Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 24

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 24
Hverjir voru hvar í hálfa öld? ullyrða má að á upp- hafsárum lýðveldisins Islands hafi stjarna Hafharfjarðar skinið hvað skærast í skemmt- analífi Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Aldrei síð- ar hefiir neinn staður utan Reykjavíkur náð álíka vinsældum sem skemmtanabæli. Það var fyrst og ffemst veit- ingastaðurinn Gúttó sem dró að sér Reykvík- inginga árið eftir að ís- land fékk endanlega sjálfstæði, en Reykvík- ingamir lögðu það á sig að taka strætó ffam og til baka enda kvað við nýjan tón í skemmtanalífinu sem barst með Gunnari Ormslev og saxófóni hans. „Gunnar hafði það ffam yfir aðra að hann las ekki nótur heldur hljóma. Hann kom með Glen Miller- hljóminn ffá Danmörku,“ segir Guð- mundurSteingrímsson, trommuleik- ari og samstarfsmaður Gunnars um árabil. Meðal þeirra sem síðar urðu þekktir og sóttu Gúttó til að hlýða á „tóninn“ voru Ólafúr Gaukur, Pétur Guðjónsson rakari, SteiniSteingríms og Daddi brasi, sem við víkjum aftur að síðar. Fleiri voru eftirminnilegir ffá þessum tíma sem komu oft við í Gúttó, menn eins og Doddi kúla og nafni hans Doddi rotari, Dengsi Rúnu og Halli Amelíu, en Hafnfirðingar og reyndar menn úr mörgum öðrum sjávarplássum voru gjaman kenndir viðmæðursínar. Ekkert vændi — allt frítt Ekki er þar með sagt að Gúttó hafi verið dautt úr öllum æðum áður en Gunnar Ormslev kom, sá og sigraði, því á undan starfaði þar hljómsveit Jónatans Ólafssonar við nokkrar vin- sældir. Það sem hefúr hins vegar farið hljóðar, en ögraði engu að síður höfúð- borgarbúanum nokkru fyrir „tón“ Gunnars, var Hótel Bjöminn við Strandgötu í Hafnarfirði. Mikið óorð fór af þeim stað og hann var oftast kall- aður búlla. Gámngamir uppnefndu hann gjaman Honkí tonk, sem var sama nafn og á illræmdri alþjóðamel- luknæpu í Kina. Guðmundur Stein- grímsson þorir þó að fúllyrða að þar hafi ekkert vændi átt sér stað. „Þetta var allt ffítt. „The best things in live are al- ways ffee,“ segir hann kíminn, en þess má geta að hann á ftmmtíu ára djass- 24 PRESSAN FIMMTUÐAGURINN 16. JÚNI 1994 trommaraafmæli á næsta ári. Og Gvendur klykkir út með því að segja: „Þetta var svoleiðis rosalegt í Hafhar- firðinum á sínum tíma.“ Þá fféttist af því að Halla Linker, ræðismaður Islands í LA, og vinkonur hennar hefðu oft komið við í Gúttó, en nokkm síðar, enda bjó hún þá í Hafn- arfirði. Síðar sótti Halla sem kunnugt er Hótel Borg, þar sem hún kynnist til- vonandi eiginmanni sínum Hal Lin- ker. Áðumefndur Pétur Guðjónsson var á þessum tíma eitt mesta dansfifiið í bænum, eins og hann orðaði það sjálf- ur og skemmti sér víða — ekki bara í Hafharfirði — heldur til dæmis í Ris- inu í Mjólkurstöðinni og í Iðnó. Ekki vitum við hvort aUt verður svona fagurt í endurminningunni en hann lýsir tíð- arandanum svo að ekki hafi verið mik- ið um drykkju á þessum ámm. „Það var ekki drukkið vín úti á götu. Ef menn vildu fá sér sopa fóru þeir út í port.“ Júlli Sesar og Stjáni Magg Næsti hápunktur í íslensku skemmtanalífi má segja að hafi verið í Sjálfstæðishúsinu um og upp úr 1950. Þar var Daddi brasi einnig á ferð og fór sögum af því að hann og Flosi Ólafs- son, leikari og nú óðalsbóndi á Stóra- Aðalbergi (Bergi) í Reykholtsdaþhefðu dansað þar uppi á sviði óumbeðnir. Flosi segist hafa átt góðar stundir í Sjálf- stæðishúsinu. Þar vom líka áberandi menn á borð við Bidda dansara, Bjama Armann Jónsson, sem einnig er sagður hafa verið mikUl gleðimaður, Júlla Sesar, Stjána Magg, Gunnar Eg- ilson, Bjössa R. og Gvend bróður hans sem og Guðmund Steingríms og Gunnar Ormslev. Hljómsveit Aage Lorange var þar mest áberandi á þess- um tíma. Erfitt reyndist hins vegar að fa uppgefin nöfn kvennanna sem sóttu þangað mest. Lengst af var opið í Sjálf- stæðishúsinu til klukkan þrjú að nóttu, líkt og nú tíðkast. Stuðið þar féll þó um sjálft sig þegar einhver fékk þá snilldar- hugmynd að loka skemmtistaðnum klukkan eitt. Að sama skapi jókst þá ásóknin í heimahúsapartí og nætur- klúbbar blómstruðu. 