Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gyða JónínaÓlafsdóttir fram- kvæmdastjóri fædd- ist 1. febrúar 1946. Hún lést á líknar- deild Kópavogs 9. maí síðastliðinn. Gyða er dóttir hjónanna Birnu J. Benjamínsdóttur, f. 12. ágúst 1927 og Ólafs Jónssonar mál- arameistara, f. 10. ágúst 1921, d. 21. maí 2000. Systkini Gyðu eru: 1) Mar- grét, f. 28.2. 1948, gift Jóni Þorgrímssyni, f. 10.12. 1947, börn þeirra eru: a) Ólafur, f. 18.8. 1967, kvæntur Þorbjörgu Gunnarsdóttir, f. 23.10. 1964, þau eiga Elínu Margréti, f. 23.5. 1997; b) Björg, f. 8.1. 1971 gift Muhrat Özkan, f. 15.6. 1970, börn þeirra eru Axel Emin Özkan, f. 1.5. 1996 og Selma Özkan, f. 2.1. 2000; og c) Þorgrímur, f. 29.5. 1976, unnusta hans er Birna Klara Björnsdóttir, f. 28.6. 1974, þau eiga Katrínu Klöru, f. 6.1 2004. 2) Birna Ólafs- dóttir Nyström, f. 6.12. 1953, gift Lars Nyström, f. 18.4. 1950, börn þeirra eru: a) Birna Gyða Ás- mundsdóttir Winell, f. 8.3. 1972, gift Jónasi Winell, f. 9.11. 1971, sonur þeirra er William Erik Ólaf Winell, f. 3.7. 2003 og b) Tora Lina Bra, f. 23.10. 1980. 3) Jón Ólafur, f. 9.6. 1958, kvæntur Önnu Sigríði Jónsdóttur, f. 26.4. 1957, þau eiga Ólaf, f. 25.3. 1981 og Stellu Sif, f. 25.8. 1987. Gyða var gift Ey- þóri Baldurssyni flugstjóra til 30 ára. Þau eiga einn son, Baldur Eyþór kvik- myndagerðarmann, f. 14. ágúst 1975, unnusta hans er Val- entína Manucci, f. 3.12. 1981. Einnig fengu þau að taka þátt í uppeldi systur- dóttur Gyðu, Birnu Gyðu Ásmundsdótt- ur fyrstu árin henn- ar. Hún eignaðist son á síðasta ári, William Erik Ólaf, Gyðu til mik- illar ánægju og yndisauka sem ömmubarn. Gyða var formaður MS-félags- ins í 14 ár og átti stóran þátt í að koma Dagvist og endurhæfingar- miðstöð MS-sjúklinga á laggirnar og var framkvæmdastjóri hennar frá stofnun þar til hún lét af störf- um vegna veikinda sinna á síðasta ári. Gyða helgaði MS-félaginu krafta sína, og vann mikið starf í þágu MS-sjúklinga. Hún var virk í norrænu samstarfi og átti um árabil sæti í stjórn Evrópusam- taka MS-félaga og vann í ýmsum nefndum á vegum þeirra. Gyða lærði snyrtifræði í Kaup- mannahöfn 1963–1964. Hún rak snyrtistofu í Reykjavík og kenndi snyrtifræði í skólum hér á landi. Útför Gyðu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gyða Jónína varð hluti af lífi okkar þegar hún og Eyþór urðu par. Síðan eru liðnir áratugir, þau slitu samvist- ir en eftir stóð sterk vinátta sem ent- ist alla tíð. Það sem tengdi ekki síst var sonur þeirra, Baldur Eyþór, en það var samt miklu fleira því Gyða var manneskja sem ekki var hægt annað en að hrífast af. Hún var glæsileg og greind og leiftrandi kímnigáfa hennar setti svip sinn á öll okkar samskipti. Tilsvör hennar gátu einhvern veginn fengið alla til að sjá atburði í nýju og skemmtilegu ljósi og ef bókhaldið er í lagi á himn- um skuldum við henni ótal hlátra- sköll. Sárt er að sjá á eftir Gyðu fyrir aldur fram. Hún glímdi við mikið andstreymi vegna veikinda um langt skeið en lét þau aldrei aftra sér frá því að gera það sem hún ætlaði sér enda tala verkin þegar ævisaga hennar er reifuð. Hún kunni líka sannarlega að lifa lífinu og kjarkur- inn var óbilandi. Hverjum öðrum en Gyðu hefði til dæmis dottið í hug að biðja lækninn um meðferð á mánu- degi til að geta haft það skemmtilegt um helgina? Hún gaf alltaf mikið af sér, jafnvel á stundum þegar hún hefði átt að vera þiggjandi, og við minnumst umhyggju hennar á lyk- ilstundum. Við vottum Baldri Eyþóri og öllum öðrum aðstandendum okk- ar dýpstu samúð. Gyða lifir í minn- ingum okkar og það er góð tilfinning. Þorgeir, Ragna, Hildur, Bjarni, Hilmar, Vigdís, Sólveig og Gunnar. Nú er stórt skarð höggvið í raðir okkar MS-fólks er við sjáum á bak Gyðu Jónínu