Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Halli var mikill sjálfstæðismaður og tryggð hans við flokk sinn, og ekki sízt við Davíð Oddsson, var mikil. Við ræddum oft stjórnmál, en rifumst aldrei um þau – grunntónninn var sá sami hjá okkur, þótt ýmislegt smá- legt bæri á milli. Ég hef alltaf haft svo mikla náttúru til stjórnleysis en hann vildi hafa „reglement“ í þjóðfélaginu. Samt var það nú svona, að … quidquid agis, prudenter agas et respice finem eða allt með gætni gjör ávallt, grannt um endann hugsa skalt –voru orð sem hann hafði ekki í hávegum. Hann var enginn bókhaldsmaður í neinum skilningi. Enginn títuprjónateljari – eins og Ólafur Thors hefði orðað það – honum var ekki lagið að halda skrá yfir veraldlegt vafstur og þá ekki heldur galla manna eða misgerðir. Til þess hafði hann alltof stórt hjarta og hinn blöndalski galsi var honum svo áskapaður að nunc est bibendum/ nunc pede libero pulsanda tell- us … eða gaudeamus igitur … hæfðu honum miklu betur. Í fjörutíu ára vináttu okkar varð einu sinni vík milli vina – fyrir líklega einum tíu ár- um – og varð með þeim hætti, að ég fór að hafa afskipti af neyzluvenjum hans og hann sleit við mig öllu sam- bandi í þrjá mánuði. Við höfðum báðir gott af því. Við vissum þá hvers við misstum. Hann kom til mín aftur og sagði við mig: Aldrei hef ég skipt mér af harðfiskáti þínu og eigum við ekki bara að hafa það þannig að ef annar vill tala um neyzluvenjur sínar þá hefur hann frumkvæði að því. Við héldum okkur við það. Mér fannst hins vegar, að vinur minn hefði stundum mátt fara betur með sig. Hann var æðrulaust karlmenni. Hann var líka góðmenni og sjálfstæð- ismenn gerðu rétt í að hafa hann í niðurjöfnunarnefnd, þar sem ég veit að hann gat hjálpað þeim sem minna máttu sín. Í Morgunblaðið skrifaði hann alltaf öðru hvoru greinar sem mikla athygli vöktu – ekki sízt fyrir það, að þær voru óháðar hagsmuna- samtökum, félögum eða fyrirtækjum. Þegar maður sá nafn hans í blaðinu gat maður verið viss um að fram kæmi nýstárlegt og spennandi sjón- arhorn. Ég veit um marga sem flettu yfir greinasafnið á hverjum degi og lásu það eitt sem hann skrifaði. Það væri verðugt tiltæki að gefa greinar hans út nú þegar allt er að drukkna í hagsmunaumræðunni. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir fjörutíu ára vináttu við þennan einlæga, falslausa og hrein- skiptna mann. Við Álfhildur sendum ástvinum hans öllum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Bárður G. Halldórsson. Flest það besta í lífinu gerist án þess að maður átti sig á því fyrr en löngu seinna, ef til vill aldrei. Það var snemma í október 1964 að ég hitti Harald Blöndal fyrst. Þetta var norð- ur á Akureyri og mitt fyrsta kvöld sem nýnemi í þriðja bekk MA. Atvik- in höguðu því svo að Haraldur var einn fyrsti skólabróðirinn sem ég kynntist. Í augum hans var glettni sem fylgdi honum alla tíð, hlýleg glaðværð og örlítil viðkvæmni. Frá þeirri stundu vorum við vinir. Har- aldur var ekki venjulegur nemandi, hann var hreyfiafl í skólalífinu. Hann þekkti alla og allir þekktu hann. Hann sýndi flestum málum áhuga, hann var ritstjóri Gambra, sem var einskonar uppreisnarblað gegn skólablaðinu Munin. Við fórum