Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 24
UMRÆÐAN
24 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ skekur vopnaglamur mann-
heim. Einn leikmaðurinn í hinum
pólitíska hráskinnaleik hefur gefið
færi á sér. Slíkt happ láta hinir póli-
tísku andstæðingar sér ekki úr
greipum renna, heldur
skal höggva og höggva
aftur.Verður mann-
heimur betri á eftir?
Svo held ég ekki því
ekki eru vopnin vönduð
eða höggin upp-
byggileg. Það sem hef-
ur valdið öllu þessu
uppnámi eru orð og
gerðir dómsmálaráð-
herra varðandi ráðn-
ingu dómara við
hæstarétt og um jafn-
réttislögin almennt.
Hann hefur m.a. haldið
því fram að lögin séu
hugsanlega úrelt og að
þau séu barn síns tíma.
Svei og sveiattan.
Svona segir maður
ekki, herra dóms-
málaráðherra, eða
hvað? Getur verið að
herra dómsmálaráð-
herra hafi nokkuð til
síns máls eða getur
jafnvel verið að sum
ákvæði laganna hafi
verið kolómöguleg frá
byrjun eða hvernig lög-
in hafa verið túlkuð.
Hvernig er hæfni
fólks til ákveðinna
starfa metin? Jafnrétt-
islögin gera í raun enga
grein fyrir hvernig hæfni eigi að
vera metin, því ákvæði laganna eru
nokkuð almenn. Hinsvegar virðist
kærunefnd jafnréttismála gera ráð
fyrir tvennskonar viðmiðunum um
hæfni þ.e. menntun og starfsreynslu.
Ég held að allir þeir sem hafa eitt-
hvað komið nálægt mannaráðn-
ingum geri sér grein fyrir hverskon-
ar ofureinföldun þetta er. Ef hæfni
réðist eingöngu af þessum tveimur
viðmiðun þyrfti lítið að spá í ráðn-
ingar, við gætum einfaldlega látið
tölvur velja fyrir okkur hæfasta fólk-
ið. Raunin er náttúrulega allt önnur.
Í nútímafyrirtækjarekstri eru
mannaráðningar taldar með mik-
ilvægustu ákvörðunum og mikið er
lagt undir til að sem best takist til.
Árangur og framtíð fyrirtækjanna
ræðst af því fólki sem í því starfar.
Vissulega eru menntun og starfs-
reynsla mikilvægir
þættir og í sumum til-
vikum ákveðnar grunn-
forsendur. Þættir eins
og persónuleiki, hæfni í
mannlegum sam-
skiptum, sjálfstæði og
frumkvæði skipta þó
ekki síður máli. Ef ein-
hver efast um þetta
þarf ekki annað en að
fletta upp á atvinnu-
auglýsingum blaðanna.
Vel menntaður ein-
staklingur getur verið
óhæfur í mannlegum
samskiptum og þar
með óhæfur til að
gegna starfi sem bygg-
ist á samskiptum og
samstarfi við annað
fólk. Ef þessi ein-
staklingur væri mest
menntaði umsækjand-
inn yrði fyrirtækið að
ráða hann til að eiga
ekki yfir höfði sér máls-
höfðun.
Vísindamenn víða
um heim keppast við að
útbúa persónuleikapróf
til að færa þeim sem sjá
um mannaráðningar
verkfæri til að bæta
ákvarðanirnar, fólk
menntar sig í ráðning-
arfræðum og heilu fyrirtækin
byggja afkomu sína á því að veita
ráðgjöf varðandi mannaráðningar.
En hvaða vitleysa er þetta eig-
inlega? Samkvæmt því hvernig jafn-
réttislögin hafa verið framkvæmd þá
ræðst hæfni fólks eingöngu af
menntun og starfsreynslu og guð
hjalpar þeim sem vogar sér að malda
í móinn.
