Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinn SverrirSveinsson fædd- ist á Borgarfirði eystra 15. október 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. maí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sveinn Sigurður Sveinsson, sjómaður og verkamaður á Norðfirði, f. í Nes- kaupstað 16. sept- ember 1900, d. 29. apríl 1941, og Anna Herborg Guðmunds- dóttir húsmóðir frá Borgarfirði eystra, f. 7. október 1896, d. 11. október 1979. Sveinn var elstur í hópi sjö alsystkina sem komust á legg en alls voru systkinin 8; Arthúr, f. 19. ágúst 1926, Inga, f. 18. október 1927, Guðbjörg, f. 13. nóvember 1928, d. 27. mars 2000, Guðmundur Björn, f. 11. janúar 1930, Már, f. 16. nóvember 1933, María f. 8. maí 1935, d. 17. júlí 1935, og Sveina María, f. 14. októ- ber 1938. Hálfsystir Sveins, sam- mæðra, er Kristjana Ágústsdótt- ir, f. 27. desember 1920. 1957, kvæntur Margréti J. Braga- dóttur og eru börn þeirra Sveinn Bragi, Íris Gróa og Garibaldi; 6) Birgir húsasmiður í Reykjavík, f. 6. febrúar 1959, kvæntur Stein- unni Ingibjörgu Gísladóttur og eru dætur hennar Hjördís og Gréta Jóna. Langafabörn Sveins Sverris eru tvö; Finnbogi sonur Estherar og Snædís Erla dóttir Sverris. Sveinn flutti á fyrsta ári sínu til Neskaupstaðar og ólst þar upp til fjórtán ára aldurs. Hann var á sautjánda ári þegar hann flutti til Vestmannaeyja þar sem hann bjó fram að gosi. Þá fluttu þau hjónin í Kópavog og bjuggu þar síðan. Sveinn fór ungur til sjós og stund- aði sjómennsku á unglingsárun- um. Hann stundaði nám við Iðn- skólann í Vestmannaeyjum, lærði múraraiðn, tók sveinspróf í þeirri grein og starfaði síðan við múr- verk um árabil. Auk þess stund- aði hann sjómennsku, verka- mannastörf, vann í Hraðfrysti- stöðinni í Eyjum og hjá Raf- veitunni þar, meðal annars við uppbyggingu spennustöðva. Eftir að Sveinn flutti í Kópavoginn starfaði hann í fyrstu eftir gos fyrir Viðlagasjóð en síðar lengst af hjá Kópavogsbæ. Sveinn Sverrir verður jarð- sunginn frá Hjallakirkju í Kópa- vogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sveinn kvæntist í janúar 1948 Sigríði Rögnu Júlíusdóttur, saumakonu, f. 28. jan- úar 1926. Hún er dóttir Júlíusar Jóns- sonar múrarameist- ara og Sigurveigar Björnsdóttur sauma- konu sem bæði voru ættuð undan Eyja- fjöllum. Börn Sveins og Sigríðar Rögnu voru sex en fimm þeirra komust á legg: 1) Júlíus verkamaður á Selfossi, f. 25. júní 1944, kvæntur Freydísi Fann- bergsdóttur og er sonur þeirra Sverrir; 2) Sveinborg f. 4. janúar 1946, d. 7. apríl 1946; 3) Svein- borg Helga geðhjúkrunarfræð- ingur í Hafnarfirði, f. 13. júní 1948, d. 13. mars 2004, eftirlif- andi maki er Finnbogi Jónsson og dætur þeirra Esther og Ragna; 4) Ragnar húsasmíðameistari í Mos- fellsbæ, f. 9. júlí 1955, kvæntur Gunnhildi M. Sæmundsdóttur og eru börn þeirra Ófeigur, Berg- þóra og Auður; 5) Sveinn Sigurð- ur smiður í Reykjavík, f. 21. apríl Elsku afi. Það er erfitt að kveðja þig svona óvænt og svona stuttu eftir að mamma kvaddi okkur. Þú sem varst mér svo yndislegur allt frá fyrstu tíð. Minningarnar eru óþrjótandi og ná allt aftur til minna fyrstu ára í Vestmannaeyjum. Er óhætt að segja að ég hafi fengið athygli þína óskipta á þeim árum enda fyrsta barnabarnið. Ég naut þess að kanna heiminn með þér, fara í bíl- túra, smíða kofa, húsgögn og bíla. Þá áttir þú þinn þátt í að leggja grunninn að námi mínu síðar meir með því að sjá til þess að mig skorti ekki kennsluefnið í íslensku, skrift og stærðfræði þegar ég bjó úti í Svíþjóð. Það var fátt meira spenn- andi en að fá sendingar frá afa með nýjum bókum og viðfangsefnum til að takast á við. Á Svíþjóðarárunum fékk ég síðan tækifæri