strax að þrefa um pólitík. Hann var í fimmta bekk þegar þetta var. Hann var grannur og frem- ur hávaxinn, en með aldrinum gildn- aði hann nokkuð. Hann setti auga- brúnir upp á enni þegar honum var mikið niðri fyrir eða þegar hann undraðist. Hann var karlmannlegur en varðveitti samt hið strákslega í sér til hinstu stundar. Ég stríddi honum á því að hann væri hringhöfði sem gæti lært tungumál og bókmenntir en ekki talið upp að þrem hjálpar- laust. Það var vitaskuld rugl, hann var snemma ákveðinn að helga sig lögfræði og fór því í máladeild, taldi það henta betur. Haraldur hafði óvenju fjölhæfar gáfur og hefði stærðfræði ekki staðið í honum frem- ur en annað, enda var hann ágætis námsmaður og skilaði greiðlega í gegnum allt sitt nám. Hann var góður í skák en var ekki gefinn fyrir aðrar íþróttir og var forgöngumaður antí- sportista í menntaskóla. Hann sté ekki dans nema tilneyddur að eigin sögn og sagði jafnan: Nemo saltat sobrius, nisi forte insanit (Enginn dansar ófullur nema galinn sé, Cicero úr Pro Murena). Hann hafði slaufu þá aðrir báru bindi. Fyrir kom að við drukkum vínin í margri ljótri kró. Var oft deilt um pólitík. Eftir menntaskólaárin hittumst við af og til, sérstaklega ef ég þurfti á lagaaðstoð að halda, þá var gott að leita til hans. Stundum bað hann mig að reikna eitthvað fyrir sig, venjulega í tengslum við málflutning. Hann var frammámaður í Sjálfstæðisflokki og sat í Borgarstjórn Reykjavíkur sem varamaður um árabil. Gegndi hann trúnaðarstörfum fyrir flokkinn til hinstu stundar. Fáir eða engir stóðu honum á sporði í kosningalögum. Hann leit á það sem skyldu sína að styðja sinn flokk hvað sem á dyndi, þótt stundum hafi honum mislíkað við flokkinn, því Haraldur var íhalds- maður af bestu gerð. Ég var vinstri- maður, en það truflaði ekki vinskap- inn, enda margir af bestu vinum Haraldar vinstrimenn. En ég er ekki viss um að honum hafi líkað það neitt sérstaklega vel þegar ég var kominn hægra megin við flokkinn hans í mörgum málum og gagnrýndi hann þeim megin frá, þar sem hann var berskjaldaður. En þjarkið við hann um pólitík átti trúlega nokkurn þátt í mínum sinnaskiptum. Árið 1992 sá hann um að fjármála- ráðherra endurgreiddi mér stórar summur vegna oftekins skatts og um sama leyti urðum við nágrannar á Brávallagötu. Varð vinskapur okkar mun nánari við þetta. Hann hafði þá gengið í gegnum skilnað sem honum féll þungt, en Haraldur hafði áður turnast til rómankaþólsku og það voru honum ekki orðin tóm. Sjálfur hallaðist ég í átt til hins rússneska rétttrúnaðar og gengum við því furðu samsíða í þessum efnum. Við leituð- um ráða hvor hjá öðrum um viðkvæm fjölskyldumál og tel ég fáa hafa verið mér jafn ráðagóða í amstri mannlífs- ins ekki síður en í lagarefjum. Hann kenndi mér að betri er mögur sátt en feitur dómur. En við héldum áfram að deila um pólitík. Haraldur var feiknalegur sögu- maður, bæði sagði hann vel frá og kunni ógrynni sagna af öllu tagi og vísur með, en hann var hagortur og söng vel. Sagnfræði var honum hug- leikin og trúlega hefur enginn Íslend- ingur þekkt betur til konungaætta Evrópu. Í lögfræðilegri sagnfræði var hann sérlega vel heima og á því sviði hafði hann áformað að láta meira að sér