Ólafsdóttur. Gyða var formaður MS-félags Íslands á árun- um 1985 til 1998, en auk þess gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Dag- vistar MS-félagsins frá stofnun hennar 1986, þar til á síðasta ári er hún lét af störfum vegna veikinda. Þessi ár voru tímar mikillar grósku og uppbyggingar hjá félag- inu, sem eignaðist nú fastan sama- stað fyrir félagsstarfið og hóf rekst- ur Dagvistar fyrst í Álandi 13 og síðan Sléttuvegi 5. Dagvist félagsins var ómetanlegt framfaraspor fyrir alla þá sjúklinga, sem á þurftu að halda og ekki síður aðstandendur þeirra. Þarna fengu sjúklingar m.a. aðhlynningu, þjálfun, félagslegan stuðning og nauðsynlega tilbreyt- ingu í daglega lífinu. Gyða var í fararbroddi stjórnar- manna sem áttu þá hugsjón að fræða almenning um MS-sjúkdóminn, út- rýma fordómum og efla þjónustu við sjúklinga. Þetta var mikið starf sem fólst í að kynna MS-sjúkdóminn, þarfir sjúklinga og framtíðaráform félagins fyrir félögum, klúbbum og opinberum aðilum og sannfæra þau um að rétt væri að styðja okkur fjár- hagslega eða rétta okkur hjálpar- hönd með öðrum hætti. Þarna naut myndugleiki og málafylgja Gyðu sín vel og hún var tvímælalaust réttur maður á réttum stað. Félagsmenn stóðu einnig fyrir margvíslegri fjár- öflun svo sem sölu jóla- og minninga- korta, kökubösurum, styrktartón- leikum og síðan útgáfu blaðs félagsins, Megin Stoðar. Gyða naut mikillar virðingar inn- an- sem utanlands fyrir störf sín að málefnum MS-sjúklinga. Eftir lát hennar hefur félaginu borist fjöldi samúðarkveðja frá erlendum sam- starfsfélögum og samtökum þeirra, sem hafa minnst hennar með virð- ingu og þökk. Það var svo árið 1995, að hún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ötult starf í þágu MS- sjúklinga. Við þökkum Gyðu metnarfullt starf sem einkenndist af trú- mennsku við félagið til hinsta dags. Nafn hennar er samofið sögu MS- félags Íslands, en því helgaði hún starfskrafta sína. Syni hennar, móður, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gyðu J. Ólafs- dóttur. Fyrir hönd MS-félags Íslands. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formaður. Á lífsins göngu kynnist maður mörgum og ólíkum einstaklingum sem hafa mismunandi áhrif á líf og lífsskoðun manns. Vinkona mín, Gyða Ólafsdóttir, sem kvödd er hinstu kveðju í dag, hafði með bjart- sýni sinni, þrautseigju og jákvæðu hugarfari djúp áhrif á mitt lífsvið- horf. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi snemma á lífsleiðinni að tengj- ast henni vináttuböndum sem aldrei bar skugga á. Vin sem hægt var að ræða við um hvað sem var og sýna fullan trúnað. Þegar kemur að kveðjustund hvarflar hugurinn til liðinna tíma og minningarnar líða hjá. Mín fyrsta minning af Gyðu er þegar við vorum aðeins smástelpur. Ég kom með föð- ur mínum í heimsókn á heimili for- eldra hennar en feður okkar voru kunningjar. Hún stóð á tröppunum í ljósum sokkum og fínum kjól, geisl- andi af glettni og gleði. Þrátt fyrir að skipst hafi á skin og oft og tíðum þéttar skúrir í lífi hennar hélt hún ætíð þessari glettni og glæsileika. Við vorum þó orðnar 16 ára þegar vinaböndin voru treyst og um tví- tugt, þá orðnar ráðsettar eiginkonur, gengum við saman í saumaklúbb. Allt frá þeim tíma hefur líf okkar verið samfléttað. Minningar frá sam- verustundum okkar, hvort sem það var að ræða málin yfir kaffibolla, í sumarbústaðarferðum eða utan- landsferðum, vekja með mér í senn gleði og söknuð. Gyða bar af öðrum konum að glæsileik en hennar helstu kostir voru hreinskilni, heiðarleiki og ekki hvað síst hin góða og létta lund. Allt til hinstu stundar var hún kankvís með gamanyrði á vörum. Trygglyndi og vinarhugur voru hennar aðals- merki. Hún var trú vinum sínum og lagði mikla rækt