Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Til viðbótar koma veltutengdir Vildarpunktar kortsins
Tvöfaldir
Vildarpunktar
til 1. maí
Veitingastaðir
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
24
12
5
0
4/
20
04
Hótel Edda, veitingasala, Húnavöllum
Hótel Edda, veitingasala, Laugarvatni
Hótel Edda, veitingasala, Þelamörk
Hótel Hérað, Miðvangi 5-7, Egilsstöðum
Hótel Holt, veitingastaður, Bergstaðastræti 37, Rvk
La Primavera Ristorante, Austurstræti 9, Rvk
Maru Restaurant, Aðalstræti 12, Rvk
Apótek, bar og grill, Austurstræti 16, Rvk
Argentína steikhús, Barónstíg 11a, Rvk
Fiðlarinn á þakinu, Skipagötu 14, Akureyri
Salatbarinn, Faxafeni 9, Rvk
Siggi Hall á Óðinsvéum, Óðinstorgi,
Þrír Frakkar hjá Úlfari, Baldursg. 14, Rvk
Vox, Restaurant,
Nordica Hotel, Suðurlandsbr. 2, Rvk
SUMARIÐ brosti sínu blíðasta á
suðvesturhorninu þegar það heils-
aði borgarbúum í gærmorgun.
Þótt drægi dálítið fyrir sólu um
þrjúleytið var áfram bjart veður
og blíða. Íbúar höfuðborgarinnar
gerðu sér margt til dundurs og
skemmtunar og bauð Íþrótta- og
tómstundaráð upp á ýmiss konar
dægradvöl auk þess sem veð-
urblíðan opnaði fyrir allnokkra
möguleika sem hafa verið nokkuð
utan garðs undanfarna mánuði.
Þannig tyllti fólk sér á Austurvöll
að fornum sið, stiklaði á steinum
yfir tjarnir og tók sér margt það
annað fyrir hendur sem fylgir
hækkandi sól. Víða röltu borgarar
um göturnar í takt við dynjandi
tóna lúðrasveita og héldu hverf-
ishátíðir um allan bæ.
Skátarnir létu daginn heldur
ekki fara til spillis, enda hefur
sumardagurinn fyrsti lengi verið
mikil hátíð meðal íslenskra skáta.
Þrömmuðu þeir prúðklæddir um
með fánaborgir og fögnuðu því að
landið er óðum að verða tilbúið
fyrir ærslafullar útilegur í guðs-
grænni náttúrunni.
Ef marka má veðurspá komandi
daga sem einhvers konar vísi að
gæsku sumarsins er ljóst að skátar
hafa til fjölbreytts sumars að
hlakka, enda spáir veðurstofan
rigningu víða um land í dag og
svipuðu útliti á laugardag. Í næstu
viku verður svo nokkuð milt veður.
Morgunblaðið/Sverrir
Litadýrðin ræður ríkjum á sumardaginn fyrsta og eru litskrúðugar þyrlur í uppáhaldi hjá yngstu kynslóðinni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Umferðarhnútur! Hver skyldi eiga réttinn? Það mynduðust iðulega umferðarhnútar á steinunum í tjörninni við
Hólmasel í Seljahverfi, þegar fjölskylduhátíðin fór þar fram. Sumir voru á sílaveiðum en aðrir á leið út í hólmann.
Morgunblaðið/Sverrir
Fánar og veifur blakta víða, enda er fátt ríkara í íslenskri þjóðarsál og
þjóðmenningu en að fagna komandi sumri með sælubros á vör.
Tignarleg inn-
reið sumarsins
GAMLA ÍR-húsið settist á loka-
áfangastað sinn við hlið Kleppshúss-
ins í Árbæjarsafni um tvöleytið í
fyrrinótt eftir vel heppnaða flutninga.
Þorsteinn Bergsson hjá Minjavernd
segir verkið hafa gengið afar vel og er
hann ánægður með samstarfið við
flutninginn. „Þar kom að vösk sveit
lögreglumanna og borgarstarfs-
manna auk þeirra sem stóðu að fram-
kvæmdinni sjálfri,“ segir Þorsteinn.