Ég held að þeir sem ekki eru sátt-
ir við markmið jafnréttislaga séu fáir
en það þýðir ekki að allar aðferðir
við að ná þessu markmiði séu góðar.
Túlkun laganna á hæfni er þröngsýn
og gera fyrirtækjum erfitt um vik að
velja hæfasta fólkið. Það er nefni-
lega verið að skipa í lið. Enginn
þjálfari byggir lið sitt eingöngu á
framherjum hversu hæfir sem þeir
kunna að vera. Gott lið þarf að vera
samansett af einstaklingum með
mismunandi hæfileika, mismunandi
eiginleika og mismunandi persónu-
gerð. Fyrirtæki og stofnanir verða
að fá að ráða það fólk sem þau telja
að henti þeim best og passi í þeirra
lið. Það eru fyrirtækin, með öllu því
fólki sem í þeim starfar, sem sitja
uppi með afleiðingar þeirra ákvarð-
ana sem teknar eru.
Ég ætla mér að fullyrða að svona
íþyngjandi ákvæði og túlkun vinni
ágætu markmið laganna ekki nokk-
urt gagn heldur þvert á móti veldur
þetta pirringi og neikvæðum við-
horfum. Lögin, eins og þau eru í dag,
viðhalda hinni eilífu flokkun fólks í
hópa karla og kvenna og vinna þann-
ig að mínu mati á móti markmiðum
laganna.
Ég tek hatt minn ofan fyrir dóms-
málaráðherra og forsætisráðherra
fyrir að hafa þorað opinberlega að
benda á augljósa annmarka jafnrétt-
islaganna. Viðbrögðin hafa ekki látið
á sér standa. Þessir menn hafa verið
úthrópaðir sem valdasjúkir og
hrokafullir stjórnmálamenn sem
þola enga takmörkun á valdi sínu og
umfram allt eru þessir menn ásak-
aðir um gamaldags viðhorf. Þeir
voguðu sér nefnilega að gagnrýna
heilaga kú. Málaflokkurinn jafnrétti
er pólitískt eldfimt mál. Allir stjórn-
málamenn passa sig rækilega á að
láta ekkert eftir sér hafa sem má
túlka sem sjónarmið gegn réttindum
kvenna. Slíkt nálgast það að jafn-
gilda pólitísku sjálfsmorði. Þetta er
slæmt og hefur leitt það af sér að
framkvæmd jafnréttislaganna er að
verða að einhverjum pólitískum rétt-
trúnaði, hafin yfir alla gagnrýni. Lög
um jafnrétti og framkvæmd þeirra,
eiga að vera opin fyrir umræðu og
gagnrýni. Ég skora á stjórn-
málamenn að þora að skoða málin
frá öllum hliðum, vera gagnrýnir og
umfram allt að skilja á milli um-
ræðunnar um markmið annarsvegar
og aðferðir hinsvegar. Háttvirtu
stjórnarandstæðingar, nú er kominn
tími til að koma upp úr skotgröf-
unum, þetta er ekki flokkspólitískt
mál, látið af lýðskruminu og minnist
heitsins um að láta eigin sannfær-
ingu ráða för.
Jafnréttislög
og heilagar kýr
Stefán Örn Valdimarsson
skrifar um jafnréttislög
’Ég tek hattminn ofan fyrir
dómsmálaráð-
herra og for-
sætisráðherra
fyrir að hafa
þorað opinber-
lega að benda á
augljósa ann-
marka jafnrétt-
islaganna.‘
Stefán Örn
Valdimarsson
Höfundur er framhaldsskólakennari.
EINS og kunnugt er gaf kæru-
nefnd jafnréttismála fyrir skömmu
frá sér það álit að dómsmálaráð-
herra hefði brotið gegn 1. mgr. 24.
gr. laga um jafna
stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla, nr.
96/2000, er hann skip-
aði karlumsækjanda í
embætti hæstarétt-
ardómara.
