Morgunblaðið - 23.04.2004, Blaðsíða 38
MINNINGAR
38 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón Björn Benja-mínsson fæddist á
Súðavík 29. júlí 1914.
Hann lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 14.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún Stein-
unn Vigdís Bjarna-
dóttir, f. 3. september
1890, d. 8. febrúar
1917, og Benjamín
Valgeir Jónsson, f. 16.
júní 1884, d. 30. júlí
1967. Jón Björn átti
alsystur, Sigríði Guð-
rúnu, f. 21. maí 1911,
d. 26. nóvember 1996, og þrjú hálf-
systkini samfeðra: Sigríði Guð-
laugu, sem er látin, Kristmund, lát-
inn, og Þórunni Friðbjörgu, f. 13.
apríl 1933.
Jón Björn fór í fóstur á fyrsta ári
til hjónanna Jóns Valgeirs Her-
mannssonar og Guðrúnar Jóhann-
esdóttur, sem bjuggu í Gamla Bæ á
Súðavík.
Jón Björn kvæntist 20. maí 1939
Gyðu Sigrúnu Jónsdóttir, f. á Ak-
ureyri 12. mars 1916, d. 18. októ-
ber 1989. Foreldrar hennar voru
Jón Björnsson skipstjóri og kona
hans Kristín Guðjónsdóttir. Börn
Jóns Björns og Gyðu urðu fimm.
Þau eru: 1) Alda Dagmar, f. 2.
ágúst 1939, búsett í Hveragerði,
maki Jóhann Adólfsson, f. 15. mars
1931, d. 1. desember 1989. Þeirra
börn: a. Margrét Gyða, f. 1961. b.
Elín Harpa, f. 1962. c. Björn Brynj-
ar, f. 1964. 2) Jón Sören, f. 6. janúar
1941, búsettur í Reykjavík, kvænt-
ur Sólveigu Sjöfn Helgadóttur, f. 2.
maí 1946. Þeirra börn: a. Bryndís,
f. 1. febrúar 1968. b. Hjördís, f. 27.
júní 1970, d. 30. maí 1999. c. Svan-
dís, f. 10. júní 1974. d. Valdís, f. 25.
febrúar 1976. 3) Jóhanna Björk, f.
18. maí 1947, búsett í Garðabæ,
maki Pétur Jónsson, f. 15. janúar
1949. Þeirra börn: a. Bjarki, f. 12.
apríl 1973. b. Brynjar, f. 12. apríl
1973. Barn Jóhönnu með fyrri
manni sínum Kjartani Hannessyni,
f. 8. apríl 1946, d. 19.
júlí 1969, er Þórir
Kjartansson, f. 21.
febrúar 1969. 4) Sig-
ríður Guðrún, f. 30.
desember 1949, bú-
sett í Hafnarfirði,
maki Kristján Þ.G.
Jónsson, f. 9. október
1948. Þeirra börn: a.
Jón Kristinn, f. 18.
nóvember 1969. b.
Sverrir Þór, f. 25. júlí
1971. c. Rósa Björk, f.
23. september 1972.
d. Kristján Þórir, f.
19. október 1979. e.
Gyða Sigrún, f. 25. nóvember 1980.
5) Sigrún Anna, f. 27. apríl 1958,
búsett í Reykjavík, maki Svein-
björn Valgeir Egilsson, f. 3. febr-
úar 1954. Þeirra börn: a. Jóhanna
Björk, f. 27. júní 1983. b. Berglind
Ýr, f. 20. ágúst 1986. c. Egill, f. 6.
desember 1991. Áður átti Jón
Björn soninn Kjartan Björnsson, f.
14. október 1934, kvæntur Guð-
laugu Guðmundsdóttur, f. 1. apríl
1937. Þeirra börn: Þóra, Guðrún
og Björn.
Jón Björn var alinn upp á Súða-
vík og lauk þar almennu barna-
skólanámi. Fór síðan til Akureyrar
þar sem hann nam húsasmíði og
vann alla tíð við þá iðn, fyrst hjá
Slippnum á Akureyri en 1947 flyt-
ur hann suður til Reykjavíkur og
var sjálfstæður atvinnurekandi við
húsbyggingar í mörg ár. Seinna
hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni á Kletti og seinustu árin sem
hann vann var hann hjá Slippfélag-
inu í Reykjavík. Hann hætti þar um
75 ára aldur. Síðustu 14 árin hefur
hann búið í Sunnuhlíð í Kópavogi.
