Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 44
DAGBÓK
44 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í
dag eru væntanleg
Chilreu og Prima-
auguet og út fer Víðir
EA.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur. Skrif-
stofa s. 551 4349, fax.
552 5277, mataraðstoð
kl. 14–17.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10 og
110 ganga að Kattholti.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og jóga,
kl. 14 bingó. Í kaffitím-
anum eftir bingó verð-
ur fyrirlestur um göm-
ul tré í Reykjavík,
Jóhann Pálsson fyrrum
garðyrkjustjóri, flytur í
máli og myndum. Hár-
snyrting, fótaaðgerð.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 13–
16.30 smíðar. Bingó
fellur niður í dag vegna
handverkssýningar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8–16 hárgreiðsla, kl.
8.30–12.30 bað, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
vefnaður og frjálst spil-
að í sal. Kl. 10 helgi-
stund, sr. Kristín Páls-
dóttir.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 9 bað
og hárgreiðslustofan
opin, kl. 14 söngstund.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin, kl.
10–13 verslunin opin.
Félagsstarfið Furu-
gerði 1 óskar öllum
gestum stöðvarinnar
gleðilegs sumars. Í dag
kl. 9 aðstoð við böðun,
smíðar og útskurður.
Kl. 14 sagan.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Opin vinnu-
stofa, kl. 9–16.30,
gönguhópur, kl. 9.30.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10
hárgreiðsla, kl. 10–12
verslunin opin, kl. 11
leikfimi, kl. 13 opið hús,
spilað á spil.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Auglýstri
fræðslu er aflýst í dag.
Opið í Garðabergi 13–
17. Fótaaðgerðastofan
s. 899 4223.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Opnað
kl. 9, Moggi, rabb, kaffi.
leikfimi í Bjarkarhúsi
kl. 11, kl. 13 úrskurður
og brids.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar, kl. 10 létt ganga,
frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 14.30 mæting
hjá Gerðubergskór, kl.
16.20 syngur Gerðu-
bergskórinn undir
stjórn Kára Friðriks-
sonar. S 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 myndvefnaður,
kl. 9.30 málm- og silf-
ursmíði, kl. 13 bókband.
Kl. 9–17 myndlistar-
sýning.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 glerlist, kl. 10
ganga, kl. 14 Gleðigjaf-
arnir syngja.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, útskurður,
baðþjónusta, fótaað-
gerð og hárgreiðsla, kl.
11 spurt og spjallað, kl.
14 bingó.
Hvassaleiti 58–60.
Fótaaðgerðir virka
daga, hársnyrting
þriðju- til föstudags.
Norðurbrún 1. Kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 10–11
boccia, kl. 14 leikfimi.
Vesturgata 7. Kl. 9–16
fótaaðgerð og hár-
greiðsla, kl. 9.15–14.30
handavinna, kl. 10–11
kántrý dans. Kl. 13.30
sungið við flygilinn við
undirleik Sigurgeirs.
Dansað í kaffitímanum
við lagaval Sigvalda.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9 hárgreiðsla
og myndlist, kl. 9.30
bókband og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og leikfimi, kl.
12.30 leir, kl. 13.30
bingó.
Þjónustumiðstöðin,
Sléttuvegi 11. Opið frá
kl. 10–14.
Félag eldri borgara í
Gjábakka. Spilað brids
kl. 19 þriðjud. og kl.
13.15 föstud.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan á
morgun. Lagt af stað
frá Gjábakka, kl. 10.
Aðalfundur Átthaga-
félags Múlahrepps
verður haldinn í
Konnakoti á Hverf-
isgötu sunnudaginn 25.
apríl kl. 15.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
sölukaffi og happdrætti
sunnudaginn 25. apríl
að Síðumúla 37. Húsið
opnað kl. 14.30. Fé-
lagsmenn styrkið félag-
ið og mætið vel og takið
með ykkur vini og
kunningja. Stjórnin.
Í dag er föstudagur 23. apríl, 114.
dagur ársins 2004, Jónsmessa Hóla-
biskups um vorið. Orð dagsins: Því
að augu Drottins eru yfir hinum
réttlátu og eyru hans hneigjast að
bænum þeirra. En auglit Drottins
er gegn þeim, sem illt gjöra.
(1Pt. 3, 12.)
Margrét Einarsdóttirlögmaður hélt uppi
vörnum fyrir jafnrétt-
islögin á fundi Lands-
sambands sjálfstæð-
iskvenna á þriðjudag.
