Morgunblaðið - 23.04.2004, Side 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 39
ekki fullkomin nema ég væri búin að
koma í heimsókn til ykkar. Það verð-
ur svolítið skrítið að koma núna í
heimsókn en ég efa ekki að það verði
alltaf jafn gott og skemmtilegt því ég
veit að þú ert enn til staðar.
Ég verð nú að segja það að þú ert
mjög heppinn maður því hún móðir
mín hefur eflaust tekið vel á móti þér.
Mér finnst rosalega gott að hugsa til
þess að nú getið þið mamma hugsað
um hvort annað. Ég vil biðja þig að
skila góðri kveðju til mömmu. Fólk er
oft að segja mér að ég sé alveg eins og
mamma og er það mesta hrós sem ég
get fengið því í mínum augum var
mamma algjör hetja. Hún var svo
dugleg í öllu, hress, kærleiksrík og
bara alveg meiriháttar. Ég get bara
ekki lýst því hvað hún var yndisleg.
En það eru eiginleikar sem hún hefur
augljóslega fengið frá þér og ömmu.
Einnig verð ég að segja að þú og við
öll erum mjög heppin að eiga ömmu
að í lífi okkar. Hún er búin að standa
sig eins og hetja. Það sem hún er búin
að þurfa að ganga í gegnum en alltaf
stendur hún upprétt og horfir á
björtu hliðarnar. Þú og mamma þurf-
ið ekki að hafa neinar áhyggjur af
ömmu því við munum annast hana
eins vel og hægt er. Hún á allt það
besta skilið og vona ég svo sannarlega
að við getum veitt henni það. Ég mun
sakna þín afar sárt, elsku afi minn, en
því er ekki að neita að ég á margar
góðar minningar enda áttum við ótelj-
andi margar góðar stundir saman.
Þú ert betri vinur en allt sem er,
skemmtilegri en allir hér, traustur
eins og ég hugsaði mér, það versta er
að þú ert ekki hér.
Þín að eilífu, dótturdóttir
Ninja Ýr.
Kær frændi er kvaddur í dag, Ein-
ar M. Jóhannsson, föðurbróðir minn.
Á slíkri kveðjustund fer hugurinn á
flug og minningarnar hrannast upp.
Þeim minningum sem tengdar eru
Einari fylgja hlýja og kærleikur hvort
sem minnst er gleðistunda eða sorg-
ar. Sem betur fer voru gleðistundirn-
ar miklu fleiri.
Einar, frændi minn, hefur lokið
göngu sinni hér á jörð og skilur eftir
sig minningu um einstaklega ljúfan
og góðan mann sem vildi hvers manns
vanda leysa og alls staðar láta gott af
sér leiða. Hann var mikið prúðmenni
og hafði afar góða nærveru. Oft var
hann glettinn og geislaði af honum
kímnin þegar hann sagði frá eða
hlýddi á skemmtilegar frásagnir.
Eftiminnilegar eru margar sam-
verustundir á heimili Einars og fjöl-
skyldu hvort sem var á Skólavörðu-
stígnum, Sólheimum eða Bleikjukvísl.
Þar var greinilegt hvað þau hjón Ein-
ar og Sigga voru samrýmd og sam-
hent. Oftast voru þau nefnd í sömu
andrá enda lífsförunautar allt frá
æskuárum. Þau voru líka alltaf au-
fúsugestir á heimili foreldra minna og
seinna mínu heimili og minnar fjöl-
skyldu. Tryggð þeirra og hlýja lýstu
sér ekki síst í því hve vel þau hafa
reynst móður minni eftir lát föður
míns. Ánægjulegt var að fylgjast með
uppvexti barna þeirra Margrétar,
Kristínar og Jóhanns. Þar sameinuð-
ust gott upplag og ástúðlegt uppeldi.
Mikil var sorgin þegar Kristín, dóttir
þeirra varð bráðkvödd fyrir tveimur
árum.
Síðastliðinn páskadag, mestu hátíð
kristninnar – upprisuhátíðina, áttum
við fjölskyldan í Melselinu því láni að
fagna að hafa þau hjón hjá okkur eftir
morgunmessu fram eftir degi. Ekki
hvarflaði að okkur að þetta væri í síð-
asta sinn sem við fengjum notið nær-
veru Einars. Fyrir þessa stund erum
við sérlega þakklát og mun minningin
um hana lifa áfram í hugum okkar.