kveða, en gafst ekki tími til. Hin síðari ár tengdi sagnfræði- áhugi okkur traustari böndum, en þá fékk hann áhuga á rússneskri sögu. Hann varð heillaður af prins prins- anna, Grigori Alexandrovitz Pot- emkin, og afrekum hans, sem falla því miður oft í skuggann af ástarsam- bandi hans við Ekaterínu miklu. Har- aldur leiddi mig inn í þýska og mið- evrópska sögu og útskýrði fyrir mér hvers vegna Hitler verður aldrei hetja, gagnstætt Stalín, sem nú þeg- ar er orðinn hetja í Grúsíu og átrún- aðargoð núverandi forsætisráðherra þar. Í löngum ökuferðum og nær dag- legum samtölum okkar voru síðast- liðin 1000 ár undir, en auðvitað körp- uðum við líka um pólitík. Þrátt fyrir að Haraldur væri nokk- uð áberandi í þjóðlífinu átti hann sér leyndarmál, sem hann reyndi að dylja: Hann var góðmenni. Stöðugt var hann að taka að sér mál lítil- magna og hafði áhyggjur af þeim sem hann vissi að áttu erfitt, jafnt vanda- bundnum sem ókunnugum. Réttlæt- iskennd hans var og einstök. Í vetur var músaplága í húsi einu, en húsráð- andi sem er kona fékk Harald til að koma í húsið meðan hún færi í stutta ferð til útlanda og veiða mýsnar. Gerði hann þetta og var kominn með einar sex mýs í skókassa, en gat þá ekki fengið sig til að aflífa þær. Fór hann því með mýsnar út á Álftanes og sleppti þeim á tilteknum stað, þar sem hann taldi þeim gott. Þegar ég hitti hann hinsta sinni fáum dögum fyrir andlátið vildi hann ekki ræða veikindi sín, en hann hafði miklar áhyggjur af heilsufari mínu. Vináttan við Harald er eitt það besta sem mér hefur hlotnast. Nú þegar hann geng- ur í þann réttarsal sem bíður okkar allra harma ég góðan vin og félaga. Við tekur sár tómleikinn. Það er þó hugarfró að geta hugsað til þess að hann leggi lið við málsvörnina fyrir dómstóli drottins þegar minn tími kemur. Ef að líkum lætur munum við síðan rífast um pólitík langt inn í ei- lífðina. Börnum og venslamönnum sendi ég samúðarkveður. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Haraldur Blöndal tók upp á þeim skramba að fara frá okkur langt fyrir aldur fram. Hann var reyndar alltaf til alls vís, en mikið skelfing vildi ég að hann hefði beðið með þetta. Har- aldur var plássfrekur í fyllstu merk- ingu þess orðs og skilur þar af leið- andi eftir sig stórt skarð í sam- félaginu og jafnframt í hjarta mínu. Aðrir sem urðu þessum karli sam- ferða lengri leið en ég eru betur til þess fallnir að tíunda hans mörgu af- rek á ýmsum sviðum þjóðlífsins, en ég ætla bara að minnast hans sem vinar og fóstbróður. Þó væri synd að segja að vinátta okkar hafi kviknað við fyrstu kynni. Ég man reyndar vel hve- nær ég sá piltinn fyrst. Það var í Sjall- anum á Akureyri og hann var að halda upp á stúdentshúfuna sína. Það fór þokkalega á með okkur í það skiptið, en það breyttist fljótlega, og árum, jafnvel áratugum saman ríkti milli okkar gagnkvæm tortryggni. Ég held að ekki sé ofsagt að í báðum hafi kraumað eins ólík viðhorf sem hugsast getur til þeirra málefna sem fólk bygg- ir á það fyrirbæri sem stundum kallast „lífsskoðun“. Það tók mig því langan tíma að átta mig á að Haraldur væri maður sem ég hefði áhuga á að um- gangast. Og hann átti ekki minni sök á því en ég. Hann hafði ótrúlegt lag á að