Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 16
+44 lykil breytingar frá ’44 fskekktin - Hringveg- urinn íslensk þjóðmenning grundvallaðist í meira en þúsund ár á strjálbýli, hversu langt fólk bjó hvað frá öðru. Baðstof- ______ urnar voru burðarásinn í menningarlíii landsins. Á síðustu öld fór þéttbýli að myndast og sollurinn freistaði margra. En langt fram á lýðveldis- tímann héldust sum afskekktari önnur og mannlílið þarenn fagurt. Sigurður Nordal hefði sjálfsagt fellt tár ef hann heíði lifað það að sjá stórárnar fyrir austan brúaðar og hringveginn opnast. Hrun íslenskrar sveitamenningar var íýrirsjáanlegt með eilífu hringsóli höfuðborgarbúa sem skoða fólkið og náttúruna út um bíl- gluggann og kynnast því í gegnum Vegahandbókina. Berklamir - Alnæmið Berklarnir voru skæðir á fyrstu ár- um lýðveldisins og ein algengasta dánarorsökin. Með stórkosdegu átaki tókst að kveða þann fjanda niður. Vágestur dagsins í dag er HlV-veiran og ekki sér fyrir end- ann á leitinni að lækningu við al- Bókhneigðin - Tölvuleikimir fslendingar kalla sig bókaþjóð á há- tíðlegum stundum. Víst skrifuðu menn sögur af miklu kappi fyrr á öldum og við státum af nóbels- skáldi. Menningararfurinn er því fyrst og fremst tengdur bókmennt- um. En hann er einmitt það, arfur, og varla miklu meira. Með stuttu stoppi í teiknimyndasögunum hættu kynslóðirnar að lesa og sett- ust fyrir framan sjónvarps- og tölvuskjáinn með „joystick" í höndunum. fslendingasögurnar og tölvuleikirnir eiga það þó sameig- inlegt að hetjurnar vega mann og Braggahverfin - Breiðholtið f stríðslok fluttu efnaminni fslend- ingar í hermannabraggana sem hróflað hafði verið upp í snarheit- um. Gripið var til þessa ráðs tif að slá á vaxtarverki þorpsins sem var óðum að breytast í borg. Ætíð er talað um að sveitafólk hafi flust á mölina en örlög margra urðu hins vegar þau að flytja í foraðið sem einkenndi braggahverfin. Slæmt orð fór af braggabúunum og betri borgarar meinuðu börnum sínum að nálgast það hyski. Ekki tókst að leysa húsnæðisekluna fyrr en Breiðholtið fór að byggjast upp á sjöunda áratugnum. Fjölmargir líta á það sem nánast sama slömmið og braggahverfin en það er tabú. Bændurnir - Sérfr æðingamir „Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi,“ segir einhvers staðar. En nú er búið að skera bændurna niður við trog og Baldur Hermannsson svipti þá ærunni. Nú eru það sér- fræðingarnir sem eiga leikinn og vei þeim sem andmælir vísdómi þeirra. Danskan - Enskan Konungssambandinu við Dani var slitið en samt var haldið áfram að kenna tungu þeirra. Alþýða manna nennir því hins vegar ekki og kvað upp sinn dóm þegar hún hætti að sletta á dönsku og fór að sækja í enskubrunninn. Djúpavík - Grafarvogur Þessir tveir staðir eiga ekkert sam- eiginlegt nema kannski það að Djúpavík sofhaði svefninum langa og Grafarvogur er svefnhverfi. í sameiningu eru þeir tákn um veg- ferð þjóðarinnar á lýðveldistíman- um. Einangrunin - Innflytjendumir íslendingar voru einangraðir vegna legu landsins, undu glaðir við frið- sældina og undruðust stórum of- beldið úti í hinum stóra heimi. Þeir skildu ekki hvers vegna menn bár- ust á banaspjót