Við Haukur, synir okkar og fjöl-
skyldur þeirra vottum Siggu, börnum
hennar, tengdabörnum og barna-
börnum dýpstu samúð. Einnig viljum
við flytja þeim innilegar samúðar-
kveðjur frá Regínu, móður minni,
Óttari, bróður mínum og fjölskyldu
hans. Við þökkum Einari, föðurbróð-
ur mínum, fyrir tryggð hans og vin-
áttu öll þessi ár.
Guð blessi minningu hans.
Kristín G. Ísfeld.
Fleiri minningargreinar um Ein-
ar M. Jóhannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Bjarni Ásgeirs-son fæddist á Ak-
ureyri 7. október
1960. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 8. apríl
síðastliðinn. Bjarni
var sonur hjónanna
Ásgeirs Rafns
Bjarnasonar, bifreið-
arstjóra frá Akur-
eyri, f. 22.11. 1940,
og Önnu Steinsdótt-
ur frá Auðnum í
Ólafsfirði, f. 4.12.
1941. Systkini
Bjarna eru: 1) Har-
aldur Jón, bifreiðarstjóri, f. 27.1.
1962, sambýliskona hans er Þóra
Ösp Magnúsdóttir og eiga þau
þrjú börn en fyrir átti Þóra eina
dóttur. 2) Ásgeir, forstjóri, f.
21.11. 1963, sambýliskona hans
er Margrét Lillý Árnadóttir og
eiga þau tvo syni. 3) Ingþór,
framkvæmdastjóri, f. 17.3. 1967,
eiginkona hans er Ingibjörg
Hauksdóttir og eiga þau þrjú
börn. 4) Steinn Árni,
framkvæmdastjóri,
f. 30.3. 1968, eigin-
kona hans er Kristín
Lilja Svansdóttir og
eiga þau tvo syni. 5)
Anna Sigríður, sölu-
maður, f. 7.11. 1972,
eiginmaður hennar
er Bjarni Björnsson
og eiga þau tvær
dætur.
Bjarni vann hjá
Mjólkursamlagi Ak-
ureyrar frá árinu
1975–1986. Þá flutt-
ist hann til Reykja-
víkur ásamt foreldrum sínum og
systur. Hann hóf þá störf hjá
Mjólkursamsölu Reykjavíkur.
Hann gegndi þar m.a. starfi trún-
aðarmanns og sat í samninga-
nefnd Eflingar. Hann lét af störf-
um árið 2001 vegna veikinda
sinna.
Útför Bjarna fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Það er svo erfitt að finna orð þeg-
ar foreldrar kveðja barnið sitt í
hinsta sinn. Ævi þín varð ekki löng,
en hún var erfið og ströng. Þú varst
hetjan sem aldrei kvartaðir og tókst
öllu með æðruleysi.
Elsku Bjarni okkar, við þökkum
þér samfylgdina og biðjum góðan
guð að gæta þín.
Sofðu engill, senn er nóttin nærri,
svanirnir fela höfuð undir væng.
Dagurinn hefur gefið okkur gjafir,
gefur nóttin sína mjúku sæng.
Sofðu engill, augun leggðu aftur,
álfarnir geyma fögru gullin þín.
Dagurinn hefur kveðjuorðin kallað,
hvíslar nóttin næturljóðin sín.
Sofðu, engill, finndu fagra drauma,
fuglar í laufi lokað hafa brá.
Dagurinn bakvið fjöllin hefur farið,
friðarnóttin felur okkur þá.
Sofðu, engill, engu skaltu kvíða,
andar golan yfir mýrarsef.
Dagurinn var svo vorbjartur og fagur,
vefur nóttin drauma þinna stef.
Sofðu, engill, sólbjartur á vanga,
svífur máni yfir höfin breið.
Dagurinn gaf þér visku, kjark og vonir,
verndar nóttin þig á langri leið.
(Friðrik Erlingsson.)
Mamma og pabbi.
Dagurinn í dag er skrítinn dagur.