Þar eignaðist hann góða vinkonu,
Hólmfríði Eyjólfsdóttur, og studdu
þau hvort annað seinni árin. Hann
var í kór eldri borgara í Kópavogi
og söng með þeim fram á síðasta
dag.
Útför Jóns Björns fer fram í
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Við fráfall föður míns er margs
að minnast, hann var einstakt
snyrtimenni, jákvæður og glaðvær
maður, alltaf stutt í húmorinn.
Vinnusamur var hann með afbrigð-
um og afskaplega umhugað um að
skila sinni vinnu eins góðri og
mögulegt var.
Foreldrar mínir byrjuðu búskap
á Akureyri en flytjast suður 1947
og búa síðan í Reykjavík þar sem
þau byggðu fallegt hús í Karfavogi
13, sem var alltaf athvarf fjölskyld-
unnar upp frá því. Mjög gestkvæmt
var hjá þeim fyrstu árin, þar sem
fjölskyldan að norðan þurfti oft að
koma suður ýmissa erinda og alltaf
var gist í Karfavoginum. Man ég
oft eftir hverju rúmi setnu og dýn-
um á gólfum, þar sem þeim varð við
komið, en allir voru velkomnir og
oft mjög glatt á hjalla.
Seinni árin þegar fór að hægjast
um, börnin að hverfa að heiman og
ekki eins mikið vinnuálag keyptu
þau sér góðan bíl og fóru að ferðast
um landið og þótti það mjög gam-
an. Fór ég í ófáar ferðir með þeim
og var frábært að sjá hvað þau
nutu þess. Sérstaklega man ég ferð
sem við fórum í Landmannalaugar
og Eldgjá. Þau voru alltaf að minn-
ast þeirrar ferðar og vitna í hana.
Svo er ljúft að minnast ferðar
sem við pabbi fórum til Skotlands
fyrir þremur árum. Með okkur
voru vinir hans, Indriði og Selma,
og skemmtum við okkur mjög vel
saman, ferðuðumst mikið um há-
lönd Skotlands. Þetta var frábær
ferð og þakka ég þeim öllum hjart-
anlega fyrir að leyfa mér að vera
með.
Faðir minn var alltaf til staðar
þegar á þurfti að halda, bóngóður
og greiðvikinn við mig og mína fjöl-
skyldu.
Afabörnin minnast hans með hlý-
hug og miklu þakklæti fyrir allar
góðu stundirnar sem þau áttu hjá
afa og ömmu í Karfavoginum.
Eftir að mamma deyr fer pabbi í
Sunnuhlíð í Kópavogi og á heimili
þar eftir það.
Þar byrjar nýr kapítuli í lífi hans,
hann eignast þar nýja vini, sér-
staklega góða vinkonu, Hólmfríði
Eyjólfsdóttur. Þessi hópur hélt vel
saman, fór í utanlandsferðir og
naut lífsins. Einnig var hann í kór
eldri borgara í Kópavogi, en honum
hefur alltaf þótt mjög gaman að
syngja og þarna naut hann sín sér-
lega vel, allar kóræfingarnar og
ekki síst að syngja opinberlega á
hinum ýmsu stöðum á landinu.
Þessi félagsskapur fyllti líf hans
hamingju á síðustu árum hans. Hafi
allt þetta fólk, auk dætra hans sem
gerðu honum kleift að komast á æf-
ingar, þökk fyrir.
Ég sendi elsku vinkonu hans
Hólmfríði og systkinum mínum
samúðarkveðju mína.
Alda Dagmar, börn
og barnabörn.
Lífið er eins og bók sem opnast
þegar við fæðumst og lokast þegar
við deyjum. Í dag kveð ég kæran
tengdaföður minn Jón Björn sem
hefur lokað sinni bók eftir nær 90
ár, en hann hefði orðið níræður 29.
júlí næstkomandi. Jón Björn missti
móður sína ungur og fór því í fóstur
aðeins þriggja ára. Á unglingsaldri
var Jón Björn farinn að sækja sjó
og sjá um sig sjálfur að mestu leyti.
Jón B. var mjög duglegur maður,
lærði húsasmíði og vann líka sem
húsasmíðameistari með sveina. Ég
kynntist Jóni Birni 1963 þegar ég
kom í Karfavog 13 með syni hans.
Mér fannst húsið sem Jón teiknaði
sjálfur og byggði yfir fjölskyldu
sína í Karfavogi mjög fallegt og
þarna uppi í risi byrjuðum við okk-
ar búskap ég og sonur hans. Jón
Björn var mikill fjölskyldumaður og
var hann svo lánsamur að geta
fagnað gullbrúðkaupi 20. maí 1989,
með konu sinni Gyðu Sigrúnu Jóns-
dóttur f. 12. mars 1916, d. 18. okt.
