Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 30
MINNINGAR
30 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haraldur Blön-dal hæstaréttar-
lögmaður var fædd-
ur í Reykjavík 6. júlí
1946. Hann lést 14.
apríl síðastliðinn.
Haraldur var sonur
hjónanna Kristjönu
Benediktsdóttur og
Lárusar H. Blöndals
bókavarðar. Systkin
Haralds eru: 1)
Benedikt, hæstarétt-
ardómari, f. 11. jan-
úar 1935, d. 22. apríl
1991. Hann var
kvæntur Guðrúnu
Karlsdóttur, húsfreyju. 2) Halldór,
forseti Alþingis, f. 24. ágúst 1938.
Hann er kvæntur Kristrúnu Ey-
mundsdóttur, framhaldsskóla-
kennara. 3) Kristín, framhalds-
skólakennari, f. 5. október 1944, d.
11. desember 1992. Hún var gift
Árna Þórssyni, lækni. 4) Ragnhild-
ur, bókasafnsfræðingur, f. 10.
febrúar 1949. Eiginmaður hennar
er Knútur Jeppesen, arkitekt.
Haraldur kvæntist Sveindísi
Steinunni Þórisdóttur, læknarit-
ara, f. 1. desember 1944. Börn
Haralds og Sveindísar eru: 1) Mar-
grét, myndlistarmaður, f. 28. jan-
úar 1970, barn hennar með Magn-
úsi Sigurðarsyni, myndlistar-
manni, er Sölvi Magnússon, f. 8.
nóvember 1991. 2) Steinunn,
hjúkrunarfræðingur, f. 10. apríl
1973, sambýliskona hennar er
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, al-
þjóðaritari. 3) Sveinn, nemandi, f.
21. mars 1981. Haraldur og Svein-
dís skildu. Barn með Ingunni Sig-
nefnd til að endurskoða lög og
reglur um íslenska þjóðfánann
1995. Hann var formaður nefndar
um framtíð Reykholts í Borgar-
firði 1986–1988, formaður Rann-
sóknanefndar sjóslysa 1984–1991
og 1997–2000, formaður umferð-
arnefndar Reykjavíkur frá 1986–
1994 og formaður mönnunar-
nefndar frá 2000. Hann var í
stjórnarnefnd Borgarbókasafns
1974–1978 og í framtalsnefnd
Reykjavíkur frá 1982.
Haraldur sat í stjórn SUS 1973–
1979 og var varaform. 1977–1979.
Hann var varaborgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík 1986–
1994 og jafnframt varamaður í
ýmsum nefndum borgarinnar,
m.a. hafnarstjórn. Hann var vara-
maður í útvarpsráði 1983–1991, í
yfirkjörstjórn Reykjavíkur frá
2001, en varamaður frá 1997. Har-
aldur var leiklistargagnrýnandi
DV um skeið, formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur 1980–1981.
Hann var löggiltur uppboðshald-
ari listmuna og bóka frá 1976.
Haraldur var formaður skák-
félagsins Mjölnis 1978–79, hann
var stjórnarmaður í Skáksam-
bandi Íslands frá 2001, einn af
stofnfélögum skákfélagsins
Hróksins og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum innan skákhreyfing-
arinnar. Haraldur skrifaði fjölda
greina um þjóðmál í blöð, var um
árabil fastur dálkahöfundur í Vísi
og DV. Hann annaðist um skeið
stjórnmálaskrif í Morgunblaðið.
Haraldur var ritstjóri Íslendings-
Ísafoldar fyrir alþingiskosningar
1971 og 1974. Hann var sæmdur
gullmerki stúdentafélags Reykja-
víkur 1981.
Sálumessa verður sungin Har-
aldi í Kristskirkju í Landakoti í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
urgeirsdóttur, f. 18.
maí 1944: Þórarinn,
myndlistarmaður, f.
24. október 1966.