Það álit kæru-
nefndar hefur orðið til-
efni mikillar umræðu
og hafa m.a. stór orð
fallið af ýmsum á op-
inberum vettvangi af
því tilefni. Umræðan
hefur að mínu mati
verið einlit og ein-
kennst nokkuð af upphrópunum
þeirra sem hafa viljað nýta sér álit
kærunefndar í pólitísku skyni. Þá
hefur þess misskilnings ítrekað
gætt, m.a. hjá mörgum þeim fjöl-
miðlamönnum sem um málið hafa
fjallað, að sannreynt hafi verið að
ráðherra hafi með stöðuveitingunni
brotið gegn ákvæðum laga um jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla. Svo er þó alls ekki enda er
kærunefnd jafnréttismála ekki
dómstóll og hefur kærunefndin það
verkefni lögum samkvæmt að gefa
álit um hvort hún telji ákvæði laga
um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla hafa verið brotin.
Ég er ósammála því áliti kæru-
nefndar jafnréttismála að dóms-
málaráðherra hafi brotið gegn lög-
um um jafna stöðu og
rétt kvenna og karla
með skipun í embætti
hæstaréttardómara.
Ég tel niðurstöðu
kærunefndarinnar
vera ranga og í and-
stöðu við álit umboðs-
manns Alþingis um
hlutverk kærunefndar
jafnréttismála og ný-
lega dóma Hæsta-
réttar. Ég tel að kæru-
nefndin hafi í áliti sínu
farið út fyrir lögbundið
verksvið sitt og tekið
sér vald sem að nefndin ekki hefur.
Í fyrrgreindu áliti sínu komst kæru-
nefndin að þeirri niðurstöðu að
kærandi sé ,,eftir almennum hlut-
lægum mælikvarða“ hæfari en sá
sem var skipaður í embættið. Í lög-
um um jafna stöðu og rétt kvenna
og karla er kærunefnd jafnrétt-
ismála hins vegar ekki falið að
leggja mat á hvaða hæfnisþættir
skuli lagðir til grundvallar ákvörðun
um ráðningu í stöðu. Þá er í lög-
unum ekki að finna skilgreiningu á
hver sé almennur hlutlægur mæli-
kvarði við mat á hæfni umsækjenda
um starf. Í áliti sínu tekur kæru-
nefndin það upp hjá sjálfri sér að
skilgreina hver sé hinn almenni
hlutlægi mælikvarði, þrátt fyrir að
lögin sem nefndin starfar eftir veiti
ekki leiðsögn um þann mælikvarða
né feli nefndinni það vald. Sam-
kvæmt jafnréttislögunum bar
kærunefndinni hins vegar við mat
sitt á því hvort dómsmálaráðherra
hafi brotið gegn ákvæðum jafnrétt-
islaga að taka mið af þeim sjón-
armiðum sem dómsmálaráðherra
lagði til grundvallar ákvörðun sinni
um veitingu embættisins að því til-
skildu að þau sjónarmið hans hafi
verið málefnaleg og lögmæt. Um
það hlutverk og valdmörk kæru-
nefndarinnar hefur umboðsmaður
Alþingis m.a. fjallað í áliti sínu í
máli nr. 2214/1997. Dóms-
málaráðherra byggði ákvörðun sína
um skipun í embætti hæstarétt-
ardómara á því að sá umsækjandi
sem fyrir valinu varð sé með sér-
þekkingu á sviði Evrópuréttar sem
nýtast muni í Hæstarétti. Það mat
dómsmálaráðherra var lögmætt og
málefnalegt, enda má öllum vera
ljóst mikilvægi Evrópuréttarins nú
á tímum. Kærunefndinni bar því að
byggja álit sitt á því lögmæta og
málefnalega sjónarmiði dóms-
málaráðherra að leita eftir þekk-
ingu á þessu sviði. Kærunefndinni
