Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 13
- % 6 • ö • ( I I Danir eiga hrós skilið Ömólfur Thorkdus, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: Ömólíur bjó lengi vel í Austurbæj- arskólanum, enda var faðir hans, Sig- urður Thorlacius, skólastjóri þar til margra ára. „Kennaramir við Austur- bæjarskólann á þeim tíma vom mjög vel menntaðir og áhugaverðir. Þama vom margir ritfærir menn og ég get nefnt sem dæmi Stefán Jónsson, Jó- hannes úr Kötlum, Sigurð Thorlad- us og Margréti Jónsdóttur. Þama vom teknar upp ýmsar nýjungar í kennsluháttum." Að sögn Ömólfs vom bamaskól- amir famir að leggja mikið upp úr þvi að búa krakka undir ífamhaldsnám. Það var mikil samkeppni á milli skóla í því að reyna að koma sem flestum áfram í menntaskóla, enda komst þá bara takmarkaður fjöldi þar inn. Skólahald í Austurbæjarskólanum lagðist niður þegar herinn hafði yfir- tekið skólann og ber Ömólfúr blendn- ar tilfinningar til þess tíma. „Maður var spenntur en jafnffamt hræddur. Ég fór ÍLýðveldis- saga fyrír byrjendur með fjölskyldu minni strax um sumarið út úr bænum, en það var algengt að fólk flytti böm úr bænum á þessum tíma því það stafaði hætta af Þjóðveijum og von var á loftárásum á öllum tímum. Það var talsverður við- búnaður, Rauði krossinn var til dæmis með búðir fyrir böm úti á landi og ég man að pabbi var for- stöðumaður slíkra búða á Laug- um í Þingeyjarsýslu." Ömólfúr segist lita öðmvísi á þjóðhátíðina núna en hann gerði fyrir fimmtíu ámm og segist hræddur um að hann geti ekki galdrað ffam samskonar tilfinn- inguogþá. „En ég vil segja það að það er Dönum til hróss að þeir gerðu aldrei tilraun til að svipta okkur þjóðeminu því þeir hefðu hæg- lega getað gert það. Þeir hefðu til að mynda getað neytt okkur til að lesa Biblíuna á dönsku ef því eraðskipta." Hulda Bjarnadóttir 1950 Þjóðleikhúsið loksins vígt (eftir að hafa m.a. gegnt hlutverki vörugeymslu fyrir hemámsliðið á stríðsárunum). Fyrsta sýningin er Nýársnótt Indriða Einars- sonar. íslendingar sigra Dani i landskeppni i frjálsum íþróttum. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynda ríkisstjóm undir forsæti Stein- gn'ms Steinþórssonar framsóknar- manns. 27 kínverskir og breskir sjómenn drukkna við Reykjanes. Gullfoss kemur til Islands. Glæsilegt 4.000 smálesta farþegaskip sem rúmar 210 farþega og verður næstu áratugi vettvangur mikilla ævintýra. Tveir íslenskir Evrópumeistarar í Brus- sel: Gunnar Huseby sigrar í kúluvarpi (16,74 metrar) og Torfi Bryngeirsson í langstökki (7,32 metrar). Þetta var há- mark „íslenska vorsins" i frjálsum íþróttum. 1951 Bandanskir hermenn koma í annað sinn til íslands og byrja að koma sér fyrir í Keflavík. 20 farast með Glitfaxa, farþegavél Flugfólags Islands, á leið frá Vest- mannaeyjum til Reykjavíkur. Þjóðleikhúsið sýnir Heilaga Jóhönnu eftir Bemard Shaw við miklar vinsældir. Aðalhlutverkið leikur Anna Borg, fræg- asta leikkona Islands á öldinni. íslendingar vinna Svía í fótbolta, 4-3! Ríkharður Jónsson skoraði öll mörk okkar manna. Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir koma til Islands. Sartre gerist næstum því Islandsvinur með því að fullyrða að Egill Skallagrimsson hafi verið existentialisti. 