1989. En stuttu eftir það lést Gyða
eftir erfið veikindi. Eftir lát Gyðu
keypti Jón sér notalega íbúð í
Sunnuhlíð í Kópavogi og undi hag
sínum vel þar. Jón var mjög fé-
lagslyndur og eignaðist fljótt mjög
góða vinkonu sem heitir Hólmfríð-
ur, og hafa þau ferðast saman til
útlanda, sungið í kór og verið virk í
félagslífinu í Sunnuhlíð. Mig langar
að þakka Hólmfríði fyrir elskusemi
við tengdaföður minn í fjórtán ár,
um leið og ég sendi henni samúðar-
kveðjur. Þegar ég hugsa um ævi
tengdaföður míns, þá veit ég að þau
voru erfið fyrstu árin hans, en með
dugnaði hans og bjartsýni breytti
hann því. Ég vil þakka Jóni Birni
alla hans hlýju og ræktarsemi sem
hann hefur ætíð sýnt mér, dætrum
mínum og barnabörnum. Og alla þá
aðstoð sem hann veitti okkur þegar
við byrjuðum okkar búskap í
Karfavogi og síðan þegar við
byggðum okkur raðhús í Fossvogi,
þá var Jón mættur og það munaði
okkur miklu öll vinnan hans þar.
Ég vil að lokum senda Hólmfríði,
börnum hans og fjölskyldum sam-
úðarkveðjur. Við höfum öll misst
mikið, en áratuga minningar ylja,
þegar góður maður kveður. Ég
kveð kæran tengdaföður með þakk-
læti og virðingu.
Sólveig S. Helgadóttir.
Afi okkar Jón Björn Benjamíns-
son eða Bjössi afi, eins og við strák-
arnir kölluðum hann, var húsa-
smíðameistari af gamla skólanum.
Eftir hann liggja mörg meistara-
verkin sem við strákarnir höfum
alltaf dáðst að. Okkur er þó efst í
huga hvernig honum tókst alltaf að
halda í góða skapið – þrátt fyrir
erfið veikindi á efri árum. Afi okkar
hafði einstaka kímnigáfu og alltaf
svör á reiðum höndum enda var
hann ávallt hrókur alls fagnaðar.
Bjössi afi átti afar auðvelt með að
gera allar samverustundir
skemmtilegar með hnyttnu gríni
sem hann átti alltaf nóg af. Afi gaf
aldrei til kynna ef honum leið ekki
vel og því kann vel að vera að okk-
ur hafi aldrei tekist að kynnast
honum til hlítar. En hann kunni svo
sannarlega að njóta lífsins og það
þrátt fyrir þungbæran missi þegar
Gyða amma okkar dó.
Afi stundaði söng af miklu kappi
og mætti ótrauður á æfingar – jafn-
vel þótt stundum þyrfti að styðja
hann þar sem jafnvægið var orðið
takmarkað. Hann hafði ekki mikið
ferðast utan Íslands fyrr en á
seinni árum en það er til marks um
óbilandi lífsþrótt afa að hann fór
margar ferðir til útlanda á síðari
árum með vinum sínum í Sunnu-
hlíðinni og Fríðu vinkonu sinni og
hafði mjög gaman af. Hann sýndi
okkur margsinnis að það eru ófáar
leiðir til að njóta efri áranna þrátt
fyrir veikindi – og jafnvel þótt
margur vinurinn yfirgefi þennan
heim. Jákvæðni og lífsgleði afa
fyllti öll herbergi af bjartsýni og
gleði hvar sem hann kom. Allt fram
á síðasta dag hafði hann gaman af
að virða fyrir sér og taka út smíða-
verk samtíðarmanna sinna og
þeirra sem yngri voru. Hann fylgd-
ist glöggt með úr stofuglugganum
sínum hvernig hverfin í kringum
hann byggðust upp enda var hann
sífellt að velta fyrir sér þeim fram-
kvæmdum sem fyrir augu bar.
Mestu afrek Bjössa afa og Gyðu
ömmu eru þó sex frábær börn
þeirra sem hafa eignast og alið upp
fjöldann allan af börnum, barna- og
barna-barnabörnum sem nú minn-
ast afa og ömmu með stolti en sorg
í hjarta. Við kveðjum Bjössa afa
með sárum söknuði en munum
ávallt varðveita gleðina sem hann
gaf okkur gegnum árin og góða
skapið sem við tókum í arf frá hon-
um.
Þórir Kjartansson,
Bjarki Pétursson Young,
Brynjar Pétursson Young.
