Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MANNFALL Á GAZA Ísraelski herinn sendi skriðdreka inn á Gaza-svæðið í gær og talið er að minnst átta Palestínumenn hafi týnt lífi í átökum á svæðinu. Alls hafa minnst 40 Palestínumenn nú týnt lífi í Rafah-flóttamannabúð- unum á svæðinu eftir að aðgerðir Ísraela hófust seint á mánudag. Þeir segjast verða að eyðileggja jarðgöng sem notuð séu til að smygla vopnum frá Egyptalandi. Skatta eða niðurskurð Dönsk sérfræðinganefnd, sem fal- ið var að meta framtíðarhorfur vel- ferðarkerfisins, segir að annaðhvort verði að hækka mjög skatta eða skera þjónustuna harkalega niður. Lögð er áhersla á að fleira fólk fari út á vinnumarkaðinn og tryggja beri að innflytjendur nýtist sem vinnuafl. Fleiri pyntingamyndir Nýjar myndir af misþyrmingum á íröskum föngum Bandaríkjamanna í Írak hafa verið birtar á sjónvarps- stöð vestra. Sýna þær meðal annars brosandi hermann yfir líki eins fang- ans í Abu Ghraib-fangelsinu. Kuldakast á Norðurlandi Nokkuð hefur snjóað á Norður- og Norðausturlandi undanfarið og hefur jörð víða verið hvít af og til. Bændur segja kuldaköstin lítil áhrif hafa á sauðburð, sem er í fullum gangi, en geti valdið kindum heilsu- tjóni, þar sem mjólkurframleiðslan fyrir lömbin gangi á fituforða þeirra. Heilbrigðiskerfið óskilvirkt Kanadísk skýrsla segir íslensku og kanadísku heilbrigðiskerfin þau dýrustu meðal OECD-ríkjanna. Þá sé aðgengi og biðtími með verra móti. Heilbrigðisráðherra telur skýrsluna ónákvæma og byggjast á röngum upplýsingum. Áfall fyrir listalíf Sýknudómur Hæstaréttar í mál- verkafölsunarmálinu er gríðarlegt áfall fyrir íslenskt myndlistarlíf að mati Sambands íslenskra lista- manna. Þá segir Atli Gíslason lög- maður sýknudóminn áfellisdóm fyrir þá sem undirbjuggu málið. Y f i r l i t Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir Ferðasumar 2004. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Bréf 40 Viðskipti 12 Dagbók 42/43 Erlent 14 Íþróttir 44/47 Listir 16/21 Leikhús 48 Daglegt líf 22/23 Fólk 48/53 Umræðan 24/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Minningar 30/36 Veður 56 * * * HÚSDÝRA- og fjölskyldugarðurinn iðar nú sem liðin sumur af lífi og fjöri. Dýr og menn spranga þar um og njóta þess að vera til. Í fjölskyldugarðinum er alltaf nóg um að vera, börn að leik í ýmsum tækjum sem þar hefur verið fyrir komið. Það getur verið þrautin þyngri að komast í gegnum breið rör, stiga úr reipi og annað sem tengist kastalanum vinsæla. En allt hefst það að lokum og ferð smáfólksins um völundarhúsið endar vel. Morgunblaðið/Golli Fjör í fjölskyldugarðinum MAÐUR um tvítugt var handtekinn um kl. 21.30 á miðvikudagskvöld þar sem hann réðst á bíl með öxi. Lög- reglan í Reykjavík var kölluð á vett- vang og var maðurinn snúinn niður og handtekinn, að sögn vitnis. Að sögn lögreglu kom svo í ljós að mað- urinn átti bílinn sem hann hjó í með öxinni. Maðurinn var ölvaður og þóttu tilburðir hans það ógnandi fyr- ir öryggi annarra borgara að hann var handtekinn fyrir að raska al- mannafriði og færður á lögreglustöð. Bíllinn er talsvert skemmdur, rúður brotnar og göt á hliðum. Ekki er vit- að hvað manninum gekk til með þessu athæfi sínu, en hann var látinn laus þegar honum var runnin reiðin. Eyðilagði bíl sinn með öxi Ljósmynd/Marco Mintchev HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru fyrir gáleysislegan akstur við Eiðs- granda í nóvember 2003 með þeim afleiðingum að bíll hans ók í veg fyrir annan bíl og olli alvarlegum slysum á ökumanni beggja bílanna. Að mati dómsins þótti sannað að bíll ákærða fór yfir á öfugan vegar- helming með fyrrgreindum afleið- ingum en á hinn bóginn taldi dóm- urinn slysið ekki nægilega rannsakað og því hefði ekki komið fram lögfull sönnun um sekt ákærða. Málið dæmdi Guðjón St. Mar- teinsson héraðsdómari. Verjandi ákærða var Guðmundur Óli Björg- vinsson hdl. og sækjandi Þorsteinn Skúlason, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Sýknaður af ákæru fyrir gáleysis- legan akstur AFKOMA sjávarútvegs verður heldur lakari í ár en hún varð á síðasta ári, þrátt fyrir auknar afla- heimildir, að því er fram kemur í nýrri þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Í því sambandi vegur þyngst hækkun kostnað- ar, óbreytt fiskverð á er- lendum fiskmörkuðum og almennt lakari rekstrar- skilyrði. Fram kemur að afkoma sjávarútvegsins sé hins vegar talsvert mismunandi eftir einstökum greinum. Veiðar séu þannig reknar með þokkalegum hagnaði eða 5,5% af tekjum á sama tíma og töluverður halli sé á fiskvinnslunni sem geti numið um 4,5% af tekjum. Fram kemur einnig að sam- kvæmt áætlunum sé gert ráð fyr- ir að sjávarútvegurinn í heild verði rekinn á núllinu í ár sam- anborið við hagnað sem nam 1,3% af tekjum á árinu 2003 og 10,2% af tekjum árið þar á undan árið 2002. Á árinu 2005 er hins vegar gert ráð fyrir að hagnaðurinn aukist aftur og verði 2,9% af tekjum. Reiknað er með að það sé einkum hagur út- gerðarinnar sem muni batna, en fiskvinnslan verði áfram rekin með umtals- verðum halla. Fram kemur að í þessum framreikningum er stuðst í meginatriðum við sömu for- sendur og í þjóðhagsspá. Í því sambandi sé stuðst við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins um verð á olíu í ár og á næsta ári, en þar er gert ráð fyrir að olíutunnan kosti að með- altali 30 dali í ár og 27 dali á næsta ári. Ef hins vegar niður- staðan verður sú að olíuverðið verður að meðaltali 40 Banda- ríkjadalir fyrir tunnuna í ár stefni í að rekstrarhalli sjávarút- vegsins verði um 2,5% af tekjum. Lakari afkoma sjávar- útvegs í ár en í fyrra Morgunblaðið/Þorkell ELDUR kviknaði í gasgrilli sem stóð á svölum íbúðar á Strandgöt- unni á Akureyri um kl. 22.15 í gær- kvöldi. Vegfarandi tilkynnti Neyð- arlínu um reyk sem steig upp af svölum á 5. hæð hússins, og var allt tiltækt lið slökkviliðs kallað til. Slökkvilið þurfti að brjóta sér leið inn í íbúðina, sem var mannlaus, til að komast að grillinu. Þegar að var komið var grillið í ljósum logum, og mátti greina leifar af lambalæri á grillinu. Vel gekk að slökkva í grill- inu og var gaskúturinn kældur. Að sögn slökkviliðsmanns sem fór á vettvang mátti ekki miklu muna að gaskúturinn hitnaði það mikið að hann færi að leka, sem hefði magnað eldinn mikið, og ef hitinn hefði aukist enn meira var veruleg hætta að kúturinn myndi springa. Eldur í Lundarskóla Annar eldsvoði varð á Akureyri í gær, rétt fyrir kl. 18 var slökkvilið kallað að Lundarskóla þar sem kveikt hafði verið í rusli í rusla- geymslu. Vel gekk að ráða niðurlög- um eldsins. Lögregla hefur sterkan grun um hver kveikti í, en enginn hafði verið yfirheyrður vegna máls- ins þegar blaðið fór í prentun. Kviknaði í gasgrilli á Akureyri ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.