Pressan - 26.08.1993, Page 10

Pressan - 26.08.1993, Page 10
F R ETT I R 10 PRBSSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 Helmingaskiptaregla Ármannsfells og Gylfa og Gunnars ó byggingum aldraðra Hafa fengið milljarða verk án útboða Byggingar Réttarhoitssamtakanna við Hæðargarð. í fyrstu fengu flrmannsfell og Samtök aldraðra lóðina en þegar Samtökin gáfust upp fór lóðarrétturinn ásamt verktakanum yfir á ný samtök. í nýja úthlutunarbréfinu var vandlega tekið fram að flrmansfell „skal“ hanna og byggja. Nýleg skýrsla á vegum Fé- lagsmálaráðuneytisins um byggingarkostnað vegna íbúða aldraðra hefur afhjúpað eitt augljósasta leyndarmál Reykjavíkurborgar; nefnilega helmingaskiptareglu tveggja byggingafyrirtækja þegar kemur að íbúðabyggingum fyrir aldraða. Af skýrslunni og ummæl- um manna í kjölfar hennar má ráða að það fyrirkomulag hefur tíðkast um margra ára skeið að Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf., hefur byggt allar íbúðir fyrir Félag eldri borgara (FEB) og Ármannsfell hf. hefur byggt allar íbúðir fyr- ir Samtök aldraðra (SA). For- ráðamenn þessara félaga segja að þeir hafi verið látnir skilja að leyfisveiting fýrir bygging- unum héldist í hendur við það að viðkomandi verktakar byggðu. Þetta kom til dæmis fram i samtali við Magnús Magnússon fyrrverandi ráð- herra, en hann gegndi for- mennsku um skeið hjá SA. „Mér finnst þegar þetta er skoðað að þetta sé ekki eðli- legur framgangsmáti,“ sagði Magnús þegar hann var beð- inn að leggja mat á viðskiptin. I ljósi alls þessa vekja við- brögð borgaryfirvalda athygli. „Það er einmitt það sem ég skil ekki, af hverju forráða- menn Reykjavíkurborgar hafa svona mikið fýrir því að neita þessu,“ sagði maður sem mik- ið hefúr starfað fýrir aldraða. Sami maður benti á að borgin hefði haft mikið með það að gera þegar þessu kerfi hefði verið komið á í upphafi, og fýrir því hefðu verið margvís- legar forsendur. Taldi hann nær að benda á þær en neita tilvist kerfisins. Ef lóðaúthlutunarbréf til FEB og SA eru skoðuð kemur berlega í ljós að samtökin eru tvinnuð kirfilega saman við verktakann. Eitt þessara bréfa hefur verið gert opinbert en það er leyfisveiting vegna byggingaréttar við Hæðargarð og Réttarholtsveg ffá 25. októ- ber 1989, undirritað af Davíð Oddssyni, þáverandi borgar- stjóra. Þar er orðalagið með þeim hætti að það er eins og borgin skipi Sjáífseignarstofn- uninni Réttarholti að eiga við- skipti við Ármannsfell. Þar er orðið „skal“ notað nokkrum sinnum, eins og kemur ffam í þessari tilvitnun: „Athygli er vakin á því, að hönnun mannvirkja á svæðinu skal unnin á vegum Ármannsfells hf...“ Þetta bréf var fært til bókar á fundi borgarráðs fýrir skömmu, síðan af Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa Framsóknarmanna sem telur þetta staðfesta það að borgar- yfirvöld hygli Armannsfelli. I Tímanum í síðustu viku svarar Markús Örn Antons- son borgarstjóri þessum ásök- unum og frétt blaðsins þar um. Þar ítrekar hann þá við- urkenndu skoðun borgaryfir- valda að félagasamtök aldr- aðra velji sjálf verktaka til að byggja íbúðir á sínum vegum. Telur hann að annað sé hreinn „uppspuni" og reynd- ar gagnrýnir Markús harðlega skýrslu félagsmálaráðuneytis- ins sem hann segir hafa tekið undir þennan uppspuna. 