JÓN BJÖRN
BENJAMÍNSSON
Fleiri minningargreinar um Jón
Björn Benjamínsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Einar M. Jó-hannsson fædd-
ist í Reykjavík 2.
mars 1928. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans
í Fossvogi 13. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristín Guðnadóttir,
f. 22. apríl 1891, d.
8. júní 1942, og Jó-
hann Kr. Ólafsson,
tré- og brúarsmiður,
f. 24. október 1883,
d. 22. júní 1967. Al-
systkini Einars voru
sjö: Guðmundur, f. 18. febrúar
1912, Guðni, f. 24. september
1912, María, f. 6. febrúar 1915,
Guðmunda, f. 18. september
1920, Ólafur, f. 13. desember
1922, Margrét Ragna, f. 8. ágúst
1929, og Hrefna, f. 31. október
1932, og er nú Margrét Ragna
ein á lífi. Eina hálfsystur átti
Einar, samfeðra, Kristrúnu, f.
1907.
Einar kvæntist 24. nóvember
1951 eftirlifandi eiginkonu sinni
Sigríði G. Jóhannsdóttur lyfja-
tækni og eignuðust þau þrjú
börn. Þau eru: 1) Margrét, lækn-
ir í Svíþjóð, f. 4. janúar 1952, og
er hennar maður Bogi Ásgeirs-
son læknir. Þeirra börn eru Elín
Arna og Einar Kári. 2) Kristín, f.
3. apríl 1955, d. 22. febrúar
2002. Hennar maður var Gísli
Marteinsson, fv. forstjóri Lífeyr-
issjóðs Austurlands. Þeirra börn
eru Gísli Þór, Ninja Ýr og Myrra
Ösp. 3) Jóhann, markaðsfræð-
ingur, f. 15. mars 1965, og er
hans kona Hrafnhildur H. Þor-
gerðardóttir bókasafnsfræðing-
ur. Þeirra börn eru Karitas
Mjöll og Einar
Magnús.
Einar varð stúd-
ent frá Menntaskól-
anum í Reykjavík
1949, stundaði nám
í fiskiðnfræði við
University of Wash-
ington í Seattle
1949–1951, en varð
að hverfa frá námi
sökum veikinda.
Hann stundaði
kennslustörf næstu
vetur og ýmiss kon-
ar fiskvinnslustörf á
sumrin þar til hann
hóf störf hjá Sambandi íslenskra
samvinnufélaga haustið 1955 og
varð yfirmaður gæðaeftirlits
sjávarafurða. Árið 1972 réðst
hann til Sölusambands ísl. fisk-
framleiðenda og sett á stofn og
stýrði í 11 ár gæðaeftirlitsdeild í
þeirri stofnun. Frá 1983 til 1998
var hans starfsvettvangur hjá
ríkinu. Hann var skipaður fisk-
matsstjóri í tvö ár, kom á fót
námskeiðahaldi fyrir verkstjóra
og annað starfsfólk í fiskvinnslu,
vann að reglugerðarsmíð og
framkvæmd lagasetninga á veg-
um sjávarútvegsráðuneytisins
o.fl. Hann sat í staðlaskrárnefnd
frá 1967 til 1994 og var með-
limur í vinnuhópum, þar sem
fulltrúar frá hinum ólíkustu
þjóðum áttu sæti. Á vegum Þró-
unarsamvinnustofnunar Íslands
hélt hann þrjú kennslunámskeið
í fiskvinnslu á Grænhöfðaeyjum
á árunum 1988–1990.
Einar gekk í Frímúrararegl-
una 1989.
Útför Einars verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku afi minn, ég á svo erfitt með
að trúa því að þú sért farinn frá okk-
ur. Maður veit aldrei hvað morgun-
dagurinn ber í skauti sér. Ég var
rosalega sár þegar ég komst af því að
þú værir ekki lengur mjög ánægður
með þinn sess í lífinu. Þú ert svo ynd-
islegur að ég get ekki lýst því með
berum orðum. Þú varst alveg stór-
merkilegur maður. Þú brást mér
aldrei, aldrei. Alltaf brosandi og svo
rosalega hlýr og einlægur. Ekki má
gleyma húmornum þínum. Ég held að
ég hafi aldrei komið í heimsókn til þín
án þess að fara að hlæja að þér. Þú
varst alltaf með eitthvert grín og
glens.
