Morgunblaðið - 23.04.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 29
rlmennsku-
g ofbeldis-
arla og
við unga ís-
menn og
rnig sjálfs-
a mótast út
dum um
u.
g karla er
eldi, þeir
morð, lík-
g sjálfs-
bera ábyrgð
g ofbeldið
að, sérstak-
þrótta,
g alþjóða-
yfirráð sem,
óta menn-
og hegðun
vort þeir
nist þeir
ð þeir séu
kki.“
ri nið-
varinu við
karlar
sexuality)
dishegðun
ynverund
ju einkenni
jórnsemi
sk í fari
ndirgefni
na en hlut-
tt afleiðing
t í kynver-
í kynverund
um við
hafi komið
em klæði
sig á kynferðislega ögrandi hátt séu
álitnar senda ákveðin skilaboð með
klæðaburðinum. Vegna undirgefn-
isstöðu kvenna sækist sumar þeirra
eftir völdum á þennan hátt en völdin
séu með skilyrðum að karlar sam-
þykki þau.
„Það er þeirra að skilgreina skila-
boð með klæðnaðinum. Karlar sem
hafa áhuga á að nauðga konum geta
því skilgreint og túlkað aðstæður
sér í hag og valið þá réttlætingu sem
hentar þeim best.“
Guðrun segir að í viðtölum við
unga bandaríska karla hafi kynferð-
isleg hlutgerving kvenna komið
greinilega í ljós. „Myndlíkingar á
borð við: kynlíf er árangur, kynlíf er
það að vera þjónað af konu, og kyn-
líf er veiði eru notaðar til að lýsa
ólíkum hlutverkum kynjanna í kyn-
lífi. Kynlíf er sem sagt eitthvað sem
karl þarfnast og kona sinnir.“
Guðrún bendir á að í viðtölum við
karla í Bandaríkjunum sem hafa
nauðgað segi þeir að nauðgunin hafi
sprottið af löngun í kynlíf, aðallega
vegna þess að fórnarlambið hefði
ögrað þeim með útliti sínu, þá hafi
langað til þess, þeim hafi ekki fund-
ist neitt athugavert við það og þeir
teldu ólíklegt að þeim verði refsað
fyrir. „Þegar öllu er á botninn hvolft
eru nauðganir skiljanlegar menn-
ingarbundnum gildum. Í menningu
karla þar sem áhersla er lögð á árás-
argirni, styrk harðneskju, yfirráð
og samkeppni og skilningur ríkir á
mikilvægi þess að sigra, að vera
æðri, að drottna og að stjórna, er
ekkert dularfullt við nauðganir því
þær eru einfaldlega sterkar birting-
armyndir þessar hugmynda,“ segir
Guðrún.
þar sem
ynjanna
m hjá sam-
kt réttlætir
t.d. að undir
enn auðveld-
t fyrir sjálf-
nabliki. Þess
ægt að karlar
og ræða um
anna kemur.
rlar nauðga
uðganir sem
rlmanna sem
a burt.
í vikunni að
ir til þess að
ð hafa nánast
a átak okkar
Við finnum að
í fólki með
rgildi
átak á borð
ert forvarn-
éu bein áhrif
m síðar. Fjöl-
álinu mikinn
hægt er að
halda svona umræðu gangandi
áfram, þ.e. um það að karlmenn sýni
samábyrgð í sambandi við nauðganir,
þá geti það haft mikil áhrif. Við lítum
svolítið á þetta sem framtíðarverk-
efni karlmanna. Þótt karlar geri sér
eflaust grein fyrir alvarleika og áhrif-
um nauðgunar er þörf á að velta þess-
um málum fyrir sér og þá sérstaklega
að karlar ræði þessa hluti saman. Það
er aðalatriði að mínu mati. Það hefur
vantað svolítið upp á að karlar líti á
þetta sem sitt mál. Þetta hefur alltaf
verið að mestu leyti á könnu kvenna
en við höfum verið að beina okkar
skilaboðum til karlmanna. Við eigum
að geta verið stoltir af því að vera
karlmenn og hluti af því er að reyna
að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi
– í hvaða mynd sem það birtist.
Karlahópur Femínistafélags Ís-
lands hefur mikinnn áhuga á þessum
hlutum og jafnréttisumræðunni og
öllu sem lýtur að körlum og karl-
mennsku. Og það er virkilega gaman
að fá tækifæri til þess að ræða þessa
hluti við fólk, bæði karla og konur,“
segir Arnar.
