Pressan


Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 24

Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 24
24 PRESSAN SIGARETTUR OG KAKO Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 m /, , Sigurður A. Magnússon rithöfundur Sígarettumunnstykkið og Sigurður eru eitt, það er að segja þegar hann reykir. Og það kemur ekki til af góðu enda ríkir á milli hans og munnstykkisins mikil hat- ursást. „í raun og veru hata ég þetta munnstykki því það gerir mér kleift að reykja jaíhvel þótt ég sé stöðugt að reyna að hætta. Ég rakst á það fyrir 13 árum í tóbaks- verslun í Þýskalandi en þá var ég að því kominn að kafha úr tóbaksreykingum. I þessu skrítna verkfæri er filter sem dregur úr því tjörumagni sem maður sogar ofan í lungun og hef- ur því með öllu komið í veg fyrir að ég frelsaðist.“ Enn af Björk Falsað fax, stórtónleik- aroglélegurdómur Eins og alþjóö veit er Björk Guð- mundsdóttir um þessar mundir að leggja aö fótum sér hiö vestræna samfélag með breiöskífunni „Debut". í síðustu PRESSU var sagt frá því aö ís- lendingar gætu hringt í ákveðið síma- númer hjá sjónvarpsstööinni MTV og greitt myndbandi Bjarkar viö lagiö „Human Behavior" atkvæöi sitt. Til- kynning um þetta barst fjölmiölum landsins á faxi sem undirritaö var af „Einari Erni, Bogomil Font og hinum Sykurmolunum." Hinir undirrituðu höfðu hins vegar ekki hugmynd um faxiö og brugöust illa viö þessari mis- notkun á nöfnum sínum og hafa aö undanförnu veriö aö reyna aö komast aö uppruna faxins. Einhverjir telja lík- legt aö faxiö sé ættaö frá Stöð 2 í tengslum viö markaðssetningu á MTV á komandi hausti. Einar Örn vissi ekk- ert um málið en sagöi þaö „verulega vont mál þegar Ríkissjónvarpið tekur myndbréf meö vélritaðri undirritun minni sem gefnum hlut. Ég læröi aö skrifa sex ára og ætti því að geta skrif- að undir þaö sem ég sendi frá mér." Á meðan þessu fer fram er Björk hinsvegar byrjuð aö halda tónleika meö sjö manna sveit sinni. Hún spil- aöi t London Forum fyrir viku og hitaöi upp fyrir U2 á Wembley sl. laugardag. Annaö kvöld hitar hún aftur upp fyrir U2 á tónleikum í Dublin. í september eru tvennir tónleikar bókaöir hjá Björk í Englandi og er þegar uppselt á þá. Allt útlit er nú fyrir aö Björk komi hingað í lok september og haldi tvenna tón- leika í Óperunni ásamt undirleikurun- um sjö. Ný smáskífa meö laginu „Ven- us as a boy“ kom út á mánudaginn og þar er m.a. að finna endurhljóðblönd- un sem Mick Hucknall söngvari Simply Red geröi af laginu. En þótt Björk njóti mikillar hylli meö- al evrópskra gagnrýnenda eru starfs- bræöur þeirra í Bandaríkjunum á allt öðru máli. Þegar hefur PRESSAN sagt frá lélegum dómi í bandaríska tímarit- inu Entertainment og t nýjasta hefti Rolling Stone, útbreiddasta tónlistar- ttmarits heims, fær „Debut" hræöi- lega dóma, aöeins eina og hálfa stjörnu sem er þaö minnsta sem blað- iö gefur í þvt tölublaöi. Gagnrýnandinn Tom Graves segir plötuna „algjör von- brigöi" og kennir útsetjaranum Nellee Hooper um aö hafa „eyðilagt tónlistar- gáfur Bjarkar meö ómerkilegum raf- magnsbrögöum." Þrátt fyrir lélega dóma er plata Bjarkar nú í 81. sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum og á uppleið, eftir aö hafa komiö inn 1143. sæti fyrir fjórum vikum. „Debut“ hefur selst t um 220 þúsund eintökum T Bandaríkjunum og í u.