Pressan - 26.08.1993, Page 30
K A L l_ A R
FOTU M
30 PRESSAN
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993
Kreppueinkennin:
20 karlmenn sem skera sig úr
kfœMit
Guðmundur Karl
allrahandamaður.
Hefur svo sterkan karakter a& öll
föt verða flott á honum.
Friörik Weissappel,
búðareigandi og barþjónn.
Alltaf smart. Kemur skemmtilega á óvart með
jreytilegum stíl og klæðaburði. Klippina og allt
við næfi. Af því hann á svo ágæta DÚð.
Eyþór Arnalds,
tónlistarmaður.
Er flott týpa og frumlegur. Selur
ímynd sína vel. Hárið á honum er
fallegt, sellóið fer honum vel.
Hann vekur hvarvetna eftirtekt.
Baltasar
Kormákur,
leikari.
Ólafur Schrqm,
formaður HSI.
Sjarmerandi og alltaf flottur. Ekki þræll
jakkafatanna. Hefur stíl - sinn eigin.
Paö er sama hverniq hann er
alltaf er hann flottur, nvort sem
hann er með blautt hárið eða
þurrt, greitt eða reitt.
. Simbi,
hórgreiðslumeistarí.
Er skemmtUega frumlegur. Það er enginn eins og hann.
Gengur í dýrum merkjum eins og Versace og Paul Smith og
blandar fatnaðinum vel saman. Skemmtilega flambogant.
Birgir Bieltvedt,
framkvæmdastjórí
Dominos pizza.
Alltaf karlmannlegur. Brýtur iakka-
fötin upp á skemmtilegan nátt.
Sfundum eins og hugsandi aðals-
maður í klæðaburði.
Daníel Ágúst Haraldsson og
Björn Jörundur Friöbjörnsson
tónlistarmenn.
Sjón,
skóld og ritstjóri „núllsins".
Varð áberandi týpa löngu áður en hæfileikar
hans komu í Ijós. Oðruvísi. Með afgerandi stíl.
leikari og tónlistarmaour.
Yfirþyrmandi persónuleikinn leyfir
honum allt. Blandar saman rokki og
róli og jakkafötum.
Þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera ástfangnir af
ráðherradætrum. Þeir eru óhræddir við að klæða sig
öðruvísi en aðrir. Oftast smartir en stundum ivíð karla-
legir miðað við aldur.
Loks er komin upp ný kynslóð
karlmanna sem skipar listann yfir
best klæddu karlmenn landins. Á
topp tíu að þessu sinni eru hvorki
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra né Sigurður Gísli Pálmason
í Hagkaup. En þeir prýddu fýrsta
og annað sæti best klædda listans í
PRESSUNNI fyrir rúmu ári. Hins
vegar er þar að finna tvo menn
tengda þeim og öllu yngri, þá
Daníel Ágúst Haraldsson söngv-
ara hljómsveitarinnar Nýdanskrar
og tengdason Friðriks og Birgi Bi-
eltvedt framkvæmdastjóra Dom-
inos pizza og mág Sigurðar Gísla
Pálmasonar. Ekki er það vegna
þess að fjármálaráðherrann og
Hagkaupserfinginn séu orðnir svo
lúnir heldur eru tímarnir aðrir.
Það ku vera kreppa.
Það er gömul saga og ný að end-
umýting eigi sér stað á krepputím-
um. Undir kreppuálagi kvikna nýj-
ar hugmyndir. Menn hlaupa ekki
lengur til og kaupa sér jakkaföt
merkt milljónahönnuðum heldur
nýta það sem fyrir er og raða
gömlu fötunum sínum upp á nýtt,
og bæta jafnvel einhverju smá-
vægilegu við. Oft smekklegu. í dag
þykir sá í raun hlægilegur sem stát-
ar af því að hafa keypt sér fokdýran
fatnað. Einn viðmælenda okkar
orðaði tímabilið sem nú fer í hönd:
„tímabil hinnar hagsýnu húsmóð-
ur.“ Kreppugúruin taka við af vel-
megunargúrúunum.
Fyrsta sætið í ár yfir þá best
klæddu skipar tónlistarmaðurinn
Eyþór Amalds. Dómnefndarkon-
urnar voru meira og minna allar
sammála um það að hann væri
gúrúið. Hann væri hugmyndarík-
ur, huggulegur og smekklegur
ffam í fingurgóma. Móeiður Júní-
usdóttir væri áþreifanlegasta
dæmið um það. Einhver hafði á
orði að hún hefði ekkert á móti því
að vera sellóið hans, svo áköfum
en jafnframt mjúkum höndum
færi hann um það. En það er allt
önnur saga.
Mönnunum í merkjunum fer
fækkandi á listunum, eða þeir eru
ekki lengur þar eingöngu merkj-
anna vegna. Listinn yfir þá best
kjæddu er gjörbreyttur. Þar er eng-
an Viktor Urbancic bílasala, engan
Sigurstein Másson fréttamann,
engan Jón Ólafsson í Skífunni,
engan Magnús L. Sveinsson borg-
arfulltrúa, engan Sævar Jónsson
knattspyrnumann og engan Ólaf
Ragnarsson útgefanda að finna.
Listinn yfir þá verst klæddu var
ekki eins uppstokkaður; Davíð
Oddsson er þar enn, en hefur að
vísu fallið um nokkur sæti ffá því í
fýrra, úr því fýrsta í áttunda sem er
góðs viti. Friðrik Þór Friðriksson
er þar enn sem og hinn umdeildi
Helgi Bjömsson, og Hrafit Gunn-
laugsson, jafn áberandi og hann
var á árinu, fer hvergi. En oft er
það svo að munað er eftir þeim
sem hafa hvað mest baðað sig í
sviðsljósinu á árinu, eða þar sem
almenningur hefur haft aðgang að
þeim. Ef til vill er það einmitt þess
vegna sem Ólafiir Sclrram náði at-
hygli dómnefndarkvenna. Og er
nú í öðru sæti yfir þá best klæddu.
Auk formannstitilsins i HSl á ár-
inu gleyma því sjálfsagt fáir þegar
hann reyndi að þröngva sér inn í
Kvenfélag Bessastaðahrepps. Þeir
sem duttu út af verst klædda list-
anum eru hins vegar Bjöm Emils-
son upptökustjóri, Jón Ólafsson
tónlistarmaður, Ásmundur Stef-
ánsson fýrrum forseti ASÍ og Eið-
ur Guðnason fyrrum umhverfis-
ráðherra. I staðinn eru komnir inn
menn eins og Össur Skarphéðins-
son sem fór ekki lítið fýrir á árinu,
Susarinn Guðlaugur Þór Þórðar-
son, leikarinn Baltasar Kormákur
og síðast en ekki síst þeir Her-
mann Gunnarsson, Stefán Hilm-
arsson og Bubbi Morthens. Þó að
endurnýting sé af hinu góða, þá
var engin að tala um ofnotkun á
fatnaði. Það er hinn persónulegi
stíll sem máli skiptir. Það sem til
þarf er hugmyndaflug, útsjónar-
semi, smekkur og stíll, svo fátt eitt
sétalið.