnum finnst þetta athyglisvert og hér í þinginu hafa menn gaman af að ræða þetta, enda kærkomin tilbreyting frá allri umræð- unni um efnahagsmálin. Viðbrögðin hafa að mestu verið jákvæð, en þó hefur maður heyrt einhverjar efa- semdaraddir.“ Ætlarðu að byrja að œfa hnefaleika efbanninu verður aflétt? Nei, ég er orðinn of gamall fyrir þessa íþrótt. Þetta er bara fyrir unga og hrausta menn. Það væri þó gaman að prófa þetta einu sinni. Ég hef heyrt að þessi grein sé erfið, erfiðari en til dæmis handbolti.“ KRISTINN H. GUNNARSS0N Þrátt fyrir enga reynslu í hnefaleik virðist hann kunna sitthvað fyrir sér í greininni. BirgirGuðjónsson læknir Styð hiklaust endurskoðun „Það hefur engin úttekt verið gerð hér á landi á því hversu hættulegir hnefaleik- ar eru miðað við aðrar íþróttagreinar og því fínnst manni þetta bann hérna svo- lítið á skjön við þróun ann- ars staðar. Það eru víða tals- verðar hættur samfara iþróttum og hafa ekki orðið tilefni til banns og ég held að þar sem þetta er ólympísk grein sýni það það mat manna að hún sé eldd hættu- legri en aðrar greinar.“ Ertu sem sagt hlynntur því að ólympískir hnefaleik- ar verði leyjðir hér á landi? „Maður getur talað um svona mál af mismildlli festu eða þekkingu og ég hef enga persónulega reynslu af þeim hér. Þar sem þetta er ekki tal- ið nein firnamikil áhætta á Ólympíuleikunum mundi ég hiklaust styðja yfirvegaða endurskoðun þessara mála og sjálfsagt er að kanna slysatíðni í íþróttum yfirleitt. Það hafa orðið slys í mörg- um greinum, til dæmis dauðaslys í akstursíþróttum, skíðaíþróttum og fallhlífar- stökki, og ekki hafa menn rokið upp til handa og fóta ogbannað þær.“ Hvað með bardagaíþrótt- irnar, karate ogjúdó. Eiga þœr meiri rétt á sér en hnefaleikar? „Ég sé ekki að þær þurfi að vera hættuminni en ólymp- ískir hnefaleikar.“ BIRGIR GUÐJÓNSS0N Álíturað hnefaleikar séu ekki hættumeiri en aðrar bardagaíþróttir, svo sem karate. Munurinnáatvinnu- og áhugamannahnefaleikum Tvennt ólíkt Sagt er að munurinn á atvinnu- og áhugamannahnefaleikum sé eins og munur á formúlu-kappaksturs- bíl og venjulegri fólksbifreið. í at- vinnumannahnefaleikum er bar- isti tólflotur, þrjár mínútur hver, áhugamenn eru hins vegaraðeins með þrjárjafnlangar lotur. Hjá at- vinnumönnum eru miklirpening- arí boði, alltupp í fleiri hundruð milljóna króna, og menn því til- búnir að ganga eins langt og unnt er. Dæmi eru umað atvinnuhnefa- leikarar hafi látist í hringnum. Áhugamenn notast við höfuðhlíf- ar og þar er keppt með öðru hug- arfari. Keppandinn hugsar um að næla sér í sem flest stig, það er að sigrastá vörn andstæðingsins - koma höggi inn fyrir vörnina. Það skiptirhins vegar ekki öllu máli hve þungt höggið er. Þá fá kepp- endur einnig stig fyrir að víkja sér undan höggum og fyrir fótaburð. Hjá áhugamönnum má dómari dæma leik afeða gefa refsistig ef hann telurað annarkeppandinn sé ekki fær um að halda uppi vörn, þ.e. ekki fær um að gæta eigin ör- yggis. Dómariskilurkeppendurað eftirþung högg svo viðkomandi getijafnað sig. Þá er bardagi stöðvaður ef annar keppandinn færskurð. Hnefaleikarþeirsem fram fóru hérá landi fyrir 1956 voru talsvert harðari en nútíma- áhugamannahnefaleikar, það er ólympískir hnefaleikar. Það stafar einkum afþví að þá notuðust menn ekki við höfuðhlífar