Nú kveð ég minn ástkæra bróður
Bjarna í hinsta sinn. Þegar ég hugsa
til baka og fer yfir æfi hans frá því
ég man eftir mér koma margar
minningar upp í hugann. Bjarni var
meðlimur í Bílaklúbb Akureyrar og
unni hann öllu því sem við kom bíl-
um og öðrum farartækjum. Ósjald-
an tók hann mig með á torfæru,
kvartmílu, ískross eða hvað þetta nú
heitir allt. Oftar en ekki endaði ég
sem aðstoðarmanneskja í sjoppunni
með vinkonum hans og fékk ég
hraun- eða æðibita að launum. Alltaf
man ég þegar hann batt snjóþotuna
mína aftan í snjósleðann sinn og fór
með mig hring í hverfinu, og þegar
ég fékk að fara með honum á Willys
jeppanum blæjulausum niður í Odd-
eyrarskóla fyrir bílasýningu á 17.
júní. Eftir að við fluttum suður og
ég komst á unglingsárin hefði ég
haldið að bilið milli okkar myndi
breikka, en svo var nú ekki. Hann
varð að geta fylgst með systur sinni
og útvegaði mér vinnu með skól-
anum í ísgerðinni þar sem hann
vann í mörg ár. Við unnum þar sam-
an í tvö sumur. Það var rosalega
skemmtilegur tími. Þegar ég loksins
fékk bílpróf lánaði hann mér oft bíl-
inn sinn til þess að fara á rúntinn
með stelpunum, og þegar ég varð
eldri og við stelpurnar vorum farnar
að fara út á lífið var hann boðinn og
búinn til þess að skutla okkur út um
allt og alltaf var hann jafn rólegur
þótt hann þyrfti að bíða eftir okkur.
Ferðaþrá Bjarna var alla tíð rosa-
lega mikil og held ég að við systk-
inin höfum öll farið með honum til
útlanda. Ég var svo lánsöm að fara
með honum til Túnis og á sú ferð á
eftir að lifa lengi í minni mínu.
Ósjaldan vitnuðum við í þessa ferð,
t.d. ferðina inn í Sahara þegar við
keyrðum í marga klukkutíma og
ekkert að sjá nema ólífutré, ólífutré,
ólífutré og svo sofnaði maður bara,
eða úlfaldareiðina í eyðimörkinni
sjálfri (hann tók sig vel út á úlfald-
anum), og þegar við fórum á berba-
kaffihúsið og honum voru boðnir
fleiri tugir úlfalda og eitthvað fleira
í mig. Mikið gat hann hlegið þegar
hann sá fyrir sér gróðastarfsemi á
úlfaldaferðum um Sprengisand ef
hann tæki nú tilboðinu. Ha, ha, ha.
Einn af kostum Bjarna var að
hann átti mjög auðvelt með að kynn-
ast fólki. Ég held að í flestum af
hans ferðum hafi hann náð að
mynda einhver tengsl við einhvern í
ferðinni, og þegar heim var komið
átti hann til að kalla alla saman á
myndakvöld eða eitthvað annað.
Þegar Bjarni (Björnsson) maður-
inn minn kom inn í okkar líf tók
Bjarni bróðir honum með opnum
örmum. Með þeim mynduðust fljótt
góð tengsl og iðulega kölluðu þeir
hvor annan nafna. Þótt þeir væru
ekki sammála um allt þá var svo
gaman að hlusta á þá takast á í orð-
um. Þeir voru ekki sammála í póli-
tíkinni, og Bjarni (B) hélt með Val
en Bjarni bróðir með KA (það er
ekki góð blanda), Bjarni (B) hélt
með Arsenal en hann með Liver-
pool, en Bjarni (B) fylgdist sem bet-
ur fer ekki með formúlunni eins og
Bjarni bróðir en þrátt fyrir þetta
ósamræmi þá voru þeir mestu mát-
ar.
Eftir að dóttir okkar Kristín Birta
og síðar Birgitta Líf fæddust tók við
gott dekurtímabil hjá Bjarna, hann
hafði svo gaman af því að halda á
henni og þegar Kristín Birta var
bara pínulítil dekraði hann hana,
sérstaklega í gjöfum. Alltaf hitti
hann naglann á höfuðið hvað gjafir
varðaði handa krökkunum í fjöl-
skyldunni, það var eins og hann læsi
hugsanir barnanna. Ein jólin gaf
hann til dæmis Kristínu Birtu skíða-
græjur. Eftir að veikindi Bjarna
fóru að segja meira til sín þá, eins
og áður hefur komið fram, var útþrá
hans alltaf mikil. Síðasta ferðin sem
hann fór í var með Halla bróður
okkar til Ítalíu á Formúla 1 kapp-
akstur. Og var sú ferð skemmtileg
en jafnframt mjög erfið fyrir
Bjarna. Eftir að hann kom heim fór
heilsa hans versnandi og ofan á allt
var hann farinn að fara í nýrnavél
þrisvar í viku á Landspítalanum,
sem varð til þess að hann átti erf-
iðara með að ferðast. En nú er hann
kominn í gott ferðalag og getur
heimsótt hvaða land eða hvaða heim
sem er.