vegna trúar eða kynþáttar. Svo fóru Asíubúarnir að streyma til landsins og setjast hér að. Þá fóru að renna á marga tvær grímur fordómanna. Elexírinn - Eiturlyfin Fyrr á árum blönduðu apótekarar lífselexír sem hressa átti menn og kæta. Coca Cola er dæmi um þetta. Síðan fóru læknar að gefa feitlögn- um húsmæðrum amfetamín til að grenna sig og þær svifu alsælar um stofúrnar með afþurrkunarklútinn. Svo komu geðlyfin sem gerðu þær áhyggjulausar. Hipparnir vildu víkka út hugann og fóru að reykja hass og droppa sýru. Upparnir völdu sér kókaínið og hipphoppar- arnir alsæluna. Leitin að drauma- landinu hefúr svo á undanförnum árum komið ráðvilltum ungling- um upp á að sprauta sig. Stóru heildsalamir eru komnir með burðardýr í fylgd með sér og dóm- stólarnir svitna yfir öllu saman. Fimmtudagamir - Gervihnatta- sjónvarpið Eftir að fslendingar fengu ekki lengur frí frá sjónvarpinu á fimmtudögum lagðist ýmiss konar félagsstarfsemi af og dagurinn missti svip sinn. Nú er hægt að velja um Sjónvarpið, Stöð 2 og Om- ega, auk fjölda gervihnattastöðva. Margir þola ekki áreitið til lengdar og slökkva en komast þá að því að það er búið að leggja félagið þeirra eða saumaklúbbinn niður. Gamla bíó - íslenska óperan Tarzan var í Gamla bíói og Roy Rogers líka. Og áhorfendur köll- uðu bingó þegar ástin blómstraði á hvíta tjaldinu. Nú hafa Garðar Cortes og Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir tekið völdin og áhorfendur hrópa braaavó. Gigtverkimir - Sveppasýkingin Einu sinni var gigtin helsta um- ræðuefni fslendinga, að undan- skildu veðrinu, en gigtin tengdist því umræðuefni líka því gigtar- verkirnir voru fyrirboðar veðra- brigða. Nú eru allir með sveppa- sýkingu og tala um þarmaflóruna eins og hún sé sjálfsagður hhiti af Flóru íslands. Bráðum kemur væntanlega myndskreytt útgáfa. Danshúsin - Krámar Þegar Reykvík- komu mgar saman drykkju vildu g þeir dansa. Það | gerðu þeir í f' Vetrargarðin- um, Glaumbæ, Hótel Sögu og öðrum danshúsum. Meira að segja pönkararnir stigu stríðsdans á Hótel Borg í kringum 1980. En svo kom bjórinn og honum fýlgdu krár. Nú eru íslendingar sestir að drykkju eins og fornkapparnir og helst að þeir hreyfi sig þegar þeir færa sig þessa nokkra metra á milli kránna við Laugaveginn. Glíman - Eróbikkið Glíma er ennþá þjóðaríþrótt ís- lendinga en þeir eru hættir að „- stíga“. Ef marka má vinsældirnar hefur eróbikkið tekið yfir og það hefúr haldið velli í tíu ár sem vin- sælasta heilsubótin. Þegar að er gáð eru þessar greinar ekki ólíkar. f báðum tilvikum eru sporin og fótavinnan aðalatriðið. Á lýðveldi- safmælinu mætti sameina þetta tvennt og kynna til sögunnar glímubikk. Gullfoss - Heimsreisumar f eina tíð fóru menn í siglingu ef þeir áttu erindi til annarra landa og voru sigldir ef þeir höfðu komið til Kaupmannahafnar. Gulifoss var sveipaður ljóma og veislurnar um borð annálaðar en það var á fæstra færi að leyfa sér slíkan munað. Utanlandsferðir urðu svo alþýðu- skemmtan með sólarlandaferðun- um. Síðan var það flug og bíll, sumarhús og intarrail fýrir þá yngri um Evrópu. í dag skýst fólk í helg- arferðir yfir hálfan hnöttinn og slæst í för með