egna fólk upp á móti sér með glanna- legum ummælum og yfirlýsingum sem gengu ekki einungis gegn allri „póli- tískri rétthugsun“ heldur fengu mann beinlínis til að súpa hveljur af hneyksl- un. Af einhverri tilviljun lágu leiðir okkar þó saman æ oftar vegna sameig- inlegra kunningja. Við reyndum að þola hvor annan vegna þeirra, en það gat ekki farið hjá því að við tækjum margar og harðar snerrur. Var þá hvorugur að hafa fyrir að pakka skoð- unum sínum inn í sellófan. Svo gerðust þau undur, eftir að við Haraldur vor- um búnir að vera eins konar fjandvinir í fjölmörg ár, að við fórum að sækjast eftir að hittast og spjalla saman um heima og geima og að mestu hættir að rífast. Við héldum auðvitað áfram að takast á, því að viðhorf okkar voru svo ólík. Ég hef lítið pælt í þessu fyrr, en ég held að það hafi smám saman runn- ið upp fyrir báðum að með því að hafa hóf á hnútukastinu mætti skemmta sér prýðilega við að kryfja hin ýmsu mál frá mismunandi sjónarhornum. Eiginlega má með sanni segja að við höfum allt í einu verið orðnir vinir án þess að það stæði nokkurn tíma til. Og mér er næst að halda að þessi vinátta hafi orðið okkur báðum til nokkurs þroska, því ég er viss um að við mjök- uðum hvor öðrum í átt til umburðar- lyndis, sem hvorugur okkar hlaut ef til vill of stóran skammt af í vöggugjöf. Kannski okkur hafi tekist að auðga líf hvor annars. Ætli það sé ekki eitt af því mikilvægasta sem almennileg vin- átta snýst um. Ég kom að kveðja Harald daginn áður en hann skildi við. Það fór ekki milli mála að komið var að leiðarlok- um. Mér fannst því ekki rétt að dvelja of lengi og bjóst til að hypja mig. Þá spurði hann: „Er eitthvað að? Ertu að fara?“ Þetta voru síðustu orðin sem hann sagði við mig, og þau eru mér dýrmæt. Fjölskyldu Haraldar og ástvinum sendi ég dýpstu samúðarkveðjur okkar Helgu. Ég á eftir að sakna hans sárt. Hann var gáfaður, falleg- ur, hreinlyndur, skemmtilegur, breyskur og brilljant. Er hægt að ætlast til einhvers meira af manni, ef maður er bara maður? Örnólfur Árnason. Merkur samferðamaður er fallinn frá. Haraldur Blöndal hæstaréttar- lögmaður. Leiðir okkar Haraldar hafa víða legið saman undanfarna áratugi. Við kynntumst í lagadeildinni, þar sem hann setti sterkan svip á félagslífið, sérstaklega fundina í Orator, félagi okkar laganemanna. Hann lauk lög- fræðiprófi einu ári á undan mér. Svo vorum við báðir félagar í Sjálfstæð- isflokknum og áttum þar samstarf, fyrst á vettvangi Heimdallar og Sam- bands ungra sjálfstæðismanna og síðar á vettvangi fullorðinna flokks- manna. Báðir lögðum við fyrir okkur málflutningsstarfið og áttum margt saman að sælda á þeim vettvangi, bæði sem samherjar og andstæðing- ar. Við vorum félagar í félögum lög- manna og lögfræðinga. Við áttum samstarf á vettvangi kjörstjórna í Reykjavík. Og báðir tókum við reglu- lega til máls á opinberum vettvangi um þjóðmálin og skiptumst þar reyndar stundum á skoðunum. Þegar á allt er litið vorum við samherjar. Og samskipti okkar gegnum árin leiddu til gagnkvæmrar virðingar og vin- áttu. Húmorinn var beitt vopn í vopna- búri Haraldar. Þekkt er sagan af honum þegar hann eitt sinn var seinn fyrir til mætingar í dómsmáli við Borgardóm Reykjavíkur, sem hafði aðsetur á Túngötunni. Hann mátti ekki vera að því að leita að bílastæði og lagði því bílnum sínum í stæði sov- éska sendiráðsins handan götunnar. Þegar hann kom út stóð illúðlegur starfsmaður sendiráðsins við bílinn og spurði Harald með þjósti, hvað hann væri að gera með bílinn sinn þarna. Hann svaraði að bragði með gagnspurningu: „Hvað eruð þið að gera í Afganistan?