við vináttuna, enda vinmörg. Ég er forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að vera í vinahópi þess- arar mætu og góðu konu og njóta samverustunda með henni. Ég kveð Gyðu með miklum söknuði og mun ætíð minnast hennar með þakklæti og virðingu. Ég votta Baldri Eyþóri, Birnu Gyðu, Birnu, systkinum og öðrum ástvinum hennar mína dýpstu samúð og bið Guð að gefa ykkur styrk og stuðning í sorg ykkar. Sigurrós Þorgrímsdóttir. Það var hnípinn hópur vinkvenna, sem mætti til hádegisbænar í Dóm- kirkjunni í nóvemberbyrjun árið 2001. Gyða vinkona okkar hafði greinst með krabbamein fáeinum dögum áður og var í aðgerð þennan morgun. Í vanmætti okkar ákváðum við að hittast og biðja fyrir henni. Okkur grunaði ekki þá, að þessar samverustundir á miðvikudögum ættu eftir að verða okkur það hald- reipi sem raun varð á. Það hlýja við- mót og sá kærleikur sem þar ríkir hefur verið okkur ómetanlegur styrkur – sameinað okkur og búið okkur betur undir þann missi, sem við nú stöndum frammi fyrir. Þessar stundir voru Gyðu líka mjög kærar og mætti hún eins oft og heilsan leyfði, nú síðast rétt fyrir jólin, þótt þrekið færi þá ört minnkandi. Hún Gyða mín var baráttukona. Með jákvæðu hugarfari, þvílíku æðruleysi, fádæma styrk og ekki síst sínu dásamlega skopskyni tókst hún á við veikindi sín. Ræddi hispurs- laust um það sem í vændum var og bjó okkur öll undir það óumflýjan- lega. Aldrei var æðrast og því síður kvartað og jafnvel þá er hún sjálf var hvað veikust, beindist öll hugsun hennar að umhyggju fyrir þeim sem hjá henni voru, að þeim gæti liðið sem best. Þau voru ófá kvöldin sem við „möluðum“ fram á rauða nótt, flissuðum eins og skólastelpur að „eigin fyndni“, krufðum málin til mergjar, hlógum saman, grétum saman og umvöfðum hvor aðra ást- úð, hlýju og væntumþykju. Við reyndum af fremsta megni að hugga og hvetja hvor aðra – þannig safn- aðist í fjársjóð sem eigi fyrnist og ég er full þakklætis fyrir allar stund- irnar okkar saman – þakklætis fyrir að hafa átt hana að vini. Sorg og eft- irsjá hreiðra um sig í hjartanu svo undan svíður, en eftir stendur minn- ingin hrein og tær. Nú þegar þú ert gengin inn í ljósið er það vissan um að þú lifir, þar sem ljósið aldrei deyr, sem á eftir að sefa sárasta söknuð- inn. Stórt skarð er höggvið í til- veruna og þá ekki síst hjá „gimstein- inum“ þínum, honum Baldri, sem þú varst svo stolt af og þakklát fyrir. Baldur minn, Valentina, Birna mín, Bygo, systkini og aðrir ástvinir, – það voru ykkar forréttindi að eiga slíka móður, dóttur og systur, sem var hetja til hinstu stundar. Ég bið algóðan Guð að geyma hana Gyðu mína. Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins Guð í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra kom þú og ver oss hjá. (Sigurbjörn Einarsson.) Ásta. Við kveðjum í dag eina allra skemmtilegust persónu sem við höf- um kynnst. Hún Gyða hafði svo ótrú- lega góðan húmor og átti svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á líf- inu. Óteljandi eru þær stundir sem við saumaklúbbssystur höfum átt saman og Gyða haldið uppi fjörinu með athugasemdum sínum og til- svörum. Nú má ekki taka orð okkar svo að hún hafi verið einhver galgopi, öðru nær, hún Gyða var stórgáfuð og heillandi persónuleiki. Hún hafði lag á að nýta sér hæfileika sína, en einn- ig það sem óvanalegt er, hún nýtti sér líka veikleika sína. Til dæmis um það er að þegar hún greindist með MS rétt tæplega þrítug, þá sneri hún kröftum sínum að því að byggja upp ásamt fleirum geysiöflugt starf MS- félagsins. Stóð í húsbyggingum, með öllum þeim snúningum og fyrirhöfn sem þeim fylgja, hún tók þátt í er- lendum samskiptum og var vakin og sofin í að vinna hagsmunum félags- ins sem mest hún mátti. Virði