til að ferðast með ykkur ömmu um landið á sumrin. Er það með betri minning- um úr minni æsku, ævintýrin fjöl- mörg og hefur án efa lagt grunninn að áhuga og ást minni á náttúru landsins. Þú varst alltaf mikið jólabarn og jólin voru lengi vel ekki komin í mínum huga nema með heimsókn í Kópavoginn þar sem þú varst iðu- lega búinn að skreyta húsið hátt og lágt og þar var öllu tjaldað sem til var. Hins vegar brá skugga yfir um tíma en sem betur fer tókst þér að leysa þig úr þeim viðjum og gott betur. Enda þótt ég hafi kannski ekki alltaf verið sátt við þig á þeim árum var væntumþykjan alltaf til staðar. Þú kenndir mér svo margt allt frá því að meta hákarl upp í að takast á við lífsins gildi. Eitt situr eftir öðru fremur, eða æðruleysis- bænin sem þið félagar þínir hjá AA höfðuð til hliðsjónar í baráttu ykk- ar, „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli“. Þessi orð segja svo margt, jafneinföld og þau eru, og hef ég reynt að muna eftir þeim á stundum sem við eiga, sama hvers eðlis eru. Það er óhætt að segja að skin og skúrir hafi skipst á í lífi þínu en þú lést ekki bugast, sama hvað á dundi. Ég get vart ímyndað mér meiri áhrif sem lífshlaup eins manns hef- ur haft jafnsýnileg á karakterinn en þinn. Skapið var til staðar og þú stóðst fastur á þínu. Krafturinn og þrjóskan einkenndu þig öðru frem- ur, að eljuseminni ógleymdri. Þú varðst alltaf að vera að, áttir bágt með að sitja með hendur í skauti. Það kom því ekki á óvart þegar þú aðeins nokkrum tímum áður en þú kvaddir okkur, varst að hafa áhyggjur af því hvort garðurinn í Fagrahvammi þarfnaðist ekki að- stoðar þinnar. Þetta var alveg dæmigert fyrir þig, alltaf reiðubú- inn að hjálpa til. Annars lýsa þessir síðustu dagar þínir þér nokkuð vel. Morguninn eftir að fjarlægðar voru tvær tær vegna sykursýki þinnar, var þér farið að leiðast vistin á spít- alanum og útskrifaðir þú þig því sjálfur og keyrðir heim um hádeg- isbilið. Það leið þó ekki á löngu áður en þú samþykktir að fara upp eftir á nýjan leik, en því miður áttir þú ekki afturkvæmt í Reynigrundina. Kímnin var sjaldnast langt und- an. Allar sögurnar þínar, sem mað- ur heyrði nú margar oftar en einu sinni, voru alltaf jafnskemmtilegar, síðast en ekki síst frá æskuárunum þínum í Neskaupstað. Þrátt fyrir mælskulistina áttir þú nú samt aldrei auðvelt með að tjá tilfinn- ingar þínar, sér í lagi ekki í orðum. Hins vegar á síðustu vikum mömmu varst þú orðinn ansi meyr og þú lést virkilega í ljós þínar tilfinningar í hennar garð við mig. Þér fannst verulega sárt að horfa upp á dóttur þína í þessum erfiðu veikindum. Það er ótrúlegt að svo stutt hafi verið á milli ykkar feðginanna en ég veit að þú ert í góðum höndum núna, í höndum dóttur þinnar, mömmu. Eftir að Finnbogi minn kom í heiminn varst þú ekki síðri við hann, þið amma alltaf boðin og búin að hjálpa og Finnbogi ætíð velkom- inn í Kópavoginn. Finnbogi upplifði eins og ég, ýmsar stórar stundir á sínum fyrstu árum hjá ykkur ömmu, stundir sem eru ómetanleg- ar og gleymast seint. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum í gegnum tíðina, afi minn, það verður erfitt að fylla tómarúmið sem þú skilur eftir í hjarta okkar Finnboga en minning- arnar lifa. Þín Esther. Það verður skrítið að koma í Reynigrundina núna og afi er ekki þar til að taka á móti okkur. Þessi glaðlegi og hressilegi kall sem hafði svo gaman af að fá afabörnin sín í heimsókn. Margar minningar um afa koma í huga okkar núna. Öll munum við eftir fellihýsinu hans og ferðalögunum með ömmu og afa um landið, á ættarmóti á Austfjörðum, í berjatínslu við Kirkjubæjarklaust- ur og á ýmsum tjaldstæðum um landið. Við munum eftir