Ég gleymi því ekki þegar við fjöl-
skyldan vorum á leiðinni til þín og
ömmu frá Neskaupstað fyrir mörgum
árum, þá sagði mamma að við yrðum
að vera rosalega þæg og góð þegar að
við kæmum til ykkar því þú værir
veikur. Ég var svo hrædd því ég hélt
að ég væri að missa þig og ég grét
næstum því alla leiðina. En þegar ég
sá þig svo í garðinum þá gat ég ekki
annað en hlaupið og hoppað í fangið til
þín og faðmað þig og kysst þig.
Þú varst gáfaðasti maður sem ég
þekkti. Þegar ég frétti að þú værir
kominn með Alzheimer þá grét ég svo
mikið því ég var svo hrædd um að í
eitthvert skiptið sem ég mundi koma
til þín þá mundiru ekki muna hver ég
væri. Mér fannst svo leiðinlegt hvað
þessi sjúkdómur fór illa í þig. En samt
sem áður varstu alltaf gáfaðasti og
merkilegasti maður sem ég þekkti. Ef
það var eitthvað sem þú gast ekki
munað þá var það heldur ekki þess
virði að muna eftir því. Þú varst alltaf
að fræða mig um hina og þessa hluti.
Þú varst með allt á hreinu og vissir
allt, alla vega að mínu mati.
Ég var og er svo stolt af því að vera
dótturdóttir þín. Það er ekki amalegt
að vera komin af svo yndislegum, gáf-
uðum og duglegum manneskjum. Það
fer ekki fram hjá neinum hverjir ólu
móður mína upp. Þú og amma eruð al-
gjör himnasending. Þið eruð/voruð
alltaf svo hress og kát. Tala nú ekki
um hvað þið eruð dugleg að gera eitt-
hvað saman. Það geislaði af ykkur
hamingjan og kærleikur. Þið voruð
fyrirmyndar hjón. Það sem þið eruð
búin að gera góða hluti fyrir mig og
Myrru Ösp. Án ykkar sæi ég lífið ekki
jafn björtum augum og ég geri. Þið
stóðuð og standið alltaf við bakið á
okkur. Alltaf vilduð þið hjálpa okkur.
Mér þótti svo vænt um það þegar þið
komuð með mér á Laugarvatn í fyrra-
sumar til að hjálpa mér með plöntu-
safnið sem ég var að gera fyrir skól-
ann. Þú sem labbaðir með mér út um
allt með skóflu og fötu til að hjálpa
mér að tína plönturnar, þá fræddirðu
mig nú aldeilis um náttúruna. Alltaf
þótti mér alveg rosalega gaman að
vera með ykkur.
Eftir að mamma dó hefur lífið verið
frekar mikið erfitt og stundum fannst
mér eins og ég ætti hvergi heima en
alltaf þegar að mér leið illa og varð að
fara eitthvað þá kom ég alltaf til ykk-
ar ömmu. Alltaf þegar að ég kom þá
varstu með bros á vör og faðmaðir
mig svo fast og innilega að ég gleymdi
því oft að mér hefði liðið illa. Það var
alltaf svo bjart yfir þér. Einnig sá/sé
ég mömmu svo oft í þér og ömmu og
það er alveg rosalega góð tilfinning.
Að vera nálægt ykkur er eins og að
vera nálægt mömmu.
Ég fór aldrei svöng frá ykkur
ömmu. Þið voruð alltaf dugleg að
passa upp á það að ég fengi nóg að
borða, sérstaklega þú. Ég gleymi því
ekki þegar ég var lítil og var búin að
þakka fyrir matinn þá vildir þú alltaf
að ég kæmi til þín svo þú gætir potað í
magann á mér til að finna einhverjar
holur fyrir meiri mat.
Núna þegar ég er að skrifa þessa
grein þá er ég að horfa á mynd af þér
frá því að við vorum á Grikklandi. Það
var nú alveg meiriháttar gaman. Að
hafa þig og ömmu með var alveg stór-
kostlegt. Þá kenndirðu mér einmitt að
stökkva af stökkbrettinu. Ég hefði nú
aldrei þorað það ef þú hefðir ekki haft
trú á mér. Alltaf hafðirðu trú á mér,
alveg sama hvað. Þú kenndir mér svo
margt, elsku afi minn, og enn og aftur
verð ég að segja að þú varst alveg
stórmerkilegur maður.
Einu sinni sagði ég við mömmu að
mér þætti þú vera með fallegustu
hendur sem ég hefði séð og mamma
vildi endilega að ég segði þér það en
aldrei gerði ég það og mér þykir það
svolítið leiðinlegt.
Sunnudagarnir voru dagarnir okk-
ar, mínir, þínir og ömmu. Helgin var
EINAR M.
JÓHANNSSON