Morgunblaðið/Golli
lmar G. Sigmarsson úr Karlahópi Femínistafélags
öt á Laugaveginum. James Jeffords hefur veriðþingmaður fyrir sam-bandsríkið Vermont ínorðaustanverðum
Bandaríkjunum í þrjá áratugi,
fyrst sat hann í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings fyrir repúblik-
ana en 1988 var hann kjörinn öld-
ungadeildarþingmaður. Fyrir
tveim árum var nafn hans á allra
vörum. Haustið 2000 fór svo að
repúblikanar og demókratar
fengu 50 sæti hvorir í deildinni, í
fyrsta sinn í sögu landsins var
staðan jöfn. Samkvæmt reglum á
varaforseti Bandaríkjanna, sem er
forseti deildarinnar, þá að beita at-
kvæðisrétti sínum til að koma í
veg fyrir sjálfheldu. Jeffords yf-
irgaf eftir árangurslaust samn-
ingaþóf sinn gamla flokk 2001 og
gerðist óháður þingmaður. Allt í
einu voru demókratar komnir með
meirihluta og staða stjórnar
George W. Bush forseta versnaði
mjög.
Jeffords, sem verður sjötugur í
maí, kom hingað til lands í liðinni
viku í stutta heimsókn ásamt eig-
inkonu sinni og þremur ráðgjöf-
um. Hann hefur einkum beitt sér í
gegnum árin á sviði umhverfis-
verndar og menntamála. Hann
kom hingað einkum til að kynna
sér stefnu Íslendinga á sviði orku-
mála og var spurður hvort hann
hefði lært eitthvað.
„Já ég er mjög hrifinn af því
sem ég hef séð hér. Hugtakið end-
urnýjanlegir orkugjafar hefur svo
sannarlega merkingu hér og líka í
mínu heimaríki. En við erum á eft-
ir ykkur í svo mörgu tilliti, ekki
eingöngu hvað snertir hönnun
slíkra orkulausna heldur nýtingu
þeirra almennt. Við getum lært
margt hér og ég er kominn hingað
til að stela leyndarmálunum ykk-
ar! Ég hef einkum áhuga á að
kynna mér vatnsorku og jarðhita
til að framleiða vetni sem er orka
framtíðarinnar, að mínu áliti.
Vermont liggur að Kanada sem
hefur einnig verið framarlega á
þessu sviði og við fylgjumst því
líka vel með því sem þeir eru að
gera. Ég vil reyndar minnast á að
ég dáist mjög að því sem þið eruð
að gera í menntamálum, því sem
gert er hér fyrir lítil börn. Ástand-
ið hjá okkur er ekki nógu gott og
við getum lært mikið af stefnu
ykkar á sviði menntunar ungra
grunnskólabarna.“
Þar sem vetni er ekki orkugjafi
þarf að afla orku annars staðar frá
til að framleiða það til að ná m.a.
því markmiði að minnka losun
koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Oft er
rætt um að reisa hérlendis vatns-
aflsvirkjanir til að framleiða vetni.
Jeffords er spurður hvort menn
geti stundum orðið að fórna
óspilltri náttúru til að bæta and-
rúmsloftið. Hann viðurkennir að
svo geti farið.
„Menn geta þurft að sætta sig
við slíkar málamiðlanir. En mik-
ilvægast er að nýta og skapa fleiri
endurnýjanlegar orkulindir en nú.
Skilningurinn meðal kjósenda fer
vaxandi á nauðsyn þess að nýta
endurnýjanlegar auðlindir og
draga úr ofnýtingu þeirra sem
gengið er stöðugt á, nýting þeirra
veldur auk þess tjóni.“
– Stjórn Bush forseta hefur
neitað að staðfesta Kyoto-bók-
unina gegn losun gróðurhúsaloft-
tegunda. Er stuðningur mikill við
hana í öldungadeildinni?
„Það er stuðningur við hana en
sennilega ekki meirihluti. Við gæt-
um samt hugsanlega unnið at-
kvæðagreiðslu um Kyoto-bók-
unina. Menn gera sér æ betur
grein fyrir nauðsyn hennar og
næstu kosningar munu hafa mikil
áhrif á það hvaða stefnu við tök-
um. Ég er sæmilega vongóður. Ég
er óháður, sá eini af því tagi í deild-
inni, en ég held að við fáum Kyoto-
bókunina samþykkta eftir næstu
kosningar í haust.
Íhaldsmenn gegn alþjóð-
legum samningum
Mín tilfinning er að skilningur
vaxi hratt meðal þjóðarinnar á
þörfinni fyrir endurnýjanlegar
orkulindir og frammistaða forset-
ans á sviði bætts andrúmslofts sé
skelfileg. Bush er forseti óhreina
loftsins, vinir hans eru frammá-
menn í fyrirtækjunum sem fram-
leiða orku með kolum og vilja auka
kolanotkunina, þeim finnst það
snjöll hugmynd. Ég er ósammála
því.“
– Ég hef lesið yfirlýsingu sem
þú gafst um stefnumál þín á fundi í
klúbbi fréttamanna í Washington í
fyrra. Mér finnst þú kenna Bush
um allt slæmt í umhverfismálum.