1952 Sveinn Bjömsson, forseti lýðveldisins, deyr. Ásgeir Ásgeirsson kjörinn eftir- maður hans eftir harðasta kosninga- slag aldarinnar. Hann sigraði frambjóð- anda stjómarflokkanna, Framsóknar og Sjálfstasðisflokks, séra Bjama Jónsson, og Gísla Sveinsson, sem var forseti Al- þingis á lýðveldishátíðinni 1944. Ásgeir 32.295 atkvæði; Bjami: 31.042 og Gísli: 4.225. Stærsti persónusigur lýðveldis- tímans. Kvíabryggja tekin í notkun fyrir þá sem ekki borga bamsmeðlög. Þjóðminjasafnið vígt. Menntamálaráðherra bannar útvarps- auglýsingar um dansleiki til að stemma stigu við sprúttsölu. 1953 Halldór Kiljan Laxness veldur enn einu sinni írafári á Islandi; nú með útgáfu á Gerplu sem ýmist er hafin til skýjanna eða kölluð klám og guðlast. Fyrsti fundur Norðurlandaráðs hald- inn. Friðrik Ólafsson, átján ára, Norður- landameistari í skák. Pétur Ottesen alþingismaður ber fram tillögu um að Islendingar geri tilkall til Grænlands. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vinna áfram saman eftir þingkosningar. Ólaf- ur Thors verður forsætisráðherra í stað Steingríms Steinþórssonar. 1954 Salka Valka Laxness kvikmynduð í Grindavík í samvinnu (slendinga og Svía. Veitingahúsið Naust opnað við Vest- urgötu. Steinkista Páls biskups frá 1211 fund- in í grunni Skálholtskirkju. Handritadeilan harðnar millum íslend- inga og Dana. Danir stinga upp á því að handritin verði sameign þjóðanna. Því er einarðlega hafnað. Magnús Ásgeirsson gefur út Ljóð ungra skálda: Hannes Þétursson, Thor Vilhjálmsson... 1955 Halldór Kiljan Laxness fær bók- menntaverðlaun Nóbels. Verðlaunafé skiptir milljónum en aðspurður af sænskum blaðamönnum segir Lax- ness að á Islandi fari 90% í skatta og afgangurinn í brennivín. Alþingi sam- þykkir að verðlaunaféð verði skatt- frjálst. Nyjar mannfræðirannsóknir sýna að heldur betur hefur tognað úr Islending- um. Þjóðin er að jafnaði 5 sentimetrum hærri en fyrir þrjátíu árum. Meðalhæð karla er 178 sm og kvenna 163,5. Magnús Ásgeirsson, áhrifamesti Ijóðaþýðandi aldarinnar, deyr. V. 3 djúpsteiktur - eða er einfaldlega settur beint í munninn BÓNDABRIE Með kexinu, brauðinu og ávöxtunum. Mjög góður djúp- eða smjörsteiktur. DALA BRIE Á ostabakkann og með kexi og ávöxtum. DALA BRIE 30 g Góður að grípa til! INNBAKAÐUR DALA BRIE Sem forréttur, smáréttur eða eftirréttur. GRÁÐAOSTUR Tilvalinn til matargerðar - í súpur, sósur eða til fyllingar í kjöt- og fiskrétti, Góður einn og sér! CAMEMBERT Einn og sér, á ostabakkann og í matargerð. LUXUSYRJA* Mest notuð eins óg hún kemur fyrir en er einkar góð sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Bragðast mjög vel djúpsteikt. iliœfe i DJUPSTEIKTUR CAMEMBERT Sem smáréttur eða eftirréttur. RJOMAOSTUR Á kexið, brauðið, í sósur og ídýfur. OSTAKAKA Sem ábætisréttur, með kaffinu og á veisluborðið. BglP DALAYRJA P*Ein og sér eða sem fylling í kjöt- og fiskrétti, Góð djúpsteikt. HVITUR KASTALI Með ferskum ávöxtum v- eða einn og sér. f FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994 PRESSAN 13

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.