þ.b. 70 þúsund eintökum 1 Englandi. Gunnar Hjálmarsson POPP Blúsað á Púlsinum GUNNAR HJÁLMARSSON VINIR DORA MÉR LÍÐUR VEL ★★ Kannski er líf meðalíslend- ingsins ekki svo ósvipað lífi svörtu þrælanna á ökrunum í denn. Þrælarnir fundu blú- sinn í stritinu þegar svipu- höggin dundu á þeim og í seinni tíð hafa íslendingar fundið blúsinn þegar svipu- högg verðhækkana, skatt- píningar og nauðaráskriftar að Police Academy 1 -5 hafa pínt þá í skammdeginu. Blú- sinn er tónlist endurtekning- arinnar. Það er hægt að ganga að því vísu að hljómarnir verði aldrei fleiri en þrír í hverju lagi. Blúsinn er líka tónlist sem tjáir tilfmningar, og þá oftast blús-tilfmninguna ffægu: „Ég vaknaði í morgun og hún var farin.“ Af þeim íslendingum sem hafa tileinkað sér blúsinn hef- ur Halldór Bragason verið einna iðnastur við kolann. Hann hefur komið sér upp ýmsum blússamböndum sem hafa komið því til leiðar að ýmsir frægir blúsarar hafa heimsótt klakann og tekið lag- ið með Vinunum. Á Púlsin- um/Plúsinum, þar sem Dóri er oftast á ferðinni, er ágæt upptökuaðstaða og því vel til fundið að gefa út tón- leikaupptökur, enda nær blú- sinn hæstu flugi í beinu sam- bandi við sveitta og blúsaða áhorfendur. Hér eru þrettán tónleikaupptökur frá tveggja ára tímabili og greinilegt að gestir hafa oftast verið með á nótunum. Menn koma og fara í Vina- bandi Dóra en þó eru það Ás- geir Óskarsson og Haraldur Þorsteinsson sem oftast sjá um að spila grunninn af sta- bílum vana og kunnáttu. Gít- arhetjan Guðmundur Péturs- son er heldur aldrei langt undan og er hér að vanda óspar á fmgrafimina. Helsta tromp plötunnar er þó er- lendu gestaspilararnir sjö, allt grjóthart blúskunnáttufólk, sumt með áratugalanga þekk- ingu og æfingu. Það er Hall- dór sjálfur sem syngur fyrsta lag plötunnar, titilllagið sjálff. „Mér líður vel“ er ekki ósvip- að rokkblúsi KK-bandsins. Frekar hratt stuðlag sem reyn- ir að vera dónalegt — Dóri syngur: „Þú ert úti allar næt- ur/ kemur aldrei heim/ reykir þitt hass/ lætur ríða þér í rass.“ Lagið er þó of þunnt til að klámið geti fræðilega leitt til almennra vinsælda. Titillagið er eina lagið eftir Dóra hér, þótt erfitt sé reyndar að tala um „ffumsamin“ blúslög — stefnan er einfaldlega orð- in of mikil klisja. Hin lögin tólf eru slagarar, sum reyndar samin af erlendu gestun- um. Billy Boy Arnold er skemmtilegur söngvari og munnhörpuleik- ari. Hann á tvö lög á plötunni og er framlag hans með því allra besta hér. Söng- konurnar Deitra Farr og Shirley King láta heyra í sér. Þeim er auð- fýrTr.Tbuiiand! „Það er ekki sjálfgefið að spila blúsinn vel. Fátt er það T ^bandið ^e^n^eSra en ^a spilaður blús, en Vinir Dóra eru hamast á hljóm- með hefðina það mikið á hreinu að engin feilspor meðan þærtjá sig eru stiSin ^er- Tónlistarstefnan sjálferþó ofein- á útopnu. chic- strengingsleg og einhœftil að sá sem þetta ritar netop^ PeTkins geti hlustað með mikilli ánœgju áþennan disk.“ hafa verið tíðir gestir hér og gera á plötunni það sem við er að bú- ast af þeim, vel fluttan gamal- dags blús. Jimmy Dawkins og Tommy McDracken eru yngri í blúshettunni og þar af leið- andi gætir nokkurra rokk- og jafnvel soul-áhrifa í lögum þeirra. Það er ekki sjálfgefið að spila blúsinn vel. Fátt er leið- inlegra en illa spilaður blús, en Vinir Dóra eru með hefðina það mikið á hreinu að engin feilspor eru stigin hér. Frum- legheit í blúsi er jafnfráleitt fyrirbæri og angurværð í dauðarokki. Því ættu þeir sem vilja helst heyra það sem þeir hafa heyrt hundrað sinnum áður — og þeir eru í yfirgnæf- andi meirihluta — að hópast að blúsbrunni Dóra, því inni- haldið er fjári kunnuglegt. POPP FIMMTUDAGURINN 1 9. ÁGÚST • Eftirlýst er nú hér með lýst eftir. Meðlimir hennar eru ungir, fjórir karlmenn og ein