Hann er kvæntur
Hönnu Hlíf Bjarna-
dóttur, snyrtifræð-
ingi. Barn þeirra er
Marsibil, f. 2. nóvem-
ber 1998. Þórarinn á
Gunnar Örn, f. 17.
ágúst 1991, og Unnar,
f. 8. maí 1995.
Haraldur lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri
árið 1966 og lögfræði-
prófi frá HÍ 1972. Hann var blaða-
maður á Morgunblaðinu á náms-
árunum og stundaði hvalskurð á
sumrin. Haraldur varð héraðs-
dómslögmaður 1977 og hæstarétt-
arlögmaður 1982. Hann var
fulltrúi hjá Tollstjóranum í
Reykjavík 1972–1973, kennari við
Barna- og unglingaskólann í
Borgarnesi 1973–1974 og fulltrúi
hjá Sementsverksmiðju ríkisins
1974–1975. Hann var fulltrúi á
málflutningsskrifstofu Ágústs
Fjeldsted, Benedikts Blöndals og
Hákonar Árnasonar 1975–1988.
Haraldur rak eigin málflutnings-
stofu ásamt Ágústi Fjeldsted og
Skúla Th. Fjeldsted frá 1988–
1992, en síðan einn. Hann var
stundakennari í sjórétti við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík 1978–
1991.
Haraldur átti sæti í ýmsum
nefndum. Hann var í lagahreins-
unarnefnd, sem skipuð var af Al-
þingi og starfaði 1985–1990 og í
Þegar ég hugsa um Harald frænda
minn ljómar hann af hreysti og kát-
ínu. Hann réttir fram hendurnar,
brosir út að eyrum og segir: „Sæl,
frænka mín.“ Ég sé af glampanum í
augunum að nú fæ ég að heyra góða
sögu, sagða af leiftrandi húmor og
skemmtilegheitum; sem sögumaður
átti Halli ekki sinn líka.
Ég kynntist Haraldi föðurbróður
mínum þegar hann bjó hjá foreldrum
mínum fyrir norðan. Halli var í
menntaskóla og ég aðeins fjögurra
ára gömul og eignaðist litla systur.
Við vorum hrifin af litlu mannverunni
sem gerði svo sem ekki mikið til að
byrja með en ég er ekki frá því að hún
hafi náð að fá ýmislegt frá Halla engu
að síður; hún varð að minnsta kosti
stríðnari þegar fram liðu stundir en
við eigum að venjast í okkar legg.
Þennan vetur varð Halli minn
uppáhaldsfrændi. Hann gerði líka allt
sem góðir frændur gera; spilaði
lönguvitleysu, setti mig á háhest og
söng kankvís Ranka var rausnarkerl-
ing. Árið eftir flutti Halli. Þótt ég
muni ekki eftir því, man ég þeim mun
betur hvað ég varð glöð þegar amma
sendi mig eftir honum í sunnudags-
mat. Það var sporléttur telpukrakki
sem hljóp í gegnum miðbæ Akureyr-
ar og upp kirkjutröppurnar til að ná í
Halla frænda því engan hafði hann
símann frekar en aðrir menntskæl-
ingar á þessum tíma.
Halli hélt áfram að heimsækja
móðurforeldra mína eftir að hann
flutti suður. Það lifnaði yfir Brekku-
götunni þegar Halli kom. Sérstak-
lega var amma í essinu sínu ef hún
gat haft hann út af fyrir sig um stund.
Þau höfðu bæði mikinn áhuga á sagn-
fræði og um sögu gátu þau setið og
skeggrætt lengi dags. Þá fékk ég að
hlusta ef ég lét lítið fyrir mér fara.
Fyrr eða síðar hlaut talið ævinlega að
berast að Þýskalandi fyrir stríð.
Amma hafði gaman af því að segja
Halla frá uppvaxtarárum sínum, for-
eldrum sínum og fjölskyldu. Hvernig
Þýskaland breyttist eftir því sem nær
dró stríðinu og hvernig það var að
vera á Íslandi og vita fólkið sitt í
styrjöld. Halli var áhugasamur hlust-
andi og yrði amma döpur, gat hann á
svipstundu fengið hana til að snúa
huga sínum að öðru og skemmtilegra.
