Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 47

Morgunblaðið - 15.05.2004, Side 47
ÚR VESTURHEIMI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2004 47 DR. T. Kenneth Thorlakson, læknir í Winnipeg, fékk æðstu viðurkenn- ingu Þjóðræknisfélags Íslendinga í Norður-Ameríku, The Lawrence Johnson-viðurkenninguna, á þingi félagsins á Heclu í Manitoba fyrir skömmu. Viðurkenningin er veitt fyrir frá- bær störf í þágu „íslenska“ sam- félagsins í Norður-Ameríku. Dr. Safnaði til styrktar íslenskudeild háskólans Ken Thorlakson hefur mikið látið að sér kveða á þeim vettvangi og var meðal annars formaður söfn- unarnefndarinnar Metið íslenska nærveru, Valuing Icelandic Pres- ence, sem lauk störfum á liðnu hausti. Hún safnaði meira en tveim- ur milljónum kanadískra dollara til styrktar íslenskudeild Manitobahá- skóla í Winnipeg og íslenska bóka- safninu við háskólann. Ken Thor- lakson er annar einstaklingurinn til að hljóta þessa viðurkenningu en hún var fyrst veitt á þjóðrækn- isþinginu í Edmonton í fyrra og var Neil Bardal, þáverandi aðalræð- ismaður í Gimli, verðlaunaður. Fékk æðstu viðurkenn- ingu Þjóðræknisfélagsins Morgunblaðið/Steinþór Eitt af síðustu verkum Pauls Westdals sem forseti Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Norður Ameríku, var að veita dr. T. Kenneth Thorlakson æðstu við- urkenningu félagsins á þingi þess í Manitoba fyrir skömmu. DÆGURKÓRINN og Regnboga- kórinn voru á söngferðalagi í Mani- toba á dögunum og fengu góðar viðtökur. Stjórnandi kóranna, Esther Helga Guðmundsdóttir, lagði áherslu á að fá hlustendur til að syngja með og tókst það bærilega en kórarnir sungu bæði á íslensku og ensku við undirleik Katalin Lör- incz. Kórarnir sungu meðal annars í Ráðhúsi Winnipeg að viðstöddum borgarstjóra og í þinghúsinu, þar sem Peter Bjornson, menntamála- ráðherra Manitoba, tók á móti þeim. Þá komu þeir fram á Þjóðrækn- isþinginu á Heclu. Morgunblaðið/Steinþór Ester Helga kórstjóri kynnir dagskrá Dægurkórsins og Regnbogakórsins. Söngurinn í fyrirrúmi Ársfundur Lífeyrissjó›s verzlunarmanna ver›ur haldinn mánudaginn 17. maí 2004 kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjó›félagar og lífeyrisflegar sjó›sins eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn ver›a afhent á fundarsta›. Reykjavík 17. apríl 2004 Stjórn Lífeyrissjó›s verzlunarmanna Sími: 580 4000 • Myndsendir: 580 4099 • Netfang: skrifstofa@live.is N O N N I O G M A N N I IY D D A • 1 1 8 4 2 • si a .i s Ársfundur 2004

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.