Pressan


Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 18

Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 18
ERLENT 18 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 MAÐUR VIKUNNAR Jacques de Larosiére Laus við franska embættismannahrokann Frakkinn Jacques de La- rosiére de Champfeu hefur verið ráðinn bankastjóri Evr- ópska endurreisnar- og þró- unarbankans af landa sínum og nafna Jacques Attali, sem neyddist til að segja af sér í sumar. Larosiére á fatt sameig- inlegt með forvera sínum ann- að en það að hafa stundað nám í ffanska stjómsýsluskól- anum ENA. Jacques de Larosiére fæddist í París fyrir 63 árum og hefur búið þar mestan hluta ævi sinnar. Hann stundaði nám í einum besta menntaskóla borgarinnar, Louis le Grand, þar sem hann lagði stund á ldassískar bókmenntir. Eftir stúdentspróf las hann bók- menntir og lög við Sorbortne áður en hann ákvað að ganga í þjónustu hins opinbera og settist á skólabekk í ENA. Samtíða honum þar var nú- verandi leiðtogi ftanskra sósí- alista, Michel Rocard, annar skólabróðir hans, en örlitlu yngri, var hægri maðurinn Jacques Chirac Bæði Rocard og Larosiére voru meðal þeirra fimm hæstu við útskriftina úr skólanum. Þessi árangur vann þeim báðum stöður sem eftir- litsmenn ríkisfjármála, sem er afar eftirsótt af nýútskrifuðum ENA nemendum. Þremur ár- um síðar voru þeir báðir giftir. Larosiére er ennþá í hamingju- sömu hjónabandi með sömu konunni og á með henni tvö uppkomin böm. Rocard sldldi hins vegar fyrir tveimur árum. Larosiére hefur ferst hægt en ömgglega upp metorðastig- ann. Árið 1971 var hann orð- inn meðlimur nefnda OECD og G5 auk þess sem hann sat í stjórn ríkisfýrirtækja eins og Air France, SNCF, Lands- bankanum og síðar hjá Aéro- spatiale. Skömmu fyrir lát Pompidou forseta árið 1974 réð þáverandi fjármálaráhena, Valéry Giscard d’Estang hann sem starfsmannastjóra ráðu- neytis síns. Eftir það var leiðin upp á við greið. Larosiére var settur i stöðu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) í Wasingthon árið 1978, þar sem hann hafði það hlutverk að finna leiðir fyrir þriðja heims ríki til að losna undan skuldum sínum. í því starfi kynntist hann mörgum er- lendum stjórnmálamönnum og mönnum í utanríkisþjón- ustunni. Þeim fannst hann ólikur flestum frönskum emb- ættismönnum, því hann er laus við hroka og hefur lát- lausa framkomu. Það síðar- nefhda kunnu leiðtogar þriðja heims ríkjanna sérstaklega vel að meta, því hann kom alltaf fram við þá sem jafhingja, þótt íjámiálin heima fyrir væm öll í óreiðu. I forsætisráðherratíð Chir- acs, árið 1987, var Larosiére ráðinn bankastjóri Banque de France (franski seðlabankinn). Þegar gamli skólafélagi hans og vinur Michel Rocard varð for- sætisráðherra ári síðar var samningurinn við hann end- umýjaður. Larosiére átti eftir að hafa mikil áhrif á fjármála- stefhu ríkisstjómar Rocards og síðan þeirra sem á eftir komu. Fyrir utan augljósa kosti La- rosiére til að gegna banka- stjórastöðu Evrópubankans, þá þykir nokkuð víst að hann eigi ekki eftir að baka vand- ræði í líkingu við þau sem Attali varð ffægur fyrir. Hann er La.m. talinn ólíklegur til að fkra að ferðast með einkaþot- um um allar jarðir, því hann notar alltaf áætlunarflug, og hann hefúr aldrei Éirið fiam á að skipt væri um innréttingar í skrifstofúnni hans í Banque de France. Seðlabankastjórastöð- unni fylgdí reyndar gríðarlega stór íbúð með útsýni yfir Kon- unglega garðinn í París, en La- rosiére getur ekki búist