Morgunblaðið - 23.04.2004, Qupperneq 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 23. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
TVEIR drengir, níu og tíu ára að aldri,
fundu haglabyssu uppi við húsvegg á
Seyðisfirði á mánudag. Voru þeir á gangi
þegar þeir sáu byssuna og töldu þeir rétt
að láta lögregluna strax vita af málinu.
Náðu þeir strax í fullorðinn aðila, hér-
aðslögreglumann sem var ekki á vakt en
var staddur rétt hjá og fjarlægði hann
skotvopnið og tók í vörslu lögreglunnar.
Reyndist byssan óhlaðin og engin skot-
færi í grennd við hana.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hafði veiðimaður sem var að koma af
svartfuglsveiðum gleymt byssunni við
vegginn um stundarsakir og gengu
drengirnir þá fram á byssuna. Þóttu
drengirnir að sögn lögreglu bregðast
hárrétt við.
Fundu
haglabyssu
á glámbekk
BÚAST má við umtalsverðri fjölgun nýnema í
framhaldsskólunum í haust en árgangurinn er
stærri en verið hefur undanfarin ár eða hátt í
400 fleiri en næsti árgangur á undan.
Auk þess hefur hlutfall þeirra af hverjum ár-
gangi sem sækja um nám í framhaldsskólunum
hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum og
er líklegt að það hlutfall mun halda áfram að
hækka, skv. upplýsingum Aðalsteins Eiríks-
sonar, verkefnisstjóra í menntamálaráðuneyt-
inu.
Áætlanir gera ráð fyrir
að allir fái skólavist
Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrauta-
skólans við Ármúla, segir að bjartsýnustu
menn telji að miðað við fjárveitingar vanti
hugsanlega 400–500 sæti í framhaldsskólum í
Reykjavík á næsta skólaári. „Og þeir sem
svartsýnastir eru telja að það muni vanta allt
að 800 til 1.000,“ segir Sölvi.
Hann segir fjölgunina ekki eingöngu stafa af
því að árgangur nýnema sé fjölmennur, heldur
sæki fleira fólk í nám í framhaldsskólum til að
afla sér réttinda, þar sem sorfið hafi að á
vinnumarkaði meðal þeirra sem hafa litla sem
enga menntun.
Aðalsteinn segir enn nokkra óvissu um
hversu margir muni sækja um skólavist í haust
en innritun fer fram í byrjun júní. Hann segir
að gert sé ráð fyrir því í fjárlagagerð og áætl-
unum að allir fái skólavist. „Það er ekkert ann-
að á borðinu en að það muni sleppa að öllu
óbreyttu,“ segir hann.
Erfiðleikar blasa við í Flensborgarskóla
Hrefna Geirsdóttir, aðstoðarskólameistari
Flensborgarskóla í Hafnarfirði, segir erfiðleika
blasa við vegna fjölgunar nýnema, þar sem
skólinn er ekki nógu stór til að taka á móti öll-
um. Spurð hvort stefni í að ekki fái allir skóla-
vist segir Hrefna að reynt verði að gera allt
sem hægt er til að taka við umsækjendum í
haust.
530 nemendur eru við nám í Flensborgar-
skóla á yfirstandandi skólaári og er skólinn
fullskipaður. Um 70 nemendur útskrifast í vor
en Hrefna segir alveg öruggt að mun fleiri
muni sækja um skólavist í haust en þeir sem
útskrifast. „Það er alveg greinilegt að það
verða erfiðleikar að komast að,“ segir hún.
Sölvi segir að ef mæta eigi öllum sem sækja
um skólavist þurfi að veita meira fé til skóla.
„Það liggur ekkert fyrir enn en ég veit að
menntamálaráðuneytið hefur fullan hug á að
sækja meira fé þegar séð er hverjar innrit-
unartölurnar verða,“ segir hann.