og þá voru hanskarnirmun léttari og þynnri og höggin þvíþyngri. UM HELGINA FIMMTUDAGUR 1 8. MARS HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í HANDBOLTA Ísland - Danmörk kl. 17.00. Bein útsending HANDBOLTI 2. deild karla - Úrslitakeppnin Afturelding - KR kl. 20.00. Bæði liðin berjast hart um sæti í 1. deild. FOSTUPAGUR 1 9. MARS KEILA Flugleiðamót unglinga í Keiluhöllinni kl. 18.00. LAUGARDAGU R 20. MARS KÖRFUBOLTI Úrslitakeppnin Keflavík - Skallagrimur kl. 15.00. Keflvíkingar eru sig- urstranglegri aðilinn í þess- um leik, en það lið kemst í úrslitaleikinn sem fyrr sigrar í tveimur leikjum. Allt getur þó gerst í úrslitakeppninni og benda má á að Keflvík- ingar hafa undanfarið átt í erfiðleikum með Skallagrím og hafa leikir þeirra verið jafnir og liðin skipst á um að sigra. Tímasetningin á leikn- um gæti breyst eftir því um hvaða sæti handboltalands- liðið leikur. BABMINTON íslandsmót unglinga fer fram í Kaplakrika og verður fram haldið á sunnudag. SUNNUDAGUR 21 . MARS KÖRFUBOLTI Úrslitakeppnin Grindavik - Haukar kl. 20.00. Það getur munað miklu að spila fyrsta leikinn á heimavelli og Grindavík nýtur þess hér. Ómögulegt erað spá í leikinn, en ef að líkum lætur verður hann jafn og spennandi eins og flestir leikirnir í úrslita- keppninni í fyrra. Bubbi Morthens Boxið eins og skák Kunnasti hnefa- leikaáhugamaður landsins af yngri kynslóðinni er væntanlega Bubbi Morthens. Hann setti boxhanskana fyrst upp þegar hann var átta ára og boxaði sem unglingur í Dan- ,nl^ku;tAð^f BUBBIM0RTHENS liðið eitt 02 halft ar , * síðan hann fékk Æ/,r b°X^ U‘T en er 0rðmn ^ hnefaleikabakter- °f9amal1 *»'að kePPa’að e‘9'" s°9a- íuna aftur og æfir hann nú kemur í veg fyrir höfuðmeiðsl. reglulega ásamt fjörutíu öðrum „lögbrjótum“. Er ekki bestfyrir alla að þessi íþrótt verði áfram bönnuð, Bubbi? „Hvers vegna er fólki þá ekki bannað að keyra bíl, hvað deyja margir í umferðinni á hverju ári? Hvað með Formúlu-kapp- aksturinn og Parísar-Dakkar- rallið, þar hefur fjöldi manns látist? Menn eru að kinn-, nef- og handleggsbrotna í karate, hálsbrotna í júdó, eyðileggja á sér fæturna í fótbolta og ör- kumlast í handbolta með því að höfuðið skellur í gólfið. Áhuga- mannabox er ekkert hættulegra en þessar íþróttir, ég staðhæfi það. Það er raunar sjáldgæft að menn slasist þar alvarlega." Fórna tnenn ekki toppstykk- inu með því að stunda þessa íþrótt? „í ólympískum hnefaleikum leika menn með hjálm og hann Ég held að fótboltamaður sem skallar bolta á bullandi siglingu, þ.e. 90-100 km hraða, fái högg sem er helmingi þyngra en áhugaboxari fær nokkurn tím- ann. Hins vegar skiptir öllu máli í áhugaboxi að hafa toppstykkið í lagi, því þetta er að miklu leyt?* eins og skák. Það er minnsta mál í heimi að kýla. Kúnstin er að sækja rétt og verjast rétt. Boxið þarfnast gífurlegrar tækni, meiri en í flestum öðrum greinum. Þetta byggist að miklu leyti upp á fótaburði og réttri beitingu alls líkamans. Síðan er þetta skák, þ.e. ef þú getur ekki hugsað — hefur ekki greind til að úthugsa andstæðinginn — verðurðu aldrei góður boxari. Góður boxari berst svipað og góður skákmaður: Það eru ákveðnir byrjunarleikir sem all- ir boxarar kunna og síðan konw reynslan og kænskan til spil- anna.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.