þegar hann var með hákarlinn sinn og reyndi að fá okkur til að borða hann, ekki gekk það þó vel hjá honum þótt hann reyndi að telja okkur trú um að hákarl væri bara nammi, því lyktin var ekki góð. Afi fylgdist vel með okkur vaxa úr grasi og hafði mikinn áhuga á hvað við værum að fást við og var umhugað um að okk- ur skorti ekkert af leikföngum eða öðru því sem gleður krakka. Ekki vorum við há í loftinu þegar hann birtist með reiðhjól handa okkur og hvatti okkur til að læra að hjóla. Við munum einnig eftir kassabílnum sem hann smíðaði handa okkur, dúkkuvagninum sem hann kom með, bílunum, dúkkunum og mörgu fleiru af ýmislegu dóti sem hann bjó til í kompunni hjá sér í Reynigrund- inni. Afi er farinn núna en minning hans mun ávallt lifa í hjarta okkar. Elsku amma, við vonum að þér líði vel þó að afi sé farinn og munir eftir öllu því góða sem þið deilduð saman og með okkur barnabörnunum. Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur. Til eru þeir, sem gleðjast, þegar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra. (Úr Spámanninum.) Ófeigur, Bergþóra og Auður. SVEINN SVERRIR SVEINSSON Við kveðjustund er margs að minnast. Oddný var elst okkar sjö systkina. Ævi okk- ar er svo stutt, það er eins og dagurinn í gær þegar hann er liðinn. Já eins og næturvaka. Allt hefur sinn tíma og tíminn er naumt skammtaður, við þurfum að hafa það hugfast alla daga. Við biðjum eftirlifendur að hugleiða það. Hinn æðsti og dýpsti tilgang- ur lífsins hlýtur að vera hafinn yfir takmarkaðan skilning mannsins og stundum er hann okkur ofvaxinn. En okkur ber skylda að horfa á mannlegt líf með visku og samúð. Erfiðu stundirnar þegar margt blæs í mót og gleðistundirnar sem koma í kjölfarið, þannig þroskumst við og leitum alltaf hins liðna til að geta haldið áfram. Það eru þessar eilífu spurningar um tilgang lífsins sem leita á alla hugsandi menn. Hver er hann? Við getum sagt að tilgangur lífsins fel- ist í að lifa lífinu og taka þátt í undrinu sem á sér stað. En dýpsta uppspretta lífsins er kærleikur og ást sem þroskast á Guðs ríkis braut. Því er nauðsynlegt að taka þátt í lífinu og njóta hverrar stundar sem gefst. Í Sanskrít, aldagamalli bók, er ODDNÝ S. AÐALSTEINSDÓTTIR ✝ Oddný SigríðurAðalsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 15. september 1942. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut 29. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grafarvogs- kirkju 7. maí. að finna stef sem vert er að gefa gaum: „Gæt þessa dags því að hann er lífið, lífið sjálft og í honum býr allur veruleikinn og sannleikur tilverunn- ar, unaður vaxtar og gróskudýrð hinna skapandi verkaljómi máttarins. Því að gærdagurinn er draumur og morgun- dagurinn hugboð en þessi dagur í dags é honum vel varið um- breytir hverjum gær- degi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonar- bjarma. Gæt þú því vel þessa dags.“ Oddný ræktaði garðinn sinn, því það gaf henni hugljómun um feg- urð og tilgang. Að þroskast með huga og höndum er leiðin að geta gefið af sér til annarra. Það leiðir af sér enn meiri þroska sem dafn- ar vel. Þannig byggjum við upp ferli vináttu og væntumþykju þeirra sem við umgöngumst núna. Þannig lifum við í huga þeirra sem sakna. En við eigum ekki að bíða með það sem okkur langar til að gera. Tíminn er í raun svo naum- ur. Oddný var alltaf samviskusöm við það sem hún tók sér fyrir hendur og var iðin að vefa þessa fínu þræði í mynstur tilgangs og ábyrgðar. Það kom vel fram í myndlistinni sem hún málaði. Við megum ekki gleyma því að við get- um fundið tilgang í lífinu þótt við séum í vonlausri aðstöðu gagnvart örlögum okkar sem verða ekki umflúin. Þá