kona sem ber nafnið Jóna de Groot - sú er dökkhærð með sítt hár. Ætlunin var að leika á Tveimur vinum í kvöld. Vinsamlegast hafið gott samband. • Draumalandið frá Akranesi tekur púlsinn í Gaukshreiðrinu, öðru nafni Gauki á stöng. • Guðmundur Rúnar er, auk þess að sýna list sína, að spila á Fógetan- um í kvöld. Hann er að auki Hafnfirðingur. FOSTU DAGUR I N N 20. ÁGÚST • Todmobile eru komnir í bæinn. Þeir leika á Tveimur vinum. Og eru enn í fullu fjöri þrátt fyrir sögusagnir um að þau séu í dauðateygjunum. Þess má geta að sveitin verður í heimsókn hjá Górillunni að morgni föstudagsins. • Sín er tríó sem leikur fyrir gesti Rauða Ijónsins. Herma fregnir að Árni Ijón ætli hvað ur hverju að koma Neshyrningum á óvart með einhverju óvæntu uppátæki. • Langbrók hefur fengið til liðs við sig tvær Abba- dísir, holdgervinga Anni- frid og Agnethu, (ef þið hafið lokuð augun). Sam- an munu þau leika úrval þekktra laga sænsku sveitarinnar Abba í bland við hressilega rokktónlist á Plúsinum. • Upplyfting reynir að gera sitt til að taka Dans- barinn taki. Lengi lifir í gömlum glæðum. • Undir tunglinu er hin þokkalegasta stormsveit. Hún verður í kvöld og meira að segja annað kvöld einnig á Gauki á Stöng. • Bjössi greifi verður vígreifur á Fógetanum. LAUGAR DAG U R I N N 21 . ÁGÚST • Jójó leikur væntanlega jójó tónlist á Tveimur vin- um. • Langbrók og Abba- dísirnar aftur á Plúsinum. Nöfn fólksins sem kemur við sögu eru Alli, Ofur- baldur, Alfreð og Halli, auk Kandísstúlknanna Ásdísar og Önnu Kar- enar. • Sín leikur fyrir trimmara og aðra Seltirninga á Rauða Ijóninu. • Upplyfting vonandi á hærra plani á Dansbarn- um. • Undir tunglinu tekur að sér æðri tónlist á Gauki á Stöng. • Gleðigjafarnir taka völdin á Hótel Sögu eftir Geirmundarsveiflu þar um síðustu helgi. • Bjössi greifi sómir sér vel sem trúbadúr á Fóget- anum. SUNNUDAGURINN 22.ÁGÚST • Rokkabillyband Reykjavíkur er ógleym- anleg grúbba. Að minnsta kosti minningarnar tengd- ar henni. Hún spilar bestu rokklögin á Gauki á stöng. Sem og á sunnu- dags- og mánudagskvöld. • Haraldur Reynisson heldur áfram þar sem frá var horfið á Fógetanum, með framsóknarmönnun- um. SVEITABÖLL FOSTUDAGU R I N N 20. ÁGÚST • Sjallinn, Akureyri Dóri og vinir hans ætla að kynna hversu vel þeim líður. Þeir gera það reyndar einnig í kvöld, fimmtudagskvöld. • H „29“, Akureyri er gamall staður með nýtt nafn. Sniglabandið fer þar á taugum. • Sindrabær, Höfn í Hornafirði SSSól í ævin- týraferð um Austurland. • Sjallinn, Akureyri Nýdanskir monta sig af metaðsókn á Akureyri fyrr á árinu. Svokallað Mega- X monitorkerfi er komið í hendur þeirra, því er eins gott að gæta að geðheils- unni. LAUGARDAGURINN 21 . ÁGÚST • Njálsbúð, Vestur Landeyjum Todmobile leikur þar í fyrsta sinn í sumar. Ævintýrin gerast enn. • Bíókaffi, Siglufirði Vinir Dóra flagga Clio verðlaununum í firðinum. Á morgun verða þeir svo á Húsavík, á mánudag á Vopnafirði, þriðjudag a Seyðisfirði og svo mætti áfram telja. • Hreðavatnsskáli hefur verið einn aðaldjamm- staðurinn í sumar. Þang- að streymdu sveinarnir í leit að meyjum. Snigla- bandið, Steinn Agnar Pét- ursson (Mambó-kóngur- inn) sem sér um rekstur- inn á skálanum og gogo- píur á lokadansleiknum. • Egiisbúð, Neskaup- stað þar verða SSSól væntanlega að undirbúa sig og æfa fyrir stórtón- leikana 10. september. • Ydalir, Aðaldal þeir Jónsi, Gossi, Seppi, Bangsi og Olsi úr Ný- dönskum hyggja á nýtt aðsóknarmet. „Allt annað er áfall,“ var haft eftir Seppa Hjöll.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.