Morgunblaðið - 26.05.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 143. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. MAÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Spólur fyrir
Englaborgara
Dino De Laurentiis heimsækir
Jón Óttar Ragnarsson | Fólk
Mark Wildman dæmir próf
í Söngskólanum | Listir
Raddgæði
Íslendinga
Bílar í dag
Glæsilegri sportbílasýningu
lokið Touareg með 5
strokka dísilvél Grimmur
úlfur í sauðargæru
EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur sam-
þykkt frumdrög að uppsetningu
svæðisbundinna nefnda til stjórnar á
fiskveiðum með svipuðu sniði og gert
er í Bandaríkjunum. Nefndirnar
verða sjö og skipaðar fiskimönnum,
vísindamönnum og öðrum hags-
munaaðilum.
Hlutverk þeirra verður að koma
með tillögur um fiskveiðistjórnun á
viðkomandi svæðum. Þannig verður
hleypt af stokkunum nefndum fyrir
Miðjarðarhaf, Norðursjó, Eystra-
salt, suðvestursvæði, norðvesturmið,
alþjóðleg hafsvæði, fjarlæg fiskimið
og veiðar á síld og makríl á vestur-
slóðum.
Ben Bradshaw, ráðherra sjávarút-
vegsmála á Bretlandi, er ánægður
með þessa ráðstöfun og segir að
þetta sýni að fullyrðingar um að ekki
sé hægt að draga úr miðstýringu séu
rangar.
Gert er ráð fyrir að nefndin um
Norðursjóinn taki fyrst til starfa.
ESB tekur upp svæðis-
bundna fiskveiðistjórnun
ESB/13
INNRÁS Bandaríkjamanna í Írak hefur orðið til
þess „að hleypa nýju lífi“ í al-Qaeda-hryðju-
verkanetið. Búast má við því að hryðjuverka-
menn herði enn á árásum sínum gegn vestræn-
um skotmörkum og beiti jafnvel
gereyðingarvopnum.
Þessi er ein helsta niðurstaða ársskýrslu Al-
þjóða herfræðistofnunarinnar (IISS) í Lundún-
um sem birt var í gær.
Í skýrslunni segir að nýlegar árásir á Spáni, í
Tyrklandi og Sádi-Arabíu séu til marks um að al-
Qaeda, samtök hryðjuverkaforingjans Osama bin
Ladens, hafi náð fyrri styrk eftir að hafa verið
hrakin úr höfuðstöðvum sínum í Afganistan.
Hryðjuverkamenn tengdir al-Qaeda leggi á ráðin
um hertar árásir gegn Bandaríkjamönnum og
nánustu bandamönnum þeirra á Vesturlöndum.
Segir í skýrslunni að hópar tengdir al-Qaeda
starfi nú í rúmlega 60 löndum og gera megi ráð
fyrir að þau samtök geti alls beitt um 18.000
mönnum í hryðjuverkaárásum.
Höfundar skýrslunnar segja al-Qaeda líta svo
á að samtökin eigi í „stríði siðmenninga“ þar sem
málamiðlanir komi ekki til greina. Minnt er á
þau orð eins af leiðtogum al-Qaeda að drepa
þurfi minnst fjórar milljónir Bandaríkjamanna
áður en unnt verði að ræða um „íslamskan sigur“
í því stríði.
IISS segir að innrásin í Írak hafi orðið til þess
að veikja bandalag það sem Bandaríkjamenn fari
fyrir gegn hnattrænu hryðjuverkaógninni. Á
hinn bóginn hafi herförin gegn stjórn Saddams
Husseins Íraksforseta orðið til þess að þjappa
saman hópum þeim sem mynda al-Qaeda-netið.
Samtökin beini nú einkum kröftum sínum að her-
námsliði Bandaríkjamanna í Írak. Allt að 1.000
erlendir vígamenn haldi nú til í landinu og standi
þeir ásamt heimamönnum fyrir árásum á herlið
Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra.
Í skýrslunni er því og haldið fram að Banda-
ríkjamenn hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir
að árás al-Qaeda á Bandaríkin 11. september
2001 hafi verið „ofbeldisfull viðbrögð við yf-
irburðastöðu Bandaríkjamanna“ að kalda stríð-
inu loknu. Eru Bandaríkjamenn hvattir til aukins
samráðs við önnur ríki og því lýst yfir að mjög
umdeilanleg sé sú stefna bandarískra ráðamanna
að réttlætanlegt sé að beita hervaldi „í forvarn-
arskyni“ til að uppræta mögulegar ógnanir áður
en þær verða raunverulegar.
