Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 33
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993
KONUR KARLANNA
PRESSAN 33
Þóra Kristín Asgeirsdóttir blaðamaður:
„Móðir - mella - meyja“
íslenskar bókmenntir
búa yfir mjög eftirtektar-
veröum kvenpersónum í
gegnum bókmenntasög-
una. Ég veit þó ekki aö
hvaöa leyti þær eru upp-
byggilegar fyrir konur til
frekari sköpunar, þær eru
einfaldlega of múlbundn-
ar í gagnrýndu, skil-
greindu kvenhlutverki
þess tíma er þær eru
skrifaðar. kannski ekki
„nægilega kynvilltar" í
þeim skilningi aö þær
dansa eftir nótum um-
hverfisins. Annars fá þær
harmsöguleg endalok eða
eru vængstýföar. Þetta á
jafnt við um bækur eftir
karla og konur þó aö hjá
konum megi greina undir-
meövitaöa tilraun til aö
brjótast undan okinu. Þaö
hefur verið hlutverk
kvenna aö klóra upp
þessar skilgreiningar og
endurmeta sköpunarmátt
sinn með tiltækum ráð-
um.
Yngri karlrithöfundar
hafa fariö ólíkar leiöir í
sínum skrifum og konur
skipaö þar ólíkan sess.
Þar má nefna félagslega
raunsæið eftir 1970 sem
otaöi konunni fram meö
kreppta hnefa og tilheyr-
andi sálmasöng úr vinstri-
mennsku þess tíma, en
Dóra í Hjartað býr enn í
helli sínum er
dæmi u m
sterka Iróníska
kvenpersónu
sem sendir
slíkar einfald-
anir út í hafs-
auga. Upp-
vaxtasögur
drengja voru
vinsælar fram
á níunda ára-
tuginn og þar
voru konur í
bakgrunni frem-
ur litlausar. Eft-
ir því sem nær
dregur samtim-
anum eru
skáldin sjálf-
lægari og egóiö
er æ sterkari
rödd gegnum
sögurnar. Og
þaö setur mynd
sína á allar
aukapersónur,
konur jafnt sem
karla. Eftir því
sem skáld
þroskast og
styrkjast setja
þau stærra spurninga-
merki viö bæöi ytri og
innri veruleika í verkum
sínum. Þaö á við um okk-
ar bestu og stærstu höf-
unda svo sem Halldór
Laxness og Guðberg
Bergsson en þeir hafa ort
sig inn í framtíöina meö
bæöi karl- og kvenkyns-
persónum.
Kannski er þaö ööru
fremur bókmenntaum-
ræðan sem vekur upp
spurningar um þaö hvort
menningin hérna sé ööru
fremur hommasamfélag
þar sem konum er mein-
aöur aögangur, þaö sann-
aöi síðasti umræöuþáttur
um bókmenntir I sjónvarp-
inu. Yngri skáld í Ijóöa-
gerö viröast mörg hver
heldur skammt á veg
komin. Þau skrifa konur
inn í hlutverkin: móöir -
mella - meyja og þeir
sem eru ekki valhoppandi
á eftir jafnöldrum sínum
útum borg og bý, búnir aö
styrkja sig á brennivíni,
hvíla „langsoltnir í faömi
margnotaöra kvenna“ líkt
og segir í einu Ijóöi eftir
skáld af yngri kynslóðinni.
Þá farnast kvenkynsles-
endum stundum öfugt viö
Ijóömælandann og þær
hætta aö hvíla langsoltn-
ar í faömi margnotaðra
orða og hugleiöa afhverju
nítjándu aldar hugsunar-
háttur eigi ennþá upp á
pallboröið hjá ungum rjóö-
um skáldmennum í lok
„Meðgöngutími
og magavöxtur“
Til aö meta hvernig ís-
lenskum rithöfundum
tekst upp í kvenlýsingum
finnst mér best aö íhuga
hvaöa kvenpersónur ís-
lenskra bókmennta lifa í
huga mínum. Eftir hvaöa
kvenpersónum man ég
best, hverjar koma mér
viö?
{ mínum huga skipa
heiöursess þær Salka
Valka og Snæfríöur ís-
landssól svo ekki sé
minnst á margar kvenlýs-
ingar íslendingasagna.
Samanburð við þær þola
fáar síöari tíma persónur.
En þar sem spurt er sér-
staklega um samtímahöf-
unda verö ég aö viður-
kenna aö nær allar þær
kvenpersónur sem mér
finnst aö komi mér viö
eru úr bókum kvenrithöf-
unda. Ég get nefnt Ellu úr
Hringsól Álfrúnar Gunn-
laugsdóttur, Öldu úr
Tímaþjófi Steinunnar Sig-
urðardóttur, ísbjörgu úr
samnefndri skáldsögu og
Guörúnu Magnúsdóttur úr
Stúlkunni í skóginum og
síöast en ekki síst hina
frábæru Tötru úr bókum
Málfríðar Einarsdóttur.
Þaö er heldur fátæklegt
um að litast þegar litiö er
til karlrithöfunda, satt
best aö segja. Ástæöan
kannski fyrst og fremst
aö þeirra aðalpersónur
eru yfirleitt af karlkyni.
Viö fyrstu umhugsun man
ég bara eftir leiöinlegum
systrum (Riddarar hring-
stigans), Rósum (í bókum
Þórarins Eldjárns), tauga-
veikluöum mæörum
(Tröllakirkja) og fremur lit-
lausum kærustum (Mín
káta angist, Þetta eru
asnar Guöjón). Nokkrir
samtímahöfundar af karl-
kyni hafa þó haft kvenper-
sónur I aðalhlutverkum,
svo sem Guðbergur í
Svaninum og Hallgrímur
Helgason í Hellu. í síöar-
nefndu bókinni var þaö
einmitt sú persónulýsing
sem var veikasti hlekkur
verksins aö mínu mati en
margt annað feikna vel
gert til aö mynda sér-
stæöar náttúrulýsingar og
stíll.
Litla stúlkan í Svanin-
um er hins vegar ágæt
stelpa en þegar Guöberg-
ur fer aö lýsa óléttu
bóndastúlkunnar bregst
honum heldur bogalistin
þar sem meögöngutími
og magavöxtur persón-
unnar gengur engan veg-
inn upp.
Ég vil enda á aö geta
einnar aukapersónu úr
skáldverki frá síðasta ári
sem var dregin sérstak-
lega sterkum dráttum en
þaö er þýska frúin í skáld-
sögu Einars Kárasonar,
Heimskra manna ráö.
Lýsingin á henni og henn-
ar stutta en átakanlega
saga er þaö sem ég man
best úr þessari fremur
sundurlausu sögu.
Snobbhill
hestanna
Hestaíþróttin er líklega sú
undarlegasta en jafnframt sú
metnaðarfyllsta sem stunduð
er hér á landi. Með þessari
þjóðaríþrótt íslendinga hafa
þróast slíkar hefðir að annað
eins þekkist varla á byggðu
bóli. Snobbið er með ólíkind-
um og í Víðidalnum er fátt
sem minnir á hrossaskít og
illa lyktandi skeppnur. Hest-
arnir eru skrúbbaðir hátt og
lágt, enda skiptir öllu máli að
vera á flottari hesti en ná-
granninn. Þá skiptir ekki
minnstu að geta ættgreint
bykkjuna, helst til Freysgoða-
gæðingsins hins forna. Hest-
arnir sjálfir eru þó smámál
við hliðina á hesthúsunum,
sem frekar ættu að nefnast
hestahallir. Þar er reyndar
ekki hestamönnum inn bjóð-
andi, því fínast þykir að hafa
teppalagt í hólf og gólf, full-
komna baðaðstöðu með
sturtu og gufubaði, að
ógleymdu fullkomnu eldhúsi
og koniaksstofu. Gallinn utan
um reiðfólkið þarf líka að vera
fullkominn og líkist oft á tíð-
um ballfötum. Hvergi er til
sparað. Ættir skipta miklu
máli í verðlagningu hesta
enda hafa verið skrifuð heilu
tonnin af bókum um frænd-
semi þessara skepna. Það er
líka vissara að hafa allt slíkt á
hreinu því dæmi eru um
mann sem keypti sér gæðing á
300 þúsund og seldi hann
tveimur mánuðum síðar á 6
milljónir eftir að hafa ætt-
bókafært hann og sigrað á
einu móti. Annar hrossabóndi
var stöðvaður í því að gelda
hest sinn og nokkrum misser-
um síðar voru honum boðnar
9 milljónir fyrir gripinn. Ekki
tók hann boðinu þar sem út-
lendingar áttu í hlut. Greyið
maðurinn svaf ekki í marga
mánuði á eftir þegar ljóst var
að á túninu hlupu milljóna-
tugir. Nágranninn sem stöðv-
aði geldinguna hefur fengið
það ríkulega borgað því gull-
molinn hefur flekað merar
hans svo hastalega að á þriðja
tug eftirlíkinga hlaupa nú í
túninu. Annars er það ótrú-
legur skepnuskapur að gelda
nær alla hesta sem fæðast en
það er önnur saga. 1 útreiðar-
túrunum kemur svo masok-
isminn í ljós, því þar vaða
menn drullu í kulda og trekk,
láta henda sér af baki eða láta
skepnuna traðka á tám sín-
um. Harðsperrur og sárindi
þykja best í ölæðinu. Það þótti
þó ekki þeim óvana sem
missti rasshúðina í einu
ferðalaginu. Hann keypti sér
dömubindi og hélt sína leið.