1 ljósi þessara viðbragða borgar- stjóra eru forvitnileg ummæli sem forráðamenn Réttarholts hafa látið hafa eftir sér í einka- samtölum um að þeir hafi mjög fljótlega verið látnir skilja að það væri vilji borgar- innar að Ármannsfell byggði þarna. PRESSAN fékk afrit af fimm öðrum svona lóðaút- hlutunarbréfum útgefnum af borgarastjóra og þar er hvergi þetta ákveðna orðalag. f öllum bréfunum er hins vegar skýrt tekið ffam að lóðunum er út- hlutað til Félags eldri borgara og Byggingafélags Gylfa og Gunnars sf. og Samtaka aldr- aðra og Ármannsfells hf. Völd Ármanns I Verktakasam- bandinu „Auðvitað er þetta algert siðleysi,“ sagði maður nákom- inn Verktakasambandi fs- lands en margir hafa undrast það að sambandið hefur aldrei tjáð sig um þessi mál þrátt fyrir að hafa vanalega barist harðri baráttu fyrir opnum útboðum. Heimildir eru fyrir því að þar skipti miklu máli að Ármann Örn Armannsson, forstjóri og að- aleigandi Ármannsfells, hefur verið varaformaður Verktaka- sambandsins um skeið og mjög valdamikil þar. Á vegum Meistarasam- bands húsasmiða, sem er inn- an Verktakasambandsins, hef- ur verið orðuð umkvörtun vegna þessa máls en að öðru leyti hefur Verktakasamband- ið þagað opinberlega. Þetta mál hefur hins vegar verið rætt við ýmis tækifæri í við- ræðum stjómar Verktakasam- bandsins og borgaryfirvalda. Einn fýrrverandi stjórnarmað- ur sagðist muna eftir fundi með Davíð Oddssyni á ámn- um 1986 eða 1987 þar sem imprað var á þessu. Davíð mun hafa tekið undir þetta í fýrstu en síðan bent á að þessi tvö fyrirtæki hefðu bara sýnt þessum málaflokki langmest- an áhuga. En það er margt annað sem stuðlar að þessari þögn: „Ég vil ekki fara að tjá mig um þetta óréttlæti opinberlega því þá hætti ég einfaldlega að fá lóðir hjá borginni,“ sagði um- svifamikil verktaki sem byggt hefur fyrir aldraða á frjálsum markaði. Sigurður Sigurjónsson hjá Byggðaverki í Hafnarfirði seg- ist hins vegar lengi hafa gagn- rýnt þessi vinnubrögð um leið og hann gagnrýndi Verktaka- sambandið fyrir að láta þetta viðgangast. Hann sagði í sam- tali við blaðamann að hann hefði kynnst þessu af eigin raun þegar Byggðaverk hefði verið með framkvæmdir við íbúðir aldraðra við Lindar- götu. „Þar fengum við að skilja að við fengjum ekki verkið áfram eftir að hafa steypt grunninn. Það voru engin útboð heldur áttum við að þegja og vera ekki að rífa kjaft,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Ármannsfell hefði síðan fengið verkið og ffam- haldsverk án útboða. Þess ber að geta að við Lindargötu var það borgin sem byggði íbúð- imar en ekki aldraðir og þessu tiltekna dæmi var mótmælt á sínum tíma af Verktakasam- bandinu. Allar markaðs- aöstæður huns- aðar En Sigurður gagnrýndi einnig skýrslu starfshóps fé- lagsmálaráðuneytisins. Hann sagði í hana vanta tölur sem auðvelt hefði verið að fá og hefðu sýnt að þetta kerfi stuðl- aði að dýrari byggingum fýrir aldraða í Reykjavík. Vísaði hann til skýrslu ffá árinu 1988

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.