Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 6
Enn harðna deilur hluthafa á Stöð 2 Nýr meirihluti á Stöð 2 hyggst kæra stjórnarmenn úr gamla meirihlutanum til RLR vegna sölunnar á bréfum Stöðvar 2 í Sýn og starfslokasamningsins við Pál Magnússon. Þeir líta á báða þessa gjörninga sem þjófnað. Handalögmál urðu á stjórnarfundi. Nýir eigendur segjast vilja auka og bæta dagskrárgérð, hafa fréttastofuna óbreytta og nýta Sýnarrásina fyrir útsendingar á kvikmyndum. Gamli meirihlutinn segir að þeir ætli að selja Stöðina amerískum að- ilum. Nýi meirihlutinn hefur gert með sér hluthafasamn- ing sem tryggir samstarf þeirra „um alla eilífðu. SIGURJÓN SIGHVATSSON Nýi meirihlutinn segist ætla að auka dagskrárgerð, hafa frétta- stofuna óbreytta og nýta Sýnarrásina fyrir útsendingu kvikmynda. SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON Nýi meirihlutinn hyggst kæra minnihlutann vegna sölu á Sýnar- bréfunum og starfslokasamningsins við Pál Magnússon. Gamla stjórnin íhugar að kæra Sigurð fyrir líkamsárás. Deilurnar á Stöð 2 eru gríð- arlega harðar og þátttak- endur eru margir af þekkt- ustu aðilum íslensks viðskiptalífs. Gífurlegir fjármunir eru í húfi. Miðað við sölugengi bréfanna á dögunum er verðmæti Stöðvar 2 yfir 1,5 milljarðar og nái framtíðar- áætlanir íram að ganga verður verðmæti hennar 2,5 milljarðar eða sama tala og nefnd hefur verið í sambandi við hugsanlega sölu til erlendra aðila. Deilunum má helst lýsa með orðum Páls Magnússon- ar, sem segir að hluthafarnir séu eins og foreldrar sem eru að skilja og drepi barnið (Stöð 2) í heiftar- legum átökum sín á milli. Ætla að kæra stjórnarmenn til RLR og krefjast skaða- bóta Nýi meirihlutinn á Stöð 2 er ævareiður yfir þeirri ákvörðun gamla meirihlutans að selja hlut Stöðvar 2 í Sýn og gera starfsloka- samning við Pál Magnússon sjón- varpsstjóra eftir að ljóst varð að þeir væru komnir í minnihluta. í bréfi Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns nýja meirihlutans, til Ingimundar Sigfússonar kemur fram að þeir „hyggist sækja rétt sinn og félagsins í þessu máli með öllum tiltækum ráðum“ og að ekki verði „hikað við að krefjast opin- berrar rannsóknar á aðdraganda sölunnar' og að allir stjórnarmenn verði kærðir fyrir brot á 249. gr. alm. hgl. Refsing getur varðað allt að sex ára fangelsi. Aðili úr nýja meirihlutanum sagði í samtali við PRESSUNA að þetta væri „ekkert annað en þjófn- aður sem þeir verða ákærðir fyrir. Þeir munu þurfa að sæta refsing- um og skaðabótum vegna þessarar framkomu", og bætti við að stjórn- armennirnir yrðu ailir ákærðir per- sónulega. Aðrir úr nýja meirihlut- anum sögðu að hér væri um klár lögbrot að ræða sem þeir yrðu að svara til saka fýrir hjá dómstólum og greiða viðeigandi skaðabætur. Lögbannskröfu þeirra hefúr þó verið synjað í tvígang. Handalögmál á stjórnarfundi Sá einstæði atburður átti sér stað sl. föstudag að til handalögmála kom á stjórnarfundi Stöðvar 2. Sig- urður G. Guðjónsson lögmaður var með sölusamning á hlut Stöðv- ar 2 og sagði að lögbann þyrfti að setja á samninginn og ætlaði með hann út. Deilt er um hvort hann hafi gengið með hann út og ætlað að ljósrita hann eða hvort hann hafi hlaupið og ætlað að fá lögbann á samninginn strax. Einnig er deilt nokkuð um hvað gerðist í dyra- gættinni, en eftir því sem PRESS- AN kemst næst stukku stjórnar- menn til, Jóhann Óli Guðmunds- son skellti aftur hurðinni