Pressan - 26.08.1993, Page 11
S K I L A B O Ð
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993
PRESSAN I I
flSGEIR JÓHANNESSON formaður Sunnuhlíðarsamtakanna í 15 ár: Ekki einhlítt að aldrað fólk njóti góðrar greiðslu-
stöðu hjá lánastofnunum.
þar sem komið hefði fram að
dýrustu byggingarnar fyrir
aldraða væru í höfuðborginni.
I skýrslu starfshópsins er
bent á að ef samanburður er
gerður á kostnaði vegna íbúða
aldraðra annars vegar og fé-
lagslegra íbúða hins vegar
kæmi f ljós að íbúðir aldraðra
eru 35% dýrari að meðaltali ef
miðað er við séreignarflatar-
mál, en 21% dýrari ef miðað
er við heildarflatarmál.
Þá verður að taka með í
dæmið að aldraðir virðast
ekki njóta á neinn hátt breyt-
inga á markaðnum. Aldraður
íbúðarkaupandi sem rætt var
við tók sem dæmi um þetta að
inberar byggingar sé að ræða
þá eru þær ekki boðnar út.
„Ég hef verið að auglýsa
íbúðir fyrir aldraða sem eru
lægri f verði, og að því er ég tel
með meiri gæðum, en mér
gengur mjög illa að koma
þeim út vegna þess að þar eru
ekki þjónustumiðstöðvar. Það
tel ég kannski ver'a mesta
óréttlætið," sagði bygginga-
verktaki sem reynt hefur að
byggja íbúðir fyrir aldraða.
Hann benti einnig á hve gríð-
arlega miklu máli skipti að fá
lóðir í grónum hverfum eins
og Gylfi og Gunnar og Ár-
mannsfell hafa fengið. „Við
hinir sem verðum að láta okk-
ur nægja úthverfin sjáum hve
miklu máli það skiptir."
Milljarðafram-
kvæmdir greidd-
ar af öldruðum
án útboða
Það blasir við að hér er um
gífurlega. umfangsmikla starf-
semi að ræða. Bygging sér-
hannaðra íbúða fýrir aldraða
hefst að einhverju marki á ár-
unum 1986 til 1988. Á tíma-
bilinu 1987 til 1992 má ætla
að um 2000 íbúðir hafi verið
byggðar og þar af um 1000 í
Reykjavík. Áf þessum þúsund
hafa síðan á milli 600 og 700
verið byggðar samkvæmt
þessu helmingaskiptakerfi.
Gróflega áætlað má segja að
hvorum verktaka um sig hafi
þarna verið færðar fram-
kvæmdir upp á tvo til þrjá
milljarða án útboða. Þá er
miðað við að meðalverð íbúða
sé á bilinu 7 til 8 milljónir og
ekki gert ráð fýrir þjónustu-
íbúðaframkvæmdunum sem
Reykjavíkurborg greiðir.
Ármannsfell hefur byggt
241 íbúð í lotu fýrir Samtök
aldraðra, auk 12 til 14 áður.
Gylfi og Gunnar sf. hafa byggt
309 íbúðir fyrir Félag eldri
borgara,
Tryggustu greiö-
endurnir en
með óhagstæð-
ustu kjörin
En það er ekki hægt að
skiljá við þessa byggingasögu
án þess aðnefiia til þau vaxta-
kjör sem öldruðu fólki eru
boðin. 1 skýrslu starfshópsins
er nokkuð farið inn á þá braut
og sagt með almennum orð-
um að vaxtakjör séu hærri en
gerist og gengur.
Á það benti Magnús Magn-
ússon sem flutti sig úr stóru
einbýlishúsi i fjögurra her-
bergja íbúð. Hann seldi húsið
þrem mánuðum áður en
hann flutti í íbuðina en telur
sig hafa greitt.um 1,9 milljón
króna í vexti á byggingatím-
anum.
Magnús benti einnig á að
honum væri ekki kunnugt um
að komið hefðu upp vanskil
hjá kaupendum í hans félagi.
