Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 35

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 35
Nú er þess ekki langt að bíða að söngleikurinn Hárið fari að smella saman í eina heild; búningarnir eru svo að segja komnir, leikmyndin er að taka á sig lokamynd, platan er á leið til útlanda í vinnslu og fólk er þegar farið að hringia og panta miða á sýn- ingar, sem reyndar er ekki hægt strax. Þær sögur hafa gengið að andinn hafi orðið óvenjunáinn strax í upphafi, enda erum við jú að tala um Hárið, sem hefur fyrst og fremst að geyma óð til ástar og friðar, en eiturlyfjaboðskapurinn er ekki lengur hafinn upp til skýjanna. Síðasta djamm Hárgengisins að sinni fór fram á laugardagskvöldið í Ingólfscafé með tilheyrandi grillveislu og sangríu að hætti Kristjönu Samper, móður leikstjórans Baltasars, sem blandaði ofan í lýðinn, enda víst hæg heimatökin. Um helgina var svo einnig verið að taka upp myndband sem Inga Lísa Middleton, Cannes-verðlaunahafi frá í fyrra, stjórnar. Frum- sýning er áætluð 7. júlí í íslensku óperunni. Hver veit nema Veggfóðursæðið frá 1992 taki á sig breytta mynd í sumar? Yrjusöngkonan Sóley Elíasdóttir er ólétta konan í sýn- ingunni. Hér frystir hún hreyfingarnar eins og á að gera. Forsntekkurinn að plakati Hársins. Einhvern veginn svona mun það líta út, skreytt stjörnun um. Ingvar Sigurðsson er í hlutverki Huds, sem er svartur, Jóhann G. ieikur Voffa, Hilmir Snær Guðnason verður Berger töffari, Sóiey Elíasdóttir Geeny, Jóhanna Jónas Dijon, sem einnig á að heita svört, Margrét Vilhjálmsdóttir leikur Sheelu og Hinrik Ólafsson, sem að vísu er ekki með á myndinni, leikur sakleysingjann. Ari Matt, sem er nýkomin inn í hópinn, tekur á sig ýmsar myndir í Hárinu, enda soddan kameljón þar á ferð. Elín Heiga, einn aðal- dansarinn í hópnum. Hún er þekkt úr Margrét Eir með stóru röddina fær það hlutverk að syngja þekktasta lag- ið úr söngteiknum; Vatnsberasönginn, sem hefur verið þýddur Að ei- lífu. Ingvar Pórðar er laus úr viðjum viðskiptasvipsins, að minnsta kosti á þessari stundu. Það er frúin Arndís sem situr í kjöltu hans. danshópn um, Þau fóru út að tína blóm — rétt til þess að ná ibarnaanda. upp hinuóyraunverulega blói Jóhanna Jónas og Hilmir Snær, sem maður á ör- ugglega eftir að fá að sjá og heyra meira af þegar fram iíða stundir. Baltasar er bossinn í hópnum. Það er því ekki Heiðrún Anna Björnsdóttir eins og grísk gyðja. óeðlilegt að hann fái sér einn góðan reyk. FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994 PRESSAN 35

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.