“ Málið varð út- rætt á samri stundu. Nú hefur illvígur sjúkdómurinn lagt þennan kappa að velli. Þegar ég heimsótti hann síðast um tíu dögum fyrir andlátið, hafði hann orð á því hvert stefndi. „Maður getur ekkert gert,“ sagði hann, „maður verður bara að leggja málið í dóm,“ og notaði þá orðfæri okkar lögmanna, þegar við hættum málflutningi okkar og lát- um dómarana um framhaldið. Í orð- unum fólst vissulega löngun til að geta gert meira, en í þeim fólst líka ákveðið æðruleysi lífsreynds manns, sem vissi, að málflutningurinn hlýtur að taka enda og dómarinn að taka við, jafnvel þó að ræðutíminn sé skorinn óþarflega við nögl. Ég held að vinur minn hafi ekki þurft að vera hræddur við að leggja þetta mál í dóm. Hann vinnur málið. Dómurinn verður sá, að hann hafi verið maður með lífsskoðun, sem hann reyndi alltaf að lifa eftir. Hann unni einstaklingsfrelsi og bar virð- ingu fyrir öðru fólki. Hann var ein- lægur lýðræðissinni með sterkar rætur í sögu þjóðarinnar, en þar var hann vel heima. Hann tortryggði pólitískan rétttrúnað og benti oftar en ekki á sjónarmið, sem flestum duldust en sýndust samt svo augljós eftir að á þau var bent. Hann var frumlega hugsandi maður, sem hik- aði ekki við að taka til máls, þegar honum þótti við eiga og jók þá ávallt sjónarmiðum við umræðuefnið. Svo var hann hlýr til hjartans og átti næg- ar birgðir af samúð með þeim sem áttu erfitt. Þegar á allt er litið ræðst dómurinn af því sem gert var meðan tíminn gafst en ekki af því hversu langur tími gafst. Spurt er við dóms- uppsöguna, hvað maðurinn skilji eftir hjá þeim sem lifa. Í dæmi Haraldar er það allt efnismikið og eftir- minnilegt. Minningin um Harald Blöndal er minning um mann sem skipti máli. Ég sendi fjölskyldu Haraldar Blöndals innilegar samúðarkveðjur. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. Ég tel mig hafa notið mikillar gæfu í því að njóta vináttu og samfélags Haraldar Blöndals hæstaréttarlög- manns um rúmlega þrjátíu ára skeið en fundum okkar bar fyrst saman ári eftir að ég flutti aftur til landsins eftir töluverða dvöl í útlöndum. Um það leyti var Haraldur fulltrúi tollstjóra- embættisins í Reykjavík og gekk er- inda Torfa heitins Hjartarsonar toll- stjóra við að innheimta þau gjöld sem embættið taldi þegnana eiga að standa skil á. Nú man ég ekki hvernig þessu tiltekna máli lauk, eflaust hefur Haraldi tekist ætlunarverk sitt enda allra manna skylduræknastur. En þótt erindið kunni að hafa bakað stundaróþægindi á heimilinu lét þessi góði innheimtumaður ríkissjóðs það ekki á sig fá. Brátt var hann sestur inn í stofu og þáði veitingar eins og hagvanur heimilisvinur og spurði húsráðendur margs um hagi þeirra og dvölina á Englandi. Upp frá því má eiginlega segja að ég hafi óafvitandi gengið í þann fjöl- menna vinaflokk Haraldar Blöndals og í þeim flokki