Pressan - 26.08.1993, Síða 8
Sigmar Ingi Gíslason var skorinn upp í einfaldri aðgerð í marsmánuði 1992. Mánuði síðar átti hann að vera við hestaheilsu og farinn
að stunda eðlilega vinnu. Vegna raða mistaka hefur hann verið óvinnufær síðan og hefur litlar sem engar bætur fengið. Hann á eins
árs gamlan son og fjölskyldan hafði keypt íbúð á Akureyri sem þau gerðu upp. Vegna fjárhagserfiðleika misstu þau íbúðina og eru
með skuldahala sem ekki sér fyrir endann á. Fyrir rúmu ári blasti lífið við fjölskyldunni en draumarnir hafa hrunið hver á fætur öðrum,
meðal annars var óttast um líf Sigmars. Hann er 21 árs gamall, óvinnufær en var einungis úrskurðaður 10 prósent öryrki.
í marsmánuði 1991 fór Sig-
mar Ingi til læknis vegna
orjóstsviða og í ljós kom að
sýrustigið í maganum var allt
of hátt. Næstu mánuðir fóru í
læknaheimsóknir en ekki
voru læknar á eitt sáttir unr
hvort framkvæma skyldi svo-
kallaða magalokuaðgerð. í
iúní hætti Sigmar að vinna
samkvæmt læknisráði, reyndi
þó að vinna lítillega til þess að
framfleyta fjölskyldunni en í
september var hann orðinn
óvinnufær með öllu. Þá var
hann sendur til Reykjavíkur til
rannsókna sem leiddu til þess
að ákveðið var að gera maga-
lokuaðgerð sem þó var ekki
framkvæmd fyrr en í mars
1992.
Með banvæna
sýkingu en send-
ur heim með
kvef
„Það var loks þann 11. mars
sem ég var skorinn upp á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri,“ segir Sigmar. „Þetta er
svokölluð hrein aðgerð sem
þýðir að sýkingarhætta er afar
lítil. Viku síðar var ég svo
sendur heim, þrátt fýrir að ég
kvartaði undan miklum verk í
vinstra brjósholi og ætti við
talsverða öndunarörðugleika
að stríða. Þeir sögðu að ég
væri með flensu! Þrem dögum
síðar kom ég aftur til þess að
útskrifast og sagði þá að verk-
irnir hefðu aukist. Þeir héldu
fast við að ég væri með flensu.
Tveimur dögum síðar var ég
hins vegar lagður inn aðffam-
kominn og um nóttina lá ég
með rúmlega 42,5 stiga hita á
gjörgæslu. Þeir reyndu að
halda í mér lífinu en vissu
ekkert hvað var að. Viku síðar
var tekin sneiðmynd af að-
gerðarsvæðinu og á endanum
var ég skorinn til þess að fjar-
lægja graftarkýli í milta en í
ljós kom að það þurfti að fjar-
lægja allt nriltað. Enn leið vika
þar til þeir uppgötvuðu að
eitthvað var að í brjósholinu
þótt það hefði mátt sjá við
fyrri myndatöku.“
Brjóstholið fullt
af greftri
„Gögnin voru send suður
til Bjarna Tofasonar hjarta-
og lungnaskurðlæknis á Land-
spítalanum og ég í sjúkraflugi
síðar um daginn. Þann 11.
apríl var gerð brjóstholsað-
gerð, vinstra lungað skrapað
að innan af uppsöfnuðum
greftri og risavaxið graftarkýli,
20 sentímetrar á lengd og 15
sentímetrar í þvermál, var
fjarlægt, auk þess sem brjóst-
holið var allt fullt af greftri.
Næsta hálfa mánuðinn lá ég á
Landspítalanum og var skol-
aður að innan, en var síðan
sendur norður á Fjórðungs-
sjúkrahúsið þar sem ég var í
lyfjameðferð fram í miðjan
júní.
Þá var mér sagt að ég gæti
farið að vinna aftur. Á þriðja
degi í vinnu var ég svo að-
ffamkominn af kvölum að ég
var með öllu óvinnufær. Ég
var illa kvalinn í brjósti, baki
og hálsi, þurfti mikinn svefn
vegna þrekleysis en gat hins
vegar lítið sofið vegna kvala.
Læknarnir sögðu að þetta
myndi lagast á hálfu ári en
ekkert hefur gerst enn. Að
auki var ég og er enn mjög
slæmur í nefi og munni en
engar skýringar finnast á því.
Þolið er ekkert og ég þjáist af
miklu og viðvarandi minnis-
leysi vegna tíðra svæfinga og
lyfjameðferðar, auk þess sem
ég er kominn með bijósklos í
bakið og svefnleysið kvelur
mig ennþá. Læknar geta ekki
skýrt þessa kvilla sem komu
fyrst eftir aðgerðirnar og hafa
TEPPI
FSLÁHU
KR. $
SHARA 16'
- MOTTUR |
PARSL
ÍDAG FRÁ K
MALNING HF KYNNIR:
ÚTI- 0GINNIMÁLNINGU
15-20% AFSLÁnUR
AFALLRIMÁLNINGU
ISA - EURI
ÍÐVÍSATII
ERTU AÐ BYGGJA? — VILTU BREYTA? — ÞARFTU AÐ BÆTA?
SlGMAR INGIGÍSLASON Einföld og hættulrtil aðgerð leiddi af sér sjúkrasögu sem ekki sér fyrir endann á. Skurðurinn langsum yfir mag-
ann er eftir hina einföldu magalokuaðgerð, sá sem liggur skáhallt er frá því að miltað var fjarlægt en skurðurinn undir brjóstinu er eftir
brjóstholsaðgerðina. Litlu skurðirnir fyrir neðan eru eftir graftarskolunina sem tók hálfan mánuð.