Eigi að síður virðast aldraðir
þar vera látnir greiða vexti
eins og um áhættulán sé að
ræða. Sagði Magnús að lána-
stofnanir fengju vanalega
margfalda tryggingu fýrir lán-
um sínum. Auk tryggingar í
íbúðinni sjálfri þá væru dæmi
þess að veð væru tekin í ríkis-
tryggðum spariskírteinum eða
bankareikningum í viðkom-
andi lánastofhun.
í svipaðan streng tók Ásgeir
Jóhannesson forstjóri sem
hefur verið formaður Sunnu-
hlíðarsamtakanna í 15 ár en
hann sat í starfshópi félags-
málaráðherra. „Ég held að það
sé tilfellið að það er verulegur
munur á því hvernig bankarn-
ir meðhöndla gamla fólkið.
Allir bankar lána út á góða
greiðslustöðu þess, en það
mun vera munur á því hvort
það að fær að njóta þessarar
MAGNÚS MAGNÚSSON fyrrverandi formaður Samtaka aldraðra: Ekki eðlilegur framgangsmáti.
góðu greiðslustöðu í kjörum,"
sagði Ásgeir.
Þegar aldraðir flytja sig um
set þá eru þeir vanalega að
færa sig úr stóru eldra hús-
næði í minna. Vegna þess selja
þeir eignir sínar á föstu verði
en kaupa með vöxtum og
verðtryggingu. Þar skapast
mikil mismunur. Auk þess
virðast vera dæmi um það að
eignir eldra fólksins lækki
mikið vegna þrýtingsins sem
er á að selja þær. Aldraðir geta
ekki beðið mjög lengi með að
selja. Eru til dæmi um það að
stórar eignir, sem voru í eigu
aldraðra, séu meðhöndlaðar
sem góss á markaðnum vegna
þess hve ódýrt þær fást.
Vill rannsókn á
tengslum fé-
lagsins og bygg-
ingaverktakans
Að undanförnu hafa margir
orðið til að gagnrýna þetta fýr-
irkomulag og það innan sam-
taka aldraðra. Einn þeirra er
Pétur H. Ólafsson stjórnar-
maður í Félagi eldri borgara.
„Mér finnst þetta kerfi til háð-
ungar fyrir eldri borgara og
samtök okkar. í raun virð-
umst við ekki hafa önnur rétt-
indi en að fá forkaupsrétt gegn
því að láta nafn okkar í lóða-
umsóknir fyrirtækjanna,“
sagði Pétur en hann hefur
komið með þá tillögu á al-
mennum félagsfundi að tengsl
félagsins og Byggingafélags
Gylfa og Gunnars sf. yrðu
rannsökuð. Pétur sagðist hafa
dregið tOlöguna til baka eftir
að Kristján Benediktsson
hefði verið kosinn formaður
félagsins en Kristján hefði lýst
yfir áhuga sínum á að taka á
þessum málum. Pétur sagðist
þó ætla að ítreka tillögu sína
um rannsókn á næstunni.
Pétur tók ffarn að hann sæi
ekkert athugavert við gæði
bygginga hjá Gylfa og Gunn-
ari en það væru hins vegar
fjárhagstengsl verktakans og
félagsins sem væru honum
þyrnir í augum. Pétur telur að
kerfið hafi verið byggt upp
þannig að þeir yrðu háðir ein-
um verktaka sem gerði þeim
ómögulegt að leita hagkvæm-
ustu útboða og njóta eðlilegra
afsláttarkjara.
Siguröur Már Jónsson
SfBSUMARÁA \-r
MIKILL AFSLÁTTUR Á GÓÐUM TÆKJUM 1
SJÓNVARPSTÆKI OO Eldra verö TILBODS verö stgr.
HITACHI C25P - 25" SQF skjár - Víöóma 2x25W - S-VHS - Textavarp - Fjarstýring - ofl. -mm 89.900-
HITACHI CS2843 - 28" BlackMask skjár - 2x25W Viöóma - CTI skerpa - Textavarp - Fjarstýring - ofl. 429:960= 109.900-
ITT-NOKIA TV6364 - 25" BlackPlanigon flatskjár - 2x30W Víöóma - CTI skerpa - ísl. Textav. - Fjarst. 449:960= 99.800-
ITT-NOKIA TV5123 - 20" skjár - Mono - A/Vtengi Fjarstýring -S3r90(k 39.900-
TOKUVÉLAR & MYNDBANDSTÆKI Eldra verö TILBOÐS- verö stgr.
