Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 34

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 34
Enn mótleikur hjá gamla meirihlutanum á Stöð 2 Launamál presta taka nýja stefnu Seldu forstjórastólana - Jón Ólafsson leigði Stöð 2 þegar í stað gamla stólinn sinn Þegar Sigurjón Sighvatsson og ión Olafsson komu til vinnu fengu þeir hvergi sæti. Reykjavík, 15. júní. „Þetta er bara enn eitt dæmið um siðleysið í þessinn fýlda minnihluta,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Jóns Ól- afssonar, en svo virðist sem hinn nýi minnihluti og fyrrverandi meirihluli í íslenska útvarpsfé- laginu hafi selt alla forstjórastól- ana í fyrirtækinu. „Það er auðvitað dálítið asna- legt að koma til vinnu og geta hvergi sest,“ sagði Sigurjón Sig- hvatsson yfirtökumaður. Sigur- jón átti þó von á að geta staðið í nokkra daga. Jón Ólafsson brást hins vegar við af alkunnri snerpu og leigir nú íslenska útvarpsfélaginu gamlan forstjórastól sem hann á. Leigugjaldið fæst ekki uppgefið en samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR er það mn milljón á mánuði. Þá má geta þess að stúlkan á skiptiborðinu fékk taugaáfall þegar henni var sagt að enn einn nýr meirihluti væri tekinn við fyrirtækinu. Þegar blaðamaður hringdi svaraði hún: „Góðan daginn, hjá Meirihluta hf.“ Hótanir Jóhönnu komnar á nýtt stig Hótar að hætta ekki Jóhanna Sigurðardóttir: Hótan- irnar komnar á nýtt stig. Reykjavík, 14. júní. „IJingað til hefur maður hér um bil getað sagt til um hvers eðlis hótanir Jóhönnu eru; hún hótar að segja af sér. Við kunn- um nokkurn veginn að bregðast við því. Nú hótar hún hins vegar að hætta ekki,“ sagði Jón Baldvin IJannibalsson, nýkjörinn formað- ur Alþýðuilokksins. Sem kunn- ugt er var Jóhanna búin að lofa því að liætta ef hún fengi ekki yf- ir 40% atkvæða. Nú, þegar ljóst er að hún fékk aðeins 39%, þá væntu margir þess að hún hætti. Jóhanna sjálf hefur nú hótað að hætta ekki. „Ég veit ekkert um þetta, en hefurðu heyrt nýjasta brandar- ann í Alþýðuflokknum?“ var það eins sem blaðamaður fékk upp úr Jóhönnu. Leynileg kosning á þingi Alþýðuflokksins þögguð niður Ámi kosinn krati ársins - Neita þessu hvorki né játa, sagði Ámi og skellti á Suðurnesjabæ, 12. júní. Ein var sú kosning á þingi Al- þýðuflokksins sem hefur farið mjög leynt. Hefur GULA PRESS- AN heimildir fyrir að ákveðið haíi verið að brydda á því ný- mæli að kjósa krata ársins. „Jú, það má segja að andlitið hafi dottið af mönnum þegar talið var upp úr kössunum," sagði Guðmundur Oddsson, en Amundi Amundason, sérlegur erindreki formannsins, fékk flest atkvæði. Eftir því sem komist verður næst þá munu strax hafa vaknað grunsemdir um að ekki væri allt með felldu við atkvæða- greiðsluna. „Ég neita þessu hvorki né játa,“ sagði Ámi og skellti á. Þá má geta þess að í könnun sem gerð var á meðal þingfull- trúa kom fram að 27% þeirra héldu að Össur Skarphéðinsson væri húsvörður í íþróttahúsinu, 15% héldu að Bryndís Schram væri varaformaður og 99% héldu að Ámundi Ámundason væri framkvæmdastjóri flokks- ins. Ámundi Ámundason. Nýtur gíf- urlegra persónulegra vinsælda innan Alþýðuflokksins. Fá greitt eftir því hvað þeir koma mörgum í gegnum hreins- unareldinn Reykjavík, 15. júní. Fi’iðrik Sophusson setti launa- viðræður presta á annan endann þegar hann sendi þeim nýtt til- boð fyrir skönnnu. Þar er þeim boðin fost upphæð eftir því hve mörgum þeir koma í gegnum hreinsunareldinn. Það má segja að þetta sé þvert á tillögur presta, sem vilja hærri laun án þess að rukkað sé fyrir hvert verk. „Þetta er auðvitað út í hött. Prestar geta ekki unnið við svona aðstæður. Hreinsunareldurinn á ekki að koma launamálum presta við,“ sagði séra Geir Waage, verkalýðsfrömuður presta. „Ég héll nú að þetta væri loka- takmark sérlivers prests og hvað er eðlilegra en að greiða þeim í samræmi við livernig starfið gengur heldur en að gera þá að venjulegum launaþrælum?11 sagði Friðrik fjármálaráðherra. Friðrik Sophusson: „Ég veit svo sem að það verður ekki mikið beðið fyrir mér eftir þetta til- boð, en það verður að hafa það.“ Fá ekki að taka þátt í hátíðahöldunum á Þingvöllum Ætluðu að baða sig naktar í Drekkingarhyl Þorlákshöfn, 15. júní. „Ég skil nú ekkert í þröng- sýni þessarar þjóðhátíðarnefnd- ar. Annað eins hefur nú verið gert og svo bendir flest til þess að þetta verði rétti klæðnaður- inn," sögðu þær Þura og Bára úr Þorlákshöfn, sem báru upp heldur óvenjulega beiðni við þjóðhátíðarnefnd. Þær fóru fram á að fá að baða sig naktar í Drekkingarhyl til að minnast þeirra kvenna sem hafa látið þar lífið í gegnum tíðina. „Við sáum fram á að það yrði umferðaröngþveiti við Drekking- arhyl ef áform stúlknanna næði fram að ganga. Ekki þar fyrir að okkur fannst þetta virðingarverð athöfn og við nefndarmenn urð- um reyndar mjög hrifnir af prufu- sýningu þeirra. En okkur þótti þetta bara ekki í stíl við peysu- fatastemmninguna sem þarna verður," sagði Matthías Á. Mat- hiesen í þjóðhátíðarnefnd. Þura og Bára úr Þorláks- höfn: „Vildum minnast fornra gleðikvenna." 34 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.