„Þarna voru góð tæki og góður
mannskapur í hvívetna.“
Fyrir utan stærð hússins var flutn-
ingurinn vandasamur þar sem
þyngdarpunkturinn er ofarlega í hús-
inu og það má ekki við miklum halla í
flutningi. Nú taka við viðgerðir og
viðhald á húsinu, en það hefur verið
viðhaldslítið mikið til frá því á fjórða
áratugnum. „Það var í öllu falli kom-
inn tími á endurbætur þess. Það var
skipt um glugga þegar húsinu var
breytt úr kirkju í íþróttahús og við-
arklæðning lögð yfir panelklæðningu
sem fyrir var,“ segir Þorsteinn.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið
að húsið yrði fært eða rifið. Að frum-
kvæði Minjaverndar var leitað leiða í
samstarfi við við Reykjavíkurborg
um að finna húsinu framtíðarstað-
setningu. „Minjavernd annaðist
flutning á húsinu frá Túngötu niður á
Ægisgarð fyrir tveimur árum, en til-
lögur okkar hjá Minjavernd miðuðu
að því að nýta húsið hér í miðbænum.
Það fannst ekki flötur á því, svo það
var ákveðið að húsið myndi nýtast vel
sem viðbót við Árbæjarsafn,“ segir
Þorsteinn. „Þar mun húsið þjóna
hlutverki sem sýningarsalur fyrir
safnið þar sem verður sýning um leiki
og íþróttir borgarbarna auk geymslu
í kjallara.“
ÍR-húsið sest á
framtíðarstað
Níu þúsund-
um fleiri
ferðamenn
FYRSTU þrjá mánuði ársins fjölg-
aði erlendum ferðamönnum hér á
landi um rúm 13% miðað við sömu
mánuði í fyrra, samkvæmt taln-
ingu Ferðamálaráðs Íslands.
Fjölgar fólki frá öllum markaðs-
svæðum miðað við sama tímabil í
fyrra.
Samtals komu 50.083 ferðamenn
í ár, samanborið við 44.182 í fyrra,
eða tæplega níu þúsundum fleiri.
Ferðamönnum frá Norðurlöndum
fjölgar mjög.
Í mars fjölgaði ferðamönnum
um 1% á milli ára og voru þeir í
heild ríflega 18.700. Sé litið á
helstu markaðssvæði Íslands þá
fækkar fólki sem kemur frá frá
Bandaríkjunum og Bretlandi en
fjölgar frá Norðurlöndunum og
Þýskalandi. Bent er á að páskarnir
voru í mars í fyrra en í apríl í ár.
FARÞEGAR sem fóru um íslenska
áætlunarflugvelli á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs eru 16,7% fleiri
en þeir voru á fyrstu þremur mán-
uðum síðasta árs, samkvæmt tilkynn-
ingu frá Flugmálastjórn Íslands.
Þeim hefur fjölgað mest um Egils-
staðaflugvöll eða um 50,3% milli ára.
Þá fjölgaði þeim um 25% um flug-
völlinn á Bakka, um 16% um flugvöll-
inn í Reykjavík og um 9% um flugvöll-
inn á Akureyri, svo dæmi séu nefnd.
Á fyrstu þremur mánuðum ársins
fóru 167.890 farþegar um flugvellina.
„Þetta eru töluvert fleiri farþegar en
árið 1997 þegar sérleyfi í áætlunar-
flugi voru gefin frjáls,“ segir í tilkynn-
ingunni, „en næstu þrjú ár þar á eftir
fjölgaði farþegum verulega með auk-
inni samkeppni á milli flugfélaga og
urðu flestir rúmlega 195 þúsund á
fyrstu þremur mánuðum ársins 1999.
Eftir að dró úr samkeppninni fækkaði
farþegum aftur árin 2001 og 2002.
Þeim tók síðan að fjölga á nýjan leik á
síðasta ári og fjölgunin ætlar að verða
enn meiri á þessu ári.“
Farþegum um íslenska
flugvelli fjölgar enn