Einhvern veginn gátu þau ævinlega
tekið upp þráðinn að nýju þar sem frá
var horfið, jafnvel þótt mánuðir eða
ár liðu á milli. Svo kom að því að Halli
veitti ömmu minni örlitla hlutdeild í
sögulegum atburði í borginni sem
henni hafði þótt svo vænt um fyrir
stríð. Hann hringdi í hana frá Berlín
til að leyfa henni að heyra hávær
fagnaðarlætin þegar múrinn féll.
Þess átti hún oft eftir að minnast.
Það er erfitt að trúa því að þessi
frændi minn, sem með sinni sterku
nærveru setti svip sinn á umhverfið
hvar sem hann kom, skuli vera far-
inn. Þótt vitað hafi verið um hríð
hvert stefndi, er ekki hægt að búa sig
undir fráfall þess sem deyr fyrir ald-
ur fram.
Við kveðjum góðan dreng með eft-
irsjá. Ég mun sakna þess að vera
„frænka mín“ og stundum „vina mín“
sem hljómaði öðruvísi og betur þegar
hann sagði það. En best var þó að
vera „Ranka mín“ því það sagði Halli
af svo mikilli hlýju.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
sendum börnum og barnabörnum
Halla, systkinum og ástvinum öllum,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Ragnhildur Blöndal.
Haraldur Blöndal er látinn. En það
er ógerningur að hugsa um Halla í
þátíð vegna þess að í hvert sinn sem
mér verður hugsað til hans stendur
hann mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum með glampa í augunum og
bros læðist fram á varirnar, líkast til
vegna þess að hann hefur fundið rök-
semdina, sem hefur fengið öll mótrök
til að hrynja eins og spilaborg eða
lagakrókinn, sem kippir stoðunum
undan málflutningi mótherjans;
dregið fram hálfgleymda sögulega
staðreynd, sem gerir viðtekna sögu-
skoðun tortryggilega; eða teflt fram
eitruðu peði, sem andstæðingurinn
hefur gleypt án þess að átta sig.
Minningabrotin streyma fram:
Halli situr í fjölskylduboði hjá for-
eldrum sínum og teflir blindskák á
tveimur borðum við systkinabörn sín
og þau spyrja sig hvaða galdur búi að
baki. Halli gefur nokkur góð ráð í
bardagalist en sem betur fer hefur
aldrei reynt á ágæti þeirra. Í litlu
herbergi, sem ber nafnið Kreml, í
Hvalstöðinni í Hvalfirði, er enn teikn-
ing af Litla úlfi úr myndasögum
Disneys yfir rúminu, sem Halli svaf í
þegar hann vann við hvalskurð. Stóri
úlfur var Halldór bróðir hans. Eða
gleðin í svip Halla þegar hann sýnir
myndir frá því að Garrí Kasparov
heimsótti hann á sjúkrabeð á leiðinni
af landi brott eftir skákhátíð Skák-
sambands Íslands í mars.
Maður kom aldrei að tómum kof-
unum hjá Halla, hvort sem umræðu-
efnið var Andrés önd eða Eyrbyggja.
En hann var ekki aðeins gríðarlega
fróður heldur fylgdist grannt með
málefnum líðandi stundar og þekkti
marga. Iðulega naut Morgunblaðið
góðs af upplýsingaöflun hans og má
rekja margar fréttir í blaðinu til
ábendinga hans auk þess sem fjöl-
margar greinar hans settu svip á þá
umræðu, sem á sér stað á síðum
blaðsins. Halli vann á Morgunblaðinu
með laganámi og sinnti einnig stjórn-
málaskrifum í blaðið um tíma.
