Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚ eru þeir dagar liðnir á Íslandi er allir vopnfærir menn gripu tól sín, kvöddu konur og börn og skunduðu til fjalla að drepa hænur. Fóru þá garpar um héruð með tækjaskaki, jeppadrunum og skot- hvellum stórum, um allar koppa- grundir, svo undir tók í fjöllunum. Það fór líka svo að leikurinn var að lokum skakkaður og rjúpan friðuð. Það var mikill skaði. Líða síðan margir fyr- ir skammsýni fárra. Þeir sem aðhyllast þá menn- ingu að lifa landið voru sviptir sambandi sem þeir hafa haft við það nær óslitið frá land- námstíð. Og ekki aðeins misstu tugþúsundir manna af þeirri lífsfyll- ingu að fara á fjöll til veiða, heldur misstu margir ferðaþjónustubændur spón úr aski sínum og afskekkt héruð tekjur. Ég hef lengi verið friðarsinni og sótt margan friðarfund í gegnum tíð- ina. En síðasta haust upplifði ég það að sækja ófriðarfund. Þá mótmæltu á Austurvelli nokkrir tugir manna rjúpnaveiðibanninu. Ég mætti gal- vaskur til að standa þar gegn því ger- ræðislega óréttlæti sem umhverf- isráðherra hafði beitt okkur veiðimenn. Eftir smá stund á vellinum fóru að renna á mig tvær grímur. Vopnabræður mínir voru margir all- svakalega vígalegir. Klæddir felulita- búningum að hermannasið, sumir með rauðar alpahúfur og í jökkum skreytt- um litríkum hernaðarmerkjum. Minnti holning sumra á fundinum meira á erlenda landgönguliða en inn- lenda náttúrunytjamenn. Það var ekk- ert í þessari millitarísku byssudýrkun sem þarna birtist sem tengist minni upplifun og áhuga sem veiðimaður. Fannst mér þá sem ég væri lentur í röngum félagsskap, með réttan mál- stað. En þó einstaka veiðimenn fari offari í stælum og græðgi fara langflestir fram af hófstillingu, ganga vel um landið og bera virðingu fyrir bráðinni. Þeir taka ekki meira en þeim nægir, fyrir sig og sína. Þeir njóta þess að lifa land í leit að bráð og gera sér grein fyrir að það eru forréttindi að fá dagstund að taka þátt í lífsbaráttu refs, fálka og rjúpu. Hryðjuverkamað- urinn í íslenskri náttúru sem verður að stöðva er minkurinn. Allt frá því að litlu skinnin sluppu úr minkabúum, út í náttúr- una, hafa þau unnið mik- il illvirki. Afkastamiklir mófugladráp- arar, eggjaþjófar og fiskbítar. Og rjúpnaréttir eru iðulega á mat- seðli þeirra. Tjónið sem minkurinn veldur er ómælt, en áætlað mikið. Ástandið er ekki gott. Rjúpna- veiðimenn sitja heima með skeifu og horfa á vopn sín ryðga. Greiðsla fyrir minkaskott er svo lítil að það tekur því varla fyrir veiðimenn að eltast við það. Á meðan fjölgar minkurinn sér eins og honum sé borgað fyrir það. Það eru upp ýmsar hugmyndir um hvernig ráðist skuli gegn minknum. Allt frá því að ríkisvæða veiðarnar að nýju í að frjálsir flokkar hugsjóna- manna gangi í málið. Þetta er vissulega rétti tíminn fyrir nýja hugsun, nýjar hugmyndir í bar- áttunni. Mig langar að stinga upp á einni sem er í anda samtímans um að leysa vandamál með sjálfbærum aðferðum. Látum rjúpuna útrýma minknum! Þetta hljómar, eins og margar nýj- ar hugmyndir gera í fyrstu – fárán- lega. En hvernig má þetta verða? Stjórnvöld setja nýja reglu sem tvinnar saman örlög minks og rjúpu. Veiðileyfi á rjúpu yrði úthlutað til þeirra sem leggja inn skott af villtum mink. Fyrir hvern mink sem hver veiðimaður skilar inn fær hann leyfi til að veiða nokkrar rjúpur. Hver yrðu áhrif svona reglu? Veiði- menn um allt land mundu halda til minkaveiða. Það yrði til markaður með