Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 14
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐVERJAR hafa löngum verið
tæknisinnaðir og á síðustu árum hafa þeir
komist í hóp þeirra þjóða sem sýna um-
hverfisvernd einna mestan áhuga. Því
kemur vart á óvart að fyrstu talandi sorp-
ílátin hafi nú verið tekin í notkun í Þýska-
landi.
Sorptunnurnar er að finna á mörgum
helstu torgum Berlínar. Tunnurnar taka
sorpinu fagnandi, þakka þeim sem því
henti, syngja fyrir hann eða ávarpa við-
komandi jafnvel á ensku, frönsku eða jap-
önsku.
Alls hafa nú 20 talandi sorptunnur verið
teknar í notkun í Berlínarborg og engar
tvær þeirra eru eins. Sorptunnan „Siggi
sport“ hrópar „mark“ þegar úrgangurinn
er látinn falla ofan í hana en hún Susi
Schlau er hin klára í hópnum og þakkar
fyrir sig og sorpið á þremur tungumálum
en Kalle Kiez eða „Kalli úr hverfinu“ er
herkillinn og segir „Hey, takk m’ar, veru-
lega svalt af þér,“ þegar hann eða hún
gleypir við úrganginn.
Hagrætt hjá
Sveinka
REKSTRARÁÆTLANIR forráðamanna
Jólasveinamiðstöðvarinnar í Finnlandi hafa
ekki gengið eftir og nú er svo komið að
nauðsynlegt er að grípa til róttækra hag-
ræðingaraðgerða. Þrír aðstoðarmenn
Sveinka, sem falla undir starfslýsinguna
„álfar“, hafa nú misst atvinnuna og eru því
aðeins tveir menn eftir í Jólasveina-
skemmtigarðinum eða Santa Park sem er
um 800 kílómetra norður af höfuðborginni,
Helsinki. Upphaflega „rekstrarmódel“ fé-
lagsins gerði ráð fyrir 120 stöðugildum þeg-
ar rekstur jólasveinamiðstöðvarinnar var
hafinn 1998. Áttu starfsmennirnir að fylgja
gestum um skemmtigarðinn en fátt mun
hafa verið um þá. Að auki hefur miðstöðin
tekið við bréfum barna víða um heim sem
skrifa jólasveininum. „Það er verulega leið-
inlegt að við skulum hafa neyðst til að grípa
til þessara hagræðingaraðgerða til að
treysta rekstrargrundvöll félagsins en hér
er bara ekkert að gera,“ segir Willie Rajala,
fjórði forstöðumaður jólasveinagarðsins frá
1998.
Varast ber
Wagner
TÓNLIST hefur mótandi áhrif á ökumenn
og kannanir hafa sýnt fram á að líkur á
slysum vaxa í réttu hlutfalli við hversu há-
vær og ágeng tónlistin er. Breska
RAC-stofnunin sem fæst við umferð-
arrannsóknir hefur nú birt lista sinn yfir
„hættulegustu“ tónlistina. Efstur trónir
sjálfur Richard Wagner en „Valkyrju-
reiðin“ úr óperunni „Valkyrjunni“, sem er
ein fjögurra sem myndar „Niflungahring-
inn“ fræga, er talin alveg stórhættuleg
undir stýri. Næst kemur „Dies Irae“ úr
„Requiem“ Verdis og kemur víst ekki á
óvart því að „Dies Irae“ þýðir „Dagur
reiðinnar“ á latínu. Nokkur nýleg lög eru
einnig á listanum og í sætunum 3 til 5 eru
„Firestart“ með Prodigy, „Red Alert“ með
Basement Jaxx og „Insomina“ með Faith-
less.
Í efsta sæti á listanum yfir „öruggustu
tónlistina“ er „Come Away with Me,“ með
Noruh Jones og lagið „Too Lost in You“,
með söngflokknum Sugababes þykir einn-
ig sérlega vel fallið til að róa taugar öku-
manna og stuðla að auknu öryggi í um-
ferðinni.