Er það sanngjarnt?
„Nei ég kenni honum ekki um
þetta allt. En hægrimenn og
íhaldsmenn eru andvígir öllum al-
þjóðlegum samningum sem hefta
frelsi okkar í Bandaríkjunum.
Þeim er illa við að gera eitthvað ef
notuð er sú forsenda að öðrum
þjóðum finnist tillögurnar góðar.
Þeir benda á að kol séu ódýr en við
segjum að það sé ódýrt fyrir okkur
að vinna orku úr þeim, hins vegar
sé kostnaðurinn mikill fyrir um-
hverfið og loftið sem við öndum að
okkur.“
Jeffords er minntur á að Banda-
ríkjamenn séu oft skammaðir fyr-
ir að bruðla með orku, þeir aki
meðal annars um á þungum og
eyðslufrekum bílum. Hann er
spurður hvort þessi lífsmáti sé lík-
legur til að breytast á næstunni og
hvort bensínverð, sem er mjög
lágt vestanhafs miðað við Evrópu-
löndin, verði hækkað með skatt-
lagningu. Jeffords virðist eiga erf-
itt með að ímynda sér að hægt sé
að skattleggja bensín jafnmikið og
gert er hér á landi og víðar og þarf
að fá málið vandlega útskýrt.
„Ég held að breyting verði á
hugsunarhættinum hjá okkur, við
lifum í alþjóðlegum heimi og öll
verðum við að búa saman. Ef við
vinnum ekki saman munum við öll
spilla umhverfinu, við verðum að
bæta andrúmsloftið og tryggja að
vatn spillist ekki.
En ég held ekki að miklar líkur
séu á að bensín verði skattlagt hjá
okkur. Það yrði ekki vinsælt!
Margt annað er hægt að gera. Lög
gegn útblæstri verða hert með
nýjum stöðlum þótt forsetinn, sem
„Bush er forseti
óhreina loftsins“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
James Jeffords, eini óháði þing-
maðurinn í öldungadeildinni:
„Konan mín var ein af þeim sem
stjórnuðu kosningabaráttu
Deans og heimilisfriðurinn er
líka mikilvægur! En Kerry mun
sigra.“
’ En ég held ekkiað miklar líkur
séu á að bensín
verði skattlagt hjá
okkur. Það yrði
ekki vinsælt!‘
kjon@mbl.is
nú er við völd, hagi sér herfilega í
þessum efnum. Og kröfur um
minni bensíneyslu verða auknar.
Næsti forseti verður miklu áhuga-
samari um umhverfið og alþjóð-
legt samstarf.“
Gegn stríðinu í Írak
Jeffords er spurður hvort hann
hafi, eins og forsetaefni demó-
krata, John Kerry, greitt atkvæði
á sínum tíma með heimild til Bush
um að nota hervald gegn Saddam
Hussein ef forsetinn teldi það
nauðsynlegt.
„Nei ég greiddi atkvæði gegn
því. Ég var mjög andvígur því að
ráðast inn í Írak. Bush hefði átt að
vinna með Sameinuðu þjóðunum,
við hefðum átt að láta alþjóðasam-
félagið um að ákveða hvað væri
rétt að gera með tilliti til írösku
þjóðarinnar. Við hefðum ekki átt
að ákveða einhliða að gera árás.
Ég studdi árás föður núverandi
forseta, George Bush eldri, þegar
hann réðst á Íraka 1991 vegna
Kúveit-málsins. En ég er eindreg-
ið þeirrar skoðunar að við höfum
gert mikil mistök með innrásinni
núna. Ég held að styrjöld hafi
aldrei verið rétta lausnin á Íraks-
vandanum.
Ég trúði því aldrei að Saddam
Hussein ætti þessi gereyðingar-
vopn. Ég var á óteljandi fundum
þar sem farið var yfir gögn um
vopnin en það voru engar sannanir
fyrir tilvist þeirra. Menn bjuggu
til það sem þeir þurftu vegna þess
að þeir vildu fara í stríð. Ég held
að forsetinn hafi viljað fara í stríð
einfaldlega vegna þess að faðir
hans stöðvaði stríðið 1991 of fljótt,
ef sonurinn sigraði núna myndi
hann geta unnið kosningarnar
2004. Ég er að ýkja núna! En ég
held að þetta hafi verið gert ein-
vörðungu af pólitískum ástæðum
og það var gersamlega óverjandi.“
Aftur í oddaaðstöðu?