var óheimilt að byggja álit sitt á
öðrum sjónarmiðum en þeim sem
dómsmálaráðherra studdist við og
bar kærunefndinni því að leggja
mat á hæfi kæranda og þess sem
embættið hlaut með tilliti til þess
lögmæta sjónarmiðs dóms-
málaráðherra að fá til starfans
mann með sérþekkingu á sviði Evr-
ópuréttar. Ég tel nýlega dóma
Hæstaréttar í máli sýslumannsins á
Keflavíkurflugvelli og leikhússtjóra
Leikfélags Akureyrar styðja það
álit mitt að kærunefndin hafi farið
út fyrir valdsvið sitt með áliti sínu
og að álit kærunefndar byggist á
röngum forsendum. Ég hvet fjöl-
miðlamenn og aðra þá sem málið
vilja skoða að kynna sér álit um-
boðsmanns Alþingis í máli nr. 2214/
1997 en í því áliti sínu beindi um-
boðsmaður því til kærunefnd-
arinnar að taka tillit til sjónarmiða
hans, m.a. um verksvið og heimildir
kærunefndarinnar. Því miður er
ljóst að kærunefnd jafnréttismála
hefur virt að vettugi þau tilmæli
umboðsmanns í nýgengnu áliti
vegna stöðuveitingar í Hæstarétti.
Mjög þýðingarmikið er að þeir sem
eftirlit eiga að hafa með stjórnsýsl-
unni virði valdmörk sín ef þeir vilja
njóta trausts og trúverðugleika.
Umræða síðustu vikna hefur
einkum snúist um fyrrgreint álit
kærunefndarinnar og þá ákvörðun
dómsmálaráðherra að skipa Ólaf
Börk Þorvaldsson í embætti dóm-
ara við Hæstarétt. Flestir þeir sem
um málið hafa fjallað hafa lýst því
yfir að þeir efist ekki um hæfi Ólafs
Barkar til að gegna embættinu og
hefur umræðan því ekki beinst
gegn hans persónu. Einn er þó sá
maður sem dregið hefur umræðuna
niður á annað og lægra plan. Fyrir
skömmu var haft eftir Sigurði Lín-
dal fyrrum lagaprófessor í DV að
Ólafur Börkur hafi verið á meðal
þeirra umsækjenda sem minnst hafi
verið hæfir til að gegna embættinu
og var jafnframt haft eftir Sigurði
að hann hafi engan hitt í lög-
fræðistétt sem talið hafi Ólaf Börk
hæfastan umsækjenda. Staðhæf-
ingar Sigurðar um hæfni Ólafs
Barkar eru ómaklegar og rangar.
Margir lögfræðingar, m.a. lögmaður
þess umsækjanda sem kærði emb-
ættisveitinguna til kærunefndar
jafnréttismála, hafa tjáð sig um að
þeir telji Ólaf Börk mjög hæfan til
að gegna embættinu. Það hefur
Hæstiréttur einnig gert í umsögn
sinni um umsækjendur um emb-
ættið og dómsmálaráðherra með
skipan Ólafs Barkar í embættið.
Um álit kærunefndar jafnréttismála
um skipan í stöðu hæstaréttardómara
Þorsteinn Einarsson skrifar
um jafnréttislög og skipan
hæstaréttardómara ’Mjög þýðingarmikið er að þeir sem eftirlit
eiga að hafa með
stjórnsýslunni virði
valdmörk sín…‘
Þorsteinn Einarsson
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
ÞAÐ er meginregla í höfundarétti
að listaverk er eign
höfundar, hann einn
hefur rétt til að birta
það og sýna og ráðstafa
því á annan hátt.
Sá sem falsar mál-
verk brýtur því gegn
eignarétti höfundar og
skerðir höfundaheiður
hans. Fölsunin er fólg-
in í því að líkja eftir
höfundareinkennum
listamannsins og
merkja honum hið fals-
aða verk.