við að fá sambærileg JiíbýJi í London. Frakkar vilja þó benda á að all- ar áhyggjur af ffekari kaupum á marmara séu ástæðulausar, því Larosiére myndi þykja slík- ar skreytingar alltof íburðar- miklar. IjMatö TCtíínine ímynd Kúvcets versnar Ríkisstjóm Kúvæt hefúr látið jxigga niður í sex mannréttindasam- tökum sem létu of mikið til sín heyra. Emímum stendur á sama um opinbera gagnrýni á aðgoðimar þrátt fyrir að hann samþykki stjómar- andstöðuna í oiðL Niðurbæling jaessara lidu en mikilvægu samtaka er slæm fyrir ímynd Kuvæts því að landið virdst vera að ferast í átt til lýð- ræðiskgri stjómarhátta, líkt og emírinn hafði lofað á meðan landið var hermunið í Persaflóastríðinu Fyrir þá Kúvæta sem sátu heima og bcirðust gegn innrásarliðinu, ólíkt konungsfjölskykiunni sem dvaldi á fimmstjömu hótelum á Vesturlöndum, hafk þessar breytingar virst vörðun stjómarinnar að banna starfsemi samtakanna sex gæti ýtt undir frekari efesemdir og gagnrýni, því það er merki um breytt andrúmsloft í landinu I júní vom 16 Palestinumenn og Irakar dæmd- ir til dauða fýrir að hafa átt samstarf við íraka meðan á hemáminu stóð, þrátt fyrir að þeir hafi verið kúgaðir tfl þess. Meðhöndlun málsins getur heldur d<ki talist til fyrirmyndar, því mennimir vom sambands- lausir við umheiminn á meðan þeir vom í haldi og höíðu augljóslega verið barðir afkúvæskum öryggjsvörðum tfl að knýja fram játningar. Tími nasistaveið- anna á enda? Úrskurður hæstaréttar ísraels um að sýkna John Demjanjúk afákærum um að vera ívan grímmi hefur valdið gyðingum sárum vonbrigðum. Niðurstaðan, sem ekki er byggð á vitnisburði sjónar- votta, hefur gert vonir margra um að unnt verði að hafa hendur í hári stríðsglæpamanna síðari heimsstyrjaldarinnar og draga þá fyrír dómstóia að engu. JOHN DEMJANJÚK í FANGAKLEFA SÍNUM í JERÚSALEM. Hæstiréttur ísraels er ekki sammála sjónarvottum úrTre- blinka fangabúðunum, sem segja Demjanjúk vera ívan grimma. Nasistaveiðarar Þegar John Demjanjúk var framseldur til ísraels 1986 til að svara til saka fyrir rétti vegna meintra stríðsglæpa þóttust gyðingar hafa himin höndum tekið. Margir voru nefnilega þeirrar skoðunar að mál Demjanjúks væri aðeins upphafið að frekari réttar- höldum í máli stríðsglæpa- manna sem háð yrðu í ísrael, þar sem langþráður draumur gyðinga um uppreisn æru myndi loks rætast. En málið fór á annan veg. I lok júlí síð- astliðinn sýknaði hæstiréttur Israels Demjanjúk af ákæru um að vera Ivan grimmi, gas- klefastjórinn illræmdi úr fangabúðum nasista í Tre- blinka. Hringlandahátturinn í máli Demjanjúks hefur orðið til þess að skaða málstað gyð- inga og nasistaveiðara, sem barist hafa fýrir því frá stríðs- lokum að fá meinta stríðs- glæpamenn dregna fyrir dómstóla. Niðurstaða hæsta- réttar var að þrátt fýrir vitnis- burð sjónarvotta, er töldu sig þekkja aftur ívan grimma, væri ástæða til að draga það í efa í ljósi annarra gagna. Sömu gögn sönnuðu hins vegar að Demjanjúk hefði verið wachtman í ein- angrunarbúðum í Sobibor, en þar sem honum hefði ekki gefist tækifæri til að verja sig gegn þeim ásökunum væri ekki rétt að dæma hann að svo stöddu. Þetta hefur valdið því að trúverðugleiki fórnar- lamba helfararinnar, sem reiðubúnir eru að vitna gegn meintum stríðsglæpamönn- um fýrir rétti, er að engu orð- inn. Síðasti stríðsglæpa- maðurinn Fyrstu vísbendingar um að John Demjanjúk, eini meinti stríðsglæpamaðurinn sem réttað hefur verið gegn í ísrael frá því að Adolf Eichmann var fundinn sekur og