1 ársbyijun 1957 vom þrjár rokk- myndir sýndar í kvikmyndahúsum borgarinnar við miklar vinsældir ung- linganna. Eins og svo oft fýrr og síðar litu málsmetandi menn á rokkið sem mestu lágkúm. Breiðfirðingabúð var þá heitasti staður í bænum, en þangað flykktist fólk til að dansa, ekki drekka. Sæmi rokk var meðal fastagesta í Breið- firðingabúð, en hann segist hafa dans- að „nýju dansana" þar á sunnudögum og í Iðnó á laugardagskvöldum. „Ég fór út að dansa átta sinnum í viku; um miðjan daginn á sunnudögum og öll kvöld. Þetta gerði ég í mörg ár,“ segir hann en Magnús tvíburabróðir hans var gjaman með honum úti á djamm- inu á þessum ámm. Eitt sinn boðaði Hosi Ólafsson þá til fegurðarsam- keppni karla. „Við vomm einmitt staddir í Breiðfirðingabúð þegar Flosi borgaði okkur vikulaun — ég man ekki 1.500 eða 2.500 á mann—fyrir að koma þama og taka þátt í fegurðar- samkeppni karla. Við vomm þama einir tíu til tólf, þar á meðal Valbjöm Þorláksson, Edvin Magnússon, Þor- steinn Löve og fleiri. Ég tók þetta bara sem grín, en þegar ég ffétti að þetta væri fúlasta alvara og við ættum að koma ffam á skýlum þá neitaði ég.“ Ý msir fleiri skemmtistaðir vom vin- sælir um og upp úr þessum tima eins og Storkklúbburinn, sem Guðlaugur Bergmann sótti gjaman, svo og Þórð- ur Ásgeirsson, forstjóri Fiskistofú, og Hilmar Helgason, stofnandi SÁÁ. Þá má einnig nefna Lídó við Skaftahlíð, Hótel Sögu, Vetrargarðinn í Vatns- mýrinni, Klúbbinn í Borgartúni og Röðul við Skipholt, sem varð fyrsti vín- veitingastaðurinn á íslandi rétt fyrir 1960. Egg rolls og camparí Næsta bylting í íslensku skemmt- analífi varð upp úr 1967 í Hábæ á Skólavörðustíg, sem var í upphafi fínn, kínverskur veitingastaður þar sem menn snæddu „egg rolls“ og dreyptu á camparíi, enda var léttvínsmenningin ekki búin að ná tökum á íslenskri þjóð. Kínverski garðurinn við húsið, sem var alsettur lækjum, gosbmnnum og öðm óviðjafnanlegu, var jafnan kaflaður „garðurhins himneska ffiðar“. Ogþeg- ar best lét söng Haukur Morthens fýrir gestistaðarins. Það var fýrst þá sem bóhemlífið náði að festa rætur á íslandi, en Naustið og Borgin komu einnig mikið við sögu þegar bóhemamir vom annars vegar. I Hátúni 4 má hins vegar segja að form- legur stofnfúndur Bóhemafélagsins hafi farið ffam, en þar vom fastagestir Þorsteinn frá Hamri, Jón Sigurðsson, síðar skólastjóri á Bifföst, Svavar Gestsson alþingismaður, Megas, Kjartan Ólafsson, fýrrverandi alþing- ismaður, Guðvarður Kjartansson skrifstofúmaður, Einar G. Þórhallsson gullsmiður, Steinunn Oddsdóttir meinatæknir, Bergþóra Gísladóttir, Bima Þórðardóttir blaðamaður, öm Ólafsson bókmenntaffæðingur, Ólaf- ur Ormsson, Vemharður Linnet djassgeggjari og síðast en ekki síst Gunnar S. Magnússon, sem var páf- inn í Vatíkaninu. Allt þetta gengi var einnig meira og minna viðloðandi Há- bæ. En fáir Iögðu hins vegar í að eta matinn og smátt og smátt fór svo fýrir Hábæ að hann varð drykkjusvolum bæjarins að bráð. Var í senn kallaður rónabar, hommabar og sóðabúlla. Þeir sem hvað gleggst til hans þekktu líkja honum við „algjört keisaradæmi". Á hádegisbamum á hinni lífseigu Hótel Borg á svipuðum tíma voru fastagestir um langt skeið Þórður Guð- johnsen, Tómas Einarsson efnaffæð- ingur, Halldór Stefánsson þýðandi, Sturla Tryggvason, fiðluleikari í Sin- fóníunni, Ásgeir Beinteinsson píanó- leikari, Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur, Þrándur Thoroddsen kvik- myndatökumaður og Ingi Hrafit Hauksson myndlistarmaður. Ung- skáld vom einnig tíðir gestir þama; menn eins og Pjetur Hafstein Lárus- son og EinarÓlafsson. Naustið geymdi menn á borð við Al- ffeð Hóka, Þórð Ben Sveinsson myndlistarmann, Atla Heimi Sveins- son tónskáld og Sigurjón Jóhannsson myndlistarmann. Á svipuðum tíma vom að skemmta sér í Silfúrtunglinu þær Brynja Nord- quist, sem mikið hefúr síðan komið við sögu í íslensku skemmtanalífi, Henny Hermanns og Matthildur Guð- mundsdóttir, betur þekkt sem Lóló, Sigurður L Hall var þar einnig oft á ferð og Gústi rótari, Sigurjón Sig- hvatsson, nú sjónvarpskóngur á ís- landi, og klíkur sem kölluðu sig Wild Thing og Saklausu svallarana. Davíð Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson Glaumbær hefúr mikla sérstöðu í ís- lensku skemmtanalífi, en „Glaumbær brann og fólkið fann sér annan saman- stað“... Umfáa aðra skemmtistaði á Is- landi hefúr eins mikil nostalgía ríkt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.