Í erindi Margrétar, sembirt er á vefritinu Tík-
inni, rekur hún meðal
annars efni laganna og
spyr hvort unnt sé að
vera ósammála þeim. „Í
1. gr. segir að markmið
laganna sé að koma á og
viðhalda jafnrétti og
jöfnum tækifærum
kvenna og karla og jafna
þannig stöðu kynjanna á
öllum sviðum samfélags-
ins. … 14. gr. laganna er
sett til höfuðs launamun
kynjanna en þar segir að
konum og körlum er
starfa hjá sama atvinnu-
rekanda skulu greidd
jöfn laun og skulu njóta
sömu kjara fyrir jafn-
verðmæt og sambærileg
störf. Er þetta ákvæði
sem hægt er að vera á
móti? Það vita allir að á
Íslandi er á milli 15 og
20% óútskýrður launa-
munur.“ Margrét segir
að það eina í lögunum
sem orka kunni tvímælis
sé reglan um jákvæða
mismunun. Bendir hún
þó á að margir misskilji
þetta ákvæði og áréttar
að samkvæmt lögunum
skuli ekki taka kvenkyns
umsækjanda fram yfir
karl nema hún sé að
minnsta kosti jafnhæf
eða hæfari.
Það eru ekki góð rökað segja að það þurfi
ekki jafnréttislög af því
að jafnréttið sé verndað í
stjórnarskránni,“ heldur
Margrét áfram. „Þjóð-
félag okkar er miklu
flóknara en að stefnu-
yfirlýsingar í stjórn-
arskránni dugi til að
vernda þessa mikilvægu
hagsmuni. Það þarf að
útfæra verndun þessara
mikilvægu mannréttinda
nánar í almennum lands-
lögum. Bara nákvæmlega
á sama hátt og það þarf
að útfæra verndun ann-
arra þeirra mikilvægu
mannréttinda sem eru
vernduð í stjórn-
arskránni. Það dytti t.d.
engum í hug að segja að
við þyrftum ekki lög um
persónuvernd eða lög
sem takmarka heimildir
lögreglunnar gagnvart
borgurunum af því að við
hefðum ákvæði til vernd-
unar friðhelgi einkalífs í
stjórnarskránni. Það er
bara ekki nóg.
Það er því miður stað-
reynd, þrátt fyrir að
margt hafi lagast, að
konum er enn þann dag í
dag mismunað á grund-
velli kynferðis síns. Það
er því miður ennþá of
mikið um það að konum
séu greidd lægri laun,
eingöngu af því að þær
eru konur og að gengið
sé framhjá mjög hæfum
konum við stöðuráðn-
ingar eða stöðuhækkanir
og minna hæfur karl-
maður ráðinn í þeirra
stað. Í þessu felast brot á
grundvallarmannrétt-
indum kvenna og það
þarf í lögum að banna
þessa háttsemi og veita
konum raunhæf úrræði
til að halda þá ábyrga
fyrir lögum sem brjóta á
þeim með slíkum hætti.“
STAKSTEINAR
Jafnréttislögin eru
nauðsynleg!
Víkverji skrifar...
Það var eitthvað að þegar Vík-verji opnaði augun í gærmorg-
un, pínulítið rykaður í kollinum eft-
ir pressuballið. Það tók svolitla
stund að átta sig á því hvað var
ekki eins og það átti að vera. Úti
var glampandi sól og varla ský á
himni. Gluggaveður, hugsaði Vík-
verji með sér. Svo leit hann á hita-
mælinn. Hann sýndi tæplega tíu
stig. Hm, það hlýtur að vera fjandi
hvasst, hugsaði Víkverji og leit enn
út um gluggann. Þar bærðust trén
ekki einu sinni og fuglarnir sungu
án þess að þurfa að ríghalda sér í
greinarnar. Ókei, þetta er draumur,
hugsaði Víkverji og fór aftur upp í
rúm. Fimm mínútum síðar hringdi
síminn, Víkverji talaði við raun-
verulega manneskju og sannfærðist
um að hann væri vakandi – og að
það væri í raun og veru gott veður
á sumardaginn fyrsta.
x x x
Ekki var um annað að ræða en aðgera það bezta úr þessari
óvæntu stöðu. Víkverji dreif sig nið-
ur í bæ með börnin og þar var „út-
lend“ stemmning, fólk gekk um
léttklætt, borðaði ís, fór í leiki og
sat úti á kaffihúsunum. Víkverji var
enn ekki alveg viss um að þetta
væri ekki einhvers konar Palli var
einn í heiminum-ástand, þ.e.
draumur sem hann myndi vakna
upp af fljótlega. Svo hitti hann pró-
fessor við Háskólann, sem benti
honum á að þetta væru sennilega
gróðurhúsaáhrifin. Guði sé lof fyrir
gróðurhúsaáhrifin, hugsaði Víkverji
og ákvað að geyma þangað til hinn
daginn að hafa áhyggjur af hækk-
andi sjávarstöðu, ofsafengnari
veðrabrigðum og því öllu saman.