Reyndar hagaði tilviljunin því þannig
að ég á það honum að þakka að ég fór
að skrifa í Morgunblaðið. Fyrir rúm-
um tuttugu árum kom umhyggju-
samur föðurbróðir því til leiðar að ný-
stúdent á leið til náms í Þýskalandi
var munstraður í hlutverk fréttarit-
ara og það varð ekki aftur snúið.
Halli sá heiminn alltaf í sínu ljósi
og þurfti aldrei að elta aðra til að
mynda sér skoðanir og leita uppi hug-
myndir. Troðnar slóðir voru honum
lítt að skapi. Leit hans bar hann víða
og varð meðal annars til þess að hann
tók upp katólska trú þegar Jóhannes
Páll páfi II kom til Íslands í byrjun
síðasta áratugar. Í upphafi nýrrar
aldar hélt hann síðan til Evrópu til
klausturdvalar. Nú heldur Halli för
sinni áfram á öðrum stað og við Stef-
anía kveðjum með sárum söknuði og
vottum börnum hans, systkinum og
ástvinum dýpstu samúð okkar.
Karl Blöndal.
Afi var stór og mikill og mér þótti
mjög vænt um hann. Þegar ég var lít-
ill þá sagði hann mér sögur um Andr-
és Lunda og okkur Svenna frænda.
Við Svenni vorum aðalpersónurnar
og lentum í ýmsum ævintýrum. Afi
gaf mér skrýtnar gjafir eins og háan
flókahatt, innsigli, bakpoka sem var
líka kollur og á honum sat ég þegar
við veiddum saman. Ég fór með hon-
um í Veiðivötn og við veiddum líka í
gegnum vök. Einu sinni hjálpaði
hann mér að búa til brúðuhausa úr
hveitilími og dagblöðum eins og
mamma hans hafði gert. Hann var
mikill flugeldamaður og gaf mér allt-
af kassa fullan af flugeldum og
sprengjum og saman kveiktum við á
þrettándanum. Hann átti jeppa fullan
af drasli og mér þótti gaman þegar
hann keyrði mig eða sótti í skólann.
Afi var mikill dýravinur og hann
kunni pé-mál. Afi var afi Halli minn
og pabbi mömmu, Steinu, Svenna og
Tóta og ég sakna hans mjög.
Sölvi Magnússon.
Við frændur Haraldur Blöndal
vorum á svipuðum aldri en þó var sá
áramunur, sem oft ræður miklu milli
þeirra, sem eru eldri og yngri, auk
þess sem hann átti systur, Kristínu,
sem var jafngömul mér. Á yngri ár-
um dugði slíkt oft til þess, að aldurs-
bilið varð ennþá meira en ella hefði
orðið. Og þegar hugsað er um ald-
urinn var Haraldur kallaður alltof
snemma frá okkur eins Kristín, systir
hans, og Benedikt, bróðir þeirra, svo
að ég minnist ekki á Kristjönu, móð-
ur þeirra systkina. Hitt er víst, að
minning þeirra allra lifir sterkt,
vegna þess hve ljúf þau voru og
skildu eftir sig sterk spor góð-
mennsku og frændrækni.
Í áranna rás hittumst við Haraldur
oft á förnum vegi og var alltaf vel til
vina og þótt hann hefði ásamt Þor-
steini Davíðssyni fengið landsfund
Sjálfstæðisflokksins til að samþykkja
fremur neikvæða tillögu um rafræn-
ar kosningar og ætla mætti af fram-
takinu, að Haraldur væri fremur and-
vígur hinni rafrænu þróun í
mannlegum samskiptum, áttum við
oft orðastað fyrir tilstyrk þeirrar
tækni hin síðari ár. Haraldur var á
þeim vettvangi ekki síður en öðrum
næmur á það, sem var skýrt og rök-
rétt. Hann lét hvorki ný málefni né
tækni fipa sig í leitinni að hinni réttu
niðurstöðu.
