Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 22

Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 22
KARLAKÓR Hreppamanna heldur tónleika á Flúðum kl. 21 annað kvöld, laugardagskvöld. Kórinn heldur einnig tónleika í Langholts- kirkju kl. 20 á þriðjudagskvöld. Einsöngvari með kórnum er Ólaf- ur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi er Edit Molnár en undirleikari Mikl- ós Dalmay. Efnisskráin er fjölbreytt Morgunblaðið/Kristinn Ólafur Kjartan Sigurðarson sem rakarinn í Sevilla. úrval innlendra og erlendra laga. Karlakór Hreppamanna hefur starfað í sjö ár og eru söngfélagar nú 44, búsettir víðsvegar í uppsveitum Árnessýslu. Stjórnandi og undirleik- ari hafa verið þau sömu frá upphafi og hefur kórinn vaxið og dafnað und- ir öruggri handleiðslu þeirra, segir í kynningu. Hreppamenn syngja á Flúðum Á SKÁLDASTEFNU forlaga Eddu útgáfu á Degi bókarinnar í kvöld koma saman um 25 rithöf- undar og ljóðskáld sem öll eru al- menningi vel kunn fyrir verk sín. Stefnan verður á Hótel Borg og hefst kl. 20. Einnig verður myndasýning úr ritinu Íslensk spendýr sem kemur út hjá Vöku-Helgafelli í maí. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar þró- unarstjóra hjá Eddu er það ekki oft sem teflt er fram á einu kvöldi slíkum fjölda ástsælla rithöfunda bæði gróinna stórskálda og yngri höfunda. „Þannig lesa úr verkum sínum jafnt skáld á borð við Þorstein frá Hamri sem höfundar sem hafið hafa á loft íslensku spennusagnabylgjuna, þeir Viktor Arnar Ingólfsson og Ævar Örn Jósepsson að ógleymdum Arnaldi Indriðasyni. Ævisagnaritararnir Guðjón Friðriksson og Silja Að- alsteinsdóttir lesa úr vinsælum bókum sínum. Þeir Andri Snær Magnason og Hallgrímur Helga- son lesa úr sögunum LoveStar og Höfundur Íslands sem nýverið komu út í kilju og Steinunn Sig- urðardóttir og Einar Kárason úr bókum sem eru væntanlegar á næstunni. Von er á heildarsafni ljóða Steinunnar og Einar Kárason hef- ur steypt saman bókunum Heimskra manna ráð og Kvika- silfur í eina endurskoðaða gerð sem ber nafnið Killiansfólkið. Ari Trausti Guðmundsson les úr ljóðabókinni Í leiðinni sem kom út nýverið og væntanleg er í kilju bókin Hrapandi jörð eftir Úlfar Þormóðsson sem hann les úr. Það sem er einnig spennandi við Skáldastefnuna er að margir þeirra sem koma fram gefa út ný verk seinna á árinu og vera má að þeir lesi úr þeim. Má þar nefna Þórarin Eldjárn, Stefán Mána, Gerði Kristnýju, Úlfar Þormóðs- son, Birnu Önnu Björnsdóttur og Vilborgu Davíðsdóttur.“ Að sögn Kristjáns innsigla síðan vinsælir höfundar á borð við Pétur Gunnarsson, Guðmund Andra Thorsson, Guðrúnu Helgadóttur, Kristínu Marju Baldursdóttur og Einar Má Guðmundsson þessa miklu skáldastefnu, en þess má geta að Einar Már Guðmudsson er nú sá íslenski rithöfundur sem víð- ast hefur farið með verk sín á seinni árum, en útgáfuréttur Engla alheimsins hefur nú verið seldur til 22 landa. Sigurskáldið í ljóðakeppni Eddu útgáfu og Fréttablaðsins verður krýnt í kvöld og les sigurljóðið. Skáldastefna á Hótel Borg Einar Már Guðmundsson Gyrðir Elíasson Arnaldur Indriðason Steinunn Sigurðardóttir LISTIR 22 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ umfjöllunar um listamanninn og verk hans í erlendum fjölmiðlum. Heimsóknir sem þessar og kynni við hina ólíku, erlendu gesti er mikil lyftistöng fyrir safnið og mun án efa nýtast starfsemi þess í framtíðinni.“ Soffía segir að Listasafn Reykja- víkur hafi aldrei fyrr ráðist í eins FROST Activity, metaðsóknarsýning Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús- inu, rennur sitt skeið á enda á sunnu- dag, en þá hefur hún staðið yfir í þrjá mánuði og viku betur. Á þessu tíma- bili hafa tæpleg 39.000 manns séð þessa sýningu á verkum Ólafs Elías- sonar. „Sýningin hefur ekki síður hreyft við yngri kynslóð þjóðarinnar. Frá því sýningin var opnuð hafa skipu- lagðar heimsóknir skólahópa í safnið aukist jafnt og þétt frá degi til dags. Upp á síðkastið hefur starfsfólk fræðsludeildar safnsins tekið á móti allt að tólf aðskildum skólahópum á dag og boðið þeim leiðsögn við hæfi en hóparnir standa saman af leik- skólabörnum til háskólastúdenta. Nú hafa 320 hópar skólafólks eða um 9.000 nemendur séð Frost Activity og notið leiðsagnar fagfólks við afar já- kvæðar og góðar undirtektir nem- enda sem kennara. Til samanburðar má geta þess að Listasafn Reykjavík- ur tekur að meðaltali á móti 345 hóp- um skólafólks í öll þrjú hús safnsins á ári,“ segir Soffía Karlsdóttir kynn- ingarstjóri Listasafns Reykjavíkur. Í tengslum við sýninguna hefur Listasafn Reykjavíkur einnig