Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 29

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 29
s A lýðveldisafmælinu - hvað hefur dugað okkur best? 1982 íslenska óperan tekur til starfa meö uppsetningu á Sigaunabaróninum eft- ir Johann Strauss. Fyrsta beina útsendingin frá erlend- um íþróttaviðburði, leik ensku liðanna Liverpool og Tottenham. Liverpool vann,3-1. Davið Oddsson leiðir sjálfstaeðis- menn til sigurs á vinstrimönnum í borgarstjórn Reykjavíkur. Kvenna- framboðið fær við sama tækifæri tvo fulltrúa (af 21) í borgarstjóm. Frönsk stúlka myrt og systir hennar særð í Öræfasveit. Guðrún Erlendsdóttir verður fyrsta konan til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Campomanes fellir Friðrik Ólafsson sem forseta FIDE. Vilmundur Gytfason segir skilið við Alþýðuflokkinn og stofnar Bandalag jafnaðarmanna. 1983 Ýmsir bjartsýnismenn halda að flokkakerfið riði til falls þegar bæði Bandalag jafnaðarmanna og Kvenna- listinn koma mönnum að i alþingis- kosningum. Steingrimur Hermanns- son verður forsætisráðherra þegar Framsókn myndar stjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins; bar sigurorð af Frið- riki Sophussyni og Birgi ísleifi Gunn- arssyni. Sjúkrastöðin Vogur tekur til starfa. Borgarskáldið Tómas Guðmundsson deyr. Spegíllinn, tímarit sem á að vera fyndið, gerður upptækur af löggunni og Úlfar Þormóðsson útgefandi dæmdurfyrir klám. Andrés önd kemur út á islensku í fyrsta skiþti; þar með er traustustu stoðinni kippt undan dönskukennslu islenskra bama. Vilmundur Gylfason, einn svipmesti og minnisverðasti stjómmálamaður lýðveldistimans, deyr langt um aldur fram. 1984 Feðgar handteknir eftir að afsagaðri haglabyssu var beitt til að ræna pen- ingatösku af starfsmanni ÁTVR. Fiskibáturinn Hellisey frá Vestmanna- eyjum sökk; Guðlaugur Friðþórsson barg lífi sínu með þvi að synda 5-6 kilómetra i köldum sjónum. Ásgeir Sigurvinsson kjörinn leikmað- ur ársins í þýsku knattspymunni. Niðurstöður visindalegrar könnunar sýna ótvírætt að íslendingar eru ham- ingjusamasta þjóð i heimi. Göngum næst Amerikönum í þjóðarstolti og guðskristni; en engin þjóð reynist af- neita tilveru Kölska jafn eindregið og við. Markús Öm Antonsson sest í stól útvarpsstjóra. Jón Baldvin Hannibalsson feliir Kjartan Jóhannsson úr formannsstóli í Alþýðuflokknum. 1985 Jón Páll Sigmarsson sigrar í keppni sterkustu manna heims. Reynir Pétur verður eftiriæti þjóðar- innar þegar hann gengur umhverfis landið til að safna fyrir Sólheima. Fyrsti íslendingurinn deyr úr alnæmi. Hólmfríður Karisdóttir, 22 ára gömul fóstra, kjörin fegursta kona heims. Fjalakötturinn við Aðalstræti rifinn og verður mörgum harmdauði. Hafskip verður gjaldþrota. 1986 íslendingar taka þátt í Eurovision i rýi'siá sii in. Íoy-íiokkurlnri, rriéo PaiiTici Gunnarsson, Eirik Hauksson og Helgu Möller innanborðs, virðist til alls líkleg- ur með Gleðibankann að vopni. Þjóð- arsorg á Islandi þegar lagið hafnar i sextánda sæti. Stöð 2 tekur til starfa. Ávarp sjón- varpsstjórans, Jóns Óttars Ragnars- sonar, fór þvi miður fyrir ofan garð og neðan þar sem hljóðið komst ekki til skila. Reagan og Gorbatsjov funda í Höfða og leggja drög að endalokum kalda striðsins. Pétur Guðmundsson risi verður leik- maður með Los Angeles Lakers. Bylgjan, fyrsta einkaútvarpsstöðin, tekur til starfa. Fyrsti útvarpsstjórinn var Einar Sigurðsson. Hallgrímskirkja vígð, litlu 41 ári eftir að fyrsta skóflustungan var tekin. Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort það sé eitthvað sem við Islendingar getum eða kunnum... Eða er það kannski of hættuleg spuming? Ef við væmm að tala um íþróttir yrði ekki mjög flókið að svara: rétt einsog Brasilíumenn og Þjóðveijar em alltaf góðir í fótbolta, Tékkar og Finnar í ísknattleik, Eþíópar og Keníumenn í lengri hlaupum, þá tilheymm við heimselítunni í tveimur greinum: handbolta og skák (og reyndar verður líklega einnig að neíha briddsið, effir Ber- múdaskálina). Að vera í heimselít- unni sem þjóð merkir ekki að eitt og eitt undrabam sé að dúkka upp öllum að óvömm (einsog Vil- hjálmur Einarsson í þrístökkinu eða Albert á sínum tíma í fótbolt- anum), heldur að íþróttin sé iðkuð af sæmilega breiðum hópi þarsem standardinn er hár og endumýjun- in stöðug, og það á við um grein- arnar tvær sem nefndar vom. I sumurn vinsælum íþróttagreinum emm við hreinlega ekki til; þar má til dæmis neíha íshokkí og kapp- akstur, í öðram getum við ekki keppt við þjóðir í fremstu röð nema sem fallbyssufóður eða botn- sætakandídatar (skíði, körfubolti) og einungis vænst verðlauna á ein- hveijum smáþjóðaleikum. I ffjáls- um höfum við verið mjög aftarlega á merinni í 30-40 ár, sérstaklega hlaupum og stökkum, en sæmilega slarkfærir í kastgreinum. I vinsæl- ustu íþróttinni, fótboltanum, höf- um við lengst af verið í hópi hinna allra slökustu, en á síðari ámm hafa verið ýmis góð merki um að við séum þar á mjög hraðri upp- leið, og varla að menn geri sér grein fyrir því að núorðið neyðast allar þjóðir til að taka landsliðið okkar alvarlega, og það er ótrúlega róttæk breyting ffá því fyrir svona aldarfjórðungi. Að sama skapi em em þjóðir mjög misjafnlega á vegi staddar í ýmsum atvinnugreinum: Sviss- lendingar búa til bestu úrin, ítalir bestu skóna, Danir besta svínakjöt- ið, Frakkar bestu fötin og besta matinn. Og þama er okkar sterka svið líka alveg ótvírætt: við eigum heimsins bestu fiskimenn. Að sjálf- sögðu er svo miðunum í kringum landið fýrir að þakka að við emm meðal mestu fiskveiðiþjóða heims- ins, og það án þess að miða við höfðatölu, en engu að síður er það staðreynd að varla er nokkursstað- ar til mannskapur sem kann betur á hafið, veiðarfærin eða duttlunga sjávardýranna en þessir fimm- eða sjöþúsund hérlendu menn sem greinina stunda. Þetta er tiltölulega skýrt, aug- ljóst, óumdeilt og mælanlegt. En þegar við lítum burt ffá íþróttum og atvinnumálum og yfir á svið listanna, þá er hætt við að skoðan- imar yrðu öllu sundurleitari. En þó er staðan þar ekkert miklu flóknari. Við höfum eignast staka afburða- menn á vmsiim tVÍÍST' ho'.'.Att ~~~ — ' “ 11 _ _ _ l/UUVII) ópemsöng, myndlist, kvikmynd- um, og mætti telja upp fleiri grein- ar. En ef við emm að tala um háan þjóðlegan standard sem á sér langa hefð, þá eru það einungis bók- menntirnar sem er vert að nefna. Þetta byggir á þeirri einföldu sér- stöðu bókmennta landsins að eiga sér sjö eða átta alda sögu, og það sem meira en hér hafa verið skrif- aðar heimsbókmenntir álíka lengi. I sögu evrópskra miðaldabók- mennta, alls tímabilsins ffá Dante og ffam til Shakespeare og Cer- vantes, em íslendingasögumar og Eddukvæðin einhverjar dýmstu perlurnar, og það er staðreynd sem kemur klassískri þjóðrembu ekkert við. Með þessum verkum var standardinn settur; kannski má að Lýðveldið í 50 ÁR EIIMAR KÁRASOIXI „Það er auðvitað hœttulegt að byrja að telja upp, það er úr svo mörgum að velja, en eina hand- fylli œtla ég að nefna: fimm bœkur sem þyrlast upp í hugann. “ vísu segja að á komandi öldum hafi lausamálsbókmenntum hrakað, eða þeim var í það minnsta mun minna sinnt; kannski var þjóðin einfaldlega of hart keyrð til að iðka svo krefjandi listgrein. Hinsvegar hefur Ijóðlistin staðið í blóma alveg /.V.