Búist er við mikilli fjölgun nýnema í framhaldsskólum í haust
Telja vanta 400 til 1.000
pláss í skólum í Reykjavík
KARLMAÐUR á þrítugsaldri var handtek-
inn í gær eftir að hafa skotið úr loftriffli á
vegfarendur við Miklatún. Lögreglu var um
þrjúleytið tilkynnt um að manneskja hefði
orðið fyrir skoti úr loftriffli. Var talið að
skotið hefði komið frá hópi fólks sem sat á
túninu og skemmti sér. Reyndist vopnaði
maðurinn meðal þeirra.
Grunur leikur á að fólkið hafi verið ölvað
og hugsanlega undir áhrifum fíkniefna. Sjö
manns voru færðir í fangageymslu lögregl-
unnar. Málið er nú til rannsóknar, en vitað
er um einn mann sem fékk skot í sig. Hann
er ekki mikið meiddur.
Skotið með
loftriffli á
Miklatúni
EITT af greinilegustu einkennum
þess að vorið sé gengið í garð er til-
hugalíf og varp fuglanna. Varptím-
inn er nú að komast á fullt skrið og
eru fyrstu fuglategundirnar nú orpn-
ar. Þar má nefna fálka, hrafna, tjaldi,
svartþresti og starra. Að sögn Jó-
hanns Óla Hilmarssonar, formanns
Fuglaverndarfélags Íslands, sáust
einnig álftir á hreiðri á skírdag á
Eyrarbakka, sem er með fyrra móti.
„Þetta er greinilega að færast fram-
ar, enda veðrið búið að vera mjög
milt,“ segir Jóhann en varar við að ef
það gerir vont hret gæti komið bak-
slag í varpið. „Við vonum bara að svo
fari ekki.“
Jóhann segir komið nokkuð skrið á
tilhugalíf fuglanna. „Hrossagaukar
eru farnir að syngja, sem og stelkar
og lóur. Þetta fer allt á fullt núna um
mánaðamótin,“ segir Jóhann og bæt-
ir við að allir helstu farfuglar séu
komnir fyrir utan óðinshana og kríu.
Varpið kom-
ið vel af stað
Ljósmynd/Ragnar Sigurjónsson
Gæsahreiður fannst í Viðey.
FÁTT er meira tilheyrandi á sumardaginn fyrsta en lúðraþytur og
trommuslög þrammandi skrúðgangna. Hefðin fyrir skrúðgöngum með
lúðrasveitum í fararbroddi hefur haldist hér á landi í meir en sextíu ár.
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts hefur löngum gengið á þessum
degi og haldið tryggð við hefðina þrátt fyrir óviss veður. Hinn ungi
trommuleikari, Teitur Snær Tryggvason, lét ekki ungan aldur aftra sér
frá því að marséra með sveitinni hans stóra bróður, en lét kampakátur
kjuðana dynja á forláta Fisher Price trommunni í veðurblíðunni. /6
Morgunblaðið/Sverrir
Smár en knár sumarliði
KOSIÐ verður um sameiningu Austur- og Norður-
héraðs, Fljótdalshrepps og Fellahrepps samhliða
forsetakosningum í júní í sumar. Þetta var ákveðið
á fundi samstarfsnefndar sveitarfélaganna á mið-
vikudagskvöldið.
„Það er búið að vera að vinna tillögur og mál-
efnaskrá undanfarna mánuði. Samstarfsnefndin
hefur komist að þessari nðurstöðu og þá verður
ekki aftur snúið,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson,
starfsmaður samstarfsnefndar um sameiningu.
Íbúar Austurhéraðs eru um 2.140, Norðurhéraðs
um 320, í Fellahreppi búa um 470 manns og liðlega
90 í Fljótsdalshreppi. Verði sameiningin samþykkt verður því til nýtt
sveitarfélag með um þrjú þúsund íbúum.
Kosið á Héraði
Á sumardegi á
Fljótsdalshéraði.
♦♦♦