Elsku Bjarni minn, nú kveð ég
þig í hinsta sinn með söknuð í hjarta
en minningarnar um óeigingjarnt líf
þitt og þrautseigju lifa með okkur
öllum sem kynntumst þér. Takk fyr-
ir allt og allt.
Þín alltaf systir
Anna Sigríður.
Í dag kveðjum við góðan dreng,
bróður, mág og frænda okkar,
Bjarna Ásgeirsson.
Bjarni, þú varst allt of ungur til
að deyja en sjúkdómurinn sem þú
barðist við nánast alla ævi tók sinn
toll og nú er þrautagangan á enda.
Oft var þetta mjög erfitt en nú ert
þú búinn að fá hvíldina þína, elsku
Bjarni.
Þrátt fyrir alvarlegan sjúkdóm þá
fórst þú inn í lífið af sömu lífsgleði
og flestir aðrir og lést veikindin ekki
aftra þér við að stunda áhugamál
þín og störf, svo oft þótti okkur hin-
um nóg um. Þú barmaðir þér aldrei
og það var aldrei neitt að hjá þér. Í
raun og veru gerðum við okkur ekki
grein fyrir hversu veikur þú varst
orðinn fyrr en við fórum saman í
sumarfrí til Portúgals árið 1997.
Óneitanlega var okkur öllum mjög
brugðið.
Bílar og ferðalög voru helstu
áhugamál þín. Þú varst lengi virkur
meðlimur í bílaklúbbi Akureyrar og
eru myndirnar ófáar sem þú átt af
alls kyns bílum. Oft lagðir þú mikið
á þig til að komast á bílasýningar,
kappakstra og aðra viðburði tengd-
um þeim.
Þú hafðir mikla útþrá og varst
aldrei jafn kátur og spenntur eins
og þegar til stóð að bregða sér út
fyrir landsteinanna. Skemmst er að
minnast utanlandsferðarinnar sem
þú ætlaðir að fara í sumar og pant-
aðir þér öllum að óvörum. Það er
ekki hægt að neita því að þá fór
mikill skjálfti um okkur öll.
Síðustu árin voru veikindi þín orð-
in þess eðlis að þú hættir að geta
tekið þátt í daglega lífinu á vinnu-
markaðinum. Aldrei féll þér þó verk
úr hendi heldur fannstu þér alltaf
nóg að gera. Þú eyddir heilu og
hálfu dögunum í bílskúrnum heima
hjá þér og smíðaðir. Kappið var oft
mikið og sneiddir þú framan af ein-
um fingrinum við þessa iðju en hélst
svo áfram þegar að var gert eins og
ekkert hefði í skorist.
Þú gerðir allt til að sýna þeim
sem stóðu þér næst hvaða þýðingu
þeir höfðu fyrir þig. Ákafinn við að
gleðja aðra kom þarna vel fram því
oftast varst þú að smíða gjafir
handa þínum nánustu. Okkur er
mjög minnisstætt þegar þú kallaðir
okkur niður í bílskúr eitt kvöldið og
gafst okkur burstabæ í nýja garðinn
okkar. Þetta var engin smásmíði,
mjög vandað og greinilegt að mikill
tími hafði farið í þetta. Burstabær-
inn hefur nú fengið sinn stað í garð-
inum og stendur þar sem minnis-
varði um þig.
Kæri Bjarni. Þú hefur kennt okk-
ur svo ótalmargt um þrautseigju og
lífsvilja. Þú tókst ávallt þátt í allri
sorg og gleði fjölskyldunnar sama
hvernig stóð á hjá þér. Það eru okk-
ur forréttindi að hafa fengið að
fylgja þér í gegnum lífið.
Að lokum viljum við fyrir hönd
fjölskyldunnar senda sérstakar
þakkir til Sólveigar sem reyndist
okkur eins og klettur við sjúkrabeð
þinn. Eins viljum við þakka öllu
starfsfólki á blóðskilunardeild
Landspítalans, svo og samstarfs-
fólki og vinum á deild 14-G á Land-
spítalanum fyrir frábæra umönnun
og stuðning á erfiðum tímum.