** '■*' ___ . - úíííuG Muaii, og genr enn; mörgu í íslenskri ljóðlist síðustu áratuga mætti skipta á milligjafarlaust við það sem best er gert annarsstaðar í veröldinni. Uppúr síðustu alda- mótum lifhaði svo prósaskáldskap- urinn úr dvalanum, menn fóm að læra af því besta sem þá var að ger- ast í nútímabókmenntum en sóttu hugrekki sitt í sagnahefðina, og upp risu á engum tíma nokkrir stórmeistarar af alþjóðlegu for- mati: Halldór Laxness, Gunnar Gunnarsson, Þórbergur Þórðar- son... Öll fimmtíu ár lýðveldisins hafa verið starfandi hér höfundar stór- kostlegra bóka. Það er auðvitað hættulegt að byrja að telja upp, það er úr svo mörgum að velja, en eina handfylli ætla ég að nefria: fimm kom á árunum er ástarsaga af því tagi sem minnir á margt það falleg- asta úr langri sögu tregahörpunn- ar. Og nú á ég bara einn möguleika effir ef ég ætla að halda mig við töl- una fimm, en ótal bækur koma í hugann, ótal höfundar sem ég veit að munu fyrirgefa mér gleymsk- una, því ég get ekki látið hjá líða að nefna sjálfan meistarann: Brekku- kotsannáll kom út þegar lýðveldið var þrettán ára. Hún er kannski ekki einn af hinum digm horn- hann kann allt og getur allt, og for- mar þessa listasmíð. I stóru lykil- verkunum öllum má finna atriði sem eru óþörf útfrá listrænum kröfúm einum saman, en Brekku- kotsannáll er algerlega skotheldur, 24 karöt yst sem innst. Lítil þjóð í Evrópu, Hollending- ar, eiga ótrúlega myndlistarsögu, þangað sækir hún styrk sinn og sjálfsvitund; það skilja allir lands- menn og líka þeir sem ríkinu ráða. En hér á landi megum við þola bækur sem þyrlast upp í hugann. Tómas Jónsson metsölubók eftir Guðberg kom út fýrir tæpum þrjá- tíu árum, makalaust snilldarverk, kraumandi pottur af hugmyndum, persónum, sviðssetningum; hún er skrifiið í anda nc - *-——:----'—-***■•*■--“ _0 einsog þeir vita sem til þekkja, þá gerast lykilverk þess skóla hvorki margslungnari né kraftmeiri. Grámosinn glóir eftir Thor á einn- ig eftir að skipa klassísku hilluna um komandi aldir, enda klassísk í öllu inntaki og minnir sumpart á stóm Rússana á liðinni öld: há- menntað stórmenni kemur úr er- lendum borgum út á nyrstu strendur þarsem lífið ætti að virð- ast fáfengilegt og lítilssiglt í hans augum, en þar kynnist hann ffum- kröftum mannseðlisins sem lær- dómur hans ræður ekki við. I fýrra kom út fiábær bók, Englar al- heimsins eftir Einar Má; sjaldan les maður sögur þarsem manni finnst höfúndur hafa fúndið viðfangsefn- inu næmari tóntegund. Tímaþjóf- urinn eftir Steinunni Sig sem út iffi steinum í höfúndarverki Halldórs, en kannski slípaðasti demanturinn af þeim sem hann fékkst við; hann var á hátindi ferilsins, búinn að fa villtasta metnaði sínum svalað; yfirvöld sem fagna afmæli lýðveld- isins með því að reyna að gera útaf við bókmenninguna; það sem okk- ur best hefúr dugað. FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 29

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.