hengdur 1962, væri hugsanlega ekki rétti maðurinn, vakti strax mikla tortryggni hvarvetna í heiminum þar sem nasista- veiðarar eru að störfum og meintir stríðsglæpamenn eru undir smásjá. Niðurstaðan í máli Demjanjúks var sú að ekki væri hægt að byggja á vitnisburði sjónarvotta, enda þótt þeir væru á einu máli um að Demjanjúk væri Ivan grimmi. Þetta hefur orðið til þess að rýra nasistaveiðara trausti og veikja málstað gyð- inga svo mjög, að margir ótt- ast að með réttarhöldunum í máli Demjanjúks hafi verið bundinn endi á nasistaveiðar í heiminum. Efraim Zuroff, forstjóri Wiesenthal-stofnunarinnar í ísrael, óttast að verjendur meintra stríðsglæpamanna muni notfæra sér mál Demj- anjúks, til að sýna ffarn á sak- leysi sinna manna. Lögmenn séu allt eins líklegir til að halda því ffam að skjólstæð- ingar þeirra séu ekki réttu mennirnir og ekki sé lengur hægt að treysta á minni elli- hrumra fórnarlamba. Stjórn- málamenn sem andvígir eru eltingaleiknum við drauga fortíðarinnar, svo sem Ted Heath fyrrum forsætisráð- herra Bretlands, hafa lengi verið þeirra skoðunar að tími hefnda sé liðinn. Fyrir and- stæðinga nasistaveiða er John Demjanjúk því eins og send- ing af himnum ofan. I máli hans var vitnisburður þeirra sem lifðu helförina af og töldu sig þekkja Ivan grimma aftur að engu hafður og í ljósi þess er nú almennt litið á vitnis- burð sjónarvotta sem óáreið- anlegan og ófúllnægjandi. Grafið undan nasista- veiöurum Opinberir embættismenn og aðrir þeir sem unnið hafa að málshöfðunum á hendur meintum stríðsglæpamönn- um í heimalöndum sínum, eru þeirrar skoðunar að hinar miklu efasemdir varðandi mál Demjanjúks hafi náð að grafa undan þeim. Nasistaveiðarar hafi verið rúnfr öllu trausti og mæti nú hvarvetna tortryggni með þeim afleiðingum að stórlega hafi dregið úr öllum málarekstri varðandi meinta stríðsglæpi. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að „varkárni“ ís- lenskra stjórnvalda varðandi mál Evalds Mikson sé besta dæmið um það hvernig hringlandahátturinn með Demjanjúk hefúr skaðað mál- stað nasistaveiðara. Þannig heldur Zuroff því til dæmis fram, að íslensk stjórnvöld hafi málaferli Demjanjúks sér til hliðsjónar við að vega og meta mál Miksons. Þótt klúðrinu á máli Demj- anjúks sé tæpast einu um að kenna er það staðreynd að síðustu misseri hafa rann- sóknir á meintum stríðs- glæpamönnum víða runnið ut í sandinn og ekkert verið aðhafst, enda þótt ekki skorti vitni í málunum. Áþreifanleg- ustu dæmin er að finna í Ástr- alíu, Kanada, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Bredandi, Frakklandi og Bandaríkjunum, þar sem málum hefúr bókstaflega ver- ið sópað undir teppi. En þótt á móti blási eru nasistaveiðar- ar ekki á því að gefast upp. Þannig eru skilaboð Simons Wiesenthal til stríðsglæpa- manna þau sömu og áður: „Það er engin leið fýrir morð- ingjana að fara huldu höfði og fýrr eða síðar verða þeir látnir gjalda fýrir misgjörðir sínar.“ Zuroff er heldur ekki á því að leggja árar í bát. Hann bindur miklar vonir við að meintir stríðsglæpamenn á borð við Mikson, Touvier og Papon verði um síðir dregnir fyrir dómstóla. Eða eins og hann segir sjálfur: „Þar með yrði ekki aðeins náð fram réttlæti, heldur jafnframt færðar sönn- ur fýrir fýrir því að við höfum ekki snúið baki við fórnar- lömbunum.