Kveðja.
Steinn Árni, Kristín, Svanur
Rafn og Bjarki Rúnar.
Það er sama hversu langan tíma
við fáum til að búa okkur undir frá-
fall ástvinar, við erum aldrei tilbúin
þegar kallið kemur. Sorgin og áfallið
slær mann út og fær mann til að
hugsa um hver tilgangurinn með
þessu jarðlífi er og þá sérstaklega
hvernig maður lifir lífinu. Hann
Bjarni bróðir minn fékk loksins sína
hvíld eftir langvinn veikindi. Á sinni
ævi sýndi hann með æðruleysi sínu
hvernig á að lifa lífinu og það lifandi.
Alltaf var hann brosandi, til í allt og
sérstaklega ef ferðalög voru rædd,
hann hafði mikla útþrá og ferðalög
erlendis voru hans ær og kýr. Þegar
hugsað er til baka og farið yfir hvað
Bjarni hefur upplifað þá er það efni
í margar bækur og jafnvel bíómynd-
ir, líkami hans bar þess merki að
ýmislegt hefur komið upp á og ekki
var hægt að segja að heppnin hafi
alltaf verið með honum í för. Þrátt
fyrir allt þetta var hann jákvæður
og kátur með eindæmum. Honum
fannst hann aldrei hafa verið veikur,
aldrei var kvartað og alltaf reis
hann upp tvíefldur, sama hversu
stórt áfallið var. Til marks um það
að ekkert amaði að honum hafði
Bjarni verið nýbúinn að panta sér
far til sólarlanda í sumar og nú átti
að njóta þess þrátt fyrir áhyggjur
foreldra og okkar systkina. Mikill er
missirinn fyrir foreldra okkar sem
sinnt hafa honum af mikilli elju og
ástúð því þrátt fyrir sinn aldur þá
var hann alltaf barnið þeirra. Systir
okkar missti mikið því alltaf var
sambandið þeirra á milli mjög náið
og bera myndirnar í herberginu
hans þess vitni. Með söknuð í hjarta
kveðjum við góðan og hetjulegan
bróður og frænda.
Ingþór, Inga og börn.
Látinn er langt um aldur fram,
vinnufélagi okkar Bjarni Ásgeirs-
son, sem barðist við erfiðan sjúk-
dóm, sykursýki, allt sitt líf.
Bjarni fæddist á Akureyri og ólst
þar upp. Hann fór ungur að starfa
hjá Mjólkursamlagi KEA. Árið 1986
flyst hann með foreldrum sínum
suður og hefur sama ár störf hjá ís-
gerð MS, þar sem að hann starfaði í
nokkur ár. Bjarni starfaði síðan við
akstur fólksflutningabíla í tvö ár, en
kom síðan til MS aftur og vann þá
við pökkun. Haustið 2001 hætti
hann störfum vegna heilsubrests.
Ég undirritaður hóf störf hjá
Mjólkursamsölunni í janúar 1995 og
unnum við saman í tæp sjö ár.
Bjarni var félagslyndur maður,
hann fylgdist vel með því sem var á
döfinni hverju sinni, mundi eftir af-
mælum og öðrum merkisviðburðum
hjá vinnufélögum sínum og stóð þá
fyrir því að setja af stað lista til að
safna peningum til að gleðja við-
komandi.
Við störfuðum saman í kjarabar-
áttunni þótt aldursmunur væri
nokkur og dáðist ég oft að baráttu-
þreki hans. Þegar öll sund virtust
lokuð, hélt hann ótrauður áfram,
þótt líkamlegt þrek hans héldist
ekki í hendur við það andlega bar-
áttuþrek sem hann bjó yfir.
Ég vil fyrir hönd okkar sam-
starfsfólks hans hjá Mjólkursamsöl-
unni, votta foreldrum og systkinum
hans okkar dýpstu samúð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Eysteinn Bjarnason.
Hinsta kveðja til Badda frænda
sem lék sér alltaf við mig og elskaði
mig svo mikið.
Augun þín og augun mín,
ó, þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa.)
Kristín Birta.
BJARNI
ÁSGEIRSSON
Fleiri minningargreinar
um Bjarna Ásgeirsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.