minkaskott og rjúpnaleyfi sem gæfi atvinnuveiðimönnum færi á að hafa tekjur af minkaveiði án þess að stjórnvöld þurfi að borga krónu. Með aukinni sókn fækkar mink og fleiri rjúpnaungar komast á legg. Það myndi gera meira en að vega upp veiði rjúpnaveiðimanna og rjúpnastofninn stæði sterkari eftir. Jákvæð áhrif á annað fuglalíf yrðu einnig mikil. Fyrir okkur frístundaveiðimenn þýðir þetta ekki aðeins að við eigum aftur erindi á fjöll til rjúpnaveiða held- ur bætist við nýr veiðitúr á hverju ári – minkaveiðitúrinn! Kannski kæmi þessi hugmynd meira segja á friði milli stjórnvalda, náttúruverndarfólks og veiðimanna. Pæliði í því! Rjúpan útrýmir minknum Sverrir Björnsson skrifar um veiðar á mink og rjúpu ’Fyrir hvern mink semhver veiðimaður skilar inn fær hann leyfi til að veiða nokkrar rjúpur.‘ Sverrir Björnsson Höfundur er hönnuður. ÍSLAND er líklega umhverfis- vænsta iðnaðarland í heimi. Megin- skýringin á því er, að mikill og sívax- andi hluti orku- notkunar landsmanna er vistvænn, þ.e.a.s. orkan kemur úr end- urnýjanlegum orku- lindum. Þetta hlutfall vatnsfalla og jarð- varma nemur nú rúm- um 70%. Það sem út af stendur, 30%, kemur nánast allt frá elds- neytisbrennslu far- artækja á láði, legi og í lofti. Með vaxandi ál- iðnaði í landinu vex hlutur vistvænnar orkunotkunar, en einnig er verðugt markmið að draga úr eldsneyt- isnotkun bílaflotans, skipanna og loftfaranna með því að létta farkost- ina, t.d. með áli, og vetnisvæða þá. Þáttur álsins Bílaframleiðendur auka nú hlutdeild áls í nýjum bílum með hverju árinu. Nemur álmassi nú að jafnaði næstum 90 kg á bíl og gæti vel tvöfaldazt á næstu 20 árum og náð jafnvel 200 kg. Þá mundi meðalbíllinn léttast um 100 kg, sem þá mun leiða til mikils elds- neytissparnaðar, er fram líða stund- ir, því að árlega koma tæplega 40 milljónir nýrra bifreiða út á vegina á heimsvísu. Lauslega áætlað mun þessi hlut- deild álsins í bílaflota heimsins, 200 kg/bíl, draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda frá umferðinni um a.m.k. 300 milljónir tonna á ári. Til sam- anburðar mun áliðnaðurinn líklega losa um 60 millj. t/a af jafngildi kol- efnistvíildis, CO2, út í andrúmsloftið, þegar þessu marki verður náð eða 20% af ávinningnum. Sé losun viðkomandi orku- vera, sem sjá álverunum fyrir raforku, tekin með í reikninginn, hækkar þetta hlutfall í 70%. Margir telja hlýnun lofthjúps jarðar vera mestu umhverfisvá á okk- ar tímum og tengja hana mengun frá mannkyni. Af þessum ástæðum er eng- in goðgá að kalla álið um- hverfisvænan málm. Nýr orkumiðill Þekktar og sannreyndar olíulindir heimsins munu duga í 35 ár eða til 2040 miðað við núverandi olíunotkun. Öruggt er þó, að meira mun finnast og nýtingin batna. Hins vegar fjölgar mannkyni enn, og orkunotkun á mann fer vaxandi með aukinni hag- sæld af völdum hnattvæðingar við- skiptanna. Samkvæmt lögmáli fram- boðs og eftirspurnar mun olíuverð hækka, þó að það muni vafalaust sveiflast hér eftir sem hingað til. Af þessum sökum ber nauðsyn til að finna orkumiðil í stað olíu og bens- íns. Ýmsir fræðimenn hafa fyrir löngu bent á, að vetni eða vetnisafurðir gætu orðið orkumiðill framtíðarinnar og knúið öll samgöngutæki. Auðvelt er að framleiða vetni úr jarðefnaelds- neyti, t.d. gasi, en slík vinnsla er ósjálfbær til frambúðar, þar sem hún Léttlest – umferð og umhverfisvernd Bjarni Jónsson skrifar um umferðarmál Bjarni Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.