Síðustu tölvusamskiptin fóru á
milli okkar um síðustu áramót, þegar
hann sendi mér athugasemd vegna
einhvers, sem ég hafði skrifað á vef-
síðu mína, og sagði að gefnu tilefni
um mann, sem ég nefndi til sögunnar:
„Hitt man ég, að hann ráðgaðist eitt
sinn við mig um „Engeyjarætt“, og
varð hálf kindarlegur þegar ég spurði
hann af hverju hann sleppti öllum
konum úr einu ætt landsins, sem talin
væri frá konu og hefði átt fjórar dæt-
ur en engan son!“
Ég kveð góðan frænda minn með
söknuði og veit, að fleirum en mér
þykir miður, að eiga ekki oftar von á
skörpum og hugmyndaríkum ábend-
ingum hans, sem byggðust á fágæt-
um næmleika og réttlætiskennd.
Blessuð sé minning Haralds Blön-
dals og styrkur veitist afkomendum
hans, systkinum og ástvinum öllum.
Björn Bjarnason.
Ég vil trúa því að þeir sem deyja
séu ekki horfnir. Þeir eru aðeins
komnir á undan. Jafnframt vil ég trúa
því að skilnaðarstundin sé dagur
samfunda í himnasal.
Haustið kom fljótt í lífi Haraldar
eða Halla eins og ég kallaði hann
jafnan. Það er sagt að dauðann skilj-
um við þá fyrst er hann leggur hönd
sína á einhvern sem við unnum.
Ég var í sveit að sumarlagi í
Grímsneshreppi hjá góðu fólki á
sveitarbæ er hét Ásgarður þegar haft
var samband við mig og mér tilkynnt
að systir mín Sveindís Þórisdóttir
(uppeldissystir) og Halli væru að fara
að ganga í hjónaband sem var ákveð-
ið þann 16. ágúst, 1969. Fyrir mig
þýddi þetta að dvöl mín á sveitar-
heimilinu var stytt um þrjár vikur. Í
minningunni var þetta skrýtin tilfinn-
ing að stóra systir væri að fara að
gifta sig. Ég var spenntur og mjög
stoltur af komandi brúðhjónum.
Þegar frumburður þeirra fæddist,
hún elskulega Margrét frænka mín,
fannst mér ég eiga hlut í henni. Það
var skrýtin tilfinning, þegar systir
mín, hún Svenný, bað mig að leggja
lófa minn að henni og finna fyrir
hreyfingu hennar í móðurkviði.
Í framhaldi eignuðust þau tvö börn
til viðbótar, Steinunni og Svein, nafna
minn. Á einhvern hátt fannst mér ég
eiga hlut í þeim, líkt og með frænku
mína, hana Möggu.
Halli var áhugasamur um velferð
og einkahagi barna sinna og vina og
þeim góður. Hann var glaðvær og
einlægur. Honum lá hátt rómur, það
var eftir honum tekið þar sem hann
var í hópi. Nú þegar hann er allur,
sakna ég hláturs hans og kveð góðan
dreng með söknuði og þakklæti fyrir
samfylgdina.
Sorgin er mikil hjá öllum sem hann
þekkti. Fjölskylda mín sendir öllum
ástvinum ásamt börnum hans,
Möggu, Svenna, Steinu og Þórarni,
innilegustu samúðarkveðju.
Mannsandinn líður ekki undir lok,
minning um góðan dreng lifir í hjarta
og minni. Líkt og sólin sem virðist
ganga undir, en alltaf heldur áfram
að lýsa.
Sveinn Guðmundsson.
Þegar ég hugsa um Harald Blön-
dal finnst mér ég sjá kankvíslegt
brosið. Haraldur var þeirrar náttúru
að þegar maður hitti hann vatt hann
sér þegar í stað í umræður um það
sem honum var efst í huga hverju
sinni. Ímyndunaraflið var frjótt, en
maður hafði oft á tilfinningunni, að
það sem hann ræddi af svo miklum
ákafa hefði komið í hug hans á næsta
andartaki á undan. Eins og þruma úr
heiðskíru lofti hringdi Haraldur í
mann og spurði: „Hvernig var það
aftur með …“ Umræðuefnið gat svo
orðið hvort sem var, löngu liðnir
menn eða atburðir líðandi stundar.
