Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 27
Styrkjum börn frá efnalitlum heimilum á Íslandi óháð búsetu til dvalar
í sumarbúðum eða til þátttöku í leikjanámskeiðum. Fjárgæsluaðili er
Íslandsbanki Garðabæ og liggja gíróseðlar frammi í öllum útibúum
bankans. Söfnunarsíminn er 901 5050, með innhringingu gjaldfærast
500 krónur á reikning þess sem hringir. Bankareikningur verkefnisins
er 0546-26-6609 kt: 660903-2590
Verndari söfnunarinnar er Árni Johnsen fyrrv. alþingismaður.
Með kveðju, Árni Johnsen og Fjölskylduhjálp Íslands
Hlúum að íslenskum börnum
S
kr
ým
ir
h
ö
n
n
u
n
2
0
0
4
Dönsk-íslensk orðabók er
viðamesta og glæsilegasta
orðabók um grannmálin í
norðri sem gefin hefur verið út
á Íslandi. Hún er einkar
aðgengileg og handhæg öllu
skólafólki og þörf handbók á
heimilum og vinnustöðum.
Bókin hefur verið ófáanleg um
tíma en kemur nú í annarri
útgáfu, talsvert aukin og
endurbætt.
Rúmlega 1000 blaðsíður
Liðlega 46000 uppflettiorð
Fjölmörg orð af sérsviðum,
valin í samvinnu við
sérfræðinga
Núgildandi dönsk stafsetning
Beygingar og önnur
málfræðiatriði í samráði við
Danska málnefnd
Vandaður frágangur og læsilegt
letur
Eiguleg gjöf!
edda.is
Loksins
fáanleg afturer óvistvæn og háð framboði og verð-lagi á takmarkaðri auðlind. Rafgrein-ing vatns er aftur á móti sjálfbær að-ferð til að framleiða vetni, efrafmagnið kemur frá endurnýjanleg-um orkulindum, eins og jarðvarma
eða vatnsföllum. Sá hængur hefur
verið á þessari aðferð, að hún hefur
verið dýrari en vinnslan úr jarðefna-
eldsneyti. Nú er olíuverð hins vegar
komið upp í um 35 USD/tunnu og
ætla má, að jafnaðarverð olíunnar
þurfi aðeins að hækka um 15 % til við-
bótar til að rafgreining úr vatni með
rafmagni úr íslenzkum orkulindum
geti orðið arðsöm.
Íslenzkt orkukerfi
Jarðhiti hentar einkar vel til fram-
leiðslu vetnis. Framleiða má vetni úr
gufunni með rafstraumi og þarf þá
minna rafmagn en ella. Ennfremur
dugar ótryggð orka til vetnisfram-
leiðslu, sem er ódýrari en forgangs-
orka. Nú fara árlega um 435 kt (þús-
und tonn) af eldsneyti á íslenzka bíla
og skip. Til að knýja þessa farkosti
með vetni þyrfti 81 kt og til að fram-
leiða það þyrfti um 4300 GWh af raf-
orku eða virkjun að uppsettu afli á
borð við Kárahnjúkavirkjun.
Þetta er aðeins um fimmtungur
þeirrar raforku, sem talið er að fram-
leiða megi á íslenzkum háhitasvæð-
um, og slík orkuvinnsla mundi falla
vel að íslenzkri orkustefnu og orku-
kerfi. Ef vetni yrði einnig notað til að
knýja þotuhreyfla, yrði nánast öll
orkunotkun landsmanna af vistvæn-
um toga, og yrðu Íslendingar senni-
lega fyrstir iðnvæddra þjóða til að ná
því marki.
Í þessu sambandi má geta þess, að
hlutfall vistvænnar orkunotkunar í
ESB (Evrópusambandinu) er aðeins
7%. Þar á bæ setja menn markið á
15% árið 2020 og þurfa að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda um 200
milljónir tonna árið 2012 vegna
Kyoto-samkomulagsins, en það þykir
harla vonlaust, nema með því að
fresta lokun kjarnorkuvera.
Samgöngur á landi
Samgöngutæki á landi nota tæplega
helming alls eldsneytis á Íslandi. Í
þetta fer verulegur og vaxandi gjald-
eyrir og eldsneytisbruna fylgir um-
talsverð mengun. Þróunin, sem hér
hefur verið lýst, mun þó draga úr
þessu vandamáli hérlendis þegar á
fyrsta fjórðungi þessarar aldar.
Í þessu ljósi er óskiljanlegt, að
borgaryfirvöld Reykjavíkur (R-list-
inn) skuli nú gæla við þá hugmynd að
rífa upp götur borgarinnar til að
koma þar fyrir járnbrautarsporum
fyrir léttlest. Hún er sett til höfuðs
einkabílnum, sem þó hefur unnið sér
hefð hérlendis sem langþægilegasta
samgöngutækið. Hérlendis eru engir
innviðir fyrir sporbundin samgöngu-
tæki og þyrfti að þróa þá frá grunni.
Tap léttlestafyrirtækis gæti numið 4
milljörðum króna á hverju ári, og bíl-
eigendum yrði sendur reikningurinn.
Tapið á „Strætó“ mundi vart minnka
við nýja samkeppni. Nær væri að
auka öryggi gatnakerfisins.
’Tap léttlestafyrir-tækis gæti numið
4 milljörðum króna
á hverju ári.‘
Höfundur er rafmagnsverk-
fræðingur.
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122