Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 47 FORRÁÐAMENN enska knatt- spyrnufélagsins Coventry eru þess fullvissir að þeir nái að semja við Bjarna Guðjónsson ef íslenska landsliðsmanninum tekst að fá sig lausan undan samningi sínum við Bochum í Þýskalandi. Bjarni kom til Coventry sem lánsmaður í lok janúar og spilaði mjög vel með lið- inu í 1. deildinni. „Semjið við hann, semjið við hann,“ sungu áhorf- endur á heimaleikjum Coventry þegar leið á tímabilið, samkvæmt frétt staðarblaðsins Evening Tele- graph í Coventry. Þar kemur fram að Bjarni hafi hafnað fyrsta tilboði Coventry en eftir sem áður skilji ekki mikið á milli félagsins og leikmannsins. „Við höfum gert Bjarna ljóst að við viljum halda honum en málið ræðst af því hvað hann getur gert til að losna frá sínu félagi. Hann er ekki með svo svakaleg laun í Þýska- landi að ég held að við hljótum að geta náð saman,“ sagði Graham Hover, framkvæmdastjóri Cov- entry, við blaðið. Þar kemur enn fremur fram að Peter Reid, nýráðinn knatt- spyrnustjóri hjá Coventry, vilji endilega halda Bjarna hjá félaginu, og að Bjarna lítist afar vel á nýja stjórann og vilji endilega spila áfram með liði Coventry. Hann eigi hins vegar eftir erfiða baráttu við forráðamenn þýska félagsins um að losna undan þeim tveimur árum sem hann á eftir af samningi sínum þar. Coventry-menn vissir um að ná samningi við Bjarna EKKERT mark var skorað í 100 ára afmælisleik Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í gærkvöld – slag stór- veldanna Frakklands og Bras- ilíu sem fram fór í París. Það vantaði hins vegar ekki mark- tækifærin í bráðfjörugum leik en hinir fjölmörgu frábæru knattspyrnumenn sem þátt tóku voru ekki á skotskónum. Þeir Thierry Henry og Sylvain Wiltord hjá Frökkum og Ron- aldo og Ronaldinho hjá Bras- ilíu fóru illa með upplögð færi. Roberto Carlos komst næst því að skora þegar hann átti hörkuskot í stöng franska marksins. Fjörugt en markalaust Keflvíkingar eru efstir í deildinnieftir sigurinn, hafa unnið báða leiki sína. „Ég heyrði að Keflavík byrjaði alltaf vel í úr- valsdeildinni en nú ætlum við bæði að byrja vel og halda því áfram þangað til við ljúkum deildinni vel. Samt tökum við einn leik fyrir í einu og við ætlum að vera ánægðir með hvern leik. Þó að við þurfum að sætta okkur við tap, þá verður ekkert gefið eftir í þær níutíu mínútur sem leikurinn stendur yfir,“ sagði Milan Stefán. Hættum að vera feimnir Keflvíkingurinn Stefán Gíslason var ánægður með að liðið skyldi rífa sig upp eftir að fá á sig mark á þriðju mínútu. „Það er alltaf erfitt að fá á sig mark í byrjun en við rifum okkur upp úr því. Vorum að vísu svolítið lengi í gang, eins og við værum eitthvað feimnir, en þegar við fórum að hafa trú á okkur sjálfum fannst mér aldrei vera spurning um hvort við ynnum þennan leik,“ sagði Stefán og bætti því við að liðið væri á góðum skriði, gott gengi væri ekki nýtilkomið, en sem kunnugt er lék Keflavík í 1. deild í fyrra og vann hana af öryggi. „Við höfum spilað saman í tvö ár og þó að við værum í 1. deild í fyrra spiluðum við vel svo að mér finnst þetta ekki smella saman núna. Við höldum að- eins því sem við höfum byggt upp. Fyrri hálfleikurinn gegn KA í síðasta leik var slakur en svo hrukkum við í gang í seinni hálfleik og við héldum nú áfram þar sem frá var horfið. Við erum byrjaðir að spila eins og við gerðum í fyrra og höfum gert í allan vetur þegar við reynum að halda bolt- anum niðri og spila honum.“ Keflvíkingar sem urðu Íslands- meistarar fyrir 40 árum voru heiðurs- gestir á leiknum og sagði Stefán gam- an að gleðja þá. „Karlarnir töluðu um að KR hefði aldrei unnið í Keflavík og það var gaman að geta fært þeim þennan sigur. Svo var stemning á áhorfendapöllum og vonandi verður hún áfram því það er miklu skemmti- legra að spila þegar það kemur mikið af fólki. Félagið hefur staðið sig vel í því að undirbúa og kynna leikinn. Það býr auðvitað til stemningu í bænum með því að vinna fyrstu tvo leikina og þá er oft margt á vellinum,“ bætti Stefán við. Vorum inni í leiknum lengst af „Mér fannst við lengst af inni í leiknum en það vantaði smá lukku,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. „Þetta var bara bardagi og við vorum stærstan hlutann inni í leikn- um. Við fengum góða byrjun og mér fannst við halda ágætlega áfram en það er mjög slæmt að fá á sig tvö mörk úr föstum leikatriðum, alger óþarfi þegar maður er að berjast fyrir einu stigi á útivelli. Það er alltaf gott að skora en oft gerist það ósjálfrátt að menn færi sig aftar, en ég hafði meiri áhyggjur af liðinu í seinni hálfleik því marga í liðinu skortir leikæfingu, leikform og kraft. Keflavíkurliðið er þannig að því hentar betur að spila stutt, auk þess að þeir eru með hraða leikmenn svo það virtist henta þeim betur að spila á móti golunni í seinni hálfleik,“ bætti Willum við og sneri sér að næsta leik. „Það er alltaf ein- hver skýring á slakri byrjun en hún er ekki einhlít. Við höfum verið í bull- andi basli og vandamálum en tíminn vinnur með okkur. Hvort sem maður vinnur eða tapar leyfi ég mér ekki annað en hugsa bara um næsta leik,“ sagði Willum Þór. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Arnar Gunnlaugsson á fleygiferð gegn Keflvíkingunum Hólmari Rúnarssyni og Herði Sveinssyni. Haraldur Freyr Guðmundsson fylgist með.  KRISTJÁN Finnbogason mark- vörður er orðinn þriðji leikjahæsti KR-ingurinn í efstu deild í knatt- spyrnu frá upphafi. Hann lék í gær- kvöld sinn 166. leik með KR í deild- inni, og fór með því upp fyrir Ottó Guðmundsson, fyrirliða KR á sínum tíma. Aðeins Þormóður Egilsson, 239, og Einar Þór Daníelsson, 183, hafa nú spilað fleiri leiki fyrir KR í deildinni.  STEFÁN Gíslason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild hér á landi þegar hann jafnaði fyrir Keflavík gegn KR í gærkvöld. Stefán hefur aðeins leikið eitt tímabil áður í deild- inni, árið 1998 með KR, en hann spil- aði síðan í Noregi og Austurríki áð- ur en hann kom til liðs við Keflavík í 1. deild í fyrra.  TRYGGVI Guðmundsson og Jó- hann B. Guðmundsson léku báðir allan leikinn með Örgryte sem sigr- aði Trelleborg, 1:0, í sænsku úrvals- deildinni í knattspyrnu í gær. Þetta var aðeins annar sigur Örgryte í fyrstu átta leikjum sínum í deildinni.  PÉTUR Hafliði Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby sem tapaði fyrir Sundsvall á útivelli, 2:0.  ÞAÐ er talið næsta víst að Fern- ando Morientes, sem er í láni hjá Mónakó frá Real Madrid, sé á leið- inni til Chelsea. Sagt er að Roman Abramovich sé búinn að bjóða Real 12 milljónir punda í Morientes, en Arsenal hefur einnig áhuga á að fá hann. Þá er sá orðrómur uppi að Abramovich sé búinn að bjóða AC Milan tuttugu milljónir punda fyrir miðherjann Andriy Shevchenko. FÓLK Vorum einfaldlega betri „ÉG get ekki annað en verið stoltur og ánægður með hvernig strák- arnir stóðu sig í dag því við vorum einfaldlega betri allan leikinn, fyrir utan þessar fyrstu mínútur þegar þeir skoruðu,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Keflvíkinga. „Það getur bæði verið betra og verra að fá á sig mark í byrjun en við sýndum góða liðsheild með því að halda áfram og gefast ekki upp. Strákarnir sýndu glæsilegan fótbolta, börðust og spiluðu í níutíu mínútur, gáfu ekkert eftir sem sést best á því að við skoruðum í lokin.“ Eftir Stefán Stefánsson Milan Stefán Jankovic var ánægður með sína menn eftir sigur í Keflavík RAGNAR Óskarsson og félagar í Dunkerque komust í gær í undan- úrslit deildabikarkeppninnar í hand- knattleik í Frakklandi. Dunkerque burstaði Selestat 25:16 í átta liða úr- slitunum og gerði Ragnar tvö mörk, en leikið var á heimavelli þess. Keppnin heldur áfram á morgun þegar undanúrslitaleikirnir fara fram í Dunkerque og á sama stað verður leikið til úrslita á sunnudag- inn og einnig um þriðja sætið. Ragnar og félagar í undanúrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.