Segja nýtt líf í al-Qaeda
Liðsmenn taldir 18.000
og starfa í 60 ríkjum
Lundúnum. AP. AFP.
BRÁÐABIRGÐASTJÓRNIN í Írak
mun hafa „pólitíska stjórn“ á herafla
bandamanna í landinu. Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, lét
þessi ummæli falla á blaðamanna-
fundi í Lundúnum í gær. Áformað er
að ný bráðabirgðastjórn taki við
völdum í Írak 30. júní. Blair sagði að
fullveldi þeirrar stjórnar yrði „raun-
verulegt og ósvikið“.
Blair sagði þetta er hann var
spurður hvort áformað væri að
íraskir ráðamenn fengju neitunar-
vald þegar meiri háttar hernaðarað-
gerðir væru annars vegar. Sagði
hann að slíkar „pólitískar ákvarðan-
ir“ yrðu bornar undir ríkisstjórnina.
Blair tók fram að bráðabirgða-
stjórnin myndi ekki hafa vald yfir er-
lenda herliðinu í landinu þannig að
hún gæti ákveðið aðgerðir sem her-
foringjar væru andvígir.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði síðar um dag-
inn að Bandaríkjamenn myndu hafa
samráð við írösku bráðabirgða-
stjórnina um hernaðaraðgerðir en
tók þó fram þeir myndu eftir sem áð-
ur áskilja sér rétt til að verja sig.
Ekki var ljóst hvort hann var með
þessum orðum að andmæla orðum
Blairs.
Reuters
Tony Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, á blaðamannafundi í gær.
Írakar
fá neit-
unarvald
Lundúnum. AFP.
Raunverulegt og ósvik-
ið fullveldi, segir Blair
EITURGUFUR og öskufall
sem bárust til Englands í
Skaftáreldum árið 1783 kunna
að hafa valdið dauða um
10.000 manns, samkvæmt
kenningu vísindamanna við
Háskólann í Cambridge.
Skoðuðu þeir upplýsingar
um loftslag, greftrunar-
skýrslur í 404 kirkjusóknum
og heimildir þar sem finna má
frásagnir af öskumóðu og
heilsufarsvandamálum íbúa. Á
meðan á Skaftáreldum stóð
var dánartíðni óvenju há,
dauðsföll voru 11.500 fleiri en
búast mætti við. Þetta kemur
fram hjá BBC en grein um
rannsóknina birtist í Bulletin
of Volcanology.
Í júlítölublaði Gentleman’s
Magazine 1783 segir frá
þykkri, heitri gufu sem liggi
yfir öllu. Þá er í öðrum heim-
ildum talað um að fólk þjáist
af höfuðverkjum og óþæg-
indum í öndunarfærum.
Skaftáreldar hófust 8. júní
1783 og stóðu í átta mánuði.
Hér á landi létust um 9.000
manns, eða fjórðungur íbúa, í
hungursneyð í kjölfar gossins.
Létust tíu
þúsund á
Englandi?
Áhrif Skaftárelda
ÞAÐ fór vel um þau, litlu krílin á sundnámskeiðinu hjá
Snorra Magnússyni í Skálatúnslauginni í Mosfells-
bænum í gær, þegar þau tóku sér far með „stóra fljóta-
bátnum“. „Fljótabáturinn“ er í raun plastdýna sem
dregin er eftir lauginni meðan Snorri syngur með for-
eldrunum og segir nemendunum sögu um fljótabátinn
og indíánana.
Börnin á námskeiðinu eru frá tveggja mánaða, tíu til
tólf í hóp. Markmiðið er að venja þau við vatn og köfun
og auka sjálfstraust þeirra og virðingu í vatninu og að
þau finni fyrir öryggi.
Snorri hefur sérhæft sig í sundkennslu ungbarna og
er brautryðjandi á því sviði hér á landi. Eftirspurn og
áhugi fyrir námskeiðum hans er mikill.
Morgunblaðið/Þorkell
Farþegar á „fljótabáti“