HITACHI VMEIOE TÖKUVÉL - 8mm - HiFi Stereo - 4 lúx - 6 x zoom - Þyngd: 800 gr. -48:966=" 49.900-
HITACHI VME25E TÖKUVÉL - 8mm - HiFi Stereo - 6 lúk - 64 x digital zoom - Þyngd: 760 gr. 469:960- 79.900-
HITACHI VTF860 MVNDBANDSTÆKI - 4 hausa - Víöóma - Sjálfhreinsandi - Tölvustýrö fínstilling -7fe96fr- 66.900-
HITACHI VTM838 MYNDBANDSTÆKI - 4 hausa - Mono - Sjálfhr. - Fjölkerfa (PAL/SECAM/NTSC) -52:960r 39.900-
HUOMTÆKI
HITACHI MD301 MIDI m/5 diska geislaspilara -
Stafrænt útvarp - 120W - Tvöf.kass. - Fjarst.
HITACHI FX77 MINI m/geislaspilara - Stafrænt
útvarp - 120W - Tvöf.kass. - Fjarst.
HITACHI 3D88 FERÐATÆKI - m/tvöföldu kass. -
80W - 3D - Surround - Kraftmikið
4fc866=-
4480ÍÉ
-33r900r
TIÍBODS
verö stgr.
49.900-
54.900-
14.900-
ITT
IMOKIA
0HITACHI
tíétnti di qp&i*
RONNING
SUNDABORG 15
SÍMI 68 58 68
á svipuðum tíma og Ár-
mannsfell setti íbúðir sínai’ í
Ásholti við Laugaveg á út-
sölu vegna dræms markaðs
voru aldraðir að kaupa
íbúðir sínar í nágrenninu á
fullu verði. Sagði viðkom-
andi að við Áshólt hefði Ár-
mannsfell verið farið að
taka öll afföl húsbréfa á sig
en engu slíku hefði verið til
að dreifa hjá öldruðum.
Þeir hefðu orðið að taka af-
föllin á sig.
Þjónustumið-
stöðvar lykilat-
riði en eru
aldrei boðnar
út
Það hefur löngum verið
ein röksemda hjá fulltrúum
Reykjavíkurborgar að þeir
geti í reynd engin afskipti
haft af því þó að frjáls fé-
lagasamtök (eins og FEB og
SA) leiti ekki útboða. Þá
verður hins vegar að horfa
til hlutverks þjónustumið-
stöðva sem Reykjavíkur-
borg kostar alltaf við þessar
íbúðir. Þrátt fyrir að um op-
Flutningur EIMSKIPS á saltfiski til Ítalíu er eitt dæmið um sveigjanlega, hagkvæma
og örugga þjónustu við saltfisksútflytjendur til Miðjarðarhafslanda. Val á milli
nokkurra leiða til áfangastaðar gefur kost á mismunandi verði og afhendingartími er
sveigjanlegur. Öflugur bílafloti erlendis og sérhæft starfsfólk EIMSKIPS hér heima
og á skrifstofum okkar í Evrópu annast öruggan flutning alla leið.
Fyrsta flokks kæligámar tryggja kjörhitastig á flutn-
ingstíma (1-4 °C) og í Sundahöfn eru kæligeymsl-
ur sérútbúnar með geymslu á saltfiski í huga.
E M S K P
VIÐ GREIÐUM PÉR LEIÐ
fyrir íslenskan saltfisk!
Flutn.tími:
Afh.dagur:
Immingham
Milano
Palermo
Napoli
7 dagar
Þriðjud.
Reykjavík
Hamborg Antwerpen Rotterdam
1 1 1
Milano Milano Milano
Palermo Palermo Palermo
Napoli Napoli Napoli
8 dagar 9 dagar 10 dagar
Fimmtud. Föstud. Laugard.
* Miðað er við 7 - 10 daga ferðir með gámi aðra leiðina. Brottför alla miðvikudaga.
Hagstæðar
og fíölbreyttar
Með
tnsASKlP
ta ltalíu’.
sólarlandaferðir