Ingólfi Guðbrands- syni umhverfis hann allan á þremur vik- um. Hestar post- ulanna - Bílaflot- inn Á fimmta áratugnum n o t u ð u flestir hesta postulanna tii að komast til og frá vinnu og í dag- legum erindrekstri sínum. Nú færa íslendingar sig ekki spönn frá rassi nema setjast upp í einhvern af sínum 120 þús- und í bílum. Hárkollumar - Strípumar Hár er höfúðprýði og tískan í þeim efnum hefur tekið hina ótrúiegustu útúrdúra á lýðveldistímanum. Öf- garnar náðu þó hámarki í kringum 1970 þegar engin var ffú með ffúm nema hún gengi með hárkollu. Það eina sem hafðist upp úr þessu var að konur fóru að missa hárið enda komst ekkert súrefni að hársrótun- um. í dag láta þær sér þvf nægja lit- un, aflitun, strípur, skol, djúpnær- ingarkúra og permanent. Háfjallasólin - Ljósabekkimir Upp úr stríði komu til landsins lampar sem gáfú ffá sér geisla sem áttu að líkjast geislum háfjallasóiar. Uppeldis- og manneldisffömuðir fengu þá flugu í höfuðið að það gerði börnum gott að brenna und- ir þessum lömpum og voru það kölluð ljósaböð. Þau áttu að vinna bug á óæskilegum fylgikvillum hins langa skammdegis, eins og þunglyndi og þreytu. Enn sækja fs- lendingar í tilbúna sól og nú í ljósa- bekkjum. Munurinn er bara sá að nú eru ailir að reyna að verða brúnir en skeyta engu um andlegu hliðina. Húsmæðraskólamir - Örbylgju- ofnamir Fyrstu húsmæðrakennararnir út- skrifuðust hér á landi á lýðveldisár- inu. í samfélagi skömmtunar kom það sér vel að kunna til verka í eld- húsi og almennt á heimili þar sem allt þurfti að nýta. Nú hafa skólarn- ir horfið enda hefúr örbylgjuofn- inn tekið yfir eldamennskuna á mörgum heimilum. Þar inn stinga menn réttum sem kenndir em við lýðveldisárið og sjálfstæða íslend- inga — sem hafa ekki tíma til að elda. Iðnó - Borgarleikhúsið Iðnó hafði sál og þá skipti leiklist máli. Leikararnir fórnuðu öllu fýrir það að fá að leika og töldu ekki eftir sér að ausa kjaliar- ann fýrir sýningar. Þá lifðu þeir á áhuganum. Nú eru þeir komnir á framfæri hins opinbera, búið að byggja yfir þá stórt og sálarlaust hús. Þá bregður svo við að leiklistin nær ekki á sama hátt til fólks og áður. Kartöflumar - Hrísgrjónin í skammdeginu var alltaf rifist um kartöflur; hvort þær íslensku væru betri eða verri og hvort einokun og innflutningshöff ættu rétt á sér eða ekki. Þegar þjóðinni fór að leiðast þófið og hún var orðin ieið á hringrotinu setti hún einfaldlega hrísgrjón yfir sem meðlæti eða pasta. Á meðan klóruðu lanbúnað- arforkóifarnir sér í hausnum. Kaupmaðurinn á hominu - Stór- markaðimir Kaupmaðurinn á horninu varð til með íbúðarhverfúnum sem byggð- ust upp eftir stríðið. Hann hélt sig við þá gömlu hefð að afgreiða vör- urnar yfir búðarborðið. Þá hafði hann sendla á sínum snæmm sem skutust með pantanir heim til fólks á hjólum. í biokkahverfunum dugði þessi af- greiðslumáti ekki og kjörbúðirnar urðu til með talsverðri sjálfsaf- greiðslu. Svo komu stórmarkaðirn- ir og afsláttarbúðirnar með vöru- skemmulaginu. Vináttan við kaup- manninn hlaut að víkja fýrir freist- andi tilboðum og nú era þeir fáu kaupmenn, sem enn eru effir á 16 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.