– Um tíma gerðu báðir flokk-
arnir hosur sínar grænar fyrir þér
vegna þess að afstaða þín gat ráðið
úrslitum. Gerirðu ráð fyrir að aft-
ur geti komið upp sama staða og
flokkarnir verði jafn stórir í deild-
inni?
„Ég veit það ekki, ég geri bara
það sem ég held að sé best fyrir
heimaríki mitt, Vermont, og læt
afstöðu fólksins þar og tilfinningu
ráða mjög gerðum mínum. Þetta
snerist ekki um mína persónu, ég
taldi að á þennan hátt gæti ég bet-
ur náð markmiðum eins og því að
koma á umbótum í menntamálum.
Áætlun forsetans á sviði mennta-
mála er mjög gölluð. Það var þetta
sem leiddi til þess að ég varð óháð-
ur, aðalástæðan var stefna
repúblikana í menntamálum, hitt
var stefnan í umhverfismálum og
seinna komu auðvitað Íraksmálin
upp.“
– Þú hefur sakað Bush um
hægriöfgar. En er hugsanlegt að
þú hafir verið yst til vinstri í
flokknum? Hversu sjálfstæðir
geta bandarískir þingmenn verið
gagnvart eigin flokki?
„Ég var sennilega vinstra meg-
in í flokknum en ég var mjög sjálf-
stæður. Ég er mikill miðjumaður,
mér er illa við öfgar og vil stuðla að
málamiðlunum og sáttum. Við höf-
um hver eitt atkvæði og þegar litlu
munar getur hvert atkvæði skipt
miklu. Þetta eina atkvæði mitt
breytti gersamlega valdahlutfall-
inu í öldungadeildinni en staðan
var einstök, flokkarnir voru áður
jafn öflugir í deildinni. Þegar stað-
an er svo einstök og maður vill ná
ákveðnu markmiði, hjá mér sner-
ist þetta um mennta- og umhverf-
ismál, þá er tækifæri til að breyta
stöðunni til að auka vægi vinstri-
sjónarmiða.“
Í kvartett með Ashcroft
– Hvernig voru samskiptin við
fyrrverandi félaga þína í deildinni
fyrst eftir að þú yfirgafst flokkinn?
„Ekki neitt sérstaklega vinsam-
leg! En sumir vinir mínir sýndu
mér skilning. Ég var félagi í kvart-
ett með Trent Lott, leiðtoga
repúblikana í deildinni, um tíma
var John Ashcroft, núverandi
dómsmálaráðherra, með okkur en
sá fjórði var Larry Craig frá
Idaho, besti söngvarinn í hópnum.
Það var mesti missirinn fyrir mig
þegar þeir ráku mig úr kvartettin-
um. Verst þótti mér að þeir sögðu
allir að ég hefði verið rekinn fyrir
að syngja svo hræðilega illa, það
var mjög særandi,“ segir Jeffords
hlæjandi.
En þorir hann að spá núna um
úrslit forsetakosninganna í nóv-
ember? „Já John Kerry vinnur.
Hann er sessunautur minn í öld-
ungadeildinni. Mér líkar ágætlega
við hann og tel að hann muni vaxa í
starfi sem forseti, ná tökum á því.
Hann verður góður forseti. How-
ard Dean er náinn vinur minn og
ég hefði viljað að hann hefði orðið
frambjóðandi demókrata, ég sagði
það nánast umbúðalaust á sínum
tíma. Hann er sjálfur frá Vermont.
Konan mín var ein af þeim sem
stjórnuðu kosningabaráttu Deans
og heimilisfriðurinn er líka mikil-
vægur! En Kerry mun sigra.
Auðvitað getur margt gerst
næstu mánuði, ef Íraksmálin
verða ekki jafn ofarlega á baugi og
núna gæti það haft sín áhrif. Efna-
hagsmálin eru mikilvæg en ég
held að Írak og líklega umhverf-
ismálin verði afgerandi, Kyoto-
bókunin og annað þeim tengt.
Forsetinn sem nú situr hefur
teygt sig afskaplega langt til að
þóknast þeim sem vilja fá að
menga andrúmsloftið með kola-
reyk,“ segir James Jeffords, öld-
ungadeildarþingmaður frá Ver-
mont.
Bandaríski öldungadeildarþing-
maðurinn James Jeffords sagði sig
úr flokki repúblikana 2001 og er nú
óháður þingmaður. Kristján Jónsson
ræddi við Jeffords sem er mikill
umhverfisverndarsinni og er enginn
aðdáandi George W. Bush.