er besta leiðin að geta snúið persónulegum harmleik upp í sigur. Oddný sagði sjálf að Guð legði ekki meiri byrðar á einn mann en hann gæti borið. Því má segja að þjáningin hættir að vera þjáning um leið og hún hefur tilgang. Að fá að halda reisn þar til allt þrýtur er sigur. Þannig hefur þjáningin til- gang þrátt fyrir allt. Jafnvel þegar öll sund virðast lokuð og ekki verður aftur snúið – því skaparinn leggur misþungar byrðar á okkur mannfólkið, en hinn æðsti og dýpsti tilgangur lífsins hlýtur að vera hafinn yfir takmarkaðan skilning mannsins sem er í raun honum ofvaxinn þegar erfiðleikar leita á. Þá þroskumst við inná við. Þetta er í raun sálmur um manns- ins ævi og um viðveru okkar hér á jörðinni. Tíminn á milli nætur og dags heitir dagrenning. Það var á þeirri stundu sem Oddný gaf sitt síðasta andvarp og fékk að sofna þrautum sínum frá, 29. apríl síð- astliðinn. Við biðjum Guð að blessa móður okkar og vera henni nálægur, svo og Dóra, börnum, tengdabörnum og börnum þeirra, sem sakna sárt. Við systkini Oddnýjar sem eftir lifum þökkum fyrir samfylgdina og alla samstöðuna sem hefur fylgt okkur. Það er mikil gæfa og bless- un. Jesús sagði: „Eftir dimma nótt kemur bjartur dagur.“ Mennirnir fæðast, alast upp eins og eilífa smáblómið sem þroskast, tilbiður Guð sinn og deyr. Þegar lífið þrýtur eftir þung veikindi þá er stundin velkomin. Tími til að kveðja þetta jarðneska líf og finna ljósið þar sem sólkerfi himnanna hnýta sinn krans. Þar sem himinn- inn og vötnin renna saman í eitt. Elskulega systir, megir þú finna hið mikla ljós í hásölum himnanna. Þess óska þínir elskandi bræður. Halldór S. Aðalsteinsson, Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, Aðalsteinn R. Aðalsteinsson. Það er erfitt að trúa því og sætta sig við þá staðreynd að frændi minn Jón Þorvaldur skuli vera látinn, ég veit að hans er sárt saknað af mörgum. Jóni kynntist ég á yngri árum er ég dvaldi oft um skemmri eða lengri tíma ásamt Steinunni systur minni hjá þeim góðu hjónum Ingu og Ingjaldi á Akranesi og einnig er ég dvaldi hjá þeim sumarlangt við að mála í Jörundarholtinu. Við Jón náðum ágætlega saman, líklega svipað skapi farnir. Ófáar ævin- týraferðirnar áttum við saman í fjörurnar og út í móana við Akra- nes eða í eggjatínslu upp á Akra- fjall. Sem stóri frændi taldi ég mig hafa nokkra ábyrgð og uppeldis- skyldu gagnvart Jóni. Ég lærði þó fljótt að það var betra að standa al- veg klár á því sem maður sagði við Jón því hann var vís með að krefja um frekari svör næst þegar við JÓN ÞORVALDUR INGJALDSSON ✝ Jón ÞorvaldurIngjaldsson fæddist í Reykjavík 28. mars 1967. Hann lést í Bergen í Nor- egi 27. apríl og var útför hans gerð frá Akraneskirkju 7. maí. hittumst eða einfald- lega benda mér á að ákveðin svör gætu bara ekki staðist. Þegar Jón og Gurrý fóru þess á leit við mig hvort ég gæti gefið þau saman í borgara- legri hjónavígslu sum- arið 1998, fannst mér það ekki bara sjálf- sagt heldur einnig heiður. Í hjónavígslu- ræðunni var ég líklega enn í hlutverki stóra frænda er ég fór nokkrum orðum um ást og þá ábyrgð sem því fylgir að ganga saman í hjónaband þó ég vissi að í þeim efnum vantaði ekk- ert og ekkert sem ég gæti kennt þeim. Mig langar að kveðjulokum að birta tvö ljóðabrot eftir Hannes Pétursson, sem fram komu í hjóna- vígsluræðunni: Við skulum ganga suður með sjá morgun og kvöld þegar kyrrð er á, skeljarnar tínum sem skolast á land þær hverfa svo fljótt í fjörunnar sand Við skulum ganga suður með sjá, skeljarnar sindra sandinum á göngum og tínum og gætum þess vel að njóta er opnast hin örlitla skel. Bogi Hjálmtýsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.