Haraldur var hæfileikaríkur mað-
ur og hefði getað náð lengra á mörg-
um sviðum. Stjórnmál og sagnfræði,
skák og skáldskapur; allt lék þetta í
höndunum á honum þegar best lét.
Hann þekkti alla sem máli skiptu,
hvort sem um var að ræða miklu eldri
menn eða yngri, skoðanabræður eða
andstæðinga. Á landsfundum Sjálf-
stæðisflokksins eru á annað þúsund
manns og oft er Íþróttahöllin eins og
fuglabjarg þótt menn standi í pontu
og haldi ræður. Margir eru frammi á
gangi að fá sér kaffi og spjalla. En
þegar Haraldur steig í ræðustól og
tók til máls datt allt í dúnalogn og
menn þyrptust í salinn. Enginn vildi
missa af gullkornum úr hans ræðu.
Ég hef þekkt Harald frá því að ég
man eftir mér. Á mínum fyrstu árum
var hann heimagangur á heimili for-
eldra minna og fór með í sunnudags-
bíltúra sem þá tíðkuðust. Eftir því
sem hann stálpaðist fóru að heyrast
af honum sögur af ýmsu tagi. Faðir
hans, Lárus Blöndal bókavörður, var
mikill kommi og um tíma hneigðist
Haraldur til vinstri. Hann leiðrétti
það þó jafnan, að hann hefði á æsku-
árum farið í Keflavíkurgöngu til þess
að mótmæla hersetunni. Hann hefði
farið í Hvalfjarðargöngu. Ekki stóð
þetta tímabil lengi, en síðar sagði
hann eitthvað á þá leið, að öll íhalds-
börn yrðu einhvern tíma að verða
vinstrisinnuð. Þau gætu þá sagt við
börnin sín sem lentu í því sama: „Ég
þekki þetta af eigin raun, það eldist
af.“
Haraldur átti auðvelt með að skrifa
og eftir hann liggur fjöldi greina í
blöðum, einkum um stjórnmál og
dægurmálefni. Hann skrifaði um
tíma Svarthöfða í DV ásamt öðrum. Á
þeim árum, fyrir um tveimur áratug-
um, vöktu þessar greinar oft mikla
athygli. Aldrei kannaðist hann við að
hafa skrifað einstakar greinar, en ef
maður hrósaði einhverjum skrifum
Svarthöfða kom stundum fram breitt
bros og hann sagði: „Já, fannst þér
það gott.“ Yfirleitt sagðist hann
skrifa þessar greinar á innan við hálf-
tíma, „en láttu ritstjórann ekki frétta
af því“.
Haraldur var þekktur í bænum
sem gleðimaður og grallari, en hann
átti sér alvarlegri hlið. Hann var af-
bragðs lögfræðingur. Því kynntist ég
þegar ég vann í Sjóvá-Almennum
tryggingum, en hann veitti lögfræði-
lega ráðgjöf í tjónamálum. Hann var
fljótur að setja sig inn í mál og átti
auðvelt með að greina meginatriði.
Oft sá hann snjallar málsvarnir sem
ekki blöstu við öðrum. En hann vildi
alltaf ná sanngjarnri niðurstöðu og
samúð hans var með lítilmagnanum.
Það var gaman að vinna með honum
þegar hann var í ham.
Haraldur var listrænn maður.
Hann spilaði ágætlega á píanó, þó að
ekki flíkaði hann því mikið. Hann
dundaði líka stundum við að setja
saman stökur og kvæði. Fyrir um
tveimur mánuðum sendi hann mér
tvö kvæði tengd laxveiðum. Annað
birtist í Veiðimanninum sem er um
það bil að koma út. Úr hinu eru þess-
ar línur:
HARALDUR
BLÖNDAL