og Stefán Gunnarsson réðst að Sigurði til að ná samningnum og er fullyrt að hann hafi tekið Sigurð hálstaki. Þá á Sigurður að hafa gefið Stefáni öfl- ugt olnbogaskot í vömbina. Hitinn er slíkur að gamli meirihlutinn er alvarlega að velta því fýrir sér að kæra Sigurð fyrir líkamsárás. Á sama fundi kallaði Haraldur Har- aldsson gjörninga stjórnarinnar hreint ofbeldisverk og lögleysu. „Óendanlegur" hluthafa- samningur Hinn nýi meirihluti þeirra Sig- urjóns Sighvatssonar, Jóns Ólafs- sonar, Haraldar Haraldssonar, Jó- hanns J. Ólafssonar og Guðjóns Oddssonar hefur verið rækilega tryggður í hluthafasamningi þeirra á milli. Ekki fékkst staðfest hvernig þær tryggingar eru, en menn voru sammála um að hann væri „órjúf- anlegur" með öllu og „óendanleg- ur“. Þeir sögðu að tryggingarnar væru það góðar að útilokað væri með öllu að slíta það meirihluta- samkomulag sem gert hefði verið og það gilti um alla ffamtíð. Boða aukna og betri dag- skrá Innanbúðarmenn á Stöð 2 hafa óttast mjög breytingar á dagskrár- stefnu Stöðvarinnar með tilkomu nýs meirihluta. Menn hafa fullyrt að þeir ætli að leggja fréttastofuna niður og skera mjög niður í allri dagskrá. Þeir sem PRESSAN ræddi við úr nýjum meirihluta hafa þver- öfuga sögu að segja. „Ég hef alltaf sagt að til þess að græða peninga þurfi að eyða peningum,“ sagði einn þeirra og sagði að hugmyndin væri að bæta dagskrána umtalsvert til að ná í fleiri kúnna. Allir voru þeir sammála um að fréttastofan fengi að halda sér óbreytt og dag- skráin yrði aukin og betrumbætt. Þó stæði til að hagræða í rekstrin- um en án þess að kæmi til niður- skurðar. Þeir sem talað var við voru einn- ig sannfærðir um að Sýnarrásin kæmist aftur í þeirra hendur og þeir væru með ákveðin not á henni í huga. í upphafi verður hún notuð eins og fýrirhugað var, þ.e. notuð á meðan gömlu myndlyklunum verður skipt út fýrir þá nýju. Því verki mun hins vegar ljúka snemma á næsta ári og þá er ætl- unin að nýta rásina til „stærri og merkilegri hluta en hingað til“. Annar aðili í meirihlutanum sagði að meiningin væri að setja upp sérstaka kvikmyndarás sem kæmi til með að sýna um tvær myndir á kvöldi og eitthvað meira um helgar. Hann sagði að áskrif- endur þyrftu að borga sérstakt af- notagjald af Sýnarrásinni en hún yrði tengd afruglaranum. Hún yrði því í samkeppni við Stöð 2 en þess yrði þó gætt að ekki væru sam- bærilegar myndir á báðum rásum í einu. Hér yrði einungis urn valkost að ræða. Sjónvarpsrekstur úr landi? Fulltrúar gamla meirihlutans eru vægast sagt vantrúaðir á þessar fyr- irætlanir nýja meirihlutans. Þeir segjast hafa traustar heimildir fýrir því að Sigurjón Sighvatsson eigi í viðræðum við ameríska aðila um sölu á bréfum sínum í Stöð 2 og jafnvel Sýnarrásinni einnig. Þeir fullyrða að salan á hluta Stöðvar 2 í Sýn hafi í raun verið varnaraðgerð af sinni hálfu til að koma í veg fyrir að þessar tvær rásir kæmust í hendur erlendra aðila. í þessu sam- bandi verður að hafa í huga að að- eins fjórar VHF-rásir eru tiltækar, Ríkisútvarpið ræður yfir tveimur, Stöð 2 einni og Sýn einni. Reyndar eru kenningarnar margar um hvað Sigurjón og Jón Ólafsson hyggist gera með nýfeng- inn meirihluta. Ein er sú að þeir ætli að selja meirihluta sinn í Stöð 2 og láta gamla meirihlutann „dingla með“ og selja sér þann 20% hlut sem Stöðin átti í Sýn og fara svo í samkeppni við þá með Sýnarrásinni. Þar með væru þeir komnir með skuldlausa