“ Byggt á Jerusalem Report. Nasistaveiðarar víða um heim hafa unnið ötullega að því að ljóstra upp um meinta stríðsglæpamenn og þrýst á um að réttað verði í máli þeirra. Þeirra á meðal eru: SIMON WIESENTHAL, 84 ára, fæddur í Póllandi. Lifði af fimm úl- rýming- arbúðir nasista. H e f u r helgað líf sitt leitinni að stríðsglæpa- mönnum; starfaði fýrst með bandarískum yfirvöldum en kom síðar á fót Wiesenthal- stofnuninni með aðalbæki- stöðvar í Vínarborg. Hafði uppi á Franz Stangl, yfir- manni í Treblinka útrýming- arbúðunum, í Brasilíu og fékk hann framseldan til Þýskalands, þar sem hann var Samkvæmt upplýsingum Simons Wiesenthal eru nær allir sem gegndu æðstu stöð- um í stigveldi nasista í heims- styrjöldinni síðari nú látnir. Á meðal þeirra fáu sem enn eru taldir á lífi, og samstarfs- manna þeirra eru: MAURICE PAPON, lög- r e g 1 u - stjóri í B o r - d e a u x . Talinn h a f a g e g n t lykilhlut- verki við b r o 11 - flutning stríðsfanga. Frönsk yfirvöld hafa enn ekki tekið ákvörðun um málshöfðun. HEINRICH MOLLER, yfirmaður Gestapo leynilög- reglunnar. I felum ffá stríðs- dæmdur í lífstíðarfangelsi 1970. TUVIA FRIEDMAN, 71 árs, fæddur í Póllandi, nú bú- settur i Haifa. Lifði af útrým- ingarbúðir nasista. Átti mjög árangursríkt samstarf við bandarísk yfirvöld á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Átti þátt í að um tvö þúsund nas- istar voru ferðir fyrir dóm- stóla fýrfr stríðsglæpi. Kom á fót í New York borg stofnun sem annast söfnun og varð- veislu heimilda um heíförina. SERGE KLARSFELD, fæddur í Frakklandi, búsett- ur í París. Lifði af útrýming- arbúðir nasista. Hefúr í sam- vinnu við eiginkonu sína BE- ATE ljóstrað upp um fjölda þýskra embættismanna svo og nána samstarfsmenn þeirra í Frakklandi. Klarsfeld hjónin gegndu lykilhlutverki við sakfellingu strfðsglæpa- mannsins Klaus Barbie 1987, svo og við uppljóstrun á nán- lokum, en orðrómur hefur verið uppi um að hann hafi í gegnum árin haldið til í Sov- étríkjunum, Albaníu, Austur- Þýskalandi og Paragvæ. ALOIS BRUNNER, nán- asti samstarfsmaður Adolfs Eiclimann, sem hengdur var fyrir glæpi gegn mannkyn- inu, í ísrael 1962. Hafði um- sjón með brottflutningum gyðinga frá Frakklandi, Sló- vakíu, Grikklandi og Austur- ríki. Haldið hefúr verið fram að að Brunner sé látinn, en samkvæmt nýlegum upplýs- ingum lögreglu er taíið að hann haldi til í Egyptalandi undir nýju nafríi. EVALD MIKSON, talinn hafa átt þátt í morðum á gyð- ingum, sem yfirmaður í eist- nesku öryggislögreglunni. Hefúr verið búsettur á íslandi frá 1946 undir íslensku nafni. asta samstarfsmanni hans, Paul Touvier og yfirmanni hinnar illræmdu Vichy lög- reglu, Rene Bousquet, sem var skotinn til bana á heimili sínu í París í júní sl. Réttar- höld yfir Bousquet áttu að hefjast í september. EFRAIM ZUROFF, for- s t j ó r i Wiescn- t h a 1 - stofnun- arinnar í Jerúsal- em og stjórn- andi um- fangs- mikilla rannsókna stofnunar- innar á nasistum um allan heim. Hefúr stuðst við skrár alþjóða Rauða krossins yfir flóttamenn til að hafa uppi á hundruðum meintra stríðs- glæpamanna, sem dvalið hafa undir verndarvæng Vestur- landaþjóða. Ljóstrað var upp um hann fyrir tveimur árum, eftir að birst hafði við hann viðtal í eistnesku dagblaði. LEONAS PAZUSIS, starf- aði með sérsveitunum í Vilnius, sem myrtu um 70 þúsund manns. Búsettur í Ástralíu. PAUL TOUVIER, áður aðstoð- armaður K 1 a u s Barbie, nú yfir- maður varaliðs L y o n . Talinn b e r a ábyrgð á morðum á sjö gyð- ingabörnum. Reiknað er með að réttarhöld í máli hans hefj- ist í Frakklandi innan sex mánaða. Meintir stríðsglæpamenn

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.