staðið fyrir reglubundinni sunnudags- leiðsögn einu sinni til tvisvar á dag. Auk þess fjölbreyttum viðburðum s.s. listasmiðjum, fyrirlestrum, lista- mannsspjalli, fjölskylduleikjum og fjölskyldunámskeiðum. Á sýning- artímabilinu kom einnig út sýning- arskrá sem Gunnar J. Árnason ritaði sem er minnisvarði um sýninguna um ókomna tíð. Aldrei meiri athygli erlendis Soffía segir að sjaldan eða aldrei hafi sýningar Listasafns Reykjavíkur hlotið jafnmikla athygli utanlands og Frost Activity en hún hefur laðað að sér fjölda erlendra ferðamanna, blaðamanna, listaverkasafnara og gagnrýnenda. „Afrakstur þessara heimsókna hefur í senn skilað góðri kynningu fyrir safnið, höfuðborgina, ferðaþjónustuna og lista- og menn- ingarlífið í landinu auk lofsamlegrar stórhuga verkefni og umrædda sýn- ingu Ólafs Elíassonar. „Útkoman færir heim sanninn að samtímalist á erindi við alla og þjóðin vill sjá og upplifa myndlist þeirra myndlist- armanna sem hlotið hafa viðurkenn- ingu á alþjóðavísu. Framtakið er Listasafni Reykjavíkur hvatning til að stuðla enn frekar að kynningu á al- þjóðlegri samtímalist eins og hún gerist best hverju sinni og sinna um leið einu meginhlutverki sínu – að vera uppeldis- og menntastofnun myndlistar fyrir æskuna í landinu.“ Hafnarhúsið er opið daglega frá kl. 10–17. Metaðsóknarsýningu Ólafs Elíassonar í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu lýkur um helgina Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Elíasson spjallar við gesti á sýningu sinni, Frostvirkni eða Frost Activity, í Hafnarhúsinu. „Samtímalist á erindi við alla“ Neskirkja við Hagatorg kl. 20.30 Pamela De Sensi þver- flautuleikari og Steingrímur Þór- hallsson orgelleikari spila tónlist eftir J.S. Bach. Á dagskrá verða meðal annars þrjár sónötur og einnig Passa- caglia í c-moll. De Sensi hefur komið víða fram sem einleikari en starfar nú sem kennari á Selfossi. Steingrímur er mjög virkur í tón- listarlífi nú um stundir og hefur hann hlotið góða dóma fyrir ein- leikstónleika sína. Hann starfar sem organisti við Neskirkju. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Föstudagur Iðnó kl. 13–16 Bókaþing – 2004. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, setur þingið. Rúnar Helgi Vignisson rithöf- undur flytur erindið Þýð- inguna eða lífið? Bókin á skján- um. Pallborðsumræður með þátttöku Sigurðar Valgeirs- sonar, Rúnars Gunnarssonar deildarstjórs IDD. Rúv, Magn- úsar Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra Skjás 1, og full- trúa frá Stöð 2. Hefur spennusagan engin landa- mæri? Niccolò Ammaniti og Katrín Jakobsdóttir bók- menntafræðingur skiptast á skoðunum. Hnignar bóklestri? Þorbjörn Broddason gerir grein fyrir niðurstöðum á könnun á fjölmiðla- og frí- stundavenjum íslenskra ung- menna. Pallborð: Þorbjörn Broddason prófessor, Baldur Sigurðsson dósent við Kenn- araháskóla Íslands og Guð- björg Sveinsdóttir rekstrar- fulltrúi skólaskrifstofu Reykjanesbæjar. Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 16–18 Upplestur 9. bekk- inga. Bókasafn Grindavíkur, Kvenfélagshúsið Grindavík kl. 17 Þórarinn Eldjárn, rithöf- undur, les úr eigin verkum. Barnakórinn og nemendur úr Grunnskólanum og Tónlistar- skólanum skemmta með upp- lestri, tónlist og söng. Vika bókarinnar Á NORÐURBRYGGJU í Kaup- mannahöfn verður opnunarhátíð sýningar Smekkleysu, Humars eða frægðar, í dag, föstudag og laug- ardag. Hljómsveitirnar Steintryggur, Ghostigital og Slowblow koma fram. Margrét Sara Guðjónsdóttir flytur dansverk, Dómkórinn flytur nokkur lög, skáldin Sjón og Bragi Ólafsson lesa upp, Curver sér um Smekkleysumix og Úlfhildur Dags- dóttir flytur erindi um íslenska þjóðarímynd í tónlistarmyndbönd- um Sykurmolanna, Bjarkar, Sigur Rósar, Múm og Mínuss. Ljósmyndir eftir Björgu Sveins- dóttur og Stefán Karlsson af Smekkleysuhljómsveitum skipa veglegan sess á sýningunni, en þar er einnig margt muna úr fórum Sykurmolanna og fleiri. Í tengslum við sýninguna verða sýndar kvik- myndirnar Rokk í Reykjavík eftir Friðrik Þór Friðriksson, Ferill Syk- urmolanna eftir Jóhann Sigfússon, SSL-25 eftir Óskar Jónasson, HAM lifandi dauðir eftir Markel og Glys- girni og Lost weekend eftir Dag Kára. Jafnframt verður úrval íslenskra tónlistarmyndbanda á sýningunni sem mun standa til 27. júlí. Á vefsvæði Norðurbryggju, www.bryggen.dk, er að finna nánari upplýsingar. Norræni menningarsjóðurinn, Flugleiðir, menntamálaráðuneytið, Reykjavík loftbrú og Norður- bryggja styrkja sýninguna. Humar eða frægð á Norðurbryggju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.