stöð og hundruð milljóna fýrir sölu á meirihluta sínum í Stöð 2. Önnur kenning gengur út á að þeir hafi ætlað að selja báðar rásirnar er- lendum aðilum og enn önnur gerir ráð fyrir að þeir hafi ætlað að efla Sýnarstöðina smám saman á kostnað Stöðvar 2, sem sæti uppi með skuldirnar en Sýn yrði eftir skuldlaus og öflug. Fullyrt er að þetta hafi verið rætt. „Það er hins vegar ekki djúp hugmyndafræði á bak við þetta heldur láta þeir stjórnast af hentistefnu peninga- gróðans,“ sagði aðili úr gamla meirihlutanum. Eitt af fáu sem menn eru sam- mála um báðum megin borðs er að ólíklegt sé að gamli meirihlutinn ætli sér í samkeppni við Stöð 2 i gegnum Sýnarrásina. Þetta sé miklu frekar gert til að „stríða“ nýja meirihlutanum og tryggja að nýi meirihlutinn og hugsanlega er- lendir aðilar nái ekki yfirráðum yfir báðum rásunum. Þar skiptir mestu að þeir eiga enn gríðarlega fjár- muni bundna í Stöð 2. Minnihlutinn vill selja Gamli minnihlutinn í Stöð 2 un- ir sínum hlut afar illa effir að Sigur- jón og félagar hafa náð meirihluta í Stöð 2 „um alla eilífð“. Eins og PRESSAN hefur greint frá ákváðu þeir að setja öll bréf minnihlutans eða nærri 48% hlut í Stöð 2 á sölu og hafa fengið VÍB til að annast það. VÍB er nú að undirbúa fyrir- hugaða sölu og hefur gamli minni- hlutinn óskað eftir tilboðum í allan hlutinn í einum pakka. Þeir eru þó ekki mjög bjartsýnir á að viðun- andi tilboð fáist fýrir bréfin, enda núverandi meirihíuti tryggður að eilífu eins og þeir segja sjálfir. Þeir þurftu einnig að ganga frá kaupum sínum á hlutabréfum í Stöð 2 en þeir lögðu út í 76 millj- óna króna fjárfestingu þegar bar- áttan um meirihluta stóð sem hæst. Um er að ræða bréf sem Ámi Samúelsson átti að nafnvirði ríf- lega 14 milljónir, 10 milljóna króna hlut Tryggingamiðstöðvarinnar og 3 milljóna króna hlut Ágústs Ár- mann. Ráðist var sameiginlega í kaupin af þeim Jóhanni Ola Guð- mundssyni, Bolla Kristinssyni, Ingimundi Sigfússyni, Hagkaup, Hans Petersen, Odda, Ólafi Njáli Sigurðssyni og Stefáni Gunnars- syni. Þegar kaupin voru gerð var ekki frágengið hvernig greiðslur skiptust á milli aðila, en þeir hafa nú greitt upp þann hlut. Nokkur óánægja ríkir enn með sölu á stór- um hlutum í Stöð 2 og ber þar hæst sölu Vífilfells, Garðars Sig- geirssonar í Herragarðinum og Kolbeins Kristinssonar í Brauði hf. Munnlegt samkomulag hafði verið gert um að bréf meirihlutans yrðu fýrst boðin til kaups innan meirihlutans, en ekki var staðið við það í öOum tilvikum. Nýr sjónvarpsstjóri Ekkert getur komið í veg fyrir að Páll Magnússon hætti sem sjón- varpsstjóri þann 8. júlí. Nýi meiri- hlutinn vildi hann alla tíð burt og starfslokasamningur hans við Ingi- mund Sigfússon bætti ekki úr skák. Vitað er að með honum er Páli tryggður Toyota-jeppi og sex mánaða laun, en fúllyrt er að mun meira felist í samkomulaginu. Þá fullyrða sömu aðilar að Páll hafi ekki stjórnað neinu síðasta mánuð- inn heldur staðið í vinnu fyrir gamla meirihlutann. Einn þeirra sagði að stjórnunin hefði gengið vel án hans og þvi lægi ekkert á að ráða í starfið. Engu að síður velta menn fýrir sér arftaka Páls og hafa nöfn Ragn- ars Kjartanssonar og Símons Gunnarssonar endurskoðanda heyrst, en meirihlutinn neitar því. Þá hefur nafh Páls Kr. Pálssonar aftur komist inn í umræðuna effir að hann gekk út frá Vífilfelli í vik- unni. Pálmi Jónasson 6 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.