ÞETTA GERÐIST LÍKA
Talandi
sorptunnur
BANDARÍSKA CBS-sjónvarps-
stöðin sýndi á miðvikudag ljós-
myndir sem teknar voru af Díönu
prinsessu fáeinum mínútum eftir
bílslysið sem dró hana og ást-
mann hennar til dauða í París í
ágústmánuði árið 1997. Margir
hafa orðið til þess
að fordæma mynd-
birtingu þessa.
Myndirnar sem
eru svart-hvítar og
ógreinilegar mjög
sýna franskan
lækni, Frederick
Maillez, sinna Díönu í flaki bif-
reiðarinnar en Maillez kom á
staðinn fáeinum mínútum eftir að
slysið varð. Á einni myndanna
virðist mega greina blóðugt höfuð
prinsessunnar.
Myndirnar voru sýndar í þætti
um dauða Díönu prinsessu en
ásamt henni fórst ástmaður
hennar, Dodi Al Fayed, í slysinu.
Ljósmyndirnar voru lagðar fram
við rannsókn sem fram fór á til-
drögum slyssins. Í þætti banda-
rísku sjónvarpsstöðvarinnar voru
margvíslegar samsæriskenningar
reifaðar sem settar hafa verið
fram í tengslum við dauða prins-
essunnar. Í frétt AFP-fréttastof-
unnar segir að í þættinum hafi
engin ný sönnunargögn komið
fram. Samkvæmt þeirri opinberu
rannsókn sem fram fór í Frakk-
landi má rekja slys-
ið til ofsaaksturs,
auk þess sem öku-
maðurinn, Henri
Paul, hafi verið und-
ir áhrifum áfengis
og lyfja. Fjórði
maðurinn í bílnum,
Trevor Rees Jones, lífvörður
Díönu, komst einn lífs af úr slys-
inu.
Mohamed Al Fayed, faðir Dod-
is, hefur löngum haldið því fram
að Díana og sonur hans hafi verið
myrt. Hann fordæmdi CBS fyrir
að sýna myndirnar. „CBS er
greinilega öldungis sama um þau
hroðalegu áhrif sem það hefur að
sýna myndir af fórnarlömbum
morðingja,“ sagði í yfirlýsingu
Mohameds Al Fayeds. „Það eina
sem fyrir þeim vakir er að græða
á þessum harmleik,“ sagði þar og.
Spencer lávarður, bróðir Díönu
prinsessu, fordæmdi einnig í gær
þessa ákvörðun CBS. Sagði hann
„viðbjóðslegt“ að sýna myndir
þessar og sagði birtingu þeirra
„mikið áfall“.
Dicky Arbiter, fyrrverandi
talsmaður konungsfjölskyld-
unnar, sagði í samtali við BBC í
gær að hann teldi það „sérlega
ósmekklegt“ að birta ljósmynd-
irnar af prinsessunni í dauða-
stríðinu. Sagði hann að þetta
myndi reynast sonum Díönu,
þeim Harry og Vilhjálmi, sérlega
erfitt. „Þeir munu þurfa að lifa
við svona nokkuð um alla sína
daga,“ sagði Arbiter.
Talsmaður CBS varði þá
ákvörðun stöðvarinnar að birta
myndirnar. Í þættinum væru þær
nýttar á faglegan hátt og settar í
„fréttalegt samhengi“. Um mis-
notkun væri því ekki að ræða.
Myndirnar hefðu fréttagildi því
þær sýndu hvaða meðferð Díana
hefði hlotið strax eftir slysið. Þá
hefðu fréttamenn CBS komist yf-
ir leynileg skjöl sem tengdust
rannsókn á slysinu.
Að sögn BBC hafa dagblöð í
Bretlandi myndir þessar í fórum
sínum en þau munu hafa ákveðið
að birta þær ekki.
Fordæma myndir af
Díönu í dauðastríðinu
Bandarísk sjónvarpsstöð sýnir myndir frá því rétt eftir slysið í París 1997
Reuters
Díana prinsessa af Wales. Myndin
var tekin haustið 1995, tveimur ár-
um áður en hún lét lífið í bílslysi.