Fölsunin er brot
gegn eignarrétti og
sæmdarrétti lista-
mannsins og einnig
brot á ákvæðum al-
mennra hegningarlaga,
þegar falsarinn eða vit-
orðsmaður hans leitast
við að selja hið falsaða
verk og beita þar með
svikum og blekkingum
til að féfletta vænt-
anlegan kaupanda.
Í Héraðsdómi
Reykjavíkur var hinn
2. júlí 2003 kveðinn upp dómur í hinu
svokallaða „Málverkafölsunarmáli“. Í
dómsniðurstöðum er fjallað um rúm-
lega 100 málverk og pappírsmyndir
og kemst dómurinn að þeirri nið-
urstöðu að 42 listaverkanna séu föls-
uð og jafnframt eru leiddar verulegar
líkur að því að önnur tæplega 60
myndverk, aðallega pappírsverk, séu
einnig fölsuð. Vert er að hafa í huga
að mjög ríkar kröfur eru gerðar til
sönnunar í refsimálum og sönn-
unarbyrðin er ákæruvaldsins.
Athygli fjölmiðla og almennings
hefur fyrst og fremst beinst að refsi-
niðurstöðum dómsins og þeim ein-
staklingum sem ákærðir hafa verið.
Lítið hefur verið fjallað um það
menningarslys sem verknaður af
þessu tagi hefur í för með sér, bæði
hvað varðar höfundarheiður lista-
mannanna sem ranglega eru skráðir
höfundar hinna fölsuðu verka og jafn-
framt vegna þeirrar atlögu sem gerð
er að menningararfi þjóðarinnar.
Einnig er þetta alvarlegur skæru-
hernaður gegn hinum vanburðuga og
óþroskaða íslenska listaverkamark-
aði. „Málverkaföls-
unarmálinu“ hefur verið
áfrýjað til Hæstaréttar
og má vænta dóms frá
réttinum á þessu ári.
Þá blasir við, burtséð
frá refsiniðurstöðum, að
fjöldi málverka, sem
ýmist hafa verið dæmd
fölsuð og önnur sem
dómur hefur komist að
niðurstöðum um að
verulegar líkur bendi til
að séu fölsuð, verður af-
hentur hinum óheppnu
eigendum. Má þá gera
ráð fyrir að einhver
þessara málverka hefji
nýja hringferð á íslensk-
um málverkamarkaði og
hangi á nýjan leik á
veggjum íslenskra
heimila, fyrirtækja og
stofnana, yfirvöldum og
eigendum hinna fölsuðu
verka til skammar.
Það þarf að koma í
veg fyrir að þetta menn-
ingarslys endurtaki sig
og lifi áfram með þjóð-
inni. Það verður einungis gert með
því að ríkislögreglustjóri láti afmá
hinar fölsuðu höfundarmerkingar af
myndunum áður en þær verða af-
hentar eigendum. Ennfremur að lög-
gjafinn breyti höfundalögum með
nýju ákvæði sem heimili með dómi,
að gera fölsuð málverk upptæk, burt-
séð frá því hver er eigandi þeirra,
brotamaðurinn eða grandalaus þriðji
maður.
Hafa ber hugfast að fölsun mál-
verks er hugverkaþjófnaður, hið fals-
aða málverk er í raun verðlaus eign.
Að vernda slík eignarréttindi jafn-
vel þó þau séu á hendi aðila sem ekk-
ert var við fölsunarbrotið riðinn eru
lítilfjörlegir hagsmunir bornir saman
við vernd höfundarheiðurs lista-
manna og öryggis almennra borgara
á listaverkamarkaði.
Málverkafölsun er
hugverkaþjófnaður
Knútur Bruun skrifar
um höfundarétt
Knútur Bruun
’Hafa ber hug-fast að fölsun
málverks er
hugverkaþjófn-
aður, hið falsaða
málverk er í
raun verðlaus
eign.‘
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og formaður Myndstefs.