tel ég mig hafa verið síðan og verða um alla tíð. Ég þekki ekki til starfa Haraldar á sviði lögmennskunnar en hef orð góðra manna fyrir því að öllu gleggri og skarpari lögmaður hafi verið vandfundinn í hópi hæstaréttarlög- manna á landi hér. Hins vegar naut ég þeirrar ánægju að eiga Harald að samstarfsmanni í Ríkisútvarpinu um nokkurra mánaða skeið á þeim tíma sem ég starfaði við morgunútvarp rásar 1. Reyndist Haraldur hinn ágætasti útvarpsmaður og hafði, að ég held, meiri ánægju að þeim starfa en lögmannsstarfinu en um það leyti vann hann á lögmannsstofu Bene- dikts heitins bróður síns og fleiri mætra hæstaréttarlögmanna. Morg- un einn óskaði Haraldur eftir því að fá að fara úr vinnunni um leið og út- sendingu var lokið þann daginn, þ. e. klukkan níu. Hann þyrfti nefnilega að flytja prófmál í hæstarétti. Vitanlega var orðið við þessari beiðni en síðar meir skildist mér að sumum dómur- um réttarins hafi þótt nóg um þegar próftaki birtist frammi fyrir þeim í réttinum en þeir höfðu verið að hlusta á hann í útvarpinu fáeinum mínútum áður. Ég minnist á þetta litla atvik til að sýna hvílíkur atgervismaður Har- aldur var á sínu sviði og raunar við flest það sem hann tók sér fyrir hend- ur. Raunar hygg ég að hann hafi, einkum á síðari árum, haft öllu meiri áhuga á fræðimennsku en lög- mennsku, enda átti hann ekki langt að sækja áhugann á því sviði. Haraldur Blöndal var einlægur tónlistarunnandi eins og margir frændur hans og voru það ekki ófáar stundir sem við nutum þess að hlusta á verk meistaranna miklu og höfðum eflaust gott af því, báðir tveir. Þessum fáu línum er ætlað að þakka góðum dreng og valmenni vin- áttu hans og órofa tryggð og margar góðar stundir í góðra vina hópi þar sem oftar en ekki glóði vín á skál. Páll Heiðar Jónsson. Í vatnsins töfra ný vídd er slegin um líf og þor. Hjá lýðar trega er lygnan streymir á brumkveikt vor. Ólafur Thóroddsen. Litróf íslenskrar þjóðmálaumræðu missti skæran lit við andlát Haraldar Blöndal. Hann var orator af guðs náð með blöndælsku ívafi. Fundum okkar bar fyrst saman í lagadeild Háskóla Íslands fyrir um 35 árum. Ég sá hann álengdar en milli okkar voru skot- grafir pólitísks ágreinings. Fjall- myndarlegur, frjálslegur í fasi og með gáfuleg augu sem lýstu af strákslegri glettni. Okkur herstöðva- andstæðingum og friðarsinnum stóð ógn af pólitískri vígfimi hans. Og hann fór oft mikinn. Við urðum síðar kollegar í lögmannsstétt og um nokk- urra ára skeið frá árinu 1986 með lög- mannsstofur í Ingólfsstræti 5. Þar var hann í samfélagi við bróður sinn, Benedikt Blöndal, og þá Ágúst Fjeld- sted og Hákon Árnason, miklar lög- mannskanónur og framúrskarandi heiðursmenn. Þar var einnig Skúli sonur Ágústar. Ég öfundaði Harald og Skúla af lærifeðrunum en naut þeirra einnig. Benedikt var óspar á góð ráð og ráðhollur með afbrigðum. Gerði aldrei mannamun. Á þessum árum lögðust skotgrafirnar saman og okkur Haraldi varð vel til vina. Hann var ótrúlega frjór í allri umræðu, bæði um lögfræðileg málefni sem önnur. Sérstaklega fundvís á óvænta vinkla, en á stundum vinklanna vegna. Hann átti það til að „drepa mann fyrir stílinn“ af stríðni og þró-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.