Víkverji keypti gangstéttarkrítog sápukúlubauka handa
krökkunum og eyddi síðdeginu
heima í garði, las blöðin, hamraði á
fartölvuna og drakk kaldan bjór, á
meðan krakkarnir ærsluðust í
garðinum í – já haldið ykkur nú
fast – stuttermabolum og sand-
ölum. Hverfið iðaði af lífi, fólk
þusti hjá á reiðhjólum, línu-
skautum og hjólabrettum og allir
bara á bolnum! Hitamælirinn sýndi
fjórtán stig og lóan söng í næsta
garði. Tæplega sjö ára dama hætti
skyndilega að leika sér og sagði við
föður sinn: „Pabbi, þetta er bezti
dagur lífs míns. Það hefur alltaf
verið rigning og rok á sumardag-
inn fyrsta þangað til núna.“ Pabb-
inn ætlaði að fara að samsinna því,
þegar sú stutta bætti við: „Nema
þegar snjóaði.“
x x x
Það kórónaði auðvitað góðansumardag þegar betri helm-
ingur Víkverja hringdi frá Spáni,
þar sem hann heldur sig þessa
dagana: Það var rigning í Barce-
lona.
Morgunblaðið/Sverrir
Skyrgerð
UM daginn las ég í Morg-
unblaðinu að fyrirhuguð
væri skyrgerð í Kanada.
Höfðu skyrmenn frá Ís-
landi farið vestur og Kan-
adamaður ætlaði til Ís-
lands, auðvitað á kostnað
langpíndra skattgreið-
enda á Íslandi.
Það er hreinasti óþarfi
að bregða sér landa í mill-
um til að læra að búa til
gott skyr. Ég hef framleitt
og borðað ágætis skyr hér
vestra í mörg ár, eða síðan
Elín Tómasdóttir úr Vík
kenndi mér framleiðsluna.
(Elín er gift Gunnari Jón-
assyni, þau búa nú í Flór-
ída).
Til þess að búa til skyr,
sem jafnast á við það
bezta úr Borgarnesi, þarf
maður plastsíu og und-
anrennujógurt. Setja skal
síuna yfir skál, hella jóg-
urtinni í síuna, setja inn í
ísskáp yfir nótt og að
morgni er komið bezta
skyr og talsvert af góðri
mysu. Meira þarf ekki til,
engin þörf fyrir erlendar
heimsóknir, kokkteilboð
og ríkisstyrki eins og allt-
af þegar selja á þó ekki sé
nema læri af lambi eða ull-
artrefil.
Mér þætti vænt um ef
lesendur, sem eiga ætt-
ingja erlendis, sem langar
í gott skyr, sendu þeim
þessa uppskrift.
Geir Magnússon,
4052 Lisburn Road,
Mechanicsburg,
PA 17055.
Fyrirspurn –
Í ríki ljóssins
BÓKAÚTGÁFAN Reyk-
holt sem var á Langholts-
vegi gaf út bækurnar
Galdrameistarann, Ísfólkið
og Í ríki ljóssins. Úr bóka-
flokknum Í ríki ljóssins
hafa verið þýddar 13 bækur
en eftir á að þýða 7 bækur,
en alls eru bækurnar 20.
Hvers vegna var hætt að
þýða bækurnar hennar
Margit Sandemo, Í ríki
ljóssins? Vonast eftir svari.
J.M.G.
Birkiaska við
frjókornaofnæmi
ÞORGEIR hafði samband
við Velvakanda og vildi
hann koma á framfæri að
við frjókornaofnæmi væri
gott að taka inn 6 hylki af
birkiöskju á dag. Segir
hann að það gagnist fólki
mjög vel.
Frábær grein
MIG langar til að koma á
framfæri hjartans þakklæti
fyrir frábæra grein Guð-
laugar Helgadóttur, hjúkr-
unarkonu, Hrörnun í augn-
botnum, sem birtist
þriðjudaginn 17. febrúar í
Daglegu lífi, Morgun-
blaðinu. Það er ómetanlegt
fyrir aðstandendur að fá að
vita þetta.
Aðstandandi.
Dýrahald
Kettlingar
fást gefins
TVEIR kettlingar, högnar,
fást gefins. Þeir eru 8
vikna, kassavanir. Upplýs-
ingar í síma 899 2241,
698 1811 og 565 0143.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
LÁRÉTT
1 dökk, 4 sveia, 7 kven-
mannsnafn, 8 trylltur, 9
guð, 11 skip, 13 stafn á
skipi, 14 huldumaður, 15
brún, 17 landsvæði, 20
ástæður, 22 gleðjast, 23
mergð, 24 skartgrip-
urinn, 25 sefur.
LÓÐRÉTT
1 kvenvarg, 2 erfið, 3
hreint, 4 í fjósi, 5 sam-
tala, 6 ákveð, 10 góla, 12
mathák, 13 augnalok, 15
ójafnan, 16 krók, 18 ber,
19 með tölu, 20 fornafn,
21 málmur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fársjúkur, 8 leiði, 9 gadds, 10 gái, 11 tugga, 13
renna, 15 músar, 18 sigur, 21 ólm, 22 gjall, 23 ellin, 24
flugeldur.
Lóðrétt: 2 áning, 3 seiga, 4 úrgir, 5 undin, 6 glit, 7 aska,
12 góa, 14 efi, 15 megn, 16 stall, 17 róleg, 18 smell, 19
guldu, 20 rann.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html