’Það eina semfyrir þeim vakir
er að græða á
harmleiknum.‘
EFTIR hrun Sovétríkjanna
hefur styttunum í Rússlandi
heldur farið fækkandi en rúss-
neskir myndhöggvarar vilja þó
gjarnan bæta úr því. Einn
þeirra, Zurab Tsereteli, stend-
ur hér við nýjasta sköpunar-
verk sitt, Vladímír Pútín Rúss-
landsforseta, og eins og sjá má
er hann í hefðbundnum búningi
júdókappa. Hefur Pútín iðkað
þá íþrótt lengi.
AP
Nýir tímar –
nýjar styttur
ER hægt að treysta því að pólskir
tannlæknar kunni til verka? Að
þessu spurði Daninn Tommy Han-
sen sig nýverið eftir að hann sá
auglýsingu á Netinu um ódýrar
tannviðgerðir í Póllandi.
Það telst auðvitað enn til tíðinda
að menn ferðist á milli landa til að
fara til tannlæknis en slíkt verður
þó æ algengara enda kostar heim-
sókn til tannlæknisins í gömlu
Austantjaldslöndunum ekki nema
brot af því sem hún kostar í Vest-
ur-Evrópu. Það getur Tommy
Hansen staðfest.
Og fréttaskýrendur spá því að
enn frekari þróun verði í þessa átt
eftir 1. maí nk. þegar tíu ríki, sem
flest tilheyrðu áður Austurblokk-
inni, ganga í Evrópusambandið.
Landamærahömlur
falla niður
Við stækkun ESB falla flestar
landamærahömlur niður. Margir
hafa óttast að þetta myndi hafa í
för með sér að íbúar inngönguríkj-
anna í austri nýttu sér tækifærið
og flyttu til hinna ríkari landa sam-
bandsins í leit að betra lífi en
kannski verður ekki óalgengara,
að íbúar Vestur-Evrópu bregði sér
austur yfir til að sækja sér ódýra
þjónustu.
Tommy Hansen hefur í öllu falli
engar áhyggjur af því lengur að
pólskir tannlæknar kunni ekki til
verka. Ein heimsókn á tannlækna-
stofu Zbigniew Hahs í borginni
Szczecin norðvestast í Póllandi
(sem til 1945 var þýzka borgin
Stettin) var nóg til að róa taugar
hans. Þar fær hann þjónustu sem
ekki er hægt að kvarta undan –
tækjabúnaður og kunnátta jafnast
fyllilega á við það sem finnst á
tannlæknastofum í Danmörku – en
Hansen þarf ekki að borga nema
brotabrot af því sem hann þyrfti að
borga heima fyrir.
Þegar hann lét setja brú í góm-
inn nýverið hjá Hahs þurfti hann
ekki að borga nema 540 evrur,
tæplega fimmtíu þúsund ísl. kr., en
hefði þurft að borga fimmfalda þá
upphæð hjá tannlækni í Kaup-
mannahöfn.
Martin Behling, 33 ára gamall
Þjóðverji, tekur í sama streng.
„Evrópa er að sameinast. Ég sagði
við sjálfan mig: þú getur alveg eins
farið til tannlæknis í Póllandi,“
segir Behling sem á heima á eynni
Rügen í Eystrasalti.
Þjónustan of dýr
fyrir Pólverja
Flestir viðskiptavina Hahs koma
reyndar erlendis frá því þótt þjón-
ustan kosti aðeins brot af því sem
hún kostar í löndum Vestur-Evr-
ópu þá er hún samt of dýr fyrir
venjulega Pólverja. Útlendingarn-
ir koma fyrst og fremst til að láta
gera hjá sér meiriháttar tannvið-
gerðir, ferðalagið er varla þess
virði ella, en Hahs-tannlæknastof-
an nýtur þess að frá Szczecin (nán-
ar tiltekið ferjubænum Swinoujsc-
ie/Swinemünde) er ferjutenging til
Danmerkur og Svíþjóðar og þaðan
er ekki nema rúmlega klukku-
stundar akstur þaðan til milljóna-
borgarinnar Berlínar.
Til Póllands í
tannviðgerð
Szczecin. AFP.
Reuters
MARADONA er dýrlingur í sumra
augum og hér er einn aðdáenda hans
að tilbiðja mynd af „San Diego“ og
biðja honum blessunar í sjúkleikanum.
Heilagur Diego