Pressan - 26.08.1993, Síða 39

Pressan - 26.08.1993, Síða 39
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 HÖFUÐ HERÐAR HNÉ OG T Æ R . . . PRESSAN 39 Þættir úr sögu kvenna HveníiMindin oxlirnar oo öhhlornir Líkamsdýrkun hefur löng- um verið iðkuð af kappi. Hafa sumir líkamspartar verið meira áberandi en aðrir á viss- um skeiðum sögunnar. Um og upp úr 1930 og allan fjórða áratuginn voru það öðru ffemur ökklamir sem kveiktu kynferðislegar kenndir meðal karlmanna. Pilsin voru síð. Eina sem augað gat hugsan- lega gælt við voru ökklarnir. Örfáar konur lögðu fæð á hjónabandið eða höfðu yfir- höfðuð enga skoðun á því. Hefðin var enn sterk. En í rauninni var tímasóun að ganga í hjónaband á fjórða áratugnum. Hið rómantíska hjúskaparvottorð jafngilti undirritun þjónustusamnings. Áratug síðar komu axlirnar í ljós. Loks var hægt að snerta bert holdið. Lungamjúk kven- ímyndin grét af viðkvæmni í gegnum lífið. Glansímyndin var allsráðandi. Þetta var tími Heddu Hopper og Evu Peron. Hefðirnar og hug- myndaflugið Brjóstadýrkunin hófst fýrir alvöru um og upp úr 1950, enda kjólatískan flegnari en nokkru sinni. Að sama skapi Hillary Clinton hefur góðan húmor. fór umfang kvennanna minnkandi, samanber Audrey Hepburn. Varimar þykknuðu og nefið varð uppbrett. Af eldri heimskonum þótti flest- um mest koma til mannffæð- ingsins Margretar Mead og leikkonunnar Bettie Davis. Kyntákn áratugarins voru hins vegar óneitanlega Elisa- bet Taylor og Marlyn Monroe. Engum sögum fór af uppreisn konunnar eða brostnum hjónaböndum, nema ef til vill hjá Elisabet Ta- ylor og hinum Hollywood- Íeikurunum. Eftir 1960 fór loks að draga til tíðinda í málefnum kvenna. Hefðirnar stóðust ekki hug- myndaflugið. Álíka erfitt var orðið að halda meydómnum og fýrir giftar konur að gerast „bara“ húsmæður eins og áð- ur hafði verið að eiga í alvar- legum ástarsamböndum fýrir hjónaband og vinna utan heimilis eftir að hafa skrifað undir „vinnukonusáttmál- ann.“ . Naflinn var sá líkams- hluti sem þótti mest kynæsandi enda nýr í tugum fýrir karlmönnun- um. Uppreisnar- seggur áratugars- ins var leikkonan Jane Fonda en Goldie Hawn við- hélt ljóskuímynd- inni. Þegar líða tók á áttunda áratuginn færðist naflinn of- ar, eða alla leið upp að höfðinu. Þó náði heilinn og innihald hans ekki að vera kynþokka- fyllsti líkamspart- ur áratugarins, heldur beindist kynþokkakastljós- ið að hárinu. Setn- ing sem lýsir upp- reisnaráratugnum hvað best er effir- farandi: „Á kvöld- in þegar ég lá við hlið eiginmanns míns eftir að hafa rif- ist heiftarlega við hann óskaði ég þess oft að ég hefði haft hugrekki til þess að lemja hann í hausinn með steikar- pönnunni." Enn vantaði upp á hugrekkið. Harðkúlurassinn og Hillary Um og upp úr 1980 var far- ið að spá því að konur myndu hreinlega enda uppi sem karl- menn. Ekkert þótti baráttu- mönnum og -konum fyrir kvenréttindum eins óhugnan- legt. Konum varð ljóst að þær vildu ekki glata sínum kven- legu einkennum þrátt fýrir að vilja ffelsi til þess að lifa sínu lífi, eftir sínu eigin höfði. Það var þá sem kvenfrelsishreyf- ingar urðu sterkari baráttu- vettvangur kvenna en kven- réttindahreyfingar. Töffari áratugarins er án efa Margrét Thatcher fýrrum forsætisráð- herra Bretlands en hún hefur oft verið nefnd karlkonan. Burtséð frá því urðu brjóstin á ný heitasti líkamsparturinn. Harðkúlurassinn er hins vegar táknrænn fyrir tíunda ártuginn, eða ártuginn sem mannkynið var meðvitað um heilsuna. Töffarar áratugarins eru hin fimmtuga lífsseiga fýr- irsæta Lauern Hutton sem geislar af heilbrigði og leik- konan Susan Sharadon, auk Hillary Clinton forsetafrúar. Ætli eftirfarandi brandari lýsi ekki áratugnum hvað best, þótt enn séu eftir af honum heil sjö ár: Forsetahjónin Bill og Hillary Clinton voru i öku- ferð um smábæ nokkurn í Bandaríkjunum. Bíllinn var að verða bensínlaus svo þau ákváðu að stoppa á næstu bensínstöð. Út kemur af- greiðslumaður sem Hillary kinkar kolli til. Bensínaf- greiðslumaðurinn fýllir bílinn. Síðan halda forsetahjónin áffam för sinni. Eftir skamma stund opnar Hillary huga sinn og segir við Bill. „Ég átti nokk- ur stefnumót við bensínaf- greiðslumanninn sem af- greiddi okkur áðan áður en ég hitti þig.“ Þá ræskir Bill sig og segir stoltur. „Ef þú hefðir gifst honum værir þú stökk í þessum smábæ í stað þess að vera forsetafrú Bandaríkj- anna.“ Hillary hins vegar hristir höfuðið og svarar um hæl. „Nei, ef ég hefði gifst honum væri hann forseti Bandaríkjanna, ekkj þú.“ 1940: Axlirnar 1980: Brjóstin aftur 1960: Naflinn 1930: Ökklarnir 2000: Heilinn? 1970: Háriö TAEKWON - DO Sjálfsvarnaríþrótt 1. Eykur sjálfstraust 2. Eykur sjálfsaga 3. Sjálfsvörn 4. Líkamlegur sveigjanleiki 5. Fyrir bæöi kynin 6. Sálfræðilegt jafnvægi Ný námskeið að hefjast í íþróttahúsi ÍR, Túngötu v/ Landakot. Börn 8 -12 ára: mánudaginn 30. ágúst kl. 19:00 - 20:00. Byrjendur: mánudaginn 30. ágúst kl. 20:00 - 21:00. Foreldrar athugið! Sérstök námskeiö fyrir börn 8 -12 ára. Þjáifari Michael Jörgensen 4. dan. Upplýsingar í sima 670208 Framhaldshópur: mánudaginn 30. ágúst kl. 21:00 - 22:00 * 2*. Htúvr X tótíi 'JWtti MLÍftðmf&h

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.