þess- arar vinnu hennar fyrir MS-félagið var auðsætt síðasta haust þegar fé- lagsmenn sýndu henni stuðning sinn og traust með því að gera hana að heiðursfélaga. Gyða var sæmd fálka- orðunni fyrir starf sitt að málefnum MS-sjúklinga. Við vorum átta saman í sauma- klúbb frá því að við vorum kornung- ar stúlkur og höfum eins og að líkum lætur farið saman í gegnum bæði súrt og sætt. Fyrir 17 árum misstum við eina úr hópnum, Ragnheiði Egg- ertsdóttur, en hún lést eftir nokk- urra daga veikindi. Við kenndum heil ósköp í brjósti um sjálfar okkur þá og héldum á tímabili að saumaklúbb- urinn myndi ekki „lifa af“. Við kunn- um ekki að takast á við sorgina og söknuðinn, en sem betur fer tókst okkur að halda göngunni áfram. Fyrir tveimur og hálfu ári gerðist það svo að Gyða greindist með krabbamein. Þá tókum við sameig- inlega ákvörðun um það að standa saman og styðja bæði hana og hver aðra. Þetta held ég að okkur hafi tek- ist alveg bærilega. Við eigum sam- eiginlegan vettvang í trúnni á Guð og líf eftir dauðann. Við náðum því að geta talað opinskátt um dauðann og hræðsluna við hið óþekkta og við gátum beðið saman um styrk til að mæta því sem að höndum ber. Við sem höfum fylgst með Gyðu í sjúk- dómsferlinu höfum allan tímann dáðst að æðruleysi hennar og kjarki, alltaf sá hún ljós í myrkrinu og var óbilandi í trúnni á að lækning myndi finnast. Við höfum þrátt fyrir allt átt ótrú- lega skemmtilegar og gefandi stund- ir á þessu tímabili, farið til útlanda og oft í sumarbústað og bæði hlegið og grátið saman. Það hefur verið ótrúlega gefandi lífsreynsla að fá að fylgjast með henni og læra af henni og fyrir það erum við þakklátar. Það er lýsandi fyrir Gyðu og henn- ar líf hversu margir komu til hennar og sýndu henni hlýju og ástúð í veik- indum hennar. Baldur, einkasonur Gyðu og augasteinn, hefur staðið eins og bjarg við hlið hennar allan tímann og verið mömmu sinni til gleði og sóma. Við sendum honum og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Að lokum er lítil bæn sem við vin- konurnar erum vanar að fara með þegar við förum að sofa í sumarbú- stað. Það er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Höf. ók.) Saumaklúbburinn. Sumarið skartaði sínu fegursta, daginn sem þú kvaddir okkur. Betra ferðaveðurs var ekki hægt að óska þér. Sól skein í heiði, það bærðist ekki hár á höfði, friður og ró var yfir öllu. Þú gast hlustað á kyrrðina fyrir utan hús númer 10 á Líknardeildinni þar sem þú hafðir orðið aðnjótandi ástúðar og umhyggju síðustu vikurn- ar. Ein hjúkrunarkvennanna hafði orð á því við mig að mikið hlytir þú að vera einstök manneskja, það væru svo margir sem bæru þig fyrir brjósti og létu sér annt um þig. Það var svo sannarlega rétt. Að kvöldi þessa dags staldraði ég við í flæðarmálinu í litlu, fallegu vík- inni neðan við húsið þitt númer 10 við Kópavoginn. Ég vildi finna návist þína aðeins einu sinni enn. Hvílík fegurð! Vogurinn var sléttur sem gler og himinninn glóði í kvöldsól- inni. Nokkur ský, eins og örþunnar slæður, drukku í sig fegurð kvölds- ins. Það var sem síðustu sólargeisl- arnir vildu ekki yfirgefa húsið, þar sem þeir teygðu sig lengra og lengra, eins og til að faðma þig að sér og kasta birtu sinni á leiðina sem beið þín. Úti við sjóndeildarhringinn virt- ist allt renna út í eitt, sjórinn og him- inninn – svipað og tilfinningarnar á þeirri stundu. Svo settist sólin og nýr dagur rann upp – og þannig verður það. Maður gerir bara sitt besta og þakkar Guði fyrir að hafa orðið aðnjótandi vináttu þinnar í öll árin, frá því við hittumst fyrst í Verslunardeild Hagaskólans. Þar mynduðust góð vináttubönd milli allra bekkjasystranna, sem GYÐA JÓNÍNA ÓLAFSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.