Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ HANS du Toit, sem býr í bænum Philipolis í Suður-Afríku, var nýlega sektaður um sem svarar 22 þúsund krónur fyrir ölvun við akstur á asnakerru. Hann sagði lög- regluþjónunum að hafa engar áhyggjur – asnarnir myndu rata heim. Lögreglumenn- irnir létu ekki sannfærast og bönnuðu hon- um að halda áfram. „En þegar lög- reglumennirnir voru farnir hugsaði ég sem svo: Ég þekki leiðina og asnarnir mínir líka. Ef ég rata ekki þá rata þeir,“ sagði du Toit er hann kom fyrir rétt, eftir að lög- reglumennirnir höfðu stöðvað för hans aft- ur, eins og fram kom í máli hans: „Aksturinn var dálítið skrykkjóttur og lögreglan stopp- aði mig aftur.“ Eiginkona du Toits var köll- uð til og hún losaði asnana frá kerrunni. Sagan af eggja- kökunni dýru EGGJAKAKAN sem gestir á veitingastaðn- um Hjá Normu á La Parker Meridien- hótelinu á Manhattan í New York geta pantað af matseðlinum er ekki gerð úr gulli; einungis venjulegum eggjum, humar, kavíar og smá- vegis meðlæti; samt kostar hún eitt þúsund dollara. Um 73 þúsund krónur, miðað við gengi dollarans þessa dagana. „Ég ætlaði ekki að trúa því að þetta væri verðið þegar ég sá „1.000“ á matseðlinum. Ég hélt að þetta væri hitaeiningafjöldinn,“ sagði Virginia Marnell, viðskiptavinur Hjá Normu, við dag- blaðið Daily News. Eggjakakan var fyrst sett á matseðlinn í byrjun maí undir heitinu „Zillion Dollar Frittata“. Í henni eru sex egg, humar og – það sem gerir útslagið – tíu únsur (283 grömm) af sevruga-kavíar. Veitingastað- urinn greiðir sem svarar tæplega 5.000 krón- ur fyrir únsuna af þessum kavíar, að sögn framkvæmdastjórans, Stevens Pipes. „Við vissum að þetta yrði dýr réttur þannig að við ákváðum að hafa þetta skemmtilegt,“ sagði Pipes um nafnið á eggjakökunni. „En þetta er engin vitleysa. Hún er góð á bragðið.“ Undir nafni eggjakökunnar á matseðlinum segir: „Norma manar þig til að prófa þessa.“ Enn sem komið er hefur enginn orðið við þessari áskorun. Hægt er að fá „sparnaðar-útgáfu“ af eggjakökunni dýru á hundrað dollara (um 7.300 krónur) en í henni er aðeins ein únsa (28,3 grömm) af kavíarnum. Vajpayee og 13 TALAN 13 hefur reynst örlagarík svo um munar fyrir fráfarandi forsætisráðherra Indlands, Atal Behari Vajpayee. Hann varð fyrst forsætisráðherra 1996 þegar flokkur hans, BJP, vann sigur í þingkosningum. Hann neyddist hins vegar til að segja af sér eftir þrettán daga vegna þess að BJP tókst ekki tryggja sér meirihluta á þingi. Í mars 1998 sór Vajpayee embættiseið sem for- sætisráðherra í annað skipti en sat einungis þrettán mánuði, þ.e. uns samþykkt var van- traust á stjórn hans. Í kosningum sem fylgdu í kjölfarið, sem voru þær þrettándu sem haldnar voru í Indlandi frá því að landið fékk sjálfstæði 1947, bar BJP hins vegar sig- ur úr býtum og Vajpayee sór embættiseið að nýju – 13. október 1999. 13. mars 2001 skók mikið hneykslismál stjórn Vajpayees og neyddust ýmsir af helstu bandamönnum hans til að segja af sér embætti. 13. desem- ber það sama ár slapp Vajpayee síðan naum- lega á lífi þegar íslamskir uppreisnarmenn reyndu að ráða hann af dögum. Vajpayee ákvað í febrúar á þessu ári að boða kosn- ingar – þó að hann hefði ekki þurft þess fyrr en að sex mánuðum liðnum – en BJP galt óvænt afhroð í kosningunum. Því atvikaðist það að Vajpayee neyddist til að biðjast lausnar – 13. maí 2004. ÞETTA GERÐIST LÍKA Asnaskapur Reuters GERHARD Schröder Þýskalands- kanslari settist undir stýri á Trabant 601 um daginn, er hann heimsótti Volkswagen-bílasmiðjurnar í Zwick- au í tilefni af 100 ára afmæli bíla- framleiðslu í borginni. Hreint enginn skrjóður SKOÐANAKANNANIR undanfarið sýna að sí- fellt fleiri Bandaríkjamenn vilja að stjórnvöld kalli herinn heim frá Írak. En þeim sem vilja senda fleiri sveitir til Íraks hefur líka fjölgað. George W. Bush Bandaríkjaforseti og John F. Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, hafa hins vegar báðir gefið í skyn að þeir telji rétt að fjöldi hermanna í Írak verði óbreyttur. Að mati margra minna skoðanir fólks á Íraks- stríðinu nú á almenningsálitið eins og það var á ákveðnum tímapunkti í Víetnamstríðinu; al- menningur telji í auknum mæli að kyrrstöðu- stefna þeirra Bush og Kerrys gangi ekki lengur. Möguleikarnir núna séu: Vinnið stríðið eða komið ykkur burt. Í skoðanakönnun Time og CNN frá því í síð- ustu viku kom fram að 30% Bandaríkjamanna vilja að stjórnin kalli herinn heim frá Írak sem er hæsta hlutfall til þessa. Hins vegar sögðu 28% að senda ætti fleiri hermenn til landsins sem er einnig hæsta hlutfall til þessa. Könnun CNN, USA Today og Gallup í síðustu viku sýndi sömu niðurstöðu. „Bandaríkjamenn vilja ekki að við snúum baki við Írökum af því þeir vilja ekki að ástandið í landinu verði enn hættulegra,“ segir Andrew Kohut, forstöðumaður stofnunar sem rannsakar tengsl almenningsálits og fjölmiðla. „Hins vegar vilja þeir ekki heldur sjá okkur fest- ast í kviksyndi.“ Telja að Bandaríkin geti ekki unnið Sérfræðingar telja að þessa stefnubreytingu í báðar áttir megi rekja til sömu grundvallar- ástæðunnar: vaxandi efa um að Bush takist ætl- unarverk sitt í Írak. Í könnun Time og CNN sögðust 60% aðspurðra telja að Bandaríkin „gætu unnið stríðið í Írak“. Einungis 41% taldi að Bandaríkin væru nú að vinna stríðið og aðeins 50% töldu að Bandaríkin myndu vinna stríðið að lokum. Þá sýna skoðanakannanir að margir telja að Bush hafi ekki haft til reiðu áætlanir um hvernig ætti að vinna stríðið. Haldi vantrú fólks áfram að aukast má gera ráð fyrir að þolinmæði þess gagnvart mannfalli í bandaríska hernum minnki. Almenningur er nefnilega talinn taka fréttum af mannfalli betur ef hann telur að markmiðin séu að nást en ef hann heldur að mannslífum sé fórnað fyrir tapaðan málstað. Þá má búast við því að ótti við að aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak mistakist verði til þess að kjósendur, sérstaklega þeir sem eru annaðhvort langt til hægri eða langt til vinstri, vilji leita nýrra leiða. Neikvæð áhrif á fylgi Bush Áhyggjur almennings af ástandinu í Írak hafa helst haft neikvæð áhrif á fylgi Bush. Í öllum stórum könnunum undanfarið hefur komið fram að innan við helmingur landsmanna er sáttur við hvernig hann hefur tekið á málum í Íraksstríðinu. Sumir demókratar óttast þó að aukin andstaða gegn stríðinu hjá almenningi geti orðið til þess að neyt- endafrömuðurinn Ralph Nader, sem hefur lýst því yfir að hann vilji herinn heim, taki atkvæði frá John Kerry í nóvember. Ráðgjafi sem unnið hef- ur fyrir Kerry segir þó að þetta sé ekki mikilvæg- asti kjósendahópurinn fyrir Kerry. Hann eigi ekki að reyna að höfða til fólks lengst til vinstri með því að tileinka sér viðhorf þess til Íraks- stríðsins. Honum komi best ef hann geti sann- fært alla kjósendurna sem eru vinstra megin við Bush um að honum muni takast betur en forset- anum að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Viðhorf almennings í Bandaríkjunum til Íraksstríðsins að breytast Sigrið eða hypjið ykkur Washington. Los Angeles Times. ’Hins vegar vilja þeirekki heldur sjá okkur festast í kviksyndi.‘ Reuters Sífellt fleiri Bandaríkjamenn telja að núverandi stefna í Írak gangi ekki lengur. Vilja þeir ýmist að herinn verði kallaður heim eða fleiri sveitir sendar á vettvang. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin ABC hefur birt nýjar myndir sem sýna tvo bandaríska fangaverði í Abu Ghraib fangelsinu við Bagdad í Írak stilla sér upp við lík írasks fanga. Á myndunum eru bandarísku hermennirnir brosandi og rétta upp þumalfingurinn yfir líkinu. Báðir hermennirnir eru í hópi sjö fyrrum fangavarða í Abu Ghraib sem nú hafa verið dregnir fyrir herrétt vegna misþyrminga á föngum. Á fréttavef BBC er haft eftir Just- in Webb, fréttaritara í Washington, að þessar myndir muni án efa auka á þá óánægju sem ríkir nú í Bandaríkj- unum með framgöngu Bandaríkja- manna í Írak. Myndirnar voru einnig sýndar á arabísku Al-Arabyia sjón- varpsstöðinni í gær og sagði í frétt AP-fréttastofunnar að þær væru lík- legar til að kalla aukna fordæmingu yfir Bandaríkin í arabaheiminum. John Abizaid hershöfðingi, sem stýrir hernaðaraðgerðum bæði í Írak og Afganistan, viðurkenndi fyr- ir bandarískri þingnefnd á miðviku- dag að misþyrmingar hefðu átt sér stað í báðum löndunum. Undirhers- höfðingjarnir Ricardo Sanchez og Geoffrey Miller komu einnig fyrir nefndina. Miller, sem stýrir fangels- ismálum í Írak, viðurkenndi að kom- ið hefðu upp tilvik í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo- flóa á Kúbu, þar sem ofbeldi hefði verið beitt, en Miller stýrði áður þeim fangabúðum. Hann neitaði því hins vegar að stjórnendur Banda- ríkjahers hefðu hvatt til eða gefið heimild til slíks. Miller lýsti yfir því í gær að bund- inn hefði verið endi á ofbeldi gagn- vart föngum í Írak. Kvaðst hann geta fullyrt að hvers kyns misbeit- ingu valds hefði verið hætt í fang- elsum hernámsliðsins. Hann sagði nýjustu myndirnar úr Abu Ghraib til marks um vítaverða hegðun „lítils hóps hermanna og foringja“. Yfir- menn hersins fylltust „skömm“ sök- um framferðis þeirra. Nýjar myndir úr Abu Ghraib Reuters Charles Graner liðþjálfi sést hér krjúpa yfir líki fangans Manadel a-Jamadi í Abu Ghraib-fangelsinu. Samkvæmt vitnisburði var Jamadi við góða heilsu þegar hann var færður í fangelsið. Viðurkenna að föngum hafi verið misþyrmt bæði í Írak og Afganistan AHMED Chalabi, sem sit- ur í framkvæmdaráði Íraks, sagði í gær að hann hefði ekkert samband lengur við landsstjórn Bandaríkjamanna í Írak. Bandarískir hermenn og íraskir lögreglumenn réð- ust í gær inn í hús Chalabis og fjarlægðu tölvur og skjöl. Þeir hafa ekki gefið skýringar á atburðinum. „Ég er besti vinur Bandaríkjanna í Írak; ef landsstjórnin telur nauð- synlegt að ráðast vopnuð inn á heim- ili mitt þá sjáið þið hvernig samband landsstjórnarinnar og írösku þjóðar- innar er orðið,“ sagði Chalabi við blaðamenn. Chalabi hefur að undan- förnu beitt sér fyrir því að Bandaríkjamenn afhendi Írökum aukin völd og í viðtali við BBC sagði hann að Írakar ættu að fá yfirráð yfir olíu- lindum og mannvirkjum sem Bandaríkjamenn ráða nú yfir. Chalabi var lengi í náðinni hjá bandarískum stjórnvöld- um og var talið að þau vildu gera hann að forseta Íraks. En sam- skiptin hafa versnað mjög á undan- förnum mánuðum og hefur Banda- ríkjastjórn ákveðið að hætta leynilegum fjárstuðningi við Íraska þjóðarráðið. Hún telur nú að upplýs- ingar sem hreyfingin veitti fyrir stríðið hafi verið gagnslausar. Herinn réðst inn á heimili Chalabis Slítur öll tengsl við landstjórnina Chalabi BANDARÍKJAHER mun rannsaka ásakanir um að hersveitir hafi í fyrradag gert loftárás á þorp í Írak þar sem brúðkaupsveisla er sögð hafa farið fram, að sögn Mark Kimmitt, undirhers- höfðingja í bandaríska hern- um. Hann sagði í gær að sumar þeirra ásakana sem bornar hefðu verið fram, væru þess eðlis að málið yrði rannsakað nánar. Samt sem áður væru foringjar í hernum fullvissir um réttmæti árásarinnar sem þeir segja hafa verið gerða á Sýrlendinga sem barist hafi með íröskum uppreisn- armönnum. Kimmitt sagði að árásin hefði verið byggð á upplýs- ingum um að vopnaðir upp- reisnarmenn hefðu safnast saman á afskekktu svæði á eyðimörkinni nálægt landa- mærum Sýrlands. „Við höfð- um upplýsingar sem leiddu til þess að við hófum hernaðar- aðgerðir í eyðimörkinni miðri,“ sagði hann og bætti við að vopn, svo sem vél- byssur og herrifflar, hefðu fundist á svæðinu. Íbúar á svæðinu segja, að meira en 40 manns hafi látið lífið í árásinni, þar á meðal söngvari sem var að skemmta í brúðkaupinu og bróðir hans, sem lék undir. Á sjónvarps- myndum sást þegar verið var að vefja lík, meðal annars af börnum